Morgunblaðið - 15.12.2001, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 15.12.2001, Qupperneq 33
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2001 33 Sjónvarpsskápar Borðstofuborð Stólar Ný sending Glæsilegt úrval afsláttur O P I Ð t i l k l . 2 2 . 0 0i l l . . BÆJARLIND 6 200 KÓPAVOGI SÍMI 554 6300 netfang: mira@mira.is heimasíða: www.mira.is AUGLÝSIR Veislan í Míru heldur áfram Ný sending af speglum eva Vandaðar og glæsilegar jólagjafir fyrir konuna Gerard Darel dragtir - pils - blússur - kápur - kjólar Nicole Farhi peysur - treflar Joseph mokkakápur - peysur DKNY kjólar - dragtir - peysur - kápur ...við tökum vel á móti þér Laugavegi 91, 2. hæð, s. 562 0625 Opið í kvöld til kl. 22, sunnudag kl. 13-18, mánudag og til jóla til kl. 22. GERARD DAREL RÍKISSTJÓRN Indlands greindi frá því í gær að sannað væri að pak- istönsku hryðjuverkasamtökin, Laskhar-e-Tayyaba, hafi átt þátt í tilræðinu við indverska þingið í Nýju Delhi á fimmtudag þar sem tólf manns féllu. Er þessi yfirlýsing talin líkleg til að ýta undir kröfur stjórn- arflokksins BJP um að stjórnin beiti sér gegn meintum hryðjuverkabúð- um í hinum pakistanska hluta Kasm- írs, en stjórnir Pakistans og Ind- lands hafa lengi eldað saman grátt silfur vegna landsvæðisins. Að sögn Jaswant Singh, utanrík- isráðherra Indlands, hefur stjórnin lagt fram formlega kvörtun við her- stjórnina í Pakistan og segir hann Indverja hafa undir höndum „tækni- leg sönnunargögn“ sem sanni að árásin hafi verið verk Lashkar-e-Ta- yyaba, sem þegar hefur neitað allri aðild að tilræðinu. „Þetta eru tómar lygar. Indverjar stóðu sjálfir fyrir árásinni. Þetta er allt sett á svið til að auka óvild í garð íslamskra hópa í Kasmír og til að bendla Pakistan við málið,“ sagði Yahya Mujahid tals- maður samtakanna. Krefjast aðgerða gegn hryðjuverkasamtökunum Indverjar hafa þá krafist þess að pakistanskir ráðamenn stöðvi starf- semi hryðjuverkahópsins, sem og hópsins Jaish-e-Mohammed, sem sakaður er um að hafa staðið fyrir mannskæðri árás á héraðsþingið í Srinagar, höfuðstað Kasmírs, 1. október sl. Vill indverska stjórnin enn fremur að sú pakistanska hand- taki leiðtoga hryðjuverkasamtak- anna og frysti eignir þeirra. „Ég vil leggja áherslu á að þessar kröfur eru í samræmi við þær alþjóð- legu skyldur sem settar hafa verið fram í baráttunni gegn hryðjuverk- um,“ sagði Singh í viðali við frétta- stofu AP. „Stjórn Pakistans ítrekar að hún sé jafnmótfallin hryðjuverk- um og alþjóðasamfélagið og að hún hvetji ekki til slíkra verka.Við gerum ráð fyrir að stjórnin muni standa við orð sín.“ Rashid Qureshi talsmaður her- stjórnarinnar í Pakistan, sem for- dæmt hefur tilræðið í fyrradag, segir Indverja gjalda það dýru verði standi þeir fyrir einhverjum „óhöpp- um“ í kjölfar tilræðisins. „Indverjar virðast gera sitt besta til að auka á spennuna með því að skella skuldinni á Pakistan,“ hafði AFP-fréttastofan eftir Qureshi. Singh hefur neitað að gefa upp hver hin „tæknilegu sönnunargögn“ séu, og segir málið enn á of við- kvæmu stigi. Indverjar hafi hins vegar rætt við stjórn Bandaríkjanna og annarra ríkja um það hvernig best sé að leggja sönnunargögnin fram. Lengi hefur verið stirt milli ind- verskra og pakistanskra stjórnvalda og indverska stjórnin hefur lengi vel sakað þá pakistönsku um að styðja íslamska herflokka í Kasmír. Hafa þjóðirnar í tvígang átt í stríði vegna yfirráða yfir landsvæðinu sem báðar gera tilkall til. Indverska stjórnin hefur sýnt ný- fengnu hlutverki herstjórnarinnar í baráttu Bandaríkjamana gegn hryðjuverkum nokkra tortryggni og þykir ljóst að tilræðið á fimmtudag auki enn frekar á stirfni í sambúð ríkjanna. Pakistönsk hryðjuverka- samtök bendluð við tilræðið Nýju Delhi. AP, AFP. AP LK Advani, indverski innanrík- isráðherrann, leggur krans á kistu eins öryggisvarðanna sem létust í tilræðinu á fimmtudag. TOYOTA Camry og Honda Accord voru enn vinsælustu bílarnir meðal bílaþjófa í Bandaríkjunum á síðasta ári, þegar bílaþjófnuðum fjölgaði þar í landi í fyrsta sinn í ára- tug, að því er bandarísk trygg- ingaeftirlitsstofnun greindi frá. Á listanum yfir þá bíla sem mest er stolið eru bæði fólks- bílar og jeppar. Sex af tíu efstu eru bandarískir bílar, þótt Camry og Accord tróni þar efst. Næstir koma Oldsmobile Cutlass, Honda Civic, Jeep Cherokee og Grand Cherokee, Chevrolet C/K pallbíll, Toyota Corolla, Chevrolet Caprice, Ford Taurus og Ford F150 pallbíll. Fulltrúi eftirlitsstofnunar- innar sagði þjófana yfirleitt beina sjónum sínum að þessum bílum vegna þess að þeir gæfu mest af sér þegar þeir væru teknir í sundur og seldir í vara- hluti. Vafasam- ar vin- sældir Detroit. AP. ÞRÍR af sex hjartaþegum sem hlutu AbioCor-gervihjarta eru nú látnir. Maðurinn sem síðast lést var á áttræðisaldri, sá fjórði í röð- inni sem lét græða í sig AbioCor- gervihjartað, en hjartapumpan, sem er unnin úr títaníum og plasti, er sjálfvirk. Að sögn lækna á UCLA-sjúkrahúsinu í Los Angeles starfaði gervihjartað sem skyldi, en maðurinn lést vegna margvís- legra líffærabilana. „Sjúklingurinn og fjölskylda hans sýndu mikið hugrekki,“ sagði Hillel Laks, yf- irmaður læknahópsins sem fram- kvæmdi aðgerðina. „Það hryggir okkur að við gátum ekki lengt líf hans frekar.“ Fyrsti AbioCor-gervihjartaþeg- inn, Robert Tools, lést 30. nóvem- ber sl., einum fimm mánuðum eftir að hann gekkst undir aðgerð. Þriðji gervi- hjartaþeg- inn látinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.