Morgunblaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 74
FRÉTTIR 74 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ KAFFITÁR hefur verið opnað í versluninni Galleríi Sautján á Laugavegi 91. Nýjustu uppskerur af gæðakaffi (specialty coffee) frá Mið- og Suður-Ameríku, Afríku og Indónesíu er hægt að fá þar malað eða ómalað. Mokkakönnur, pressukönnur og gjafakörfur og textíllína Kaffitárs 2002 eru dæmi um vörur sem eru í boði á kaffi- húsinu. Kaffitár í Galleríi Sautján býð- ur uppá sama kaffidrykkja- og matseðil og Kaffitár í Bankastræti og í Kringlunni. Boðið er upp á tertur frá Konditori Copenhagen og eldhúsi Kaffitárs í Njarðvík. Í hádeginu í Galleríi Sautján er boðið uppá heita grænmetisrétti. Afgreiðslutími er frá kl. 11 til 18 alla virka daga og einnig á laugardögum. Í desember verður opið eins og hjá verslunum í miðbænum. Kaffitár er kaffibrennsla í Njarðvík sem stofnuð var 1990 og sérhæfir sig eingöngu í fram- leiðslu á gæðakaffi, segir í frétt frá Kaffitári. Ása Petterson verslunarstjóri og Sonja Grant, framkvæmdastjóri kaffibúða Kaffitárs. Kaffitár í Gall- eríi Sautján ÍSLANDSPÓSTUR vill minna landsmenn á að síðasti skiladagur til þess að póstleggja jólapakkana inn- anlands er mánudagurinn 17. desem- ber svo að þeir komi til viðtakanda fyrir jól. Móttökustaðir eru öll póst- hús á landinu og einnig er Íslands- póstur með nýja móttökustaði í Kringlunni og í Smáralind í desem- ber þar sem hægt er að póstleggja jólapakkana, þar er opið samkvæmt verslunartíma. Pósthús á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri eru opin lengur í desem- ber; 15.–16. desember kl. 13–18; vik- una 17.–21. desember kl. 9–18; laug- ardaginn 22. og sunnudaginn 23. desember verður opið kl. 10–18; á að- fangadag er opið kl. 9–12. Pósthúsið á Akranesi, í Borgarnesi, á Egilsstöð- um, Húsavík, Höfn, Ísafirði, í Kefla- vík, á Sauðárkróki, Selfossi og í Vest- mannaeyjum er opið vikuna 17.–21. desember kl. 9–18 og helgina 22.–23. desember kl. 13–16. Aðrir afgreiðslustaðir verða með óbreyttan afgreiðslutíma í desember. Á aðfangadag eru öll pósthús á landinu opin frá kl. 9–12, segir í frétt frá Íslandspósti. Skiladagur á jólapökkum innanlands OPIÐ verður í Kringlunni alla daga til kl. 22 fram að Þorláksmessu. Yfir 150 verslanir og þjónustuað- ilar bjóða fram þjónustu sína í Kringlunni. Bílastæðum hefur verið fjölgað fyrir jólin og geta viðskipta- vinir Kringlunnar lagt á viðbótar- stæði í nágrenni Kringlunnar. Jólasveinn dagsins verður í Kringlunni alla daga fram að jólum kl. 17 á sviðinu á 1. hæð. Piparköku- húsasýningin er í Kringlunni fram til 17. desember, segir í frétt frá Kringlunni. Opið til 22 í Kringlunni til jóla TÓNLISTARSKÓLI Ísafjarðar stendur fyrir jólaskemmtun í staðinn fyrir hina hefðbundnu jólatónleika nemenda. Nemendur og kennarar flytja tónlist auk hins hefðbunda jólafagnaðar. Jólaball verður í Hömrum kl. 16. „Litlu jól“ tónlistar- skólans á Suðureyri verða í Bjarn- arborg á morgun kl. 16. Þá verður aðventustund í Flateyrarkirkju kl. 16. Á miðvikudag verður jóla- skemmtun í grunnskóla Súðavíkur kl. 16 og kl. 20 verða ,,Litlu jól“ í útibúi Tónlistarskólans á Þingeyri. Jólahátíð Tónlist- arskóla Ísafjarðar Röng mynd Þau leiðu mistök urðu í Morgun- blaðinu í gær, að með grein Jóhanns Helgasonar, jarðfræðings, sem bar fyrirsögnina „Brautarteinar frá Sveifluhálsi til Straumsvíkur“ á bls. 54, birtist röng mynd, af alnafna hans, sem er nýlátinn. Höfundur greinarinnar er beðinn velvirðingar, svo og aðstandendur hins látna. Hér er birt myndin, sem átti að fylgja greininni. LEIÐRÉTT Jóhann Helgason HIÐ árlega jólaball Félags áhuga- fólks um Downs-heilkenni verður haldið sunnudaginn 16. desember kl. 17–19 í húsi iðnaðarins við Hallveig- arstíg. Jólastuðsveitin „Snillingarn- ir“ heldur uppi fjöri. Að sjálfsögðu koma jólasveinarnir á staðinn með góðgæti í pokahorninu. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis, segir í fréttatilkynningu. Jólaball í húsi iðnaðarins ÁLFTAGERÐISBRÆÐUR syngja á jólatónleikum á Eiðistorgi á Sel- tjarnarnesi í dag, laugardaginn 15. desember, kl. 14, og kynna jafnframt nýja hljómdiskinn „Álftirnar kvaka“. Tónleikarnir hefjast á söng Kórs Seltjarnarneskirkju og síðan leikur Lúðrasveit tónlistarskólans nokkur lög. Álftagerðisbræður syngja á Eiðistorgi ÞINGMENN Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs, þau Jón Bjarnason, Árni Steinar Jóhannsson, Kolbrún Halldórs- dóttir og Steingrímur J. Sigfús- son, verða á ferð um Skagafjörð og Siglufjörð mánudaginn 17. og þriðjudaginn 18. desember. Þau munu heimsækja vinnu- staði og sveitarstjórnir og efna til opins stjórnmálafundar á mánudagskvöldið. Fundurinn verður á Strönd- inni, Sauðárkróki, kl. 20.30. Þar verður rætt um stjórnmál líð- andi stundar og um stefnu og áherslur Vinstri grænna í sveit- arstjórnarmálum. Arna Björg Bjarnadóttir, sagnfræðinemi við Háskóla Íslands, flytur ávarp sem ber yfirskriftina: Skagafjörður, framtíðarsýn heimamanns. Allir eru velkomnir, segir í fréttatilkynningu. Þingmenn VG funda á Norðurlandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.