Morgunblaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 80
DAGBÓK 80 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Ás- björn kemur í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Gunnar og Júmbó komu í gær, Svanur fór í gær. Fréttir Bókatíðindi 2001. Núm- er laugardagsins 15. des. er 65725. Kattholt. Flóamarkaður í Kattholti, Stangarhyl 2, opinn þriðju- og fimmtudaga kl. 14–17. Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Hamraborg 20a. Fataúthlutun þriðjudaga kl. 17–18. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Sól- vallagötu 48. Skrifstofa s. 551 4349, flóamark- aður, fataúthlutun og fatamóttaka sími 552 5277 eru opin mið- vikud. kl. 14–17. Styrkur, samtök krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra. Svarað í síma Krabba- meinsráðgjafarinnar, 800 4040, miðvikudaga, kl. 15–17. Kattholt. Flóamarkaður í Kattholti, Stangarhyl 2, opinn þriðju- og fimmtudaga kl. 14–17. Félag frímerkjasafn- ara. Opið hús alla laug- ardaga kl. 13.30–17, nema fyrir stórhátíðir. Mannamót Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið, Hlaðhömrum, er á þriðju- og fimmtudög- um kl. 13–16.30, spil og föndur. Jóga á föstu- dögum kl. 13.30. Kóræf- ingar hjá Vorboðum, kór eldri borgara í Mos- fellsbæ á Hlaðhömrum fimmtudaga kl. 17–19. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586 8014, kl. 13–16. Uppl. um fót-, hand- og andlitssnyrtingu, hár- greiðslu og fótanudd, s. 566 8060 kl. 8–16. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan opin virka daga frá kl. 10–13. Kaffi – blöðin og matur í hádegi. Sunnu- dagur: Félagsvist fellur niður, byrjar aftur eftir áramót. Dansleikur fell- ur niður, næst verður dansað 6. janúar. Mánu- dagur. Baldvin Tryggvason verður til viðtals um fjármál og leiðbeiningar um þau mál á skrifstofu FEB. Panta þarf tíma. Brids kl. 13. Síðasti spiladagur á þessu ári. Verðlaunaafhending, mætið tímanlega. Fyrsti spiladagur á nýju ári mánudagur 7. janúar. Danskennsla Sigvalda, framhald kl. 19 og byrj- endur kl. 20.30. Jólaferð verður farin um Suð- urnesin 17. desember. Jólaljósin skoðuð. Far- arstjóri Sigurður Krist- insson. Brottför frá Glæsibæ kl. 15. Þriðju- dagur: Skák kl. 13, al- kort fellur niður. Silf- urlínan er opin á mánu- og miðvikudögum kl. 10–12. Skrifstofan er flutt að Faxafeni 12, sama símanúmer og áð- ur. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Uppl. á skrif- stofu FEB. kl. 10–16, s. 588 2111. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Á mánudag verður fé- lagsvist kl. 13.30. Gerðuberg, félagsstarf, Á morgun kl. 14 syngur Gerðubergskórinn við guðsþjónustu í Fella- og Hólakirkju undir stjórn Kára Friðrikssonar. Mánudaginn 17. des. kl. 14.30 upplestur, „Of stór fyrir Ísland“, um- sjón Sigurjóna Sig- urbjörnsdóttir. Miðviku- daginn 19. des. kemur Hjördís Geirsdóttir í heimsókn kl. 13, ásamt gömlum og góðum fé- lögum, m.a. „Siffa“, og kynnir og áritar nýjan geisladisk. Allir vel- komnir. Fimmtudaginn 20. des. jólahelgistund kl. 14, m.a kemur Þor- valdur Halldórsson með tónlistarflutning, söng- túlkun á táknmáli: sr. Miyako Þórðarson, um- sjón sr Hreinn Hjart- arsson og Lilja G. Hall- grímsdóttir djákni, á eftir eru hátíðarveit- ingar í veitingabúð. All- ir velkomnir. Hvassaleiti Jólabingó. Þriðjudaginn 18. des. verður spilað jólabingó kl. 15–17. Spilaðar verða 8–10 umferðir. Allir velkomnir á öllum aldri. Vesturgata 7. Fyr- irbænastund verður fimmtudaginn 20. des. kl. 10.30 í umsjón séra Hjálmars Jónssonar dómkirkjuprests, allir velkomnir. Aðventuferð 20. desember kl. 13. Borgarljósin skoðuð, meðal annars ekið um Grafarvog. Heimsókn í Jólahúsið á Smiðjuveg- inum. Kaffiveitingar í Perlunni. Leið- sögumaður Helga Jörg- ensen. Allir velkomnir, takmarkaður sætafjöldi. Nýtt námskeið í leir- mótun hefst eftir ára- mót. Leiðbeinandi Haf- dís Benediktsdóttir. Kennt verður á fimmtu- dögum frá kl. 17–20. Ath. Takmarkaður fjöldi, skráning í s. 562 7077. Félag fráskilinna og einstæðra. Fundur í kvöld kl. 21 í Konna- koti, Hverfisgötu 105. Nýir félagar velkomnir. Munið gönguna mánu- og fimmtudaga. Sjálfsbjörg, félagsheim- ilið, Hátúni 12. Kl. 14 jólabingó. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Nánari uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reyk- ingum í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, fundur í Gerðubergi á þriðjud. kl. 17.30. GA-fundir spilafíkla, kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtudögum í fræðslu- deild SÁA, Síðumúla 3–5, og í Kirkju Óháða safnaðarins við Háteigs- veg á laugardögum kl. 10.30. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fundir mánudaga kl. 20 á Sólvallagötu 12, Reykjavík. Stuðst er við 12 spora kerfi AA- samtakanna. Húnvetningafélagið í Reykjavík og Húnakór- inn halda árlega jóla- skemmtun sína í Húna- búð, Skeifunni 11, sunnudaginn 16. desem- ber kl. 15.30. Húnakór- inn syngur, jólasveinn kemur í heimsókn. Góð- ar veitingar. Allir vel- komnir meðan húsrými endist. Kristniboðssambandið þiggur með þökkum alls konar notuð frímerki, innlend og útlend, ný og gömul, klippt af með spássíu í kring eða um- slagið í heilu lagi (best þannig). Útlend smá- mynt kemur einnig að notum. Móttaka í húsi KFUM&K, Holtavegi 28, Rvík, og hjá Jóni Oddgeiri Guðmunds- syni, Glerárgötu 1, Ak- ureyri. Minningarkort Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúkl- inga fást á eftirtöldum stöðum á Suðurlandi: Í Vestmannaeyjum: hjá Axel Ó. Láruss. skó- verslun, Vest- mannabraut 23, s. 481 1826. Á Hellu: Mos- felli, Þrúðvangi 6, s. 487 5828. Á Flúðum: hjá Sólveigu Ólafsdóttur, Versl. Grund, s. 486 6633. Á Selfossi: í versluninni Íris, Aust- urvegi 4, s. 482 1468, og á Sjúkrahúsi Suður- lands og heilsugæslu- stöð, Árvegi, s. 482 1300. Í Þorlákshöfn: hjá Huldu I. Guð- mundsdóttur, Odda- braut 20, s. 483 3633. Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúkl- inga fást á eftirtöldum stöðum á Reykjanesi. Í Grindavík: í Bókabúð Grindavíkur, Vík- urbraut 62, s. 426 8787. Í Garði: Íslandspósti, Garðabraut 69, s. 422 7000. Í Keflavík: í Bókabúð Keflavíkur, Pennanum, Sólvallagötu 2, s. 421 1102 og hjá Ís- landspósti, Hafnargötu 89, s. 421 5000. Í Vog- um: hjá Íslandspósti, b/t Ásu Árnadóttur, Tjarnargötu 26, s. 424 6500, í Hafnarfirði: í Bókabúð Böðvars, Reykjavíkurvegi 64, s. 565 1630, og hjá Penn- anum – Eymundsson, Strandgötu 31, s. 555 0045. Í dag er laugardagur 15. desem- ber, 349. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Drottinn, Guð hersveit- anna, snú oss til þín aftur, lát ásjónu þína lýsa, að vér megum frelsast. (Sálm. 80, 20.) 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 LÁRÉTT: 1 tilkynnir, 8 stafagerð, 9 duglegar, 10 fljót, 11 híma, 13 deila, 15 heil- næmt, 18 heilbrigð, 21 bókstafur, 22 setjum, 23 hringl, 24 andlátsstund. LÓÐRÉTT: 2 kæpur, 3 ferskara, 4 í vafa, 5 út, 6 kjáni, 7 mátt- ur, 12 skaut, 14 málmur, 15 gat, 16 óverulega, 17 þjálfa, 18 næstum allt, 19 klakinn, 20 hnöttur. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 doppa, 4 hófar, 7 gárum, 8 risum, 9 tám, 11 rósa, 13 bana, 14 notar, 15 munn, 17 álka, 20 snæ, 22 túnin, 23 ræðin, 24 rauða, 25 niður. Lóðrétt: 1 dugur, 2 parts, 3 aumt, 4 harm, 5 fossa, 6 rimma, 10 ástin, 12 ann, 13 brá, 15 matur, 16 nunnu, 18 liðið, 19 Agnar, 20 snúa, 21 ærin. K r o s s g á t a Víkverji skrifar... VINKONA Víkverja er allt annaðen hrifin af þeirri iðju símasölu- fólks að hringja ótt og títt á heimili landsmanna með alls kyns gylliboð og hefur velt því mikið fyrir sér að undanförnu hvort ágangur símasölu- fólks hér á landi sé ef til vill sérís- lenskt fyrirbrigði. Sú er tekin að þreytast allverulega á truflun á heimilisfriðnum af völdum sölufólks, sem hringir heim til hennar kvöld eftir kvöld og býður bækur á kosta- kjörum, ódýrar tryggingar, hentug- ar sparnaðarleiðir eða annað í þeim dúr. Komið hefur fyrir að hringt er tvisvar til þrisvar sama kvöldið og í nánast öllum tilfellum er beðið um hana, en ekki eiginmanninn. Gjarnan er hringt á kvöldmatartíma, en lang- oftast byrjar síminn ekki að hringja fyrr en kl. 21.30. Ekki veit vinkonan hvernig á því stendur að hún virðist útsett fyrir símhringingum þessum, en telur að líkast til hafi það með ald- ur hennar og kyn að ræða. x x x ÞESSI vinkona Víkverja var áðurbúsett erlendis í samtals tólf ár, í Svíþjóð, Þýskalandi og Lúxemborg. Á öllum stöðum var hún að sjálfsögðu löglega skráð inn í landið, með fasta atvinnu og með nafn sitt í símaskrá. Aldrei varð hún fyrir því að í hana væri hringt heim og henni boðinn varningur til sölu. Né heldur lentu aðrir í því sem hún umgekkst, hvorki innfæddir né aðfluttir. Víða erlendis þykir það nefnilega argasti dóna- skapur og varðar jafnvel við lög að hringja heim til fólks í söluerindum, að ekki sé nú talað um þegar komið er fram undir kvöld. x x x EKKI er ólíklegt að nú eigi ein-hverjir eftir að ráðleggja þess- ari ágætu konu og fleirum í hennar sporum að hringja einfaldlega í starfsfólk Hagstofunnar og biðja um að nafn fjölskyldunnar verði fjarlægt af íbúalista þeim sem gerður er sölu- fólki aðgengilegur. En þar með telur hún vandamálið alls ekki vera úr sög- unni. Þeir sölumenn sem jafnan hringi út eftir símaskrá muni halda áfram að ónáða hana á heimili henn- ar, væntanlega á öllum tímum dags. Fær hún þess vegna ekki betur séð en það sé aðeins eitt ráð sem dugar, þ.e. að fjölskyldan fái sér leyninúm- er! x x x VÍKVERJI hefur gaman af„fréttum“ úr framtíðinni sem jafnan birtast á vefritinu Pressunni. Þar var nýlega að finna klausu frá því 14. febrúar 2071 undir yfirskriftinni „Þorskur finnst á Íslandsmiðum“. Við skulum grípa aðeins niður í frásögnina, sem vonandi rætist aldr- ei: „Þeir ráku upp stór augu skipverj- arnir á togaranum Ólafi Ragnari þegar þorskur skaut upp kollinum úr loðnutorfu sem verið var að draga um borð, en þorskur hefur ekki fund- ist á miðunum í tæp sjötíu ár. Jósafat Ari Jónsson, útgerðarmaður skips- ins, segir að þegar hafi verið ákveðið að stoppa fiskinn upp og bjóða hann svo upp hjá Sothebýs. Hann segir þorskinn hafa verið hinn mesta happafeng en síðast þegar þorskur var boðinn upp hjá Sothebýs fór hann á 9,5 milljónir, enda hefur er- lendum auðkýfingum þótt þessi sk. geirfugl hafsins vera hið besta vegg- skraut síðan tegundin nánast gufaði upp í upphafi aldarinnar.“ Kjaramál 1913–2013? ÉG er að hugleiða gerð kjarasamninga varðandi kaffitíma á vinnustöðum í nútímasamfélagi. Árið 1913 voru gerðir kjarasamning- ar við verkamenn hjá Dags- brún. Þar var vinnudagur- inn í dagvinnu frá 6 til 18, eða 12 stunda vinna. Höfðu þeir kost á klukkustundar matartíma sem gerir 5 mín- útur á hvern klukkutíma. Síðan þá hafa tímar verið að breytast og fólk að berj- ast fyrir réttindum sínum. Kjarasamningar verða betri og hlúa meira að rétt- indum starfsfólks, svo sem vegna launa, veikinda, frí- tíma o.fl. Mér brá nú heldur í brún þegar ég rak augun í þessa kjarasamninga frá 1913 og fór að miða þá við sérkjarasamning VR og Bónuss. Þar er vinnudagur í dagvinnu áætlaður kl. 8– 20, eða 12 stunda vinna. Þó er hámark dagvinnustunda 8 stundir. Þessir samningar hljóða upp á 4,5 mínútur í kaffi á hvern klukkutíma eða 54 mínútur fyrir 12 stunda vinnu. Ég vil taka það fram að þetta er eini hvíldartíminn sem starfsmenn Bónuss hafa kost á þ.e.a.s. 35 mín- útur yfir 9 stunda færi- bandavinnu. Þurfum við að bíða til 2013 eftir betri samningum? Arna Bech. Um símreikninga ÉG hringdi nýlega í Sím- ann vegna 95 króna gjalds- ins og spurði hvort ég mætti borga símreikning- inn með kreditkorti svo ég losnaði við þetta sendingar- gjald. Var mér þá sagt að ég gæti ekki borgað þetta með kreditkorti – en af því ég væri eldri borgari gæti ég fengið gjaldið fellt niður og ætlaði stúlkan sem ég talaði við að sjá um það. Síðan er liðinn nokkur tími og enn fæ ég símreikning- inn með þessu gjaldi. Hvað þarf ég að gera til að losna við þetta gjald? Og af hverju er ekki hægt að láta draga símreikninginn af kreditkortinu eins og orku- reikninginn og Morgun- blaðið? Sagt er að ef reikningur- inn sé borgaður í tölvu falli þetta gjald niður en við sem eru orðin eldri borgarar eigum fæst eða notum tölvu. Kristín. Uppþvottalögur ER einhver sem getur gef- ið mér upplýsingar um hvar ég fæ uppþvottalög í uppþvottavélar? Finish- lögur fékkst áður en fæst ekki lengur í búðum. Duft- ið, sem selt er, er alltof sterkt til þess að nota á glös, diska o.fl. með gyll- ingu. Ef einhver hefur hug- mynd um hvar ég fæ þetta væri ég mjög ánægð með að fá tölvupóst; rbh@isl.is. Dýrahald Samúel er týndur GULUR og hvítur 8 mán. gamall högni týndist frá Grenigrund 2a, Kópavogi, 12. desember. Hans er sárt saknað. Þeir sem vita um ferðir hans vinsamlega hafi samband í síma 554 1842. Pjakkur er týndur PJAKKUR er stór og gæf- ur köttur, grábröndóttur í hvítum sokkum og var með endurskinsól með bjöllum, hjartanafnspjaldi og segul- lykli, hann er einnig eyrna- merktur. Hann hvarf frá Grettisgötunni og eru allar upplýsingar vel þegnar þar sem hans er sárt saknað. Uppl. í síma 551-1176. Kisu vantar heimili VEGNA ofnæmis á heimili okkar þurfum við að fá nýtt og gott heimili fyrir læðuna okkar. Hún er 4 ára, mjög róleg, einstaklega snoppu- fríð, ljúf og blíð. Ef þú/þið getið boðið henni hlýtt og gott heimili vinsamlegast hafið samband við Önnu Karenu í síma 557-9701 eða 694-8149. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is NÚ ER SÁ tími kominn, að okkar heittelskuðu jólasveinar fara að tínast til byggða, og var sá fyrsti sagður hafa komið aðfaranótt miðvikudags- ins 12. des. Þetta pirrar mig á hverju einasta ári, því í kvæðinu um jóla- sveinana (frá eða fyrir 1932) eftir Jóhannes úr Kötlum segir: „Þrettándi var Kerta- sníkir, – þá var tíðin köld, ef ekki kom hann síð- astur á aðfangadags- kvöld.“ Samkvæmt þessu ætti Stekkjarstaur hinn fyrsti að koma aðfaranótt 13. desember, svo Kerta- sníkir komi þá á réttum tíma á aðfaranótt jóla- dags. Ef einhver getur bent mér á heimildir þess efnis að þeir sveinar komi í raun 13 dögum fyrir jól, og Kertasníkir þá á að- fangadagsmorgun, væru þær vel þegnar. Annars óska ég þess að fólk hafi þetta í huga að ári liðnu. Með kveðju, Gréta Hauksdóttir. Jólasveinar til byggða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.