Morgunblaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 60
UMRÆÐAN 60 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ HRYÐJUVERKIN 11. september í Banda- ríkjunum og lítt dulin þórðargleði víða í ísl- ömskum löndum er til vitnis um vanmáttinn sem margar þjóðir utan Vesturlanda finna til gagnvart alþjóðavæð- ingunni þar sem valið virðist standa á milli þess annars vegar að varpa menningu sinni fyrir róða og njóta ör- yggis og velferðar og hins vegar að halda í sitt andlega líf en fara á mis við þau veraldlegu lífsgæði sem talin eru sjálfsögð í okk- ar heimshluta. Á forsíðu sérblaðs Financial Times 8. desember greinir blaðamaðurinn John Lloyd ástæður þess, sem flest- um íbúum Vesturlanda er óskiljan- legt, að venjulegt fólk átti það til að fagna ódæðinu. Lloyd er sjóaður samfélagsrýnir sem skrifar m.a. í tímaritin Prospect og New States- man. Greining hans á vanmætti margra samfélaga gagnvart alþjóða- væðingunni er athyglisverð fyrir þær sakir að hún gefur hugmynd um hvernig við ættum að líta á okkur sjálf í samfélagi þjóðanna. Gagnvart þeirri nauðhyggju sem einatt fylgir umræðunni um alþjóða- væðingu, um að stök lítil ríki megi sín einskis og fái ekki staðist, er Ísland lifandi dæmi um hið gagnstæða. Ís- lendingum tókst á undraskömmum tíma á árunum eftir seinna stríð að innbyrða nútímavæð- inguna án alvarlegra fylgikvilla. Óðaverð- bólga sem fylgdi sam- félagsbreytingunum smitaði ekki frá sér á önnur svið þjóðlífsins, eins og hún gerði t.a.m. í Weimar-lýðveldinu á millistríðsárum og ríkj- um Suður-Ameríku eft- ir stríð. Margslungnar skýr- ingar eru á því hvers vegna fámenn þjóð við Dumbshaf er þekkti að- eins kotbúskap gat nú- tímavætt efnahags- og atvinnulíf sitt án þess að glata sjálfri sér í leiðinni. Um hitt verður ekki deilt að okkur tókst það sem sumum öðrum þjóðum hefur reynist ofviða. Sú hugsun að við gætum kennt al- þjóðasamfélaginu ýmislegt um það hvernig smáríki getur reitt af er ekki út í bláinn. Á Nýsköpunarþingi fyrir þrem árum var haldinn fyrirlestur um möguleika okkar á því að flytja út þekkingu um lítil stjórnkerfi og hvernig þau séu best rekin. Það er í verkahring utanríkisráðu- neytisins að halda á lofti heilbrigðri sjálfsmynd þjóðarinnar og kynna verk hennar á alþjóðavettvangi. Ekki er við því að búast að djúp sannfær- ing á fylgi slíku starfi þegar ráðherra utanríkismála talar æ oftar eins og það sé ekki ómaksins virði að halda áfram á þeirri braut sem mörkuð var fyrst með fullveldinu og síðar stofn- un lýðveldis. Umræðan um Evrópusambands- aðild er merkt sömu nauðhyggjunni hér á landi og alþjóðavæðingin víða erlendis: Valið er á milli þess að ganga inn eða vera úti í kuldanum. Þannig talar utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins og heldur því vel til haga sem mælir með inngöngu en til hlés því sem mælir gegn. Engum dylst að verið er að undirbúa stefnubreytingu Fram- sóknarflokksins. Það verður hvorki í bráð né lengd nauðsynlegt fyrir Ísland að ganga í Evrópusambandið. Það verkefni sem Evrópusambandið stendur núna frammi fyrir gerir það enn langsótt- ara fyrir okkur að sækja um inn- göngu en þegar sambandið var vest- ur-evrópskt efnahagsbandalag. Evrópa verður næstu áratugina upp- tekin af því að sameina vestur- og austurhlutann, sem slitnuðu í sundur í kjölfar tveggja heimsstyrjalda. Þegar þýska ríkisstjórnin ákvað að flytja höfuðborg sameinaðs ríkis til gömlu Berlínar flutti hún þyngdar- punkt Evrópusambandsins í austur. Sögulega er ákvörðunin rökrétt, Þjóðverjar hófu seinni heimsstyrjöld með því að taka hálft Pólland. Erf- iðleikarnir við að koma sæmilega friðvænlegri skipan á sambúð þjóða á meginlandi Evrópu eru eldri en þjóð- ríki álfunnar og verkefnið því ærið. Gagnavart umheiminum horfir málið öðruvísi við. Þjóðum þriðja heimsins er lítil huggun að Evrópa sé loksins að koma skikk á sín innri mál. Þótt ekki sé að efa að myndarlegar upphæðir verði lagðar í þróunarað- stoð mun harkalega verða tekist á um hvert hún fer. Gömlu nýlendu- veldin hafa ríka hagsmuni að verja með því að viðskiptasambönd eru oft tengd fyrrverandi nýlendum. Spán- verjar hafa hag af því að fé verði látið renna til landa sem áður voru spænskar nýlendur, Frakkar til fyrr- verandi franskra nýlendna og svo framvegis. Tortryggni fyrrverandi þegna ný- lenduveldanna verður ekki sefuð með skilvirku skipulagi þróunarað- stoðar í nýrri Evrópu. Utanríkis- ráðuneyti Evrópusambandsins er tvíhöfða þurs. Chris Patten, síðasti landstjóri Breta í Hong Kong, sér um utanríkismál fyrir framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins en Javier Solana er með sama málaflokk og heyrir undir ráðherraráðið. Þeir tal- ast helst ekki við. Klunnalegt skipulag og stanslaus valdabarátta, sem er þó góðu heilli háð í ráðstefnusölum en ekki á víg- vellinum, verður ekki til að auka tiltrú þjóða heims á Evrópusam- bandinu. Íslendingar geta ekki gert mikið til að draga úr vanmætti og úrræða- leysi þeirra þjóða sem finnst þær standa frammi fyrir tveim vondum kostum, annaðhvort að gefa menn- ingu sína upp á bátinn eða dvelja áfram í eymd og volæði. Við getum þó haldið áfram að gera það sem við höfum gert með viðunandi árangri, tekið þátt í alþjóðavæðingunni en ekki ofurselt okkur henni og átt eðli- leg samskipti við stærri ríki og ríkja- blokkir án þess að ganga þeim á hönd. Við getum mælt skoðun þjóðarinn- ar á því hvort við séum á réttri leið eða ekki með því að bera saman álit hennar á þeim stjórnmálaflokkum sem annars vegar hafa verið til við- ræðu um inngöngu í Evrópusam- bandið, Framsóknarflokknum og Samfylkingunni, og hins vegar þeim flokkum sem ljá ekki máls á inn- göngu, Sjálfstæðisflokknum og Vinstri grænum. Þjóðin veit sínu viti. 11. sept., ESB og Ísland Páll Vilhjálmsson ESB Það verður hvorki í bráð né lengd, segir Páll Vil- hjálmsson, nauðsynlegt fyrir Ísland að ganga í Evrópusambandið. Höfundur er fulltrúi. MARGIR þeirra, sem muna enn lýðveld- isstofnunina 1944, fengu áhuga á sögu lýð- veldisins og þjóðmálum vegna umræðna í heimahúsum um sjálf- stæðisbaráttuna. Af einhverjum ástæðum hefur eigin sagnaritun stundum vafist fyrir Ís- lendingum og menn hafa það á tilfinning- unni að verið sé að fela söguna en alltaf eru að goppa upp ný atriði og fólk verður mjög reitt þegar nýjar og óþægilegar stað- reyndir koma fram eins og kunnugt er. Þessi grein er skrifuð vegna eins þáttar Íslandssögunnar en sá þáttur virðist liggja fyrir fótum okkar óhreyfður og lítið rannsakaður og ekkert skipulega,. þarna er átt við pólitíska sögu frá lýðveldisstofnun- inni. Þess verður þó að geta að gerð- ar hafa verið góðar rispur í þeim tíma sem tengist stríðinu og sagn- fræðingar hafa velt fyrir sér þessu tímabili. En það er ekki sú saga sem hér er á dagskrá heldur hin pólitísku sam- skipti Íslendinga innbyrðis. Þessi saga er ekki í skólatöskum barna- barna lýðveldiskynslóðarinnar nema í skötulíki og hún er ekki í ævisögum forsætisráðherra eða stjórnmála- manna. Barnabörn lýðveldiskynslóð- arinnar eiga heimtingu á að vita um og þekkja hina pólitísku sögu frá 1944 til 2000. Það er þessi kynslóð sem býr sig nú undir að stjórna og móta þjóðfélagið á öld- inni. Hvar er þessa sögu að finna? Þetta er ann- ars vegar persónusaga – yrði dulkóðuð að sjálf- sögðu (hér er ekki verið að leita hefnda). Lýð- veldið var stofnað í lok stríðsins og í upphafi kalda stríðsins. Frá 1944 og fram á þennan dag hafa fjórir flokkar ráðið stjórnmálalegri þróun þjóðfélagsins. Oft hafa verið stofnaðir nýir flokkar sem ekki er pláss til að tíunda og aldrei hafa haft varanleg áhrif. Næst því að brjóta upp fjórflokkakerfið var í síðustu kosningum en stofnun Vinstri grænna stöðvaði það eins og kunnugt er. Hér verða tekin tvö jaðardæmi til skýringar um það sem ekki má segja: Allt lýðveldistímabilið hafa fjórflokk- arnir misnotað lýðræðið. Allir flokk- arnir stofnuðu vinnumiðlun á botni ríkiskassans sem ríkisstjórnirnar og kerfið misnotuðu í þágu Flokksins. Þessi vinnumiðlun er enn virk. Einn svartasti bletturinn eru atvinnuof- sóknirnar í kalda stríðinu. Á þeim tíma fengu t.d. kommúnistar nánast aldrei vinnu í opinbera geiranum. Þennan svarta þátt er auðvelt að kanna gegnum ríkisstjórnir, ráð- herra og flokkana. Við stofnun og slit ríkisstjórna var „þjóðarhagur“ oft látinn víkja fyrir flokkshagsmunum. Kommúnistar og vinstri menn gengu þarna oft fremstir og misnot- uðu verkalýðshreyfinguna og notuðu alþýðuna sem fallbyssufóður. Þarna þarf líka að fá uppgjör pilsfaldaka- pítalimans, ferðasögu peninga í op- inberum rekstri. Þeir sem lesa þessa punkta skilja hvað við er átt þegar lýst er eftir pólitískri sögu lýðveldistímans. Barnabörn lýðveldiskynslóðarinnar eiga heimtingu á og hafa þörf fyrir að fá þessa sögu ófalsaða í veganesti. Hér er kallað eftir umræðu. Hér er kallað eftir pólitísku hugrekki. Hér er kallað eftir umræðu og beðið um póli- tískt hugrekki Hrafn Sæmundsson Höfundur er fyrrverandi atvinnumálafulltrúi. Þeir sem lesa þessa punkta, segir Hrafn Sæmundsson, skilja hvað við er átt, þegar lýst er eftir pólitískri sögu lýðveldisins. Pólitík EINS og flestir aug- lýsendur vita væntan- lega þá fá stærri birt- ingahús og -deildir innan auglýsingastofa 15%-30% þjónustulaun af auglýsingabirtingum í fjölmiðlum (sjónvarp, útvarp, dagblöð, tíma- rit, kvikmyndahús og strætóskýli). Víða er- lendis semja auglýs- endur þannig við birt- ingahús og -deildir að öll þjónustulaunin frá miðlunum renna beint til þeirra en greiða birt- ingahúsunum eða -deildunum síðan þóknun fyrir gerð birtingaáætlana (og pöntun á auglýs- ingaplássi). Þjónustulaunakerfið er óviðun- andi fyrir auglýsendur. Það er án tengsla við þá fyrirhöfn sem birt- ingahúsin eða -deildirnar leggja á sig vegna auglýsandans og hvetur ekki til framúrskarandi vinnubragða og virks kostnaðareftirlits. Þjónustu- launakerfið (% af nettó birtinga- kostnaði auglýsandans) hvetur birt- ingahúsin og -deildirnar til að mæla með hærri útgjöldum til birtinga en nauðsynleg eru (bæði með því að auglýsa í dýrari tímum og með því að leggja til meiri tíðni). Með öðrum orðum þá veit auglýsandinn hvorki hvort hann er að greiða sanngjarnt verð fyrir þjónustuna (byggt á fjölda vinnutíma) né heldur hvort verið er að ráða honum heilt í sambandi við birtingar. Lausnin fyrir auglýsandann felst annaðhvort í því að miðlarnir hækki viðskiptaafslætti auglýsenda um sem nemur þjónustulaununum og auglýs- andinn greiði síðan birtingahúsinu eða -deildinni þóknun byggða á fjölda vinnutíma eða að auglýsand- inn semji sjálfur beint við sitt birt- ingahús eða -deild um að fá sjálfur öll þjónustulaunin hverju nafni sem þau nefnast og greiði síðan þóknun fyrir vinnuna við gerð birtingaáætlana (og pöntun á auglýsingaplássi). Senni- lega er síðari kosturinn auðveldari í framkvæmd. En að- ferðin við ákvörðun þóknunarinnar er sú sama hvor leiðin sem er valin. Birtingahúsin eða -deildirnar þurfa að útbúa kostnaðaráætlun vegna vinnu sinnar við gerð birtingaáætlana fyrir hvert vörumerki eitt ár fram í tímann þar sem áætlaður fjöldi vinnustunda er grunn- einingin. Þóknun þeirra miðast síðan við að þau fái greiddan all- an kostnaðinn sem hlýst af því að þjónusta auglýsandann (kostnaður per vinnu- stund), ákveðna álagningu þar ofan á og möguleika á bónusgreiðslum fyrir framúrskarandi árangur (tengt markmiðum ársins). Birtingahúsið eða -deildin fær síðan jafnar mánað- arlegar greiðslur fyrir þjónustu sína. Uppbygging kostnaðaráætlunar vegna þóknunar birtingahúsa eða -deilda yrði þá með eftirfarandi hætti. Fyrst koma bein laun og launatengd gjöld þeirra sem vinna eiga fyrir auglýsandann á árinu. Of- an á þá tölu leggst hlutdeild auglýs- andans í sameiginlegum kostnaði birtingahússins eða -deildarinnar (kostnaður við daglegan/eðlilegan rekstur sem tengist þjónustunni við auglýsandann) og álagning (mismun- andi eftir auglýsendum). Til viðbótar koma síðan hugsanlegir frammistö- ðubónusar og útlagður kostnaður birtingahússins eða -deildarinnar (t.d. vegna sértækra markaðsrann- sókna) ef einhver er enda fylgi afrit af reikningi (án álagningar). Auglýsandinn er að greiða fyrir meinta sérfræðiþekkingu starfsfólks birtingahússins eða -deildarinnar. Sú sérfræðiþekking ætti að endur- speglast í taxtanum og vinnustund- unum. Tímafjöldinn er sá fjöldi klukkustunda sem birtingahúsið eða -deildin notar beint til að þjónusta auglýsandann. Þóknun birtingahús- anna og -deildanna (byggð á fjölda vinnutíma og kostnaðinum við þá) og bónusgreiðslurnar eru því samsettur umbunarpakki. Þóknunin dekkar grunnumbun fyrir þá þjónustu sem innt er af hendi (magn) en bónus- greiðslurnar eru umbun fyrir gæði. Þetta kerfi ætti því að leiða til lægri (réttari) kostnaðar fyrir auglýsand- ann og tryggja honum réttari gæði. Í samning sinn við birtingahúsið eða -deildina þarf auglýsandinn síðan að setja inn ákvæði þess efnis að hann eða fulltrúi hans megi yfirfara öll gögn sem lúta beint eða óbeint að út- reikningi á þóknum. Ef verulegur munur er á áætluðum tímafjölda/ kostnaði og raunverulegum getur verið nauðsynlegt að fara fram á endurgreiðslu. Samningar við birt- ingahús eða -deildir ættu að vera uppsegjanlegir með þriggja mánaða fyrirvara. Þóknanakerfið er eina lausnin sem auglýsendur geta sætt sig við þegar til lengri tíma er litið. Auglýsendur ættu að stefna að því að taka upp þóknanir í stað þjónustulauna frá og með næstu áramótum. Jafnframt þurfa auglýsendur að huga að því hvort ekki sé skynsamlegt að gera sameiginlega samninga um kaup á auglýsingaplássi (þar sem viðmiðun- arafslættir eru ákveðnir) og magn- kaupasamninga þegar rafrænar mælingar á sjónvarpsáhorfi (og betri mælingar á öðrum miðlum) hafa ver- ið teknar upp. Þóknun í stað þjónustulauna? Friðrik Eysteinsson Auglýsingar Þóknanakerfið er eina lausnin sem auglýs- endur geta sætt sig við, segir Friðrik Eysteins- son, þegar til lengri tíma er litið. Höfundur er rekstrarhagfræðingur, formaður Samtaka auglýsenda og framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Vífilfells hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.