Morgunblaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 54
MINNINGAR 54 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ leg, nýtin og sparsöm. Eftir að Jón lést árið 1987 bjó Veiga ein í Syðri- Neslöndum þar til fyrir tæpu ári, er veikindi hennar fóru að gera vart við sig, enda komin á efri ár. Gömul vinnubrögð og gömul verk- færi voru henni ávallt kær og var hún óspör á að sýna og segja frá hvernig hlutirnir voru notaðir hér áður fyrr. Í þá daga var ekki hlaupið út í verslun og keypt tilbúið, heldur unnið úr því sem til var, saumað og prjónað. Til að gera enn betur, lærði Veiga karlmannafatasaum á Akur- eyri einn vetur og vann við sauma- skap árum saman með bústörfunum. Að vinna úr ull var sérgrein Veigu, hún rúði af ánum og fullvann ullina algjörlega í örfínt garn. Prjónavörur hennar hafa orðið víðfrægar, enda vandaðar og fíngerðar og þótt sjónin dapraðist mikið nú hin síðari ár, hélt hún samt áfram að prjóna. Veiga var einstök sómakona til orðs og æðis. Eftirtektarvert var hve börn hændust að henni sem og mál- leysingjar. Einnig var hún mjög áhugasöm um líðan og velferð ann- arra, hafði öll nöfn á hreinu og aldur hvers og eins, einkanlega smáfólks- ins. Oft mátti sjá lotningarsvip á litlu andliti þegar Veiga spurði og spjall- aði, og hve mikið hún vissi. Ófáir eru og þeir einstaklingar sem hafa verið sumarbörn hjá Veigu, eiga frá henni góðar minningar og hafa vafalaust fengið í veganesti góðvildina og lít- illætið. Hún hefur á sínum búskaparár- um, og ekki síst þegar aldurinn færð- ist yfir, átt góða sveitunga. Frænd- fólkið hér nyrðra leit til með henni, hvort eitthvað vantaði eða að allt væri í lagi. Dísa í Helluhrauni, syst- urnar í Ytri-Neslöndum, Steini á Strönd, og svo mætti lengi telja. Veiga var ósköp þakklát þeim sem komu við eða aðstoðuðu hana á ein- hvern hátt enda hafði hún á orði, að- spurð, „að hún væri nú ekki í vand- ræðum, hún ætti svo góða að“. Í hinni helgu bók segir: „Sælir eru hjartahreinir, því þeir munu Guð sjá.“ Ekki þarf nokkur að efast um, að þegar Veiga gengur inn í ljóssins ríki mun hún sjá hinn Almáttuga og verða boðin hjartanlega velkomin. Slík manneskja var hún. Við hin sem eftir stöndum, finnum til tómleika og erum fátækari eftir. Skarð hefur myndast sem aldrei verður fyllt. Hins vegar getum við verið ákaflega þakklát og hreykin af því að hafa átt Veigu að, sem frænku og vin, og að hafa fengið að vera henni samferða um lífsins stuttu stund. Guð blessi minningu Veigu frænku, og henni óskum við farar- heilla til nýrra heimkynna. Þóra, Helga, Inga, Guðrún og Smári. Hún Veiga mín er dáin. Veiga var vinkona mín til fjölda ára. Aldurs- munurinn á milli okkar var mikill í árum en vináttan var gagnkvæm, einlæg og dýrmæt. Veiga er sú heið- arlegasta og prúðasta manneskja sem ég hef kynnst. Hún ætlaðist aldrei til neins af neinum, var alltaf jákvæð og gefandi. Það eru ekki nein smá forréttindi að hafa átt hana að vin í meira en tuttugu ár. Veiga var rúmlega sjötug þegar ég kynntist henni. Ég kom og bank- aði upp á í Syðri-Neslöndum með fjölskylduna mína og var strax kom- in inn í Veigueldhúsið hjá stóru Aga eldavélinni, kaffi komið á flösku, jólabrauð, gyðingar og kleinur. Svo var það mjólkurkannan sem var allt- af tekin innan úr ísskáp og var með „húfu“ eða það fannst okkur, þetta var svona plasthetta með teygju. Kringlótta borðið hennar Veigu er ekki stórt en alltaf var pláss, það var eins og borðið stækkaði bara ef fleiri komu. Eitt sinn vorum við svo mörg að dekkað var upp inní stofu. Þá voru Hollendingar með mér, Helgu og Sigurgeir ljósmyndara á ferð. Veiga talaði íslensku og gestirnir hollensku og allir skildu alla. Þannig var Veiga. Hún Veiga mín með svuntuna. Hún Veiga mín með prjónana, Veiga mín við rokkinn, Veiga mín með hala- snælduna, Veiga mín brosandi. Veiga mín var þekkt fyrir Veiguvett- lingana, eins og við köllum þá, vett- linga úr þeli, sem hún spann sjálf úr ull af skjátunum sínum, vettlingar prjónaðir á örfína prjóna og allir út- prjónaðir. Engir venjulegir vettling- ar. Hún prjónaði líka handa mér leista með Halldóruhæl. Veiga kunni að knipla og sýndi mér stundum forrláta knipling- abretti og kniplaðar blúndur og hét eitt mynstrið kattaþófi. Veiga talaði kjarnyrt og fallegt mál og notaði orð, sem ég heyrði engan nota nema hana. Það kom fyrir að ég varð að spyrja „Veiga mín, hvað merkir: „drullukesja“, eða „að eggið smogni úr kopp“. Hún kunni ófá orð um veðrið og veðurfar. Veiga ætlaðist aldrei til neins af neinum og sagði oft þegar spurt var einhvers, „það kem- ur bara í ljós góðurnar mínar“. Veiga bauð öllum úr „bauknum“ rétt áður en kvatt var. Baukurinn er MacInt- oshdós, fóðruð innan með smjör- pappír og oná honum hvíla suðu- súkkulaðimolar frá Síríus og ýmsir brjóstsykrar. „Þú verður að minnsta kosti að fá úr bauknum áður en þú ferð“, sagði hún um leið og hún opn- aði skúffu í eldhúsinu og tók baukinn upp. Krakkarnir mínir og ég kunn- um vel að meta vináttu Veigu og tímalausu stundirnar í Syðri-Nes- löndum. Veiga var góð við alla menn og dýr. Kindurnar hennar bönkuðu stundum á hurðina og fengu eitt- hvert góðgæti, Skotta úr Ytri-Nes- löndum stundum kleinu í eldhús- gættinni þegar hún kom með systrunum að vita um Veigu. Nú er Veiga mín horfin úr þessu lífi en hún lifir í minningunni. Veiga mín sem sagði „Blessuð“ og dró að- eins tóninn á uinu þegar hún kvaddi mig í símanum og ég stóð mig að því að gera það sama, svo bætti hún allt- af við „Ég bið að heilsa drengjun- um... og Helgu“. Stundum flaut kveðja til Sigurgeirs með. Ég er meira en heppin að eiga minningu um svo góða konu, heppin að hafa fengið að vera samvistum við hana. Veiguminningarnar tekur eng- inn frá mér. Sigrún. Fram í heiðanna ró fann ég bólstað og bjó, þar sem birkið og fjalldrapinn grær. Þar er vistin mér góð, aldrei heyrist þar hnjóð, þar er himinninn víður og tær. Ekki hef ég kynnst mörgum um dagana sem standa undir þessum fallegu orðum Friðriks Friðriksson- ar, en Veiga í Neslöndum var ein af þeim. Það er alveg víst að aldrei heyrði ég hana segja hnjóðsyrði um nokkurn mann eða málefni. Einhver kynni þá að halda að hún hefði ekki flíkað skoðunum sínum en það er nú öðru nær. Hún hafði einmitt mjög fastmótaðar skoðanir hvort heldur það voru heimsmálin eða önnur smærri. Hún setti þær fram á svo skýran og hæverskan hátt að unun var á að hlýða. Það var notalegt að sitja við eldhúsborðið hjá Veigu og horfa fram á vatnið. Umræðuefnið gat spannað allt milli himins og jarð- ar því hún var jafn áhugasöm um alla hluti og hélt því til hinstu stundar þrátt fyrir háan aldur. Aðeins einu sinni varð ég vör við að hún skipti skapi. Það var þegar synir mínir spurðu af ungæðishætti hvort þeir mættu reka beljuna. Þá fann ég að henni sárnaði verulega fyrir hönd kusu sinnar. Ekki heyrðist frá henni hnjóð í það skiptið frekar en önnur en hún lét þá samt skilja að svona segði maður ekki um hana kusu. Fal- leg er myndin sem ég geymi í huga mér af heyskapnum í Syðri-Neslönd- um. Við erum að snúa töðuflekk með hrífum og kusa röltir á eftir Veigu sinni fram og til baka. Það var gagn- kvæm og sönn vinátta. Það eru forréttindi að hafa fengið að kynnast Veigu og fyrir það vil ég þakka. Heimurinn væri betri ef við ættum fleiri slíkar. Guðný Jónsdóttir. SIGURVEIG SIGTRYGGSDÓTTIR ✝ Jón Þórissonfæddist í Álfta- gerði í Mývatns- sveit 22. september 1920. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akranesi 5. desem- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þórir Stein- þórsson, f. 7. maí 1895, d. 5. júní 1972, bóndi og skólastjóri í Reyk- holti, og Þuríður Friðbjarnardóttir, f. 18. september 1900, d. 11. febrúar 1932. Stjúp- móðir Jóns var Laufey Þór- mundsdóttir, f. 4. desember 1908, d. 11. desember 1999. Jón var elstur sex systkina sem öll lifa hann en þau eru: Steingrím- ur, f. 15. júlí 1923, búsettur í Kópavogi, Steinþóra Sigríður, f. 3. apríl 1926, búsett í Reykjavík, Kristján Þór, f. 28. janúar 1932, búsettur í Laugagerðisskóla, og hálfsystur hans samfeðra, Sig- rún, f. 19. desember 1936, búsett í Reykjavík, og Þóra, f. 8. febr- úar 1944, búsett í Reykjavík. Jón kvæntist 29. desember 1945 Halldóru J. Þorvaldsdótt- ur, f. 15. júlí 1921, fyrrv. stöðv- arstjóra Pósts og síma í Reyk- holti. Foreldrar hennar voru Þorvaldur Klemenzson og Stef- desember 1956, starfsmaður á lögmannsstofu, Reykjavík, gift Haraldi Gunnarssyni, f. 10. mars 1964, forritara, og eiga þau eina dóttur, Steinþóru. Langafabörnin Jóns eru átta. Jón ólst upp í Mývatnssveit til tíu ára aldurs en hann fluttist með foreldrum sínum í Reyk- holt í Borgarfirði þar sem hann hefur búið síðan. Hann lauk námi frá Reykholtsskóla 1938, íþróttakennaraprófi frá Íþróttaskólanum á Laugarvatni 1940 og kennaraprófi frá Kenn- araskóla Íslands 1946. Jón stundaði íþróttakennslu á vegum Ungmennafélags Íslands víða um land á árunum 1940– 43, var barnakennari í Staðar- skólahverfi í Vestur-Húnavatns- sýslu 1943–44 og við Reykholts- dalsskólahverfi 1946–47, var kennari við Héraðsskólann í Reykholti 1947–86 og bóndi í Reykholti 1947–88. Jón sat í stjórn Ungmennasambands Borgarfjarðar 1945–49, í stjórn Ungmennafélags Reykdæla 1947–50 og var formaður þess 1958–59, sat í stjórn Samtaka sveitarfélaga í Vesturlandskjör- dæmi 1978–80 og var formaður þeirra síðasta árið, hann var oddviti Reykholtsdalshrepps 1974–82, sat í sýslunefnd 1982– 89, í stjórn SVFÍ 1976–88, rit- stjóri Fréttabréfs SVFÍ 1985–91 og formaður Félags aldraðra í Borgarfjarðardölum frá stofn- un þess 1991 til 1997. Útför Jóns fer fram frá Reyk- holtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. anía Tómasdóttir og bjuggu þau á Járn- gerðarstöðum í Grindavík. Börn Jóns og Halldóru eru: 1) Þórir, f. 25. júní 1946, húsa- smíðameistari og verslunarmaður í Mosfellsbæ, kvæntur Huldu Olgeirsdótt- ur, f. 16. nóvember 1949, póstaf- greiðslumanni, og eiga þau þrjá syni, Olgeir Jón, Halldór Karl og Jóhann Má. 2) Þorvaldur, f. 1. ágúst 1949, húsasmiður og bóndi í Brekku- koti í Reykholtsdal, kvæntur Ólöfu Guðmundsdóttur af- greiðslustjóra Íslandspósts í Reykholti og eiga þau fjögur börn, Guðmund Inga, Jón Þór, Halldóru Lóu og Helga Eyleif. 3) Eiríkur, f. 6. júlí 1951, for- maður Kennarasambands Ís- lands, Reykjavík. Hann var kvæntur Maríu Ingadóttur, f. 9. apríl 1953, og eignuðust þau tvö börn, Hjört Inga og Hörpu Rún. Þau slitu samvistir. Eirík- ur kvæntist Björgu Guðrúnu Bjarnadóttur, f. 27. maí 1955, formani Félags leikskólakenn- ara, og á hún fjögur börn, Eddu Kristínu, Rán, Aðalstein og Bjarna Símon. 4) Kolbrún, f. 26. Nú er stundin upp runnin. Það er ótrúlega erfitt að setjast niður og skrifa kveðjuorð til elskulegs föður okkar. Minningarnar um hann eru svo margar og svo góðar. Eftir því sem við rifjum meira upp í hugan- um verður missirinn sárari en jafn- framt verður þakklætið fyrir að hafa átt hann sem föður innilegra. Hvað er hægt að hugsa sér betra í lífinu en að eiga góða foreldra? Foreldrar okkar hafa verið okkur systkinunum öllum og fjölskyldum okkar ómetanleg í gegnum tíðina. Hjá þeim höfum við átt öruggt skjól og stuðning jafnt í blíðu sem stríðu. Pabbi leit alla tíð á það sem hinn eðlilegasta hlut að láta fjölskylduna ganga fyrir og það breyttist ekkert þótt við systkinin flyttum að heim- an og stofnuðum fjölskyldur. Hann fylgdist alltaf með okkur og var tilbúinn að styðja okkur til allra góðra verka og deila með okkur sorgum og gleði. Við lítum á það sem forréttindi að hafa fengið að hafa pabba hjá okkur í öll þessi ár og geta litið til baka og rifjað upp samveru okkar á þessari jörð án þess nokkurn tíma að rek- ast á óþægilega minningu. Allar minningar um hann tengjast heið- arleika, þolinmæði, hlýju og vænt- umþykju. Við gætum rifjað upp svo margt úr barnæsku, frá unglings- árum og frá árunum eftir að við fluttum að heiman. Vandamálið felst hins vegar í því að atvikin eru svo mörg og það er svo erfitt að velja. Við ætlum því ekki að tiltaka eitt öðru fremur heldur munum við systkinin varðveita allar notalegu minningarnar um hann í huganum og ylja okkur við þær um ókomin ár. Það hefur alltaf verið sérstök til- finning að koma heim í Reykholt og dvelja hjá pabba og mömmu. Þang- að hafa alltaf allir verið velkomnir og þar hefur alltaf verið rúm fyrir alla, ekki síst í hjörtum foreldra okkar. Við systkinin kveðjum nú ást- kæran föður okkar með söknuði en þó fyrst og fremst með djúpri virð- ingu og einlægri þökk fyrir allt sem hann var okkur og allt sem hann gerði fyrir okkur. Við biðjum algóðan Guð að vaka yfir henni mömmu okkar sem nú sér á eftir ástkærum eiginmanni og lífsförunaut. Við vitum að pabbi fær ótal verk- efni að vinna að á nýjum vettvangi og biðjum Guð að vernda hann og blessa. Guð blessi minninguna um elsku- legan föður okkar. Megi hann hvíla í friði. Ástarkveðjur Þórir (Dúdi), Þorvaldur (Valdi), Eiríkur (Rúkki), Kolbrún (Dolla) og fjölskyldur. Elsku afi minn, ég var að vona að þú mundir koma í stúdentsveisluna mína. En þú verður bara með mér í anda, það verður að vera nóg. Ég man svo vel þegar ég var lítil og var hjá þér og þegar það var vont veður spiluðum við olsen olsen sam- an, ég varð svo móðguð þegar ég tap- aði að þú leyfðir mér alltaf að vinna þig. Svo fórum við saman austur í skemmu, við gátum dundað okkur þar heilu dagana við hvað sem var. Alltaf þegar ég var ekki búin að hitta þig lengi þá hljóp ég til þín og greip um fótinn á þér, þú varst mér alltaf svo góður, elsku besti afi minn, ef einhver var vondur við mig eða skammaði mig komst þú alltaf og hjálpaðir mér. Þú huggaðir mig allt- af ef eitthvað var að. Ég mun aldrei gleyma hvernig þú kallaðir mig alltaf litlu telputuðruna þína, þú varst eini afi minn, þú varst besti afi í heimi, ég mun alltaf verða litla telputuðran þín. Þín Steinþóra Jónsdóttir. Elsku afi. Takk fyrir öll árin sem þú varst til staðar í Reykholti. Við viljum sérstaklega þakka þér um- burðarlyndið og jafnaðargeðið sem þú sýndir okkur, skæruliðunum þín- um. Það var vissulega mismikið en seint munum við neita því að við höf- um átt duglegar skammir skilið öðru hverju (í ein tvö skipti allavega). Þú varst uppfullur af fróðleik og einsett- ir þér að kenna okkur fyrst og síðast að vanda okkur; það þyrfti ekki alltaf að keppa í öllu. Sakir anna gafst okk- ur lítill tími til að taka þetta til greina – þá – en eitthvað síaðist inn og erum við innilega þakklát fyrir það. Þú settir okkur boð og bönn að virða og fara eftir í umgengni við vélar, menn og málleysingja og við reyndum allt- af eftir fremsta megni að gera hlut- ina einmitt ekki eins og þú hafðir sagt okkur að gera, þó ekki væri nema til að afsanna kenningar þínar. Þær reyndust nú oftar en ekki réttar hjá þér og eftir á er ekki hægt annað en að dást að þolinmæði þinni og þrautseigju við að berja í okkur eitt- hvert uppeldi og verksvit. Einnig sitja margar sögur eftir sem þú sagðir okkur um ferðir þínar milli landshluta á þínum yngri árum sem íþróttakennari. Þær voru oft ævin- týralegar og skemmtilegar og ekk- ert verri þó maður væri farinn að kunna þær nokkurn veginn utan að. Hvað um það, við gætum eytt mörg- um Morgunblöðum í að telja upp dásamleg og ógleymanleg atvik sem gerðust í návist þinni en látum það vera og geymum minninguna um þig í hjörtum okkar. Láttu þér líða vel þarna hinum megin, við vitum að þú ferð ekki langt og fylgist með okkur. Passaðu ömmu. Guðmundur og Jón Þór, Halldóra og Helgi. Elsku afi Nonni. Nú þegar þú ert farinn úr þessari jarðvist hrannast upp margvíslegar minningar um samskipti þín og okkar bræðra. Það voru ófáar stundirnar sem við eyddum saman heima hjá ykkur ömmu sem og í ýmsum erindagjörð- um í fjárhúsunum og skemmunni. Allar þessar stundir hafa kennt okk- ur margt sem við eigum eftir að taka með okkur í gegnum lífið. Þú kenndir okkur meðal annars nákvæmni, þolinmæði og stærð- fræði. Einnig hefur þú kennt okkur margt sem við höfum ekki náð að skilja enn þann dag í dag. Svo sem að lambrollur ber að reka inn og út úr öllum króm í fjárhúsunum áður en þeim er sleppt út á vorin. Við minnumst þín fyrir allar stundirnar í skemmunni þar sem þú vannst löngum stundum við endur- smíði Gráusar og smíði líkans af gamla bænum í Reykholti. En það sem við eflaust minnumst helst eru ferðirnar sem við fórum saman upp á Arnarvatnsheiði. Vilj- um við því heiðra minningu þína með hluta úr ljóði þínu, Vornótt á Arn- arvatnsheiði. Einhver seiður um mig fer, ek ég leiðar minnar. Faðminn breiðir móti mér máttur Heiðarinnar. Upp um stalla stirnir á stóra mjallardregla. Vötnin falla fagurblá fegurð alla spegla. Þegar sest er sólin að, sindrar efst á tindum. Aldrei sést í orðum það, aðeins fest á myndum. Takk fyrir að fá að alast upp í ná- grenni við þig og hversu lengi þín naut við. Kveðja Olgeir Jón, Halldór Karl og Jóhann Már. JÓN ÞÓRISSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.