Morgunblaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 72
KIRKJUSTARF 72 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Stóll áður kr: 58.900 - kynningarverð kr: 48.900.- Skammel áður kr: 24.900.- kynningarverð kr: 15.900.- MARKAÐUR Í KRINGLUNNI - Sími: 533 4025 (við hliðina á Konfektbúðinni) Stólarnir fást hjá F y r s t i r koma f y r s t i r f á ! w w w . t k . i s TA K M A R K A Ð M AG N ! Það heitasta í dag! FAXAFENI S: 568 4020 ÁRLEGT aðventukvöld Fríkirkj- unnar verður haldið næstkomandi sunnudagskvöld, 16. desember, klukkan 20.30. Sunnudagurinn 16. desember er þriðji sunnudagur í að- ventu en aðventan er helgur und- irbúningstími jólanna. Á aðventu reyna fjölskyldur að eiga sem flest- ar samverustundir og undirbúa komu hátíðarinnar í anda og verki. Það er góður siður að fjölskyldan öll yngri sem eldri komi saman á að- ventukvöld kirkjunnar og er jafnan þétt setinn bekkurinn. Að þessu sinni mun kór Fríkirkjunnar vera með fjölbreytta tónlistardagskrá þar sem meðal annars er að finna hefðbundinn kórsöng, einsöng, tví- söng og tríó. Að sjálfsögðu verða sungnir léttir jólasöngvar í bland við hefðbundna sálma. Sérstakur ræðu- maður kvöldsins er Guðfinna Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík. Allir hjartanlega vel- komnir á fallega og hugljúfa kvöld- stund í kirkjuna í hjarta borg- arinnar. Að morgni sama dags verður barna- og fjölskyldusamvera er í Fríkirkjunni klukkan 11:00. Í kjölfar hennar verður haldið jólaball í safn- aðarheimili kirkjunnar. Sungið og dansað í kringum jólatréð. Jóla- sveinn kemur í heimsókn. Allir hjartanlega velkomnir. Safnaðarstarf Fríkirkjunnar í Reykjavík Kirkja heyrnarlausra 20 ára KIRKJA heyrnarlausra á 20 ára af- mæli um þessar mundir. Í tilefni af afmælinu verður hátíðarguðþjón- usta sunnudaginn 16. des kl 14 í Grensáskirkju. Biskup Íslands Karl Sigurbjörnsson predikar, táknmáls- kórinn syngur undir stjórn Eyrúnar Ólafsdóttur og nemendur Vest- urhlíðarskóla sýna listir sínar ásamt Asako Ichihashi. Lesari er Hervör Guðjónsdóttir. Organisti er Árni Ar- inbjarnarson. Raddtúlkur er Mar- grét Baldursdóttir. Sr. Miyako Þórð- arson þjónar fyrir altari. Árið 1974 hélt finnski prestur heyrnarlausra sr. Eino Savissari fyrstu guðþjón- ustuna á táknmáli fyrir heyrn- arlausa, en hann kom til Íslands í boði Foreldra- og styrktarfélags heyrnardaufra. Árið 1979–1981 tók Kristín Sverrisdóttir, kennari í Heyrnleysingjaskólanum, eins og skólinn hét þá að sér kirkjulegt starf fyrir heyrnarlausa að beiðni Sig- urbjörns Einarssonar, biskups. 13. desember 1981 vígði Pétur Sig- urgeirsson biskup Miyako Þórð- arson, prest heyrnarlausra. Kirkjunefnd Kirkju heyrn- arlausra. Aðventuhátíð í Dómkirkjunni AÐVENTUHÁTÍÐ barnanna verð- ur haldin 16.12. (þriðja sunnudag í aðventu) í Dómkirkjunni kl. 13:00. Hátíðin er hátíð barnanna og fjöl- skyldunnar og allra sem vilja varð- veita bernskuna í sér. Dagskráin verður fjölbreytt. Barnakór Dóm- kirkjunnar syngur undir stjórn Kristínar Valsdóttur. Hópur úr barnastarfi sýnir helgileik. Þá verð- ur leikið á hin ýmsu hljóðfæri. Mar- teinn H. Friðriksson mun leika á orgel. Básúna mun óma við upphaf og endi stundarinnar. Leikið verður á hörpu og einnig á slaghörpu, fiðlu og selló. Sigríður Dúna Kristmunds- dóttir les jólaguðspjallið. Stundina annast Þorvaldur Víðisson og sr. Hjálmar Jónsson. Hátíðleikinn og andi jólanna verða í fyrirrúmi. Boð- ið verður upp á léttar veitingar á kirkjulofti eftir stundina. Dómkirkjan. Æðruleysismessa í Dómkirkjunni ÆÐRULEYSISMESSA í nánd jóla, tileinkuð fólki sem leitar bata eftir tólfsporaleiðinni verður sunnudag- inn 16. desember kl. 20:30. Einhver mun segja af reynslu sinni úr barátt- unni. Anna Pálína Árnadóttir, syng- ur jólasöngva, Birgir og Hörður Bragasynir, sjá að öðru leyti um tón- list. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar, sr. Jakob Hjálmarsson leiðir og sr. Anna Sigríður Pálsdóttir leiðir fyr- irbæn. Aðventusöngvar við kertaljós AÐVENTUSÖNGVAR verða í Há- teigskirkju sunnudaginn 16. desem- ber kl. 20. Flytjendur tónlistar eru Ingveldur Ýr Jónsdóttir, sópran, Einar St. Jónsson trompetleikari, Kór Háteigskirkju og dr. Douglas A. Brotchie, organisti og kórstjóri. Steinunn Jóhannesdóttir, rithöf- undur, les úr nýútkominni bók sinni, Reisubók Guðríðar Símonardóttur. Mörgum þykir ljúft að koma í há- teigskirkju á aðventusöngvana, há- tíðleiki og fegurð hafa einkennt þessar stundir, sem eru eins og kær- komið hlé í miklu annríki aðvent- unnar og endurskin þess ljóss, sem kemur. Allir velkomnir. Jólavaka við kertaljós í Hafnarfjarðarkirkju HIN árlega Jólavaka við kertaljós verður haldin í Hafnarfjarðarkirkju sunnudagskvöldið 16. desember nk., 3. sd. í aðventu . Hefst hún kl. 20.30. og verður mjög til hennar vandað . Kór Hafnarfjarðarkirkju flytur und- ir stjórn Natalíu Chow nýtt tónverk eftir Julian M. Hewlett í sex köflum við jólasálminn „Sjá himins opnast hlið“ eftir Björn Halldórsson ásamt fimm manna hljómsveit. Ásdís Run- ólfsdóttir leikur á víolu, Guðrún Birgisdóttir á þverflautu, Peter Tomkins á óbó. Lovísa Fjeldsteð á selló og Julian M. Hewlett á píanó. Ræðumaður vökunnar verður Einar Karl Haraldsson, fyrrum ritstjóri og stjórnarformaður Hjálparstarfs kirkjunnar. Barnakór Hafnarfjarð- arkirkju syngur undir stjórn Helgu Loftsdóttur. Kristján Helgason og Natlía Chow syngja tvísöng og kór- inn syngur aðventu- og jólalög. Við lok vökunnar verður kveikt af alt- arisljósum á kertum sem allir þátt- takendur fá í hendur er gefur til kynna að ljómi komandi hátíðar sé til þeirra kominn. Eftir vökuna er boðið til samkvæmis í Hásölum Strandbergs. Sóknarnefnd, starfsfólk og prest- ar Hafnarfjarðarkirkju. Aðventustund fjölskyldunnar AÐVENTUSTUND verður í Hall- grímskirkju í dag, laugardag, kl. 14.30. Þar verða sungin jólalög, kveikt á kertum og sr. Jón Dalbú Hróbjarts- son flytur stutta hugvekju. Barna- og Unglingakór kirkjunnar mun flytja jólalög undir stjórn Magneu Gunnarsdóttur og Láru Bryndísar Eggertsdóttur. Samveran, sem tek- ur um 30 mínútur, er kjörinn vett- vangur fyrir alla fjölskylduna til að koma saman og upplifa kyrrð jólanna. Börn og unglingar sem tek- ið hafa þátt í vetrarstarfi kirkjunnar eru sérstaklega hvött til þátttöku en allir eru velkomnir. Aðgangur ókeypis. Aðventustund barna- starfs í Mosfellsbæ GUÐSÞJÓNUSTA verður fyrir alla fjölskylduna í Lágafellskirkju á sunnudag kl. 11. Börn úr sunnudagaskólanum spila með Hristuhljómsveitinni. Kirkjukrakkar tákna sálminn Heims um ból. Yngri deild Skólakórs Mos- fellsbæjar undir stjórn Ómars Ósk- arssonar syngur. Leikhópur Vina- leiðar Sannir vinir í Lágafellsskóla sýnir helgileik. Jónas Þórir leikur undir. Öll börn fá fallega jólagjöf og límmiða dagsins. Heyrst hefur að karl með rauða húfu verði á vappi fyrir utan kirkju með eitthvað gott í poka. Allir velkomnir í kirkjuna. Aðventusamvera í Landakirkju AÐVENTUSAMVERA verður í Landakirkju þriðja sunnudag í að- ventu. Kór Landakirkju syngur und- ir stjórn Guðmundar H. Guðjóns- sonar, organista, og Anna Cwalinska syngur einsöng. Litlir lærisveinar syngja í Lúsíugöngu í upphafi samverunnar, undir stjórn Guðrúnar Helgu Bjarnadóttur og Michelle R. Gaskell. Kveikt verður á hirðakertinu á aðventukransinum. Nemendur úr Tónlistarskólanum leika á hljóðfæri og ungabarn verð- ur borið upp til skírnar í samver- unni, sem hefst kl. 16 16. desember. Sr. Kristján Björnsson, sókn- arprestur, flytur stutta hugvekju um komu jólanna. Í lok samver- unnar verður kertaljósastund og all- ir syngja saman jólasálminn góða, Heims um ból. Aðgangseyrir er eng- inn en minnt er á hjálparstarf kirkj- unnar. Vegna aðventusamverunnar er ekki guðsþjónusta á hefð- bundnum tíma eftir hádegi. Barna- guðsþjónustan er hins vegar á sínum tíma kl. 11 fyrir hádegi. Viðfangs- Morgunblaðið/Ómar Aðventukvöld Fríkirkjunnar í Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.