Morgunblaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 75
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2001 75
ANNA SUI
Draumórakenndur ilmur
SUI DREAMS ÚTSÖLUSTAÐIR: Clara, Kringlunni, Sigurboginn, Laugavegi,
Debenhams, Smáralind, Hagkaup, snyrtivörudeildir, Lyfja, Smáralind,
Laugarnes Apótek, Nana, Hólagarði, Hringbrautar Apótek, Hringbraut,
Borgar Apótek, Álftamýri, Gallery Förðun, Keflavík, Silfurtorg, Ísafirði,
Tara, Akureyri, Apótek Blönduóss, Apótek Sauðárkróks,
Apótek Vestmannaeyja, Hafnarapótek, Hornafirði, Húsavíkur Apótek.
MIKIÐ er um að vera í Smáralind
um helgina, í dag, laugardaginn 15.
desember, jólaball, Páll Óskar og
Monika, Svala Björgvinsdóttir
ásamt DJ Erb og Angel, Á móti sól,
Buttercup, Védís Hervör, Geir
Ólafsson, Rottweilerhundar, harm-
onikkuhljómsveit, Karlakór Kjalnes-
inga, Fatíma, jólasveinar bjóða börn-
um í hestvagnaferðir, sýndur dans
og jólasagan lesin. Sunnudaginn 16.
desember syngur Mosfellskórinn,
Fjórar klassískar, Katrín Sigurðar-
dóttir og Klossakórinn, Skólahljóm-
sveit Kópavogs leikur, jólaball, jóla-
sagan, Gulli Briem, Jón forseti og
hljómsveit Farmalls, jólasveinar,
strengjasveitir og flautuleikur, segir
í frétt frá Smáralind.
Smáralind
um helgina
BEDCO & Mathiesen styðja og
styrkja verndaða vinnustaðinn Ás-
garð þar sem mikið tjón vegna
bruna varð í byrjun desember sl. Í
stað þess að senda út hefðbundnar
jólakveðjur mun Bedco & Mathie-
sen láta andvirði þeirra renna til
Ásgarðs handverstæðis. Þór Ingi
Daníelsson hefur unnið þar upp-
byggingarstarf og vinna nú 18 fatl-
aðir starfsmenn í Ásgarði, segir í
fréttatilkynningu.
Óskar Albertsson, Þór Ingi og Sigurður Kristjánsson taka við styrknum
frá Árna Sv. Mathiesen og Jens G. Einarssyni.
Styrkja Ásgarð handverkstæði
FERÐAFÉLAG Íslands gengst
fyrir gönguferð á Kerhólakamb
á Esju sunnudaginn 16. desem-
ber. Þetta er árviss vetrarsól-
stöðuferð hjá félaginu. Lagt
verður upp frá Esjubergi og má
gera ráð fyrir að gangan taki um
fjórar klst. Fararstjóri er Sigrún
Huld Þorgrímsdóttir og fargjald
1.000/1.200 kr. Lagt verður af
stað frá BSÍ kl. 10.30 og komið
við í Mörkinni 6. Rétt er að búa
sig vel til göngunnar því að leiðin
liggur upp í rúmlega 860 metra
hæð. Minnum á áramótaferð í
Landmannalaugar sem hver fer
nú að verða síðastur að bóka sig
í.
Gengið á Ker-
hólakamb á Esju