Morgunblaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 40
LISTIR 40 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ UM áramótin verður alþjóða ís- hokkímót fyrir lið skipuð leikmönn- um 17 ára og yngri, World Under 17 Hockey Challenge, haldið á Íslend- ingaslóðum í Manitoba í Kanada. Keppnin er tileinkuð vestur-íslenska íshokkíliðinu The Winnipeg Falcons, sem keppti fyrir hönd Kanada á Ól- ympíuleikunum í Antwerpen í Belg- íu 1020 og varð ólympíumeistari, en Íþrótta- og ólymíusamband Íslands gefur bikar til keppninnar. Íshokkí er þjóðaríþrótt Kanada og öll uppbygging er í föstum skorðum. Þetta 10 liða alþjóða mót, sem nú fer fram í Selkirk og Stonewall skammt fyrir norðan Winnipeg 28. septem- ber til 4. janúar nk., er mikilvægur liður í þessari uppbyggingu, en margir af þekktum leikmönnum í amerísku NHL-atvinnumannadeild- inni í íshokkí hafa tekið þátt í þessari keppni. Þar á meðal eru t.d. Joe Sakic, Alexander Mogilny, Pavel Bure, Sergei Fedorov, Mats Sundin, Radek Bonk, Jocelyn Thibault og Nikolai Khabibulin. Fimm úrvalslið frá Kanada auk landsliða Bandaríkj- anna, Finnlands, Tékklands, Rúss- lands og Þýskalands taka þátt í keppninni að þessu sinni. Bandarík- in eiga titil að verja frá því í Nova Scotia í fyrra en þá lentu lið frá Kan- ada í 2., 3. og 4. sæti. Árangur Fálkanna mikilvægur Thomas A. Goodman, lögfræðing- ur af íslenskum ættum, er formaður skipulagsnefndar mótsins. Hann segir að árangur Fálkanna, sem voru fyrstir til að vinna til gullverð- launa í íshokkíi á Ólympíuleikum, hafi átt stóran þátt í að aðlaga Ís- lendinga nýjum heimkynnum vestra og þessi fyrsti ólympíutitill í íshokkíi hafi sýnt íslensku landnemunum og afkomendum þeirra að allt var mögulegt. Rík ástæða væri til að halda minningu liðsins á lofti og það færi vel á því að fyrsta mótið, sem væri tileinkað þessu frábæra vestur- íslenska íshokkíliði, færi fram á svæði þar sem svo margir Íslend- ingar hefðu sest að. Útsendarar liða frá mörgum þjóð- um fylgjast með keppninni og úr- slitaleiknum verður sjónvarpað beint í Kanada. Thomas A. Goodman segir að hún fái mikla athygli og að henni lokinni ætti saga Fálkanna og mikilvægi hennar í íslenska sam- félaginu í Manitoba að hafa borist víða. Bestu íshokkíspilarar heims í þessum aldursflokki kæmu saman í Manitoba og það væri mikilvægt að þeir vissu að fyrstu Ólympíumeist- ararnir léku ekki fyrir peninga og frægð heldur vildu þeir leggja mikið á sig fyrir nýja þjóð sína vegna þess hvað þeim þótti íþróttin skemmtileg. Erfið leið Leikmennirnir, sem skipuðu lið Fálkanna, voru flestir af annarri kynslóð Íslendinga í Winnipeg. Frank Fredrickson fyrirliði og fé- lagar hans byrjuðu að æfa sig í bak- garðinum heima eins og margir aðr- ir Kanadamenn, þar á meðal Wayne Gretzky, ókrýndur konungur íþrótt- arinnar, sem nú er framkvæmda- stjóri ólympíuliðs Kanada. Íslend- ingarnir héldu hópinn og þegar þeim var ekki hleypt inn í deildina í Winnipeg stofnuðu þeir nýja deild með „norrænum“ liðum. Síðar stofn- uðu þeir Manitoba-deildina með lið- um utan Winnipeg og urðu meist- arar. Þeir léku við meistarana í deildinni í Winnipeg um hvort liðið ætti að keppa fyrir hönd Manitoba í fjögurra liða úrslitum Kanada- keppninnar og sigruðu. Unnu síðan í úrslitum vesturdeildarinnar og loks lið Toronto-háskóla í úrslitum en kanadíski meistaratitillinn tryggði þeim jafnframt keppnisrétt á Ól- ympíuleikunum 1920 þar sem ís- hokkí var keppnisgrein í fyrsta sinn. Fálkarnir komu, sáu og sigruðu Tékka, Bandaríkjamenn og Svía og lögðu grunninn að góðu gengi Kan- ada í íþróttinni, en við heimkomuna var þeim fagnað sem þjóðhöfðingj- um. Bikar frá ÍSÍ Thomas A. Goodman segir að eftir að ákveðið hafi verið að keppnin yrði tileinkuð Fálkunum hafi hann haft samband við Eið Guðnason, aðal- ræðismann Íslands í Winnipeg, til að kanna hvort Ísland gæti á einhvern hátt tengst mótinu, t.d. með því að einhver verðlaun kæmu frá Íslandi. Eiður hafði síðan samband við Ellert B. Schram, forseta Íþrótta- og ól- ympíusambands Íslands, í haust og bar upp erindið. ÍSÍ tók vel í það og ákvað að gefa veglegan bikar til keppninnar. „Við þökkum af alhug fyrir þessa rausnarlegu gjöf Íþrótta- og ólympíusambands Íslands,“ segir Thomas A. Goodman, sem tók við bikarnum í fyrradag, en hann hefur átt rætt við Colin Bjarnason í River- ton um að halda árlega hokkímót til minningar um Fálkana. Alþjóða íshokkímót fyrir 17 ára og yngri sem haldið verður í Manitoba í Kanada fær bikar frá ÍSÍ Ólympíumeistarar Fálkanna 1920. Frá vinstri: G. Sigurjonsson, þjálfari, Herbert Axford, forseti, Wally Byron, Slim Halderson, Frank Fredrickson, fyrirliði, Billy Hewitt, fulltrúi Íshokkísambands Kanada, Konnie Johann- esson, Mike Goodman, Huck Woodman, Bobby Benson, Chris Fridfinnson og Bill Fridfinnson, gjaldkeri. Mótið tileinkað Fálk- unum frá Winnipeg The Winnipeg Falcons, vestur-íslenska íshokkí- liðið sem fyrst varð Ól- ympíumeistari, Íþrótta- og ólympíusamband Íslands og alþjóðlegt ís- hokkímót í Kanada tengjast í fyrsta sinn á næstu dögum. Steinþór Guðbjartsson kannaði málið. Eiður Guðnason, aðalræðismaður Íslands í Winnipeg, afhenti Thomas A. Goodman, formanni undirbúningsnefndar alþjóða íshokkímótsins World Under 17 Challenge, bikarinn frá Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands í fyrrakvöld og flutti mótshöldurum kæra kveðju frá ÍSÍ og Ell- ert B. Schram, forseta sambandsins, við það tækifæri. Lengst til vinstri er Neil Bardal, kjörræðismaður Íslands í Gimli í Manitoba, en lengst til hægri er Peter Woods, formaður Íshokkísambands Manitoba.     steg@mbl.is MARKÚS Örn Ant- onsson, formaður Þjóðræknisfélags Ís- lendinga, sagði á að- alfundi félagsins fyr- ir skömmu að tengslin við þjóð- ræknisfélögin vest- anhafs hefðu verið efld með marg- víslegum hætti á ný- liðnu starfsári. Ray Johnson, fyrrverandi forseti Þjóðræknisfélagsins í Vesturheimi, var heiðursgestur á að- alfundinum, en eins og fram hefur komið vinnur hann að útbreiðslustarfi fyr- ir samtökin vestan hafs. Markús Örn Antonsson sagði að heimsókn hans væri til marks um það að hin persónulegu kynni skiptu höf- uðmáli í samskiptum þjóðrækn- isfélaganna. Forystumenn þeirra og almennir félagsmenn þyrftu eft- ir föngum að eiga samfundi og treysta persónuleg tengsl og vin- áttu til þess að raunverulegur ár- angur yrði af starfinu. Formaðurinn sagði að eftir fjöl- breytta og viðamikla dagskrá vest- anhafs í fyrra væri það afar brýnt að vel tækist til um að tryggja eðli- legt framhald á samstarfinu við landa okkar vestan hafs og eflingu þess í samræmi við nýjar áherslur. Þar skiptu menning og listir miklu máli og menningarsamskiptin á vegum International Visits Pro- grams, sem er sérverkefni á vegum þjóðræknisfélaganna vestra og unnið í samvinnu við Þjóðrækn- isfélag Íslendinga, væru líkleg til að skila miklum árangri á komandi árum, væri rétt að mál- um staðið. Í þessu sam- bandi nefndi hann mik- ilvægi námskeiða sem Jónas Þór, sagnfræð- ingur, hefði haldið í nafni félagsins um vest- urferðir og landnám Ís- lendinga í Ameríku á ár- unum 1856 til 1914 og sagði að ungmenna- skiptin í nafni Snorra- verkefnisins væru vaxt- arbroddur í starfi félagsins auk þess sem stefnt væri að því að gera ársþing Þjóðrækn- isfélagsins í Minneapolis í apríl á næsta ári að um- talsverðum áfanga á leið til end- urnýjunar og sameiningar. Hann gat þess að Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, yrði heið- ursforseti þingsins og aðalræðu- maður en auk hennar kæmu fleiri málsmetandi menn af Íslandi sem beinir þátttakendur að dagskrá þingsins og tengdum viðburðum. Í máli Markúsar Arnar Antons- sonar kom fram að utanríkisráðu- neytið og Flugleiðir hefðu stutt starfsemi félagsins mjög rausn- arlega og sú fyrirgreiðsla hefði haft mikið að segja. Hann þakkaði Ingibjörgu Ýri Pálmadóttur fyrir gott starf að málefnum félagsins í kjölfar endurreisnar þess, en Krist- ín Ólafsdóttir, deildarstjóri í utan- ríkisráðuneytinu, hefur tekið við af henni og annast rekstur sameig- inlegrar skrifstofu Þjóðrækn- isfélagsins og Íslensk-ameríska fé- lagsins innan ráðuneytisins. Þá þakkaði hann Viðari Hreinssyni, fráfarandi stjórnarmanni, góð störf í þágu félagsins. Tengslin efld við félögin vestra Markús Örn Antonsson STEFNT er að því að stofna form- lega Íslendingafélag í Ottawa í Kan- ada fljótlega eftir áramót en óform- legi félagsskapurinn Vinir Íslands hefur verið til í þrjú ár. Gerry Einarsson, sem hefur verið í forsvari fyrir Vini Íslands í Ottawa, segir að í upphafi hafi lítill hópur verið kallaður saman til að undirbúa byrjun um 200 hátíðarhalda í tengslum við landafundina og fleira, en þau hófust í Ottawa 6. apríl í fyrra. Fleiri hafi bæst í hópinn við opnun íslenska sendiráðsins í Ott- awa 22. maí sl. og síðan hafi verið ná- ið samstarf við starfsfólk sendiráðs- ins, en um 50 manns hafi mætt í garðveislu sem hann hafi boðað til í júní til að efla tengslin enn frekar. Ýmislegt hafi verið gert í samráði og samvinnu við sendiráðið og margt sé á döfinni. Hjálmar W. Hannesson, sendi- herra, og Anna Birgis, eiginkona hans, buðu m.a. félagsmönnum í veislu um mánaðamótin til að minn- ast fullveldisdagsins 1. desember og segir Gerry Einarsson að um 90 manns frá Ottawa, Toronto, Mont- real og Íslandi hafi verið í veislunni sem hafi verið mjög vel heppnuð. „Sendiráðið er okkur mjög mikil- vægt og ég vona að það sé gagn- kvæmt,“ segir hann. Ljósmynd/Gail Einarsson-McCleery Haldið upp á fullveldisdag Íslands í Ottawa. Frá vinstri: Vicky og Gerry Einarsson, Janis Johnson, öldungadeildarþingmaður á kanadíska þinginu, og sendiherrahjónin Anna Birgis og Hjálmar W. Hannesson. Íslendingafélag í Ottawa Formleg stofnun innan skamms
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.