Morgunblaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 62
UMRÆÐAN 62 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ ber vott um visku að hugsa vel áður en maður talar. Slíkt kennum við a.m.k. börnunum okkar, von- andi. Einu sinni heyrði ég barn segja við sjón- varpsmanninn Hemma Gunn að ástæðan fyrir því að fólk er með einn munn en tvö eyru væri að fólk ætti að hlusta meira og tala minna. Margt til í þessu. Mér kom þetta til hugar þegar fréttir bárust af nýafstöðnum lands- fundi Samfylkingarinn- ar. Ég verð að segja að ég varð fyrir mjög miklum vonbrigðum þegar fréttir bárust af nýafstöðnum lands- fundi Samfylkingarinnar. Af mörg- um vandamálum sem hrjá þjóðina þá datt mönnum í hug að fara að eyða tímanum í að ræða það hvort ekki ætti að sleppa því að setja smæstu fíkniefnabrot á sakaskrá. Eftir því sem ég hef komist næst þá hafa Samfylkingarmenn sérstakar áhyggjur af því að velferð þeirra sem fremja „smæstu“ fíkniefnabrot sé hætta búin síðar á lífsleiðinni. Og einn ónefndur alþingismaður Sam- fylkingarinnar sagði í sjónvarpsvið- tali, vegna þessa merkilega málflutn- ings, ….að það sé alltaf möguleiki á því að ungt fólk „slysist“ til þess að prófa ólögleg fíkniefni örfáum sinn- um. Þetta mun sennilega bjarga heiminum, að reyna af fremsta megni að fela það að ungir sem aldnir brjóti fíkniefnalöggjöfina. Ég bendi á að þarna talaði þingmaður. Hverjir bera ábyrgð á lögum landsins? Eru það ekki fulltrúarnir okkar á Alþingi? Þessi sami þingmaður sagði hins veg- ar að hann væri ekki fylgjandi því að lögleiða fíkniefni. Er ekki pínulítill tvískinnungur í þessu ? Ég spyr einfaldlega, er þetta lausnin á vand- anum? Er það mikil- vægast að fela það fyrir þeim sem óska eftir sakavottorðinu okkar, að maður hafi misstigið sig einhvern tíma æv- innar? Hverjum er greiði gerður með þessu? Hvers vegna að leyna þessu en ekki öðrum „smábrotum“ eins og t.d. umferðar- lagabrotum, hvaða hagsmunum erum við að bjarga? Hér erum við að fela sannleikann. Er það vilji Samfylkingarinnar? Það veldur okkur sem störfum að vímuefnaforvörnum, með einum eða öðrum hætti, oft hugarangri hversu hægt það gengur að sannfæra ungt fólk um að það að fara að neyta áfengis á unglingsaldri og að prófa fíkniefni hafi í för með sér mikla áhættu. Forvarnir virka, en við hefð- um viljað sjá þær virka hraðar. Allt of margt ungt fólk fellur í valinn, æskan okkar er í veði. Þetta má einfaldlega lesa í nýútkominni ársskýrslu SÁÁ. Nóg um þær hörmungar. Ég er orðinn sannfærður um það, eftir margra ára starf að vímuefna- forvörnum, að þau skilaboð sem við, fullorðna fólkið, erum að senda út í þjóðfélagið, þ. á m. til unglinganna okkar, eru mjög mótandi. Það er staðreynd að það erum við sjálf sem mótum samfélagið okkar. Ef ekki við, hver þá? Nú er ég að komast að kjarna málsins. Óráðshjal, eins og nánast á hverjum landsfundi Sjálf- stæðismanna, um að lögleiða skuli „daufustu“ vímuefnin eins og kannabisefni, eru mjög sterk skila- boð út í þjóðfélagið. Sama á við um þá umræðu sem ég vísaði til áðan á landsfundi Samfylkingarinnar. Hvaða skilaboð eru þetta til þjóðar- innar og sérstaklega unga fólksins? Jú þetta er eitt af því sem dregur úr árangri forvarna. Þegar ungt fólk heyrir „málsmetandi“ menn eins og stjórnmálamenn tala fjálglega um að lögleiða beri kannabisefni af því að þau séu skaðlaus, eða rétt sé að setja ekki smæstu fíkniefnabrot á saka- skrá, er eðlilegt að það fái það á til- finninguna að það sé allt í lagi að prófa fíkniefni, þau muni hvort eð er líklega verða lögleidd fljótlega, eða stjórnmálamenn telji þetta vera svo ómerkileg brot að ekki taki því að setja þau inn á sakaskrána. Nú má vel spyrja: Er ekki mál- frelsi í landinu? Má nú ekki ræða op- inberlega um skoðanir sínar? Jú vissulega. En það er öllum hollt að hugsa vel áður en maður talar, sér- staklega opinberlega. Hér þarf ein- faldlega að hugsa hugsunina til enda. Við þessar aðstæður sem við búum við í dag, hvað varðar vímuefni og vanda þann sem að ungu fólki steðj- ar, er þetta nákvæmlega ekki það sem okkur vantar. Stjórnmálamenn og sér í lagi alþingismenn! Þið hafið athygli þjóðarinnar, þið eruð fulltrú- ar okkar á þingi, ekki bara þeirra sem eru fylgjandi lögleiðingu kann- abisefna og fylgjandi því að fela þau brot sem framin eru á fíkniefnalög- gjöfinni. Sem betur fer eru flestir þeirra skoðunar að lögleiðing vímu- efna væri hrapaleg mistök. Þing- menn! Þið eruð líka fulltrúar þessa fólks. Hugsum áður en við segjum eitthvað óviturlegt. Hugsa áður en maður talar! Hlynur Snorrason Fíkniefni Hvaða skilaboð eru þetta, segir Hlynur Snorrason, til þjóð- arinnar og sérstaklega unga fólksins? Höfundur er lögreglufulltrúi á Ísafirði og verkefnisstjóri Vá Vesthópsins. ÍSLENDINGAR fóru að flytjast til Vesturheims vegna minnkandi lífsgæða og breytinga í þjóðfélags- málum bæði hér heima og á heimsvísu á þar síðustu öld og síðast en ekki síst vegna þess að menn greindu ný tækifæri samfara tækniframförum á þeim tíma. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar „óbeislað“. Mann- skepnan er gædd þeim eiginleikum að hafa sjálfstæða hugsun og taka sjálfstæðar ákvarðanir um hvar henni sé best borgið. Þessum eiginleikum fórnar hún ekki eins og asninn gerir fyrir gulrótina eða hundurinn fyrir beinið! Því er það með ólíkindum að í hvert skipti sem landsbyggðarfólk talar um vanda- mál sinnar heimabyggðar og ugg- vænlega þróun í brottflutningi fólks af landsbyggðinni til höfuðborgar- svæðisins, þá fari pólitíkusar ávallt í þann ham að þyrla upp „mold- viðri“. Kveði ávallt í sama farinu að ekki hafi verið fylgt markaðri stefnu um flutning ríkisfyrirtækja og stofnana út til landsbyggðarinn- ar og knýji á um nauðsyn þess að flytja þessa og hina stofnunina út á land til að styrkja byggðir eða byggðakjarna þar. Af þessu er ljóst að enginn stjórnmálaflokkur hefur enn markað sér ákveðna stefnu í þessum málum, enda alltaf hlaupið til og gulrótinni hent og ekkert hugsað út í afleiðingarnar. Þótt einhverri „gulrót“ sé hent fyrir vitiborna manneskju hugsar hún „oftast“, þvert á það sem stjórnmála- menn halda, út í af- leiðingar þess að taka hana upp og neyta og því breytir það engu þegar einni og einni stofnun á vegum hins opinbera er „hent“ án hugsunar út á land. Vitiborna manneskjan sér í gegnum það og hleypur ekki á eftir skammtímalausnum. Hvernig væri að átta sig fyrst á eðli mannskepnunnar áður en menn grípi til „einhverra“ skamm- tímalausna, þannig að nokkurn veg- inn sé tryggt að þær aðgerðir sem gripið sé til beri tilætlaðan árang- ur: 1. Menn geri sér grein fyrir á landakorti hvar möguleikar séu fyr- ir hendi á þróun byggðar með tilliti til framtíðarbyggingarsvæða bæði fyrir íbúðarbyggðir og atvinnu- starfsemi. 2. Menn hugsi að minnsta kosti 150 ár fram í tímann. Foreldrar setja sig ekki til frambúðar niður á staði, þar sem þeir telja horfur ekki góðar í framtíð fyrir sín afkvæmi! 3. Þegar menn hafa áttað sig á þessum staðsetningum er hægt að gera athugun á: Samgöngum, orku, neysluvatni og framboði og sam- setningu vinnuafls á viðkomandi svæði. 4. Að þessu fengnu er hægt að fara í aðgerðir og þarf þá ekki „hreppaflutninga“ til, heldur geta viðkomandi svæði orðið eftirsókn- arverð fyrir fólk til að búa á. En til þess að svo verði skal endinn skoða fyrst til að reynslan fái notið sín. 5. Lækka tímabundið eða til frambúðar skatta og aðstöðugjöld á fyrirtæki á þessum svæðum sem þykja fýsileg, þannig að þau sjái sér hag í því að starfa á viðkomandi svæðum og ekki síst til að ný fyr- irtæki flytjist á slík svæði. 6. Lækka skatta á einstaklinga tímabundið eða til frambúðar á þessu svæðum, þannig að þeir sjái sér hag í því að búa á viðkomandi svæðum. 7. Menn þurfa að tileinka sér nú- tíma stjórnun, því það er sama hvort verið sé að tala um vöru eða þjónustu eða uppbyggingu hennar þá gengur nútímastjórnun út á það, að geta horft á keðjuna sem eina heild og á það bæði við markaðs- legu hliðina, sem og framleiðsluna sjálfa og skipulagningu á öllu þar á milli. Ef stjórnmálamenn einsettu sér að „hugsa hlutina strax í upphafi og settu sér skýr og einföld markmið“ þyrftum við, sem þetta land byggj- um, ekki að hafa áhyggjur af fram- tíðinni, sem ávallt er skammt und- an. Flutningur ríkisstofnana Jón Ingi Benediktsson Flutningar Hvernig væri að átta sig fyrst á eðli mannskepn- unnar, spyr Jón Ingi Benediktsson, áður en menn grípa til ,,ein- hverra“ skammtíma- lausna? Höfundur er B.Sc. í vörustjórnun. Súrefnisvörur Karin Herzog Silhouette tískuskartgripir Laugavegi 23 s. 511 4533 Kringlunni s. 533 4533 Smárinn s. 554 3960 Öðruvísi jólaskreytingar Sjón er sögu ríkari Jól 2001 Skólavörðustíg 12, Bergstaðastrætismegin, sími 551 9090 náttfatnaður í miklu úrvali KRINGLUNNI - WWW.OLYMPIA.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.