Morgunblaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 20
LANDIÐ 20 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ FYRIR skömmu efndi Anna Svan- hildur Björnsdóttir til útgáfuhátíðar í Safnahúsinu á Húsavík. Þar kynnti Anna Svanhildur ljóðabók sína, Með- an sól er enn á lofti. Á hátíðinni var m.a boðið upp á söng- og ljóðlist, Hólmfríður Bene- diktsdóttir söng nokkur lög við und- irleik Aladár Rácz og Snædís Gunn- laugsdóttir las nokkur ljóð upp úr þessari nýútkomnu ljóðabók. Að þessu loknu var boðið upp á glæsi- legar veitingar sem runnu ljúflega niður við píanóundirleik Aladár Rácz. Þetta er sjöunda ljóðabók höfund- ar sem gefur hana út sjálf eins og þær fyrri. Anna Svanhildur, sem hef- ur hlotið verðlaun fyrir ljóð sín bæði hér heima og erlendis, starfar nú sem kennari við Borgarhólsskóla á Húsavík. Anna Sv. Björnsdóttir kynnir ljóðabók sína Húsavík BRÆÐURNIR Jóhann Viðar og Karl Jóhannssynir hafa hannað og smíðað vél sem verkar skít undan refa- og minkabúrum. Karl sem býr loðdýrabúi ásamt konu sinni Svanfríði Óladóttir á Þrepi í Eiðaþinghá sagði að þeg- ar loðdýrabúin voru byggð upp á sínum tíma hafi gleymst að gera ráð fyrir tækni til að moka undan dýrunum. Hingað til hafi menn þurft að moka undan búrunum hálfbognir með kvísl og hjólbörur að vopni. Karl fékk þess vegna Jóhann Viðar bróður sinn sem rak vélsmiðju í Keflavík í lið með sér og í sameiningu hönnuðu þeir og þróuðu vél sem sett er framan á léttan traktor og hreinsar Karl nú allan skít úr loðdýrahúsunum hjá sér með þessari vél. Vélin er glussadrifin og samanstendur í meginatriðum af tveimur sniglum sem smíðaðir voru hjá Héðni, annar snigillinn tekur skítinn upp og færir að hinum sniglinum sem færir hann upp í kassa sem er fastur við vélina. Síðan er hægt að losa kassann af traktornum þar sem henta þykir en Karl not- ar allan loðdýraskít til upp- græðslu. Jóhann Viðar segir að þessi smíði hafi kostað nokkurt fé ef allar vinnustundir séu teknar með í reikninginn en mikið hafi þurft að spekúlera og breyta og bæta meðan á smíðinni stóð. Hann segist ekki vilja smíða eina og eina svona vél en telur kannski grundvöll fyrir smíði ef hann fengi pöntun í tíu vélar í einu. Norður-Hérað Karl Jóhannsson við snig- ilinn sem tekur skítinn upp af gólfinu. Vel tókst til með stillinguna á nánd snigilsins við botninn í húsunum sem jafnan er sandbotn, hann tekur svo vel upp af gólfinu að sandurinn er nánast hreinn eftir. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteins Jóhann Stefánsson var að moka út úr loðdýrahús- unum og segir að vélin virki vel og búið sé að komast fyrir byrjunarörð- ugleikana sem alltaf fylgi svona smíði. Verka skít und- an loðdýrum með nýrri vél CUVILLIÉS-strengjakvartettinn hélt tónleika í Egilsstaðakirkju á dögunum. Kvartettinn er skip- aður Florian Sonnleitner, kons- ertmeistara Útvarpshljómsveit- arinnar í München á 1. fiðlu, Aldo Volpini 2. fiðlu, Roland Metzger á lágfiðlu og Peter Wöpke á kné- fiðlu. Þeir eru allir meðal for- ystumanna í Ríkishljómsveit- inni í Bayern, en hún leikur í Ríkisóperunni í München, einni virtustu óperustofnun Evrópu. Á tónleikunum voru flutt þrjú verk: Dissonanz í C-dúr K.465 eftir Mozart, strengja- kvartett nr. 2 í a-moll eftir Béla Bartók og strengjakvart- ett í Es-dúr, op. 74 eftir Beethoven, en öll þrjú verkin teljast til öndvegisverka höfunda sinna. Sonnleitner sagði tónleikagest- um frá tónlistinni og höfundum hennar og að flutningi loknum þakkaði hann sérstaklega ungum tónleikagestum í Egilsstaðakirkju góða hlustun. Cuvilliés-kvartettinn hefur á liðnum árum 10 sinnum komið til landsins til tónleikahalds Strengjakvartettar í Egilsstaðakirkju Egilsstaðir Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Cuvilliés-strengjakvartettinn frá München spilaði strengjakvartetta í Egilsstaðakirkju. DAGAR myrkursins voru haldnir hátíðlegir öðru sinni á Austurlandi dagana 22.–25. nóvember og voru skemmtanir víða um fjórðunginn af því tilefni. Myrkrið var hyllt með blysför, stjörnuskoðun, kvöldvök- um, draugasögum, tónleikum og mörgu fleira. Einhverjir grunn- skólar voru með sérstaka dagskrá nemenda í tengslum við hátíðina. Vakan hófst með opnun listsýn- ingar leikskólabarna um þemað myrkur í aðalsal menningar- miðstöðvarinnar. Í framhaldi af því voru tónleikar og síðan harm- ónikkuball fram eftir kvöldi. Fyrr um daginn var draugasögustund í bókasafninu og stjörnuskoðun á Fjarðarheiði. Dagar myrkursins haldnir hátíðlegir Seyðisfjörður Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson Avanti Ósk Pétursdóttir og Muff Warden, á píanó, syngja lagið um hann Tuma litla sem fer á fætur í myrkrinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.