Morgunblaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 50
MINNINGAR 50 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Á fimmtudag þyngdi hæstiréttur dóm héraðsdóms Reykja- víkur yfir manni, sem gerst hafði sek- ur um hrottafengna líkamsárás og nauðgun á ungri stúlku. Málið hefur fengið töluverða umfjöllun í fjölmiðlum, sem og manna á með- al, enda verður glæpurinn að telj- ast óvenju grimmilegur, svo mjög að atvikslýsingar í dómnum eru vart hafandi eftir. Víst má heita að fórnarlambið muni aldrei bíða þess bætur. En skelfileiki brotsins var ekki það eina sem fólki ofbauð. Þegar héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp úrskurð sinn síðastliðið sum- ar var réttlæt- iskennd margra mis- boðið: hinn seki hlaut að- eins þriggja ára fangels- isdóm. Nú hefur hæstiréttur þyngt dóminn í fjögur og hálft ár, sem er vel, en mig grunar þó að margir telji enn að réttlætinu hafi ekki verið full- nægt. Það er að minnsta kosti erf- itt að verjast þeirri hugsun að refsingin sé væg, borið saman við dóma í efnahagsbrota- og fíkni- efnamálum. Eru misþyrmingar á borð við nauðgun og hrottafengna líkams- árás ekki það sem maður myndi síst vilja ganga í gegnum? Er ekki óumræðilega miklu skárra, þótt slæmt sé, að verða fyrir innbroti, þjófnaði, eignaspjöllum eða fjár- svikum? Fyrir efnislegt tjón er þó unnt að fá bætur sem samsvara nokkurn veginn skaðanum. Með ofbeldis- og kynferðisbrotum er hins vegar unnið tjón á sál og lík- ama sem sannarlega verður aldrei bætt að fullu. Hví endurspeglast þetta ekki í dómum yfir brota- mönnum? Umræða um væga dóma í kyn- ferðisbrotamálum er að vísu eng- an veginn ný af nálinni og búast má við að þeir verði deiluefni um langa hríð enn. En nú ber svo við að nærtækt – og raunar óhjá- kvæmilegt – er að gera sam- anburð við dóm sem héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp í síðustu viku. Í því tilviki var maður dæmdur til ellefu ára fangelsisvistar – já, hann fær að dúsa inni í ellefu ár – fyrir að smygla til landsins nokkru magni af fíkniefnum. Þessi maður hefur þó ekki gert annað af sér en að flytja efnin inn; hann neyddi engan til að neyta þeirra. Í raun má því segja að maðurinn hafi framið glæp án fórnarlambs. Með þessum orðum er ég alls ekki að gera lítið úr þeim hörm- ungum sem fíkniefnaneysla getur leitt til, né lítilsvirða þjáningar þeirra sem eiga ástvini er orðið hafa fíkninni að bráð. En við verð- um jú að gera ráð fyrir því að fólk hafi frjálsan vilja, að ein- staklingar beri ábyrgð á eigin gjörðum – einnig fíkniefnaneyt- endur. Sá sem flytur fíkniefni inn til landsins er að sönnu brotlegur við lög, en brot hans felst þó ein- ungis í því að útvega vöru sem spurn er eftir (hvort sem okkur líkar betur eða verr). Hvers konar réttlæti er það að maður, sem framið hefur hrylli- legan glæp er skilur eftir djúp sár á líkama og sál annarrar mann- eskju, sleppur með fjögurra og hálfs árs fangelsi (og verður vís- ast látinn laus nokkru fyrr), á meðan fíkniefnainnflytjandinn, sem hefur ekki beinlínis unnið neinum mein, hlýtur ellefu ára fangelsisdóm? Nú árétta ég að fíkniefnainn- flytjandinn framdi vissulega glæp og er sennilega enginn engill. En segir réttlætiskennd okkar ekki að hið hræðilega ofbeldisbrot gegn stúlkunni sé ennþá alvar- legra? Hvernig má þá vera að refsingin við því sé svona miklu vægari? Þetta er undarlegt rétt- læti. Ekki nema von að fólk spyrji sig hvernig á þessu getur staðið. Að minnsta kosti er ekki við löggjafann að sakast, því refsi- ramminn í kynferðisbrotamálum er rúmur, eins árs fangelsi hið minnsta og sextán ára fangels- isdómur hið mesta. En hvers vegna hafa dómstólarnir ekki nýtt þetta svigrúm? Vægar refsingar í nauðg- unarmálum hafa í gegnum tíðina gjarnan verið réttlættar með rétt- aröryggissjónarmiðum. Unnt er að fallast á þau rök að borg- ararnir eigi að fá svipaða refsingu fyrir svipuð brot: það er vissulega ósanngjarnt að Jón, sem var sak- felldur fyrir nauðgun í gær, hafi einungis fengið eins og hálfs árs fangelsi, en nafni hans, sem gerist sekur um sama brot í dag, þurfi að afplána sjö ára dóm. Ef við- urlög við ákveðnum brotum þykja of væg verður þannig að herða þau smátt og smátt, ella er réttur sakborninga fyrir borð borinn. Gott og vel. En aftur er óhjákvæmilegt að gera samanburð við dómafram- kvæmd í fíkniefnamálum, þar sem önnur lögmál virðast af ein- hverjum ástæðum gilda. Fyrir nokkrum árum vöknuðu stjórnmálamenn og almenningur upp við vondan draum: nýtt fíkni- efni var komið á markaðinn og náði fljótt þónokkurri útbreiðslu. Hálfgerð múgæsing greip um sig og skyndilega fóru allir að sjá djöfulinn sjálfan í e-töflum. Þá var ekki að sökum að spyrja, dómar fyrir innflutning fíkniefna snarhækkuðu og nú má ekki bet- ur sjá en að næst því að drepa mann sé alvarlegasti glæpur sem hægt er að hugsa sér að flytja inn nokkrar litlar pillur með myndum á. Jafnvel þótt innflytjandinn beiti engan beinni nauðung né ofbeldi. Í þessum málum er sem sagt ekki þörf á sömu varfærninni og í kynferðisbrotamálum, eða hvað? Ef út í það er farið er raunar full ástæða til að endurskoða al- farið stefnu stjórnvalda í fíkni- efnamálum. Það er óneitanlega hræsnisfullt að ríkið, sem hefur einkaleyfi á sölu útbreiddasta vímuefnisins er jafnframt veldur flestum skaða, meini dauðvona sjúklingum að nota kannabisefni til að lina þjáningar sínar, svo dæmi sé nefnt. En það er efni í annan pistil. Undarlegt réttlæti En segir réttlætiskennd okkar ekki að hið hræðilega ofbeldisbrot gegn stúlk- unni sé ennþá alvarlegra? Hvernig má þá vera að refsingin við því sé svona miklu vægari? VIÐHORF Eftir Aðalheiði Ingu Þorsteins- dóttur aith@mbl.is ✝ Svava Steinsdóttir fæddist áHrauni á Skaga 17. nóvember 1919. Hún lést á Heilbrigðisstofn- uninni á Blönduósi 8. desember síð- astliðinn. Hún var dóttir hjónanna Steins Leó Sveinssonar hrepp- stjóra og bónda á Hrauni, f. 17. jan- úar 1886, d. 27. nóvember 1957, og Guðrúnar Sigríðar Kristmunds- dóttur húsfreyju, f. 12. október 1892, d. 24. október 1978. Systkini Svövu eru Gunnsteinn Sigurður, f. 10. janúar 1915, d. 19. desember 2000, Guðrún, f. 4. september 1916, d. 7. mars 1999, Rögnvaldur, f. 3. október 1918, Guðbjörg Jónína, f. 30. janúar 1921, Tryggvina Ingi- björg, f. 7. apríl 1922, Kristmund- ur, f. 5. janúar 1924, Svanfríður, f. 18. október 1926, Sveinn, f. 8. sept- ember 1929, Ásta, f. 27. nóvember 1930, Hafsteinn, f. 7. maí 1933, og Hrefna, f. 11. maí 1935, d. 19. ágúst 1935. Sambýlismaður Svövu frá 1949 var Lárus Björnsson, oddviti og bóndi í Neðra-Nesi á Skaga, f. 3. nóvember 1918, d. 28. apríl 1995. Dóttir þeirra er Sigrún Kristín, f. 25. febrúar 1951, gift Sigurði Skag- fjörð Bjarnasyni, f. 6. september 1947. Dætur þeirra eru Svava Guð- rún, f. 30. maí 1972, í sambúð með Halldóri Björnssyni, f. 9. maí 1974, og Inga Lára, f. 28. nóvember 1973, gift Stefáni Ómari Stefánssyni, f. 27. október 1973, þeirra barn er Sigurður Lárus, f. 10. júní 1998. Svava stundaði nám við Kvenna- skólann á Blönduósi veturinn 1936- 37 og fór síðar til Reykjavíkur þar sem hún vann einkum ýmis umönn- unarstörf, m.a. á St.Jósefsspítalan- um og barnaheimilinu Silungapolli. Árið 1949 hófu Svava og Lárus bú- skap á Mallandi á Skaga, fluttu þaðan í Efra-Nes 1955 og 1967 í Neðra-Nes, þar sem þau dvöldu uns þau brugðu búi 1994 og fluttu á dvalarheimilið Sæborg á Skaga- strönd. Útför Svövu fer fram frá Hóla- neskirkju á Skagaströnd í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Það var á laugardagsmorguninn var sem pabbi hringdi og sagði: „Hún Svava systir dó í morgun.“ Þessi tilkynning var kannski eitt- hvað sem búast mátti við þegar um fullorðna konu var að ræða, þrotna að kröftum, sem legið hafði með há- an sótthita í marga daga. En dauðs- föll koma samt alltaf óvænt og þeim er ekki hægt að venjast. Svava í Nesi eins og hún var köll- uð í daglegu tali fæddist á Hrauni á Skaga 17. nóvember 1919 og var því nýlega orðin 82 ára. Þar ólst hún upp í stórum systkinahópi, en ellefu af tólf komust á legg. Nú eru komin skörð í þann dugmikla og samstillta hóp, með fráfalli elstu systkinanna Guðrúnar og Gunnsteins, sem létust í fyrra og hitteðfyrra, og nú Svövu. Eftir hefðbundið uppeldi þess tíma, þar sem nóg var af störfum fyrir vinnufúsar hendur á stóru og umsvifamiklu heimili, hélt Svava ásamt Guðrúnu systur sinni í kvennaskólann á Blönduósi haustið 1938 þar sem þær dvöldu um vet- urinn. Á næstu árum vann hún á Reykjum í Hrútafirði og sjúkrahúsi í Reykjavík en yfirleitt var hún heima á Hrauni á sumrin. Það var svo árið 1949 sem hún réðst sem ráðskona að Mallandi á Skaga til Lárusar Björnssonar sem varð hennar sambýlismaður allt þar til hann lést vorið 1995. Þau fóru frá Mallandi að Efra-Nesi 1955 og voru þá búin að eignast einkadótturina Sigrúnu. 1967 voru þau Lárus enn á faraldsfæti og fluttu sig um set að Neðra-Nesi þar sem þau bjuggu allt til haustsins 1994 er þau brugðu búi og fluttu til Skagastrandar í skjól þeirra Sigrúnar og Sigurðar eigin- manns hennar. Svava var ekki kröfuhörð kona á lífsgæði eða veraldlega hluti. Snemma markaði hún sér braut við búskapinn og helgaði sig honum, enda afar glögg á skepnur og natin. Dugnaðurinn og eljusemin var óbil- andi því aðstæður voru frumstæðar og handaflið og handverkfæri það sem treyst var á við flest störf, en í þau gekk hún óvægin við sjálfa sig og gilti þá einu hvort hún reif girð- ingarstaura, stakk út eða stóð í teignum við slátt. Nútíminn fór þar að nokkru leyti hjá garði í Nesi, húsakynnin voru köld og án þeirra þæginda að mestu leyti sem kröfur eru gerðar um. Og þrátt fyrir að rafmagnið kæmi í Neðranes 1975 og leysti af hólmi olíulampana og kert- in gekk rafmagnseldavélinni illa að komast í uppáhald hjá Svövu, sem tók spýtnakyntu eldavélina framyfir lengi vel. Þrátt fyrir að hún gæfi sér ekki oft tíma fyrir eigin hugðarefni var hún bókhneigð og víðlesin. Það var þó tónlistin sem átti hug hennar allan og söng hún í Ketukirkju í áratugi, fallega og bjarta sópran- rödd. Þessum hæfileikum skilaði hún ríkulega til Sigrúnar og dætra hennar, Svövu Guðrúnar og Ingu Láru, sem ásamt pabba sínum hafa sungið við margvísleg tækifæri og stundum kallað sig Breiðablikskv- artettinn eftir heimili þeirra á Skagaströnd. Við fáein tækifæri söng Svava með þessari músíkölsku fjölskyldu og er ugglaust leitun að þremur ættliðum sem stigið hafa á svið með þeim hætti sem þau gerðu. Eins lengi og við bræðurnir á Hrauni munum voru Svava og Lár- us okkar næstu nágrannar og því órjúfanlegur hluti af því samfélagi sem við ólumst upp í. Samgangur var mikill á milli bæjanna og eins fljótt og gagn var talið að vorum við fengnir til að aðstoða við ýmiskonar störf í Nesi, s.s. heyskap, rúning, smalamennsku og fleira, því á þeim tíma voru til störf í sveitunum sem börn og unglingar gátu tekið þátt í og lagt sitt af mörkum þótt kraftar væru ekki miklir. Alltaf var nokkur eftirvænting fólgin í því að vera sendur inn í Nes því þar voru oft- lega einhver sumardvalarbörn, stundum frændfólk okkar sem gam- an var að hitta. En það sem ein- kenndi Svövu frænku öðru fremur var þessi mikla hlýja og þakklæti sem hún auðsýndi fyrir hvaða smá- viðvik sem gert var henni til að- stoðar og í endurminningunni var komið fram við mann eins og full- orðinn og gjarnan spurður álits eða hafður með í ráðum, sem þótti ekki lítið uppörvandi fyrir strákpeyja. Og þótt þakklætið væri mikið og innilegt fannst Svövu það létt í vasa til handa þeim sem aðstoðuðu þau, svo margar lambgimbrar skiptu um eigendur í gegnum tíðina sem upp- bót. Konfektkassi og bók í jóla- bögglinum frá Nesi var líka jafn öruggt og að jólin sjálf kæmu. Svava ólst upp og bjó við aðstæður sem sífellt færri núlifandi geta gert sér raunverulega grein fyrir. Senni- lega lýsa þessar ljóðlínur Davíðs Stefánssonar lífshlaupi hennar bet- ur en mörg orð. Hún fer að engu óð er öllum mönnum góð og vinnur verk sín hljóð. Sumir skrifa í öskuna öll sín bestu ljóð. Þegar Svava og Lárus brugðu búi voru þau bæði þrotin að líkamlegum kröftum eftir áratuga basl. En hug- urinn var í lagi og allt fram á síð- asta dag fylgdist Svava með fólkinu sínu í gegnum Sigrúnu. Dóttur- dætrunum sem hún var svo stolt af og svo barnabarnabarninu honum Sigga Lalla. Hún vissi allt um gömlu sveitungana, aflabrögð á Skaga og annað það sem hugur sveitakonunnar eljusömu hneigðist til. Nú er hún horfin af sjónarsviðinu, búin að hitta Lárus aftur og örugg- SVAVA STEINSDÓTTIR Ég var um það bil sautján ára þegar ég fyrst leit hinn fagra Vatnsdal. Fyrir tugum ára fór ég ríðandi að haustlagi, mig minnir að komið væri fram í nóvember. Í kolamyrkri fetaði hesturinn götuna austur að Vatnsdalshólum, en þar vissi ég að einhvers staðar væri að finna veg sem lægi til hægri, og trúði ég, að það væri hinn rétti Vatnsdalsvegur. Það var líka rétt. Ég kallaði til manns sem baukaði við hliðgrind á leiðinni hvort ég væri ekki á réttri leið að Hvammi. Sagði hann svo vera, en hann væri þó hinum megin árinnar, tveim bæjarleiðum framar. Einhvern veg- INGIBJÖRG BJARNADÓTTIR ✝ IngibjörgBjarnadóttir fæddist á Breiðaból- stað í Vatnsdal 8. júní 1923. Hún and- aðist á Heilbrigðis- stofnun Blönduóss 19. nóvember síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Blönduóskirkju 1. desember. inn slampaðist ég á að finna árvaðið og þegar yfir kom var ég kom- inn á mesta höfuðból sem verið hefur í Vatnsdalnum, Hvamm. Þetta var haustið 1931. Vatnsdalsá hefur síðan borið mikið vatn til sjávar. Þá var tvíbýli í Hvammi, bæði stórbú og reyndar var til þriðja býlið, það var lítið og áttu það eldri hjón. Stórt steinhús var í Hvammi; jarð- hæð, þá hæð og ris með stórum kvisti og steyptum stöfnum. Í norð- urenda rissins bjuggu þau Stein- grímur Ingvarsson og Theódóra Hallgrímsdóttir ásamt þremur son- um sínum og stúlkubarni sem fæddist síðar. Í suðurendanum bjuggu hjónin Bjarni Jónasson og Jenný Jónsdóttir. Þeirra börn voru líka þrjú og Ingibjörg var þeirra elst. Á þessum árum bjó fjölmargt fólk fleira að Hvammi, m.a. eldri hjón í kvistinum, en auk þess vinnuhjú og fleiri. Létu allir sér vel líka, 18–20 manns að mér telst til, og þótti ekki þröngt. Gömlu hjónin í kvistinum eru mér minnisstæð. Ingibjörg Krist- mundsdóttir og Jón Baldvinsson. Margt kvöldið að vetrum fórum við Steingrímur upp til gömlu hjónanna að spjalla og er mér Ingi- björg sérstaklega minnisstæð sök- um þess hversu eðlisvitur hún var, sagði vel frá, var minnug og fróð um flesta hluti. Það var stór hluti af lífinu að heyra þessa gömlu konu segja frá fólki og ýmsum viðburð- um sem gerðust á löngu liðinni tíð. Þessir sérstöku vitsmunir virðast hafa erfst vel, því þessi gamla kona, hún Ingibjörg Kristmunds- dóttir, er langamma Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, borgarstjóra í Reykjavík. Í hópi þessa ágæta fólks ólst upp hún Ingibjörn Bjarnadóttir. Hún gekk alla tíð undir gælunafninu Lillý og læt ég því hana hafa það nafn í þessu greinarkorni. Lillý var falleg frá unga aldri, pínulítið þybbin, en það fór henni afar vel. Hún var brosmild og hafði afar gott skap og sómdi sér afar vel hvar sem hún fór. Hún var músíkölsk og lengi í kór Undirfells- kirkju, en síðar einnig Blönduós- skirkju eftir að hún fluttist búferl- um þangað. Alltaf var hún líka vel til fara, „fín“ eins og sagt er. Sumir töldu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.