Morgunblaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 63
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2001 63 Handavinna, föndur, jólamaturinn o.fl. Áskriftarsími 551 7044. Jólablað Húsfreyjunnar K A N N S K I E R Þ A Ð M E Ð F Æ T T . K A N N S K I E R Þ A Ð M A Y B E L L I N E . A l l a l a u g a r d a g a f r a m a ð j ó l u m m u n e i n n h e p p i n n v i ð s k i p t a v i n u r í v e r s l u n u m Ly f & h e i l s u o g Ly f j u f á a ð v e n t u g j ö f f r á M a y b e l l i n e . A ð v e n t u g j ö f i n e r 5 . 0 0 0 k r. ú t t e k t á M a y b e l l i n e v ö r u m á v i ð k o m a n d i ú t s ö l u s t a ð Ly f & h e i l s u e ð a Ly f j u s e m s e l u r s n y r t i v ö r u r n a r f r á M a y b e l l i n e . A Ð V E N T U G J Ö F M A Y B E L L I N E ÝMISLEGT hefur verið gert til þess að draga úr brottkasti á fiski. Breytingar á lög- um hafa aukið sveigj- anleika fiskveiðistjórn- arkerfisins, eftirlit verið gert markvissara og annað það sem talið er geta dregið úr sóun fiskveiðiauðlindarinn- ar vegna brottkasts- ins. Mikilvægt er að beitt sé hagrænum að- gerðum til þess að slá á hvatann til brott- kasts. Slíkt getur verið árangursríkt og ólíkt geðfelldari og affara- sælli aðgerð en sú að efla stöðugt eftirlit og þess háttar; þótt vissu- lega þurfi eftirlit að vera fyrir hendi við framkvæmd laga um umgengni um nytjastofna sjávar, eins og ann- arra laga í landinu. Nú hafa verið samþykkt lög í þeim anda að draga úr tilefni til brottkasts og ættu ef vel tekst til að geta minnkað það verulega. Um þessi lög skapaðist prýðileg sátt á Alþingi. Var sá hluti frumvarps Árna M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra sem um þetta mál fjallaði samþykktur samhljóða á Alþingi, ásamt breytingartillögu meirihluta sjávarútvegsnefndar. Lögin taka gildi 1. febrúar næst- komandi. Þau fela í sér heimild til þess að allt að 5 prósent af heild- arafla, á þessu fisk- veiðiári og því næsta, reiknist ekki í kvóta. Verði þessi hluti aflans vigtaður sérstaklega og seldur á viður- kenndum uppboðs- markaði. 80% af and- virði aflans munu renna til Hafrann- sóknarstofnunar, en 20% koma til skipta á milli útgerðar og áhafnar samkvæmt lögum og samningum þar um. Gríðarleg breyting Oft hefur því verið haldið fram að verðlítill afli standi ekki undir svim- andi hárri kvótaleigunni. Því eigi sjómenn og útgerðarmenn ekki annan kost, þegar afli sé smár eða blandaður, en að fleygja honum í sjóinn. Með þessu ákvæði nýju lag- anna má segja að horfin sé þessi „afsökun“. Smáan og verðlítinn fisk, allt að 5% heildaraflans, geta menn komið með að landi, selt á uppboðs- markaði og telst hann þá ekki til kvóta. Þetta er gríðarleg breyting frá því ástandi sem hefur verið við lýði. Það vita þeir sem þekkja til að hlutfall verðlítils og blandaðs fisks getur verið afskaplega breytilegt eftir veiðiferðum. Því var nauðsyn- legt að gera lögin þannig úr garði að 5% reglan gilti á fullu fiskveiði- ári, en ekki í einstökum túrum. Varð það niðurstaða Alþingis. Ella er hætt við að lagaákvæðið hefði ekki þjónað tilgangi sínum. Jákvæð áhrif Gera má ráð fyrir að áhrif hins nýja lagaákvæðis geti orðið allvíð- tæk, þótt við vitum ekki nákvæm- lega á þessari stundu í hversu miklu mæli fiski verður landað með þess- um hætti. Auk þess sem að framan greinir mun þetta fyrirkomulag stuðla að auknu framboði á fiski um fiskmarkaði og skapa þannig ný og aukin tækifæri fyrir fiskvinnslufyr- irtæki um land allt. Hér er þess að gæta að væntanlega er um að ræða fisk sem ella hefði ekki komið að landi og því ekki orðið til verð- mætaauka fyrir þjóðarbúið. Eflir hafrannsóknir Þótt ekki sé fullljóst hver verð- mætisaukinn verður fyrir tilstilli nýju laganna er ljóst að þau munu líka styrkja fjárhagslegan grunn hafrannsókna í landinu, þar sem bróðurparturinn af aflaverðmætinu rennur til Hafrannsóknarstofnunar. Tíminn leiðir í ljós hversu mikið fjármagn verður um að ræða. En augljóslega mun þessi lagabreyting styrkja fjárhagslegar forsendur haf- og fiskirannsókna hér við land sem er vitaskuld fagnaðarefni. Að öllu samanlögðu er óhætt að fullyrða að hin nýju lög séu gott tæki til að takast á við svo alvarlegt vandamál, sem brottkastið er. Í ljósi umræðna síðustu vikna hlýtur það að vera fagnaðarefni, eins og raunar var innsiglað með samhljóða samþykki Alþingis á dögunum. Leið til að draga úr brottkasti Einar K. Guðfinnsson Kvótinn Nýju lögin eru gott tæki, segir Einar K. Guðfinnsson, til að tak- ast á við svo alvarlegt vandamál, sem brott- kastið er. Höfundur er formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis. Derhúfa aðeins 800 kr. NETVERSLUN Á mbl.is Velkomin í Hólagarð        
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.