Morgunblaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 56
MINNINGAR 56 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigurbjörg Mar-teinsdóttir fædd- ist á Sjónarhóli í Norðfirði 22. apríl 1924 og ólst þar upp. Hún lést 9. desember síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Mart- einn Magnússon, f. 19. apríl 1887 á Sand- víkurseli í Sandvík, d. 17. desember 1964, og kona hans María Steindórsdóttir, f. 20. mars 1898 í Suður- bæjum í Norðfirði, d. 29. desember 1959. Systkini Sigurbjargar: Guðlaug, f. 4.9. 1917, gift Óla S. Jónssyni; Guðný, f. 22.12. 1918, d. 2.11. 1921; Jóna, f. 1.6. 1920, d. 7.1. 1921; Magnús, f. 21.7. 1921, d. 23.12. 1997, var kvæntur Sólveigu Óskarsdóttur, Guðjón, f. 21.8. 1922, d. 12.10. 1989, var kvæntur Guðrúnu S. Guðmundsdóttur; Kristín Steinunn, f. 11.3. 1926, var gift Jóhanni K. Sigurðssyni, hann er látinn; Halldóra Stefanía, f. 27.4. 1927, d. 27.5. 1994, var gift Guðgeiri Jónssyni; Unnur, f. 9.11. 1928, var gift Haraldi Berg- vinssyni, hann er látinn; Jóna Sig- ríður, f. 6.11. 1931, giftist Sverri Gunnarssyni, þau skildu, giftist Friðjóni Ástráðssyni, hann er lát- inn; Guðný Jenný, f. 24.1. 1934, d. 1.2. 1993; Erna Aðalheiður, f. 27.4. 1936, var gift Þor- steini Kristinssyni, þau skildu; Stefán Skaftfell, f. 11.7. 1940, d. 2.6. 1970, var kvæntur Krist- ínu Kristinsdóttur. Ármann Bjarnason, f. 10.11. 1911, d. 11.10. 1999, ólst upp á heimilinu frá ellefu ára aldri, var kvænt- ur Guðmundu Jóns- dóttur, hún er látin. Maður Sigur- bjargar var Kristján Jónsson frá Harð- angri á Norðfirði. Þau áttu fimm börn sem öll lifa hana: 1) Magni, f. 24.8. 1942, kvæntur Sigríði Sjöfn Guðbjartsdóttur. Þau áttu tvö börn: Guðbjart og Bryndísi og ólu upp son Magna, Kristján. Guð- bjartur er látinn. 2) Sigurbjörg, f. 19.3. 1944, gift Svanberg Þórðar- syni. Þeirra börn eru: Kristján og Helgi. 3) María, f. 23.6. 1948, gift Ísaki Veigari Ólafssyni. Þeirra börn eru: Hlynur og Birkir. 4) Hróðný, f. 16.9. 1955, gift Heimi Haraldssyni. Þeirra börn eru: Haraldur, Hugi, Björn og Borgar. 5) Kristján, f. 12.7. 1964, í sambúð með Þórunni Vilbergsdóttur. Kristján á eina dóttur, Ólöfu. Útför Sigurbjargar verður gerð frá Norðfjarðarkirkju í dag og hefst atöfnin klukkan 14. Sigurbjörg móðir mín átti í bernsku heimili hjá ástríkum foreldr- um og systkinum, sem urðu þrettán alls, á Sjónarhóli í Neskaupstað. Þrátt fyrir barnamergðina sáu for- eldrar hennar, afi minn og amma, ástæðu til að fóstra eitt í viðbót, Ár- mann, sem til fullorðinsára var hjá þeim. Af mörgu má sjá að ekki var mulið undir barnaskarann. Fjöl- skyldan bjó við þröngan kost enda heimskreppan í algleymingi þegar barnahópurinn var stærstur og áður en þau fyrstu flugu úr hreiðrinu. Sjónarhóllinn og spildan þar í kring var ekki bújörð en af ástundun og eljusemi, sem manni finnst stund- um að hafi jaðrað við hið ómögulega, tókst að rækta melinn sem Sjónar- hóllinn stendur á, auk þess sem teygt var úr slægjunum svo sem aðstæður frekast leyfðu. Oftast voru ein eða tvær beljur í fjósi og ásetning fjár nam aldrei mörgum tugum. Þannig hygg ég að æsku- og uppvaxtarár móður minnar hafi blasað við henni. Að hjálpa til að komast af, vinna. En það er þó okkur afkomendum öllum ljóst að meira kom til. Trúrækni var mikil á heimilinu og heimanbúnaður- inn samanstóð af hvers konar fræðslu þótt skólaganga væri kannski í stysta lagi, leikjum, verkkennslu og ýmsu sem síðar kom að gagni. Og þau afi og amma á Sjónarhóli ræktuðu margan góðan eiginleikann í sín börn. Það þótti sjálfsagt að skemmta sér en í hófi taldist það best. Við eigum mynd af henni mömmu í handboltaliði sem þótti bara býsna sleipt á þessum ár- um. Mamma fékk í vöggugjöf umburð- arlyndið, mildina, vinnusemina og mikinn kraft og þor sem hún nýtti þegar á þurfti að halda. Og lagin var hún og orðheppin. Hún var sífellt að frá morgni til kvölds. Dytta að ein- hverju, prjóna á barnabörnin, laga hvers konar fatnað á okkur sem eldri vorum, baka, gera marmelaði, kæfu o.s.frv. Alltaf að. Henni þótti gaman að fá heimsóknir og leiddi viðkom- andi þá gjarnan til stofu. Þar var heill heimur út af fyrir sig. Innan um hús- búnaðinn átti hún heilan her af dúkk- um af öllum stærðum og gerðum. Þetta voru vinir hennar. Öðrum vina- hópi hafi hún einnig komið sér upp. Jólasveinarnir stórir og smáir urðu jafnvel fleiri en dúkkurnar. Þeir voru komnir á kreik þegar hún lést. Hún talaði mikið við okkur börnin í síma og fylgdist vel með högum okkar. Hópurinn var dreifður: Stokkhólmur, Reykjavík, Akureyri og ég og mín fjölskylda nálægt henni hér í Nes- kaupstað. Eins og við öll höfum hafði mamma misjafnt skap, en alla jafna var hún glettin og stundum launfynd- in. Ég minntist hér að framan á trú- ræknina á Sjónarhóli. Á hverju að- fangadagskvöldi safnaðist stórfjöl- skyldan í kringum afa og ömmu. Afi tók fram snjáða bók og las af henni jólaguðspjallið og stundum svolítið meira. Og svo kyssti amma hann fyrir lesturinn. Við hin sungum eða reynd- um að syngja. Minningarnar hrann- ast upp: sláturgerðin, berjamórinn og stússið sem því fylgdi. Það þurfti að svíða lappir og hausa. Rabarbara- vinnunni má ekki gleyma. Foreldrar mínir voru ekki mikið fyrir ferðalög en þó hleyptu þau örlít- ið heimdraganum á efri árum. Oftast eða kannski alltaf til að geta verið meira samvistum við börnin og barnabörnin. Þótt mamma hafi borið höfuðið hátt og sífellt eitthvað verið að dunda er staðreyndin sú að hún var mjög þrotin að kröftum, lúin og slitin hin síðustu ár. En þetta var ekki látið mikið með. Hún hélt reisn sinni og virðingu til hinstu stundar. Frábært starfsfólk Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað annaðist hana síðustu tvo til þrjá dagana uns öndin flaug á burt. Og mamma sofnaði svefninum langa sunnudaginn 9. desember, tíu mínútum áður en sólin náði hádeg- isstað. Blessuð sé minning hennar. Magni Kristjánsson. Elsku mamma, ekki hvarflaði það að mér að ég myndi ekki heyra rödd þína aftur síðastliðinn fimmtudag þegar við töluðum saman í símann, en um kvöldið veiktist þú og varst dáin um hádegi á sunnudaginn 9. desem- ber. Við töluðum saman um jólagjöf- ina sem Magni bróðir og ég ætluðum að gefa þér, dvöl á heilsuhælinu í Hveragerði um miðjan febrúar næst- komandi. Þér fannst það alltof mikið eins og venjulega enda vildir þú held- ur gefa gjafir en þiggja þær. Stína systir þín ætlaði með þér en þið fóruð saman í febrúar sl. Þú sagðir að það hefði verið ógleymanlegur tími sem þú og Stína áttuð þar saman. Eins gerðum við óspart grín að því þegar þú dast í efri-stofunni heima hjá þér á Sjónarhóli fyrir rúmri viku. Þú varst að skreyta fyrir jólin og varst svo fegin að hafa ekki brotnað, bara brákað einhver rifbein. Það ein- kenndi þig, mamma mín, að kvarta aldrei, sama hvað þú fannst til. Allir jólasveinarnir voru komnir á sinn stað áður en Kiddi bróðir kæmi til þín í heimsókn um jólin með kærustuna sína en hann hefur alltaf verið hjá þér um jólin og þú hlakkaðir svo mikið til að fá þau enda yngsta barnið þitt og dekurrófan þín, eins og við systkinin sögðum okkar á milli. Þú varst svo mikið jólabarn. Ekki gerði ég mér grein fyrir því þá að þú værir svona mikið veik, þess vegna kom ég ekki austur á Nes- kaupstað til þess að vera hjá þér við andlát þitt. Bogga Marteins eins og hún var kölluð meðal systkina sinna og vina var gædd þeim mannkostum sem all- ir mundu óska sér að fá í vöggugjöf. Hún var andlega sterk, stoð og stytta okkra allra á erfiðum stundum. Hlát- urmild, mikill húmoristi, stálminnug, vel greind og hrókur alls fagnaðar á gleðistundum fjölskyldunnar. Hún var einnig mjög ákveðin og þrjósk. Þú varst ótrúlega lífsglöð og athafna- söm þrátt fyrir veikindi síðustu ár. Ævi þín var ekki sú léttasta en þú varst svo kjarkmikil og úrræðagóð að erfiðleikar stóðu þér aldrei fyrir þrif- um. Við systkinin höfðum oft áhyggjur af þér að búa ein á Sjónarhóli við erf- iðar aðstæður, þá sérstaklega á vet- urna, en þín heitasta ósk var að þurfa ekki að fara á stofnun þegar þú gætir ekki séð um þig sjálf. Sú ósk rættist, þú fæddist á Sjónarhóli, síðan keypt- uð þið pabbi húsið af afa heitnum og þar varst þú fram að síðustu tveimur dögunum fyrir andlát þitt. Þín verður sárt saknað af spila- félögunum systrum þínum, þeim Unni og Stínu, og Gunnu mágkonu en þú hafðir svo gaman af því að spila vist. Þú varst mikil handavinnukona, saumaðir og prjónaðir og núna síðast á litla barnabarnið mitt hann Veigar Áka sem fæddist 19. ágúst síðastlið- inn. Við áttum ekki til orð yfir flott- heitum á þínu fallega handbragði tengdadóttir mín og ég. Þú hafðir ein- staka þjónustulund, alltaf tilbúin að rétta hjálparhönd þegar á þurfti að halda og elskaðir að taka á móti gest- um með þvílíkum kræsingum og glæsibrag. Þú varst mjög falleg kona og hafðir gaman af að punta þig og klæðast fallegum fötum. Heimili þitt bar þess einnig vott hvað þú varst mikill fagurkeri. Oft sagði ég við syni mína að heimili mömmu væri eins og prinsessuheimili. Þú sagðir mér að besti læknir á landinu væri maðurinn minn hann Veigar, tengdasonur þinn. Þið náðuð vel saman, þú barst mikinn hlýhug til hans og hann til þín. Það eru svo margar ljúfar og skemmtilegar minningar sem ég á um þig, mamma mín, sem ég get ylj- að mér við þegar fram líða stundir. Fyrir það er ég mjög þakklát. Ég veit að það verður vel tekið á móti þér í faðmi pabba og Bjarts en ég og fjöl- skylda mín munum sakna þín mikið og ekki minnst hann Birkir minn sem fannst þú svo skemmtileg og fyndin því fyrir þig var það nú ekki mikið mál að skilja húmor fjórtán ára ung- lings. Ég kveð þig með þessu versi því það var lýsandi fyrir þig og veitir mér styrk: Sól úti, sól inni. Sól í hjarta, sól í sinni. Sól í sálu minni. Guð geymi þig. Þín dóttir María og fjölskylda. Elsku Bogga mín. Aldrei hvarflaði það að mér síðastliðið fimmtudags- kvöld, að þetta væri í síðasta skipti sem við töluðum saman. Við sem vor- um svo vön að heyra í þér á hverjum degi. Þú varst nýbúin að tala við mömmu, hana nöfnu þína, alveg heil- lengi og varst svo voðalega ánægð með það. Ykkur samdi svo vel. Um nóttina veiktist þú og héldum við öll að það væri ekkert alvarlegt. Héldum jafnvel að það væri þindin að angra þig, sem ekki var neitt óvanalegt, en það var öðru nær. Á sunnudag varstu svo skyndilega farin og í þetta sinn ekki bara austur eða suður, eins og þegar þú kvaddir okkur á flugvellin- um á Akureyri, heldur alfarin. Farin yfir móðuna miklu á fund Kidda þíns sem þú hlakkaðir mikið til að hitta aftur. SIGURBJÖRG MARTEINSDÓTTIRvettvangur hans, sundlaugarsalnum.Þessi fundarsalur er einkar ánægju- legur vottur um framsýni þeirra sem nú ráða ríkjum í Reykholti. Örlög hans hefðu sjálfsagt ella orðið að vera geymslustaður varaeintaka Þjóðarbókhlöðunnar, eins og nú háttar til um aðra hluta skólahúss- ins. En Snorrabúð varð ekki sá stekkur, þökk sé öllum þeim sem hlut áttu að máli. Meðal annarra orða, Snorrabúð ætti hann að heita, þessi góði salur, með styttu Snorra sjálfs Sturlusonar í öndvegi beint fyrir framan. Með Jóni Þórissyni er genginn sá síðasti þeirra kennara Reykholts- skóla sem þar réðu ríkjum á skóla- árum mínum á gagnfræðastigi. Ég veit að ég mæli fyrir hönd allra þeirra nemenda, sem stunduðu nám við Reykholtsskóla á þessum árum, þegar ég þakka Jóni leiðsögn og langlundargeð, a.m.k. í minn garð. Fyrr er farið heiðursfólkið Þórir Steinþórsson skólastjóri, prests- hjónin frú Anna Bjarnadóttir og séra Einar Guðnason, Björn Jakobsson, Magnús Jakobsson og Sigríður Jónsdóttir. Minning alls þessa mæta fólks er björt og þakklæti í þeirra garð efst í huga. Jóni Þórissyni þakka ég samfylgd alla, þar á meðal í Umferðarráði en þar sat hann um nokkurra ára skeið fyrir Slysavarnafélag Íslands. Við Þurý sendum Dóru, Dúda, Valda, Rúkka, Dollu og fjölskyldunni allri hugheilar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Jóns Þórissonar. Óli H. Þórðarson. Laugardagurinn 3. nóvember 2001 var runninn upp. Þennan dag átti að halda upp á það, að 70 ár voru liðin frá því héraðsskólinn í Reyk- holti var settur í fyrsta sinn. Að Reykholti streymdi fólk úr ýmsum áttum – ekki síst gamlir nemendur, sem stundað höfðu nám í skólanum fyrir um 40 árum. Þetta var bjartur og fallegur dagur, föl á jörðu og farið að kólna eftir einstaklega hlýtt haust. Eiríksjökull og Ok voru á sín- um stað. Og þarna var Rauðsgil og Skáneyjarbunga og Reykjadalsáin með öllum sínum bugðum. Þeir sem ekki höfðu komið að Reykholti í nokkur ár tóku eftir miklum breyt- ingum á staðnum. Nýja kirkjan orðin sannkallað staðartákn og sú gamla hafði fært sig af grunni og beið end- urnýjaðra lífdaga. Og gamla góða skólahúsið var orðið sem nýtt. Aftur var reisn yfir Reykholti. Þegar gestir höfðu komið sér fyrir á hótelinu, var haldið út í gamla skól- ann, þar sem halda átti málþing um sögu Reykholtsskóla og þær sögu- legu forsendur sem leiddu til stofn- unar héraðsskóla vítt og breitt um landið. Komið var saman í nýjum og smekklegum sal, þar sem áður var innisundlaug og deilt hafði verið um við byggingu skólans. Einn fram- sögumanna var Jón Þórisson kenn- ari, sem alist hafði upp í skólanum og síðan kennt við hann áratugum sam- an. Í upphafi bað hann viðstadda að búa sig undir að hann þyrfti að taka sér hvíld og tylla sér niður undir flutningnum. Svo fór þó ekki. Við, gamlir nemendur, urðum vitni að sögulegri stund, þar sem gamli kennarinn okkar fór á kostum og brá upp ljóslifandi mynd af tilurð og stofnun okkar gamla skóla – saga baráttu og ótrúlegrar bjartsýni, þar sem fjós varð að glæsilegri skóla- byggingu á ótrúlega stuttum tíma. Um kvöldið slógu gamlir nemend- ur upp veislu, þar sem Jón og hans ágæta kona voru heiðursgestir. Og þegar gleðin stóð sem hæst, kvaddi heiðursgesturinn gleðskapinn eftir langan og merkan dag og þau voru mörg handtökin frá fyrrum nemend- um á leiðinni til náða. Engan grunaði þá að þennan dag kvaddi Jón Þór- isson Reykholt í raun í orðsins fyllstu merkingu. Þessi merkilegi dagur var nú að baki og kraftarnir þrotnir en takmarkinu var náð – að lifa þennan dag. Nú þegar Jón Þórisson er allur finnst mér hann sem dæmigerður fyrir víkinga tuttugustu aldarinnar á Íslandi. Í stað hinna fornu víkinga sem vógu mann og annan kom kyn- slóð manna, sem gerði líkamsrækt og mannrækt að ævistarfi. Þessir víkingar báru hreystina með sér og urðu margir að bjargvættum manns- lífa til sjávar og sveita, þar sem björgunartæki komu í stað vopna. Vettvangur æsku og lífsstarfs Jóns Þórissonar, héraðsskólinn í Reykholti, hefur lokið hlutverki sínu. Skólinn og skólamaðurinn urðu þar næstum samferða. En minningar gamalla nemenda úr Reykholtsskóla lifa, minningar sem tengjast öllu því góða fólki sem helgaði skólanum starfskrafta sína. Þar er hlutur Jóns Þórissonar stór. Og Reykholt lifir og býður nýjum tækifærum til sín. Þannig var við hæfi að Reykholt kveddi Jón Þór- isson. Úr hópi gamalla nemenda úr Reykholtsskóla Reynir Ingibjartsson. Kveðja frá Bridgefélagi Borgarfjarðar Bridgefélag Borgarfjarðar er lítil fjölskylda sem hittist reglulega yfir vetrartímann. Þá er ylur í huga og ljós í sinni þó úti sé kuldi og myrkur. Í síðustu viku brá á birtuna er fréttist af andláti eins okkar besta drengs, Jóns Þórissonar. Jón var einn af stofnendum félagsins og alveg fram á þennan vetur einn virkasti félaginn. Hann gekk beint til starfa er hann mætti á svæðið, raðaði borðum, fann til spil og skormiða. Aldrei þurfti að biðja Jón, verkin þurfti að vinna og voru gerð. Þá sá Jón um útreikning á árangri spilara í mörg ár. Það var gert af nákvæmni og samviskusemi stærðfræðikennarans. Fyrir tveimur árum tók Jón sig til og skrifaði sögu félagsins. Það var mikið verk og þarft og seint fullþökkuð öll sú vinna sem hann lagði í það verk. En það verk eins og önnur vann Jón með hugar- fari þess er ann sínu félagi. Jón var alvörugefinn við spilaborðið og vann vel úr sínu. Hann keppti til sigurs en var aldrei tapsár nema þá út í sjálfan sig. Þó var stutt í glettnina þegar sá gállinn var á honum og ófáum vísum um menn og málefni laumaði hann að mér. Ísland er ríkt af veraldlegum gæð- um. Þó kemst það ríkidæmi aldrei í hálfkvisti við þann auð er býr í mönn- um eins og Jóni Þórissyni. Mönnum sem alltaf eru boðnir og búnir til að vinna verkin og gefa svo mikið af sér í samfélagi mannanna. Þannig menn eru ríkir. Bridgefélag Borgarfjarðar kveður góðan dreng með söknuði. Það finnast ekki margir slíkir. Sveinbjörn Eyjólfsson. JÓN ÞÓRISSON MORGUNBLAÐIÐ tekur minningargreinar til birtingar endurgjalds- laust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvu- pósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/send- anda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Birting minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.