Morgunblaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 18
AKUREYRI 18 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Skrifstofuhúsnæði til leigu Við Ráðhústorg á Akureyri er 72.1 fm skrifstofa á götuhæð til leigu. Fallegt og nýuppgert húsnæði. Uppl. gefur Fasteignasalan Byggð í síma 462 1820 (Björn). STARFSFÓLK bæklunardeildar Fjórðungssjúkrahússins á Ak- ureyri fagnaði í vikunni þeim áfanga að gerðar höfðu verið 150 gerviliðaaðgerðir á árinu, en þær hafa aldrei verið fleiri. Á liðnu ári voru þær 120 alls. Það var Halldór Hafliðason frá Ögri við Ísafjarðardjúp sem gekkst undir aðgerð númer 150 á bæklunardeild FSA á fimmtudags- morgun og gekk hún vel. Hann var nú að fá lið í vinstri mjöðm en hafði áður fengið gervilið í þá hægri. Deildin fagnar 20 ára af- mæli sínu á næsta ári, en fyrstu ár- in voru að jafnaði gerðar 20 til 30 gerviliðaaðgerðir á ári hverju. Alls eru um 500 manns á landinu á biðlista eftir slíkum aðgerðum, þar af bíða um 90 manns eftir að- gerð á Akureyri. Ákveðið hefur verið að bæta við 80 milljónum króna á fjárlögum næsta árs til að vinna upp biðlista. Guðni Ar- inbjarnar, bæklunarlæknir á FSA, sagði að gerviliðaaðgerðir væru þjóðhagslega hagkvæmar. Fólk sem áður hefði verið með skerta starfsgetu vegna þess að liðir væru skemmdir yrði virkt að nýju í sam- félaginu. „Þessar aðgerðir breyta lífi fólks algjörlega,“ sagði Guðni. Efniskostnaður við eina aðgerð af þessu tagi er um 400 þúsund krón- ur, að sögn Þorvalds Ingvarssonar, lækningaforstjóra á FSA. Þorvaldur hefur gert rannsókn þar sem algengi frumslitgigtar í mjöðm á Íslandi var könnuð og hún borin saman við niðurstöður frá Suður-Svíþjóð og Danmörku. Í rannsókninni var tíðni gerviliðaað- gerða í mjöðmum Íslendinga einn- ig athuguð, sem og hvort slitgigt erfist. Komst Þorvaldur að því að Íslendingar með slitgigt í mjöðm- um hefðu lengi gert sér grein fyrir að sjúkdómurinn erfist. Slitgigt í mjöðmum Íslendinga reyndist allt að fimm sinnum algengari á Ís- landi en í Suður-Svíþjóð og Dan- mörku þar sem sambærilegar rannsóknir hafa verið gerðar. Gerðar eru 50% fleiri gerviliðaað- gerðir á Íslandi en í Svíþjóð vegna frumslitgigtar í mjöðm. Telur Þor- valdur að há tíðni slitgigtar á Ís- landi skýri muninn að einhverju leyti. Leiddi rannsóknin í ljós að arf- gengi mjaðmarslitgigtar er mikið. Fjöldi einstaklinga úr sömu fjöl- skyldu með gerviliði í mjöðm er mikill og þá kom einnig í fram að slitgigtarsjúklingarnir eiga miklu færri sameiginlega forfeður en samanburðarhópur og að þessar fjölskyldur eru einnig mun meira skyldar innbyrðis. Börn slitgigt- arsjúklinga með gerviliði í mjöðm- um eru í þrefalt meiri hættu á að fá sjúkdóminn en hinn almenni Ís- lendingur. Að mati Þorvaldar styrkja niðurstöðurnar mjög þá skoðun að slitgigt í mjöðmum sé arfgengur sjúkdómur að einhverju leyti og hvetur það til áframhald- andi leitar að meingenum slitgigt- ar. Í tilefni af aðgerðunum 150 var starfsfólki boðið upp á veitingar og þar þakkaði Ari Ólafsson því fyrir vel unnin störf á árinu. „Þetta hefði ekki gengið nema með samstilltu átaki allra,“ sagði hann. Flestir starfsmenn deildarinnar hafa unnið þar um alllangt skeið og kemur reynsla þeirra að góðu gagni. Sjúklingar deildarinnar koma af landinu öllu, þannig er þar nú fólk frá Siglufirði, Vestmannaeyjum, Suðurlandi, Sauðárkróki og Reykjavík, auk þess sem einn Ak- ureyringur er þar inni um þessar mundir. „Fólki þykir orðið ekki til- tökumál að koma úr Reykjavík í aðgerðir á Akureyri. Æ fleiri eru að uppgötva að það er jafnlangt báðar leiðir, en fyrir fáum árum hefði Reykvíkingum þótt fráleitt að sækja aðgerðir hingað norður,“ sagði Anna Lilja Filipsdóttir, deildarstjóri á bæklunardeild. Um 20–25% þeirra sem farið hafa í gerviliðaaðgerðir á FSA á árinu eru íbúar á suðvesturhorni lands- ins og hefur þeim fjölgað umtals- vert frá liðnu ári. Aldrei verið fleiri gerviliðaaðgerðir á bæklunardeild Fjórðungssjúkrahússins Morgunblaðið/Kristján 4. Ingi Þór heftar skurðinn saman eftir aðgerðina. 5. Guðni sýnir hversu illa mjaðmakúlan sem tekin var úr Halldóri er farin. 6. Röntgenmynd af Halldóri sem hafði áður fengið gervilið í hægri mjöðmina. Hér sést hvar gerviliðurinn gengur ofan í lærlegginn en kúlan á enda hans situr í skál í mjöðminni. Bæði liðurinn og skálin eru fest með steypu. Morgunblaðið/Kristján Þjóðhagslega hagkvæmar aðgerðir 1. Sigurður E. Sigurðsson svæfingalæknir gefur Halldóri mænudeyfingu fyrir aðgerðina. 2. Guðni Arinbjarnar bæklunarskurðlæknir, Ingi Þór Hauksson deildarlæknir, Soffía Jakobsdóttir skurðstofuhjúkrunarfræðingur og Sigurður svæfingalæknir undirbúa aðgerðina. 3. Gerviliðnum komið fyrir en mjaðmakúlan gengur upp í skál í mjaðmagrindinni. AKUREYRARKIRKJA: Messa með léttri tónlist kl. 11 á morgun, sunnudag. Sr. Svavar A. Jónsson. Unglingakór Akureyr- arkirkju syngur undir stjórn Sveins Arn- ars Sæmundssonar. Sunnudagaskóli kl. 11, fyrst í kirkju en síðan í Safnaðarheimili. Fundur hjá Æskulýðsfélaginu kl. 17. Jólasöngvar Kórs Akureyrarkirkju kl. 20.30. Morgunsöngur kl. 9 á þriðjudag. Mömmumorgunn kl. 10–12 á miðviku- dag. Jólastund. Samvera og söngur með sr. Svavari og gítarnum hans. TTT-starf kl. 17–18 í Safnaðarheimili. Allir 10–12 ára krakkar velkomnir. Kyrrðar- og fyr- irbænastund kl. 12 á fimmtudag. Bæna- efnum má koma til prestanna. Eftir stundina er hægt að kaupa léttan hádeg- isverð sem Kvenfélag kirkjunnar annast í Safnaðarheimili. BAKKAKIRKJA: Aðventukvöld verður fyr- ir Bakka- og Bægisársókn í Bakkakirkju í Öxnadal sunnudagskvöldið 16. desem- ber kl. 20:30. Kirkjukór Möðruvallaklaustursprestakalls syngur aðventulög. Ingunn Aradóttir syngur einsöng. Börn úr Þelamerkurskóla syngja Lúsíu. Bjarni Guðleifsson flytur hátíðaræðu. Helgistund í umsjá sóknarprests. GLERÁRKIRKJA: Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11 á morgun, sunnudag. Ásta og Ósk spjalla við börnin. Barnakór Brekkuskóla syngur, stórnandi er Arnór B. Vilbergsson. Friðarljós og geisladiskar hjálparstarfs kirkjunnar verða til sölu í anddyri að athöfn lokinni. Jólatónleikar Kórs Glerárkirkju verða kl. 17 á sunnu- dag. Kyrrðar- og tilbeiðslustund kl. 18.10 á þriðjudag, fyrirbænir. Hádeg- issamvera meðjólabragði frá kl. 12 til 13 á miðvikudag. Orgelleikur, helgistund, fyrirbænir og sakramenti. Léttar veitingar á vægu verði að helgistund lokinni. HJÁLPRÆÐISHERINN: Fjölskyldusam- koma kl. 11 á morgun, sunnudag. Við syngjum jólin inn. Börn og ungt fólk koma fólki í jólaskap, með söng og helgi- leik. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Brauðsbrotning kl. 20 í kvöld. Sunnudagaskóli fjölskyld- unnar á morgun. Stella Sverrisdóttir sér um kennslu fullorðinna. „Syngjum jólin inn“ kl. 16.30 á sunnudag. Fjölbreytt dagskrá, s.s. kórsöngur, einsöngur, krakkakór, jóladrama og fleiri. Yngvi Rafn Yngvason verður með hugleiðingu. LAUFÁSPRESTAKALL: Kirkjuskóli í dag, laugardag, kl. 11 í Svalbarðskirkju. Kirkjuskóli í Grenivíkurkirkju kl. 13.30 í dag og kyrrðarstund verður í kirkjunni annað kvöld, sunnudagskvöld. SJÓNARHÆÐ: Sameiginlegur jólafundur í Fótsporinu, fyrir 6–12 ára krakka kl. 13.30 á Sjónarhæð. Almenn samkoma á Sjónarhæð. STÆRRA-ÁRSKÓGSKIRKJA: Helgistund verður í kirkjunni á sunnudag kl. 18 og kveikt verður á leiðarlýsingunni í kirkju- garðinum. Kirkjustarf JÓLAFUNDUR Aglow, kristi- legra samtaka kvenna verður á mánudagskvöld, 17. desember, kl. 20 í félagsmiðstöðinni í Víði- lundi 22 á Akureyri. Sólveig Traustadóttir frá landsstjórn Aglow flytur ræðu kvöldsins. Rósa Kristín Baldursdóttir syngur nokkur lög og þá verður fjölbreyttur söngur og fyrir- bænaþjónusta auk jólakaffi- hlaðborðs. Jólafundur Aglow Jólasöngvar ÁRLEGIR Jólasöngvar Kórs Akureyrarkirkju verða í kirkjunni annaðkvöld, sunnu- dagskvöldið 16. desember, kl. 20.30. Á efnisskránni er aðventu- og jólatónlist. Einsöngvari er Þórhildur Örvarsdóttir, sópr- an. Sveinn Arnar Sæmunds- son leikur á orgel. Stjórnandi og orgelleikari er Björn Steinar Sólbergsson. Auk þess að hlýða á kórinn gefst kirkjugestum kostur á að æfa jólasálmana fyrir jólin því auk kórsöngs verður al- mennur safnaðarsöngur. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Geisladiskahulstur aðeins 500 kr. NETVERSLUN Á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.