Morgunblaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 78
78 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
ÍSLENDINGAR allt frá dögum
Ara fróða vilja hafa það í hávegum
sem sannast reynist. Kveikjan að
þessari bréfsnuddu er sú að hinn 12.
síðasta mánaðar varð slys við vega-
gerðina á veginum milli Stöðvar-
fjarðar og Breiðdalsvíkur. Fór 25
tonna hjólaskófla fram af veginum
og hentist liðlega 100 m í sjó niður.
Stjórnandi hjólaskóflunnar bjargaði
e.t.v. lífi sínu með því að stökkva út.
Í þessum rituðum orðum sit ég við
tölvuna mína og er að lesa þessa
frétt á baksíðu Morgunblaðsins frá
13. nóv. Þar með er ég kominn að
þungamiðju erindisins.
Ég hef undanfarin misseri orðið
var við, að í fréttaflutningi af þessu
áðurritaða svæði milli Stöðvarfjarð-
ar og Breiðdalsvíkur, gætir mein-
legrar missagnar. Svæði þetta er
bratt, þrjár skriður með stuttu milli-
bili, sem ná frá Kambanesi inn að
svonefndri Hökulvík. Í fréttum
dagsins er ávallt talað um Kamba-
nesskriður! Þetta gengur ekki. Í
sumar ræddi ég símleiðis við vega-
málastjóra um þessa meinlegu mis-
túlkun. Man ég ekki betur en hann
sýndi erindi mínu fullan skilning –
en það virðist ekki ætla að duga.
Skal nú leitast við að koma þessu í
rétt horf:
Ef komið er að austan (frá Stöðv-
arfirði) og beygt er fyrir fjallsend-
ann upp af Kambanesi er komið að
bröttustu skriðunum. Þær heita
Kambaskriður kenndar við eyðibýl-
ið Kamba sem stóð á ofanverðu
Kambanesi. Hefur býlið vafalaust
dregið nafn sitt af stílfögrum berg-
göngum (Kömbum) er standa í sjó
niður af bænum. Innan við Kamba-
skriður tekur við graslendi,
Hvammar. Innan við þá eru lengstu
skriðurnar, Hvalnesskriður, um 0,6
km á lengd. Þá taka við Færivellir,
síðan Færivallaskriður, sem láta lít-
ið yfir sér, og er þá komið að Hök-
ulvík. Að kalla allt þetta svæði
Kambanesskriður nær auðvitað
engri átt. Vér Íslendingar flestir,
vonandi allir, viljum hafa það er
sannara reynist. Viljum að gömul
örnefni haldi sér, viljum ferðast um
landið með þau að leiðarljósi. Viljum
taka undir með þjóðskáldinu að
„... Landslag yrði lítils virði, / ef það
héti ekki neitt“. Þegar talað er um
framkvæmdir, viðburði o.þ.h. í
Kambanesskriðum fæst ekki ná-
kvæm staðsetning hvar fram-
kvæmdin eða atburðurinn átti sér
stað, svæðið allt spannar hart nær 3
km, fyrir utan það að Kambanes-
skriður eru ekki til í vitund fólks.
Þar af leiðir að ég veit ekki með
vissu hvar áðurnefnt slys átti sér
stað.
Ég vænti að með þessum skrifum
mínum komist betri regla á hlutina,
hvet alla til að „hafa það er sannara
reynist“.
GUÐJÓN SVEINSSON,
Mánabergi, Breiðdalsvík.
Kambaskriður
Frá Guðjóni Sveinssyni:
ÞAÐ er staðreynd að í hörðum
heimi er hverri þjóð nauðsyn að
hafa sem sterkastar landvarnir.
Þannig hefur það
verið og þannig
mun það verða.
Við Íslending-
ar höfum gegn-
um aldirnar orð-
ið fyrir því að
erlendir sæfar-
endur hafa farið
hér rænandi og
ruplandi. Ýmist
hafa það verið
Spánverjar, Þjóðverjar eða Eng-
lendingar, en einnig sjóræningjar
úr Tyrkjaveldi. Þegar landsmenn
hafa verið sæmilega vopnum búnir
hafa þeir erlendu ójafnaðarmenn
orðið að láta í minni pokann.
Þegar landsmenn voru hinsvegar
vopnlausir urðu afleiðingarnar
skelfilegar og nægir í því sambandi
að minna á Tyrkjaránið árið 1627.
Talið er að þá hafi árásarlið drepið,
eða flutt nauðuga úr landi um 400
manns.
Eftir að við endurheimtum sjálf-
stæði okkar höfum við haft erlend-
an her til varnar landi og þjóð. Til
eru þeir menn sem vilja herinn á
brott, en gleyma því þá að til-
tölulega auðvelt yrði fyrir skipu-
lagða glæpahópa að hertaka landið.
Vilja menn það?
Til eru fjölhæfir gáfumenn í
áhrifastöðum sem predika svokall-
aða hlutleysisstefnu. Hlutleysið
gagnar lítt í hörðum heimi og hinar
svokölluðu hlutlausu þjóðir svo
sem Svíar, Finnar og Svisslend-
ingar hafa allir sterkar landvarnir.
Þessar þjóðir eru gráar fyrir járn-
um og búnar hinum fullkomnustu
varnarvopnum.
Það er staðreynd að við Íslend-
ingar hefðum aldrei unnið svokall-
að þorskastríð gegn Englendingum
ef við hefðum ekki haft varðskipin.
Þessir fallbyssubátar, eins og sum-
ir hafa nefnt þau, reyndust vel og
án þeirra hefði landhelgin aldrei
verið færð út. Þá myndu þjóðir
þær sem lögðust gegn útfærslu
landhelginnar hafa farið sínu fram
og útfærslan aðeins orðið dauður
lagabókstafur. Þetta eru ískaldar
staðreyndir sem rétt er að hafa í
huga.
Þingmenn okkar sem sitja í söl-
um Alþingis ættu í vetur að sjá
sóma sinn í því að flytja frumvarp
um stofnun innlends hers. Hér með
er skorað á þetta ágæta fólk að
láta þessi mál til sín taka.
EYJÓLFUR GUÐMUNDSSON,
meindýraeyðir,
Sólvallagötu 45, Reykjavík.
Með vopnum
skal land verja
Frá Eyjólfi Guðmundssyni:
Eyjólfur
Guðmundsson