Morgunblaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 73
efni hennar er að mestu leyti helgi-
leikur 6. bekkjar Hamarsskóla undir
stjórn umsjónarkennaranna Sig-
urlaugar Ingimundardóttur og
Huldu Ólafsdóttur. Allir eru hjart-
anlega velkomnir.
Sóknarprestur.
Jólasöngvar Fríkirkj-
unnar í Hafnarfirði
JÓLASÖNGVAR fjölskyldunnar
verða í Fríkirkjunni í Hafnarfirði á
morgun, sunnudag. Stundin hefst kl.
11. Hér er um að ræða skemmtilega
stund fyrir alla fjölskylduna þar sem
jólasálmarnir gömlu og góðu verða
rifjaðir upp undir stjórn Arnar Arn-
arsonar. Börn sem taka þátt í 10–12
ára starfi kirkjunnar hafa undirbúið
fallegan helgileik sem þau sýna og
svo mun rauðklæddur skemmtilegur
gestur líta við í kirkjunni og heilsa
upp á börnin. Við hvetjum foreldra
og börn til þess að fjölmenna til
kirkjunnar.
Aðventukvöld í
Egilsstaðakirkju
AÐVENTUKVÖLD verður í Egils-
staðakirkju þriðja sunnudag í að-
ventu kl. 20. Dagskráin verður fjöl-
breytt og mikið sungið. Kór
kirkjunnar syngur jólalög og einnig
barnakór og kór yngri barna úr
sunnudagaskólanum en stjórnandi
þessara kóra og organisti er Tor-
vald Gjerde. Einsöng syngur Þor-
björn Björnsson og lúðrakvartett
leikur. Kirkjugestum gefst einnig
kostur á að syngja nokkra jóla-
sálma. Börn flytja helgileik og Phil-
ip Vogler rifjar upp jólaminningar.
Sóknarprestur
Tónleikar í Neskirkju
AÐVENTUTÓNLEIKAR verða í
Neskirkju sunnudaginn 16. desem-
ber. Kór Neskirkju mun syngja
nokkur jólalög undir stjórn Reynis
Jónassonar organista. Reynir mun
einnig spila einleiksverk á orgel.
Einsöngvari á þessum tónleikum
verður Inga J. Backman. Tónleik-
arnir hefjast kl. 17:00. Aðgangur er
ókeypis og allir eru velkomnir.
Aðventusamkoma í
Ytri-Njarðvíkurkirkju
HIN árlega aðventusamkoma í Ytri-
Njarðvíkurkirkju verður haldin
sunnudaginn 16. desember kl. 17.
Dagskráin verður fjölbreytt að
vanda og munu bæði börn og full-
orðnir koma að henni. Aðalræðu
samkomunnar flytur Guðný Hall-
grímsdóttir prestur fatlaðar og syst-
ir hennar Hulda Guðrún Geirsdóttir
sópransöngkona syngur einsöng.
Börn af leikskólanum Gimli flytja
helgileik. Eldey kór Félags eldri
borgara á Suðurnesjum syngur und-
ir stjórn Alexöndru Pitak. Organisti
kirkjunnar Natalía Chow leikur á
orgelið. Kaffi, djús og piparkökur á
eftir í boði sóknarnefndar. Allir
hjartanlega velkomnir.
Sóknarprestur og sóknarnefnd.
KIRKJUSTARF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2001 73
...um hátíðarnar
N
O
N
N
I O
G
M
A
N
N
I •
4
8
0
1
/ sia
.is
Neskirkja. Félagsstarf aldraðra kl. 14:00.
Ekið um borgina og jólaljósin og skreyt-
ingar skoðuð. Súkkulaði og vöfflur með
rjóma í Kristniboðssalnum við Háaleitis-
braut. Allir velkomnir. Sr. Frank M. Hall-
dórsson
Hvammstangakirkja. Barnamessa kl. 11.
Fríkirkjan Vegurinn, Smiðjuvegi 5, Kópa-
vogi. Bænastund kl. 19.30 Samkoma kl.
20:00, lofgjörð, predikun orðisins og fyr-
irbænir,
allir hjartanlega velkominir.
Kefas. Sunnudagur: Almenn samkoma.
Ræðumaður Helga R. Ármannsdóttir.
Þriðjud: Almenn bænastund kl. 20.30.
Miðvikud: Ungmennastund kl. 20.30. Allir
hjartanlega velkomnir.
Safnaðarstarf