Morgunblaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 81

Morgunblaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 81
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2001 81 DAGBÓK DÖMU- OG HERRASLOPPAR GLÆSILEGT ÚRVAL Sendum í póstkröfuNóatúni 17, sími 562 4217Gullbrá, Smáskór Suðurlandsbraut 52, Bláu húsin við Faxafen, sími 568 3919, fax 581 3919 Opið 10 til 18, lau. 11-15 Teg. SICILE Svart leður, svart lakk Stærðir 24-28 Verð 4.490 Teg. SHELLER Beige og svart lakk Vínrautt lakk og leður Stærðir 24-34 Verð 4.990 Full búð af jólaskóm á börnin Tilboð dagsins: Beinlaus laxaflök 695 kr./kg. Verið vandlát - það erum við Opið í dag kl. 10:00 - 16:00 Gnoðarvogi 44, sími 588 8686 bre Stór humar Þorláksmessuskata Harðfiskur - hákarl hnoðmör - hamsar hangiflot af ómáluðu keramiki í dag, laugardag, og mánudag. Verið velkomin! Listasmiðjan Keramikhús, Skeifunni 3a, sími 588 2108. TILBOÐ 15% afsláttur HÉR ER ótrúlegt varnar- spil, sem James Kauder skrifar um í The Bridge World nýlega. Settu þig í spor austurs, sem er í vörn gegn fjórum spöðum: Norður ♠ 1083 ♥ K763 ♦ ÁDG8 ♣G2 Austur ♠ D2 ♥ 4 ♦ 9653 ♣ÁK10763 Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 spaði Pass 1 grand * Pass 2 spaðar Pass 4 spaðar Allir pass * krafa Vestur spilar út hjarta- drottningu og sagnhafi tekur slaginn heima og leggur niður trompásinn. Makker fylgir með smá- spaða. Nú kemur sagnhafi á óvart þegar hann spilar tígulkóng, tígli á ás og enn hátígli og fylgir lit heima. Makker trompar með spaðakóng og spilar hjartagosa. Kóngurinn fer upp í blindum og þú tromp- ar með drottningu. En hvað svo? Þetta er með ólíkingum. Sagnhafi hefur gefið vörn- inni tvo slagi á tromp að óþörfu, sennilega í þeim til- gangi að tryggja samning- inn í sem flestum tilfellum. Getur hann átt tvílit í laufi? Norður ♠ 1083 ♥ K763 ♦ ÁDG8 ♣G2 Vestur Austur ♠ K7 ♠ D2 ♥ DG1082 ♥ 4 ♦ 104 ♦ 9653 ♣D984 ♣ÁK10763 Suður ♠ ÁG9654 ♥ Á95 ♦ K72 ♣5 Alveg örugglega ekki – þá hefði hann spilað spaða- ás og meiri spaða í þeirri von að að mannspilin féllu saman. Eina von austurs er því að spila undan ÁK í laufi á drottningu makkers og láta hann taka fjórða slaginn á hjarta. Spilaði sagnhafi illa? Nei. Hann var að glíma við KDx í spaða úti og hugðist henda hjarta niður í fjórða tígulinn. En hin „hag- stæða“ tromplega og 5-1 legan í hjarta urðu honum að falli. James Kauder er banda- rískur spilari, sem hefur gefið út eina bridsbók, en mjög góða – Creative Card Play. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake BOGMAÐUR Afmælisbörn dagsins: Þið eruð léttlynd og lifandi og því sækjast aðrir eftir fé- lagsskap ykkar. Þið eruð forystufólk. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þið eigið að sækjast eftir allri þeirri menntun og eftir- menntun sem ykkur stendur til boða. Öll menntun er án efa af hinu góða og kemur sér vel. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þið eigið ekki að vera svona eigingjörn. Leyfið öðrum að njóta hlutanna með ykkur; það er miklu skemmtilegra og svo gleður það vini ykkar. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Það getur ýmislegt gerst þeg- ar forvitnin rekur mann áfram. Spurningin er svo hvernig þið takið þeim upp- lýsingum sem þið komist á snoðir um. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Látið ykkur ekki leiðast, heldur snúið hlutunum við og hafið gaman af leik og starfi. Það bjargar öllu að taka sjálf- an sig mátulega hátíðlega. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ekki byrgja inni þá hæfileika sem þið hafið, hvort heldur þeir eru til orðs eða æðis. Skemmtið sjálfum ykkur sem mest og best og öðrum um leið. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þið eigið ekki að taka ykkar eigin hamingju sem sjálfsagð- an hlut. Þið þurfið að hafa fyr- ir öllu, eins og eðlilegt er, líka því sem virðist létt. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þið ættuð að breyta eitthvað til í dag því fátt er jafnnið- urdrepandi og að hjakka allt- af í sama farinu. Tilbreyting, hver sem er, verður til góðs. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þið ættuð ekki að geyma það til morguns sem þið getið gert í dag. Tíminn líður og þið verðið aldrei aftur jafnung og þið eruð akkúrat nú. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það virðist óhjákvæmilegt að hlutirnir verði á rúi og stúi hjá ykkur í dag. Þið getið samt haft nokkra stjórn á at- burðarásinni sem betur fer. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Slakið hvergi á kynningunni á þeim málum sem þið berið fyrir brjósti. Dropinn holar bergið og með þrautseigjunni vinnið þið fólk á ykkar band. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það er full ástæða til þess að hvetja ykkur til að fara var- lega í peningamálunum. Augnabliks aðgæzluleysi get- ur dregið þungan dilk á eftir sér. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þið ættuð að drífa ykkur út og hreyfa ykkur svolítið því inni- setan er óholl. Góð gönguferð stuðlar að heilbrigðri sál í hraustum líkama. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT MÓÐURÁST Fýkur yfir hæðir og frostkaldan mel, í fjallinu dunar, en komið er él, snjóskýin þjóta svo ótt og svo ótt. Auganu hverfur um heldimma nótt vegur á klakanum kalda. Hver er in grátna, sem gengur um hjarn, götunnar leitar – og sofandi barn hylur í faðmi og frostinu ver, fögur í tárum? En mátturinn þver. Hún orkar ei áfram að halda. Jónas Hallgrímsson 80 ÁRA afmæli. Mánu-daginn 17. desember verður áttræð Sigríður Sig- urðardóttir, Lindargötu 57, Reykjavík. Sigríður og fjölskylda hennar taka á móti gestum á veitingastaðnum A. Hansen, Hafnarfirði, sunnudaginn 16. desember frá kl. 14–17. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. O-O Be7 6. He1 b5 7. Bb3 d6 8. c3 O-O 9. h3 Rb8 10. d4 Rbd7 11. Rbd2 Bb7 12. Bc2 He8 13. Rf1 Bf8 14. Rg3 g6 15. a4 c5 16. d5 c4 17. Bg5 h6 18. Be3 Rc5 19. Dd2 h5 20. Bg5 Be7 21. Ha3 Rfd7 22. Be3 Bf6 23. Hea1 Rb6 24. axb5 axb5 25. Hxa8 Bxa8 26. Ha5 h4 27. Rf1 Staðan kom upp í heimsmeistaramóti FIDE sem fór fram í Moskvu. Úkraínu- maðurinn ungi og knái, Ruslan Ponom- arjov (2.684), hafði svart gegn Búlgaran- um Kiril Georgiev (2.695). 27... Rxd5! Fórn þessi tryggir svörtum frumkvæðið þar sem í fram- haldinu vinna hvítu menn- irnir illa saman. 28. Hxa8 Dxa8 29. Bxc5 dxc5 30. exd5 e4 31. R3h2 Bg7 32. d6 Dc6 33. Df4 f5 34. f3 e3 35. Rxe3 Be5 36. Dh6 Dxd6 37. Rhf1 Bf4 38. Rxf5 gxf5 39. Dh5 He1 40. g3 Be3+ og hvítur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. HlutaveltaÁrnað heilla Þessir duglegu drengir, Fannar Arnarson (t.v.) og Stefán Sandholt á Sauðárkróki héldu tombólu og söfnuðu 5.192 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands, Norðurlandi. Þessir duglegu krakkar á Sauðárkróki héldu tombólu og söfnuðu 2.444 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands, Norður- landi. Í efri röð frá vinstri eru Fannar og Kristín og í neðri röð frá vinstri eru Steinunn, Hjalti og Halldór. Á myndina vantar Söru, Guðjón, Rúnar Áka, Gísla Rúna og Þengil Otra. Með morgunkaffinu En pabbi! Hann vinnur á við frekari kynni. Heyrðu mig nú! Þetta hefur ekkert með það að gera að foreldrar þínir eru að koma í heimsókn. Bridsdeild Sjálfsbjargar Mánudaginn 10. des. lauk 4ra kvölda tvímenning. Spilað var á 12 borðum. Í efstu sætum urðu eftir- taldir. NS: Ólafur Ingvarss. og Zarion Hamedi 984 Kristján Albertss. og Halldór Aðalstss. 966 Rúnar Haukss. og Þorleifur Þórarinss. 954 AV: Þórarinn Beck og Jón Úlfljótsson 984 Ingólf Ágústsson og Karl Pétursson 975 Karl Karlss. og Sigurður R. Steingrímss. 959 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Glæsibæ, fimmtud. 29. nóv. 2001. 21 par. Meðalskor 216 stig. Árangur N–S: Magnús Oddss. – Jón Stefánss. 296 Aðalb. Benidiktss. – Leifur Jóhanness. 249 Bragi Björnss. – Auðunn Guðmundss. 241 Árangur A–V: Alda Hansen– Margrét Margeirsd. 257 Ólafur Ingvarss. – Björn E. Péturss. 244 Viggó Nordquist – Þórólfur Meyvantss. 239 Tvímenningskeppni spiluð má- nud. 3. desember. 20 pör. Meðalskor 216. Árangur N–S: Sæmundur Björnss. – Olíver Krstóferss.249 Friðrik Hermannss. – Kristján Ólafss. 233 Ingibjörg Stefánsd. – Þorsteinn Davíðss. 231 Árangur A–V: Þorsteinn Laufdal – Magnús Halldórss. 240 Björn E. Péturss. – Hilmar Ólafss. 238 Ólafur Ingvarsson – Albert Þorsteinss. 236 FRÉTTIR mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.