Morgunblaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 40
LISTIR
40 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
UM áramótin verður alþjóða ís-
hokkímót fyrir lið skipuð leikmönn-
um 17 ára og yngri, World Under 17
Hockey Challenge, haldið á Íslend-
ingaslóðum í Manitoba í Kanada.
Keppnin er tileinkuð vestur-íslenska
íshokkíliðinu The Winnipeg Falcons,
sem keppti fyrir hönd Kanada á Ól-
ympíuleikunum í Antwerpen í Belg-
íu 1020 og varð ólympíumeistari, en
Íþrótta- og ólymíusamband Íslands
gefur bikar til keppninnar.
Íshokkí er þjóðaríþrótt Kanada og
öll uppbygging er í föstum skorðum.
Þetta 10 liða alþjóða mót, sem nú fer
fram í Selkirk og Stonewall skammt
fyrir norðan Winnipeg 28. septem-
ber til 4. janúar nk., er mikilvægur
liður í þessari uppbyggingu, en
margir af þekktum leikmönnum í
amerísku NHL-atvinnumannadeild-
inni í íshokkí hafa tekið þátt í þessari
keppni. Þar á meðal eru t.d. Joe
Sakic, Alexander Mogilny, Pavel
Bure, Sergei Fedorov, Mats Sundin,
Radek Bonk, Jocelyn Thibault og
Nikolai Khabibulin. Fimm úrvalslið
frá Kanada auk landsliða Bandaríkj-
anna, Finnlands, Tékklands, Rúss-
lands og Þýskalands taka þátt í
keppninni að þessu sinni. Bandarík-
in eiga titil að verja frá því í Nova
Scotia í fyrra en þá lentu lið frá Kan-
ada í 2., 3. og 4. sæti.
Árangur Fálkanna mikilvægur
Thomas A. Goodman, lögfræðing-
ur af íslenskum ættum, er formaður
skipulagsnefndar mótsins. Hann
segir að árangur Fálkanna, sem
voru fyrstir til að vinna til gullverð-
launa í íshokkíi á Ólympíuleikum,
hafi átt stóran þátt í að aðlaga Ís-
lendinga nýjum heimkynnum vestra
og þessi fyrsti ólympíutitill í íshokkíi
hafi sýnt íslensku landnemunum og
afkomendum þeirra að allt var
mögulegt. Rík ástæða væri til að
halda minningu liðsins á lofti og það
færi vel á því að fyrsta mótið, sem
væri tileinkað þessu frábæra vestur-
íslenska íshokkíliði, færi fram á
svæði þar sem svo margir Íslend-
ingar hefðu sest að.
Útsendarar liða frá mörgum þjóð-
um fylgjast með keppninni og úr-
slitaleiknum verður sjónvarpað
beint í Kanada. Thomas A. Goodman
segir að hún fái mikla athygli og að
henni lokinni ætti saga Fálkanna og
mikilvægi hennar í íslenska sam-
félaginu í Manitoba að hafa borist
víða. Bestu íshokkíspilarar heims í
þessum aldursflokki kæmu saman í
Manitoba og það væri mikilvægt að
þeir vissu að fyrstu Ólympíumeist-
ararnir léku ekki fyrir peninga og
frægð heldur vildu þeir leggja mikið
á sig fyrir nýja þjóð sína vegna þess
hvað þeim þótti íþróttin skemmtileg.
Erfið leið
Leikmennirnir, sem skipuðu lið
Fálkanna, voru flestir af annarri
kynslóð Íslendinga í Winnipeg.
Frank Fredrickson fyrirliði og fé-
lagar hans byrjuðu að æfa sig í bak-
garðinum heima eins og margir aðr-
ir Kanadamenn, þar á meðal Wayne
Gretzky, ókrýndur konungur íþrótt-
arinnar, sem nú er framkvæmda-
stjóri ólympíuliðs Kanada. Íslend-
ingarnir héldu hópinn og þegar þeim
var ekki hleypt inn í deildina í
Winnipeg stofnuðu þeir nýja deild
með „norrænum“ liðum. Síðar stofn-
uðu þeir Manitoba-deildina með lið-
um utan Winnipeg og urðu meist-
arar. Þeir léku við meistarana í
deildinni í Winnipeg um hvort liðið
ætti að keppa fyrir hönd Manitoba í
fjögurra liða úrslitum Kanada-
keppninnar og sigruðu. Unnu síðan í
úrslitum vesturdeildarinnar og loks
lið Toronto-háskóla í úrslitum en
kanadíski meistaratitillinn tryggði
þeim jafnframt keppnisrétt á Ól-
ympíuleikunum 1920 þar sem ís-
hokkí var keppnisgrein í fyrsta sinn.
Fálkarnir komu, sáu og sigruðu
Tékka, Bandaríkjamenn og Svía og
lögðu grunninn að góðu gengi Kan-
ada í íþróttinni, en við heimkomuna
var þeim fagnað sem þjóðhöfðingj-
um.
Bikar frá ÍSÍ
Thomas A. Goodman segir að eftir
að ákveðið hafi verið að keppnin yrði
tileinkuð Fálkunum hafi hann haft
samband við Eið Guðnason, aðal-
ræðismann Íslands í Winnipeg, til að
kanna hvort Ísland gæti á einhvern
hátt tengst mótinu, t.d. með því að
einhver verðlaun kæmu frá Íslandi.
Eiður hafði síðan samband við Ellert
B. Schram, forseta Íþrótta- og ól-
ympíusambands Íslands, í haust og
bar upp erindið. ÍSÍ tók vel í það og
ákvað að gefa veglegan bikar til
keppninnar. „Við þökkum af alhug
fyrir þessa rausnarlegu gjöf Íþrótta-
og ólympíusambands Íslands,“ segir
Thomas A. Goodman, sem tók við
bikarnum í fyrradag, en hann hefur
átt rætt við Colin Bjarnason í River-
ton um að halda árlega hokkímót til
minningar um Fálkana.
Alþjóða íshokkímót fyrir 17 ára og yngri sem haldið
verður í Manitoba í Kanada fær bikar frá ÍSÍ
Ólympíumeistarar Fálkanna 1920. Frá vinstri: G. Sigurjonsson, þjálfari, Herbert Axford, forseti, Wally Byron,
Slim Halderson, Frank Fredrickson, fyrirliði, Billy Hewitt, fulltrúi Íshokkísambands Kanada, Konnie Johann-
esson, Mike Goodman, Huck Woodman, Bobby Benson, Chris Fridfinnson og Bill Fridfinnson, gjaldkeri.
Mótið tileinkað Fálk-
unum frá Winnipeg
The Winnipeg Falcons,
vestur-íslenska íshokkí-
liðið sem fyrst varð Ól-
ympíumeistari, Íþrótta-
og ólympíusamband
Íslands og alþjóðlegt ís-
hokkímót í Kanada
tengjast í fyrsta sinn
á næstu dögum.
Steinþór Guðbjartsson
kannaði málið.
Eiður Guðnason, aðalræðismaður Íslands í Winnipeg, afhenti Thomas
A. Goodman, formanni undirbúningsnefndar alþjóða íshokkímótsins
World Under 17 Challenge, bikarinn frá Íþrótta- og ólympíusambandi
Íslands í fyrrakvöld og flutti mótshöldurum kæra kveðju frá ÍSÍ og Ell-
ert B. Schram, forseta sambandsins, við það tækifæri. Lengst til vinstri
er Neil Bardal, kjörræðismaður Íslands í Gimli í Manitoba, en lengst til
hægri er Peter Woods, formaður Íshokkísambands Manitoba.
steg@mbl.is
MARKÚS Örn Ant-
onsson, formaður
Þjóðræknisfélags Ís-
lendinga, sagði á að-
alfundi félagsins fyr-
ir skömmu að
tengslin við þjóð-
ræknisfélögin vest-
anhafs hefðu verið
efld með marg-
víslegum hætti á ný-
liðnu starfsári.
Ray Johnson,
fyrrverandi forseti
Þjóðræknisfélagsins
í Vesturheimi, var
heiðursgestur á að-
alfundinum, en eins
og fram hefur komið
vinnur hann að útbreiðslustarfi fyr-
ir samtökin vestan hafs. Markús
Örn Antonsson sagði að heimsókn
hans væri til marks um það að hin
persónulegu kynni skiptu höf-
uðmáli í samskiptum þjóðrækn-
isfélaganna. Forystumenn þeirra
og almennir félagsmenn þyrftu eft-
ir föngum að eiga samfundi og
treysta persónuleg tengsl og vin-
áttu til þess að raunverulegur ár-
angur yrði af starfinu.
Formaðurinn sagði að eftir fjöl-
breytta og viðamikla dagskrá vest-
anhafs í fyrra væri það afar brýnt
að vel tækist til um að tryggja eðli-
legt framhald á samstarfinu við
landa okkar vestan hafs og eflingu
þess í samræmi við nýjar áherslur.
Þar skiptu menning og listir miklu
máli og menningarsamskiptin á
vegum International Visits Pro-
grams, sem er sérverkefni á vegum
þjóðræknisfélaganna vestra og
unnið í samvinnu við Þjóðrækn-
isfélag Íslendinga, væru líkleg til
að skila miklum árangri á komandi
árum, væri rétt að mál-
um staðið. Í þessu sam-
bandi nefndi hann mik-
ilvægi námskeiða sem
Jónas Þór, sagnfræð-
ingur, hefði haldið í
nafni félagsins um vest-
urferðir og landnám Ís-
lendinga í Ameríku á ár-
unum 1856 til 1914 og
sagði að ungmenna-
skiptin í nafni Snorra-
verkefnisins væru vaxt-
arbroddur í starfi
félagsins auk þess sem
stefnt væri að því að
gera ársþing Þjóðrækn-
isfélagsins í Minneapolis
í apríl á næsta ári að um-
talsverðum áfanga á leið til end-
urnýjunar og sameiningar. Hann
gat þess að Vigdís Finnbogadóttir,
fyrrverandi forseti, yrði heið-
ursforseti þingsins og aðalræðu-
maður en auk hennar kæmu fleiri
málsmetandi menn af Íslandi sem
beinir þátttakendur að dagskrá
þingsins og tengdum viðburðum.
Í máli Markúsar Arnar Antons-
sonar kom fram að utanríkisráðu-
neytið og Flugleiðir hefðu stutt
starfsemi félagsins mjög rausn-
arlega og sú fyrirgreiðsla hefði
haft mikið að segja. Hann þakkaði
Ingibjörgu Ýri Pálmadóttur fyrir
gott starf að málefnum félagsins í
kjölfar endurreisnar þess, en Krist-
ín Ólafsdóttir, deildarstjóri í utan-
ríkisráðuneytinu, hefur tekið við af
henni og annast rekstur sameig-
inlegrar skrifstofu Þjóðrækn-
isfélagsins og Íslensk-ameríska fé-
lagsins innan ráðuneytisins. Þá
þakkaði hann Viðari Hreinssyni,
fráfarandi stjórnarmanni, góð störf
í þágu félagsins.
Tengslin efld við
félögin vestra
Markús Örn
Antonsson
STEFNT er að því að stofna form-
lega Íslendingafélag í Ottawa í Kan-
ada fljótlega eftir áramót en óform-
legi félagsskapurinn Vinir Íslands
hefur verið til í þrjú ár.
Gerry Einarsson, sem hefur verið
í forsvari fyrir Vini Íslands í Ottawa,
segir að í upphafi hafi lítill hópur
verið kallaður saman til að undirbúa
byrjun um 200 hátíðarhalda í
tengslum við landafundina og fleira,
en þau hófust í Ottawa 6. apríl í
fyrra. Fleiri hafi bæst í hópinn við
opnun íslenska sendiráðsins í Ott-
awa 22. maí sl. og síðan hafi verið ná-
ið samstarf við starfsfólk sendiráðs-
ins, en um 50 manns hafi mætt í
garðveislu sem hann hafi boðað til í
júní til að efla tengslin enn frekar.
Ýmislegt hafi verið gert í samráði og
samvinnu við sendiráðið og margt sé
á döfinni.
Hjálmar W. Hannesson, sendi-
herra, og Anna Birgis, eiginkona
hans, buðu m.a. félagsmönnum í
veislu um mánaðamótin til að minn-
ast fullveldisdagsins 1. desember og
segir Gerry Einarsson að um 90
manns frá Ottawa, Toronto, Mont-
real og Íslandi hafi verið í veislunni
sem hafi verið mjög vel heppnuð.
„Sendiráðið er okkur mjög mikil-
vægt og ég vona að það sé gagn-
kvæmt,“ segir hann.
Ljósmynd/Gail Einarsson-McCleery
Haldið upp á fullveldisdag Íslands í Ottawa. Frá vinstri: Vicky og Gerry
Einarsson, Janis Johnson, öldungadeildarþingmaður á kanadíska
þinginu, og sendiherrahjónin Anna Birgis og Hjálmar W. Hannesson.
Íslendingafélag í Ottawa
Formleg stofnun
innan skamms