Morgunblaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 24
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
24 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
!! " !!
##
!! $
%!!!!!!!! & $
!!!!!!!!
'
(
$
$) $
'
* '
* +', !! +
* +', !!- (
*!!!!!! + .
.
$
#
/
+ /
0& ! 1) 2 $
$
$,
) $ , +', !! -
&
$3
+ $,
) &45 *!!
&
' ##+
! #, !!*
&
6
) ) $
,
6
+ +2
7
+
8 . ** 9 +$,
: : :
SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ
hefur úrskurðað í stjórnsýslukæru
Tálkna ehf. vegna ákvörðunar
Fiskistofu frá 27. nóvember 2001
um að svipta Bjarma BA leyfi til
veiða í atvinnuskyni í 8 vikur frá 1.
desember að telja. Í úrskurðinum
er ákvörðun Fiskistofu staðfest.
Fiskistofa byggði ákvörðun sína
á viðurkenningu skipstjórans á að
hluta af afla skipsins hafi verið
kastað fyrir borð, en 10. og 11.
nóvember birtust myndir í sjón-
varpi og dagblöðum af brottkasti í
óþekktu fiskiskipi. Í fréttatilkynn-
ingu frá sjávarútvegsráðuneytinu
segir að skipstjóri Bjarma, Níels
Ársælsson, hafi 12. nóvember við-
urkennt að myndirnar hefðu verið
teknar um borð í Bjarma.
Útgerð Bjarma krafðist þess að
ákvörðun Fiskistofu yrði felld úr
gildi en til vara fór útgerðin fram
á að ákvörðun Fiskistofu yrði felld
úr gildi þar til niðurstaða opin-
berrar rannsóknar á meintu lög-
broti lægi fyrir og til þrautavara
að veiðileyfissviptingin yrði stytt
úr 8 vikum í 2 vikur.
Aðeins hringorma
sýktum fiski hent
Í stjórnsýslukæru útgerðar
Bjarma er því borið við að ekki sé
sannað að lög um umgengni við
nytjastofna sjávar hafi verið brotin
en þau kveða m.a. á um að skylt sé
að hirða eða koma með að landi
allan afla en þó heimilt að varpa
fyrir borð afla sem er sýktur, sel-
bitinn eða skemmdur á annan hátt.
Ber útgerðin því við að hent hafi
verið 40 þorskum, u.þ.b. 70 kílóum.
sem hafi verið sýktir af hringormi
sem sjáist augljóslega enda veiði-
slóðin alþekkt selaslóð. Einnig
heldur útgerðin því fram að
myndatakan hafi verið sviðsett
eingöngu í þeim tilgangi að skapa
umræðu um gildandi fiskveiði-
stjórnunarkerfi vegna meints
brottkast. Brotinn sé réttur til
tjáningarfrelsis sem varin er í
stjórnarskrá. Opinber ummæli
skipstjórans um „alveg svakalegt
lögbrot“ hafi verið rangt eftir hon-
um höfð og misskilin og er því
mótmælt að íþyngjandi ákvörðun
sé byggð á óstaðfestum og röngum
ummælum í dagblaði. Ákvörðun
Fiskistofu sé óþolandi með hlið-
sjón af því að meint brottkast hafi
jafnframt verið kært til opinberrar
rannsóknar og í hinni kærðu
ákvörðun felist refsiviðurlög áður
en málið er fullrannsakað.
Brottkast
fullsannað
Í rökstuðningi með ákvörðun
ráðuneytisins er bent á að fyrir
liggi sjónvarpsupptökur af brott-
kasti af Bjarma og teljist fullsann-
að að brottkast hafi átt sér stað
þar. Ráðuneytið fellst á það mat
Fiskistofu að útilokað sé að hring-
ormur í fiskinum sem hent var,
hafi leitt til þess að hann teldist
sýktur í skilningi ákvæðis laganna
og aðferðin við brottkastið sýni að
áhöfn Bjarma hafi ekki getað
gengið úr skugga um að fiskurinn
væri sýktur. Því er hafnað að laga-
skilyrði fyrir veiðileyfissviptingu
hafi ekki verið fyrir hendi. Ráðu-
neytið tekur undir með Fiskistofu
að ólögmætt brottkast á kvóta-
bundnum tegundum sé brot sem
telja verði alvarlegs eðlis enda
höggvi það að rótum fiskiveiði-
stjórnunarkerfisins og um leið að
möguleikum á að stjórna veiðum
úr fiskistofnum við landið. Lengd
sviptingar fari eftir eðli og um-
fangi brots og teljist sannað að um
ásetningsbrot hafi verið að ræða.
Ráðuneytið telur að framkvæmd
Fiskistofu sé í fullu samræmi við
ákvæði laganna um umgengni við
nytjastofna sjávar en ekki sé í
verkahring ráðuneytisins að fjalla
um hvort lög sem sett eru af Al-
þingi standist kröfur sem gerðar
eru til laga.
Ráðuneytið
staðfestir svipt-
ingu Bjarma BA
REKSTUR namibíska útgerðar- og
fiskvinnslufyrirtæksins Seaflower
hefur gengið vel á þessu ári og er
áætlað að hann skili um 300–400
milljóna króna hagnaði. Seaflower
er m.a. í eigu SÍF hf. og Nýsköp-
unarsjóðs.
Bækistöðvar Seaflower eru í bæn-
um Lüderitz á vesturströnd Nami-
bíu. Fyrirtækið var stofnað árið
1993 af þróunarfélaginu Fiscor, sem
er í eigu namibíska ríkisins og Nýsis
hf. Árið eftir gengu Íslenskar sjáv-
arafurðir inn í félagið, en ÍS samein-
aðist SÍF árið 2000. Seaflower gerir
út fjögur togskip og rekur frystihús,
en hjá félaginu vinna á sjötta hundr-
að manns. Stefán Þórarinsson hjá
Nýsi er einn af stofnendum fyrir-
tækisins og hann segir að á síðustu
árum hafi rekstur Seaflower gengið
mjög vel. „Á yfirstandandi rekstr-
arári verður velta fyrirtækisins um
einn og hálfur milljarður íslenskra
króna og við búumst við 300–400
milljóna króna hagnaði á árinu.“
Hugmyndin að stofnun Seaflower
kviknaði að sögn Stefáns þegar
namibísk yfirvöld tóku fimm
spænska togara í landhelgi síðla árs
1991 „Samkvæmt landslögum voru
skipin gerð upptæk, og eftir nokkr-
ar tilfæringar var sjávarútvegsráðu-
neyti landsins orðið eigandi tveggja
ágætra togskipa. Á þessum tíma var
ég að vinna sem ráðgjafi ráðuneyt-
isins og þá fæddist sú hugmynd að
stofna útgerðarfyrirtæki, þar sem
íslenskir aðilar á borð við Íslenskar
sjávarafurðir, Skagstrendingur og
Nýsir myndu leggja til þekkingu,
vöruþróun og markaðssetningu, en
namibíska ríkið myndi leggja til
skipin og fiskkvóta í landhelgi lands-
ins. Þetta varð úr og á haustmán-
uðum 1993 var Seaflower stofnað.“
Seaflower vinnur afurðir sínar að-
allega úr lýsingi sem veiðist úti fyrir
ströndum Namibíu, en SÍF selur af-
urðir þess aðallega til viðskiptavina í
sunnanverðri Evrópu og víðar. Tog-
skip Seaflower eru venjulega fimm
til sex daga í veiðiferð og Stefán
segir að þarna geti aðstæður oft ver-
ið erfiðar. „Á þessum slóðum getur
verið mjög vindasamt og alvöru
brælur geta skollið á eins og hendi
sé veifað þannig að þarna er stund-
uð alvöru sjómennska, þó að vissu-
lega sé veðurfar mun hlýrra en hér
heima.“
Aukin fjölbreytni
Rekstur Seaflower gekk erfiðlega
fyrstu árin, en árið 1997 var ákveðið
að endurskipuleggja og endurfjár-
magna starfsemina. Á þeim tíma-
punkti kom Nýsköpunarsjóður m.a.
með fjármagn inn í fyrirtækið. „Við
fórum yfir reksturinn, sáum hvaða
einingar skiluðu arði og styrktum
þær, en seldum þær einingar sem
voru baggi á rekstrinum,“ segir
Stefán. „Markmið okkar var að nýta
fjárfestingu Seaflower betur, auka
fjölbreytni í framleiðslunni og auka
framleiðslu á þeim vörum sem skil-
uðu okkur hagnaði. Þar léku ÍS, og
síðar SÍF, lykilhlutverk í vöruþróun
og markaðsstarfi Seaflower og
reyndar má segja að núna væri fyr-
irtækið ekki í þeirri stöðu sem það
er í ef ekki væri fyrir öflugt sölu-
kerfi SÍF um allan heim.“
Nú sitja tveir Íslendingar í stjórn
Seaflower, þeir Stefán Þórarinsson
fyrir hönd Nýsis og SÍF og Snorri
Pétursson fyrir hönd Nýsköpunar-
sjóðs.
Hagnaður hjá
Seaflower í Namibíu
Höfnin í Lüderitz, önnur af tveimur stórum höfnum í Namibíu.