Morgunblaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 36
LISTIR 36 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ búðinGOLF búðinGOLF GOLFBÚÐIN ehf. Strandgötu 28, 220 Hafnarfirði, sími 5651402, fax 5641467, GSM 8986324, e-mail: golfbudin@golfbudin.is Aukahlutir: Takka-lykill 1.250 Járna-statíf á poka 1.800 Bolta-veiðari 2.500 Kylfuhlífar á tré, 3 í pk. 1.500 Tvöfaldar-ólar á poka 1.800 Kerrur frá 3.900 Til æfinga: Rafmagnspútt 1.990 Æfinganet 10.500 Chipp-net 2.950 Ferðapoki á hjólum 4.900 Flagg + hola 2.000 Happdrætti GSÍ Þú kaupir 8 GO- titanium golfbolta + 8 skafmiða. Listaverð er 8 x 500 = 4.000 kr. Jólatilboð: 3.000 + frí heimsending. Vinningar eru 165 talsins og verðmæti þeirra um 2.000.000 kr. OPIÐ TIL JÓLA 12 - 19 alla daga, Þorláksmessu 12 - 23. HÉR ER ALLT Á GAMLA VERÐINU Jólagjafir í úrvali 4.400 kr. 9.900 kr. 7.9 00 kr . 4.900 kr. BÓK Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra, Í hita kalda stríðsins, er safn greina, sem hann hefur skrifað um utanríkis-, örygg- is- og varnarmál á aldarfjórðungs tímabili, 1976 til 2001. Allar grein- arnar nema ein hafa birzt í Morg- unblaðinu og velflestar eru frá ár- unum 1979 til 1991, er Björn var blaðamaður og aðstoðarritstjóri hér á blaðinu. Segja má að undirritaður hafi frá blautu barnsbeini verið dyggur les- andi skrifa Björns Bjarnasonar um öryggis- og varnarmál í Morgun- blaðið. Skrif hans áttu ríkan þátt í því að móta skoðanir og viðhorf heillar kynslóðar uppvaxandi áhugamanna um utanríkismál og öryggis- og varnarmál Íslands. Á meðan kalda stríðið stóð enn sem hæst voru harðar og djúpstæðar deilur um veru varnarliðsins hér á landi og aðild landsins að Atlants- hafsbandalaginu, NATO. Björn Bjarnason fór fremstur í flokki stuðningsmanna varnarsamstarfs- ins við Bandaríkin og aðildarinnar að NATO – segja má að hann hafi verið sá „haukur“ í varnarmálunum sem sýndi hvað mesta flugfimi í oft og tíðum harðvítugum átökum við andstæðinga landvarna og vest- ræns samstarfs. Eins og titill bókarinnar gefur til kynna var oft hiti í þessum deilum. Yfirleitt voru menn ekki sparir á stóryrðin þegar öryggis- og varn- armál Íslands voru til umfjöllunar. Það, sem kemur hins vegar í ljós, þegar skrifum Björns Bjarnasonar um þessi málefni er safnað sam- an á einn stað og kostur gefst á að vega þau og meta í ljósi þeirra sögu- legu upplýsinga, sem fram hafa komið eftir að kalda stríðinu lauk, er að þau hafa staðizt tímans tönn, og það sennilega mun betur en margt annað, sem skrifað var á þessum árum. Hann reiðir hvergi of hátt til höggs, missir aldr- ei sjónar á staðreyndunum, seilist ekki of langt eftir röksemdum sín- um og er alla jafna yfirvegaður í orðavali um andstæðingana. Grein- ar hans einkennast af rökfestu og nákvæmni um staðreyndir og taka mið af viðurkenndum kenningum á sviði alþjóðastjórnmála. Þær bera aukinheldur glöggt vitni þeirri yf- irgripsmiklu þekkingu, sem Björn hefur á löngum tíma aflað sér á sviði utanríkis- og öryggismála. Hann hefur sjálfur tileinkað sér það, sem hann sagði í ræðu á aðal- fundi Samtaka um vestræna sam- vinnu, sem prentuð er í bókinni: „Mestu skiptir að málstaðurinn sé ætíð byggður á skynsamlegum rök- um og þess sé gætt að undan al- mennum stuðningi við hann sé ekki grafið.“ Þessi eiginleiki skrifa Björns veldur því að í dag, allt að aldar- fjórðungi eftir að þau komu fyrst á prent, eru þau prýðisgóð heimild um íslenzk varnar- og öryggismál og ættu að geta veitt nýjum lesendahópi góða innsýn í þau álitaefni, sem voru uppi á þessum tíma. Það er langt frá því að þessi bók sé þurr aflestrar þótt sumum þyki umfjöllun um ut- anríkis- eða öryggis- mál ekki aðgengileg alla jafna. Margar greinarnar eru frá- bærlega vel skrifað- ar, t.d. ferðagrein Björns frá Líbanon, þar sem saman fer kímni í frásögninni og afar fræðandi yfirlit um bak- grunn átakanna í landinu, auk þess sem saman við frásögnina er einkar haganlega fléttað köflum úr bæði Heimskringlu og helgri ritningu, þar sem Líbanon kemur við sögu! Fleiri fróðlegar og líflega skrifaðar ferðagreinar eru í bókinni. Björn segir t.d. frá heimsóknum til Berl- ínar eftir fall múrsins og til Prag þegar flauelsbyltingin var um garð gengin og Vaclav Havel kominn til valda. Meðal ferðagreinanna stend- ur þó líklega upp úr frásögnin af heimsókn aðstoðarritstjórans til Andreis Sakharov og Elenu Bon- ner í Moskvu árið 1987. Heimsókn- in hefur augljóslega haft mikil áhrif á Björn og á sínum tíma hreyfði þessi grein mjög við þeim, sem þetta skrifar, enda fylgdust menn á Vesturlöndum náið með örlögum Sakharov-hjónanna, sem höfðu sér- staka stöðu meðal andófsmanna í Sovétríkjunum. Ekki er síður fengur að því, sem Björn Bjarnason hefur skrifað um öryggis- og varnarmál á síðustu ár- um en skrifum hans á árum kalda stríðsins. Í greininni „Gildi varn- arsamningsins eftir lok kalda stríðsins,“ sem birtist í afmælisriti Davíðs Oddssonar forsætisráð- herra fyrir þremur árum, setur Björn t.d. fram þá athyglisverðu skoðun, að varnarsamningurinn við Bandaríkin auðveldi Íslendingum að standa utan Evrópusambands- ins. „Rofni þetta samstarf, þarf bæði að grípa til róttækra ráðstaf- ana í öryggismálum og móta nýja Evrópustefnu,“ segir Björn þar. Í eftirmála bókar sinnar rökstyður hann þessa kenningu frekar og bendir m.a. á að auðvelt sé að kom- ast að þeirri niðurstöðu að ekkert Evrópuríki geti tryggt varnir Ís- lands og hinn fyrirhugaði sameig- inlegi herafli ESB verði heldur varla til stórræðanna. Niðurstaða Björns er að mikilvægast sé áfram að leggja rækt við náið samstarf í varnarmálum við Bandaríkin, þótt jafnframt sé sjálfsagt að Ísland leggi sitt af mörkum í evrópsku ör- yggismálasamstarfi. Þá er þeirri spurningu hins vegar ósvarað, hvað væri til ráða ef áhugi ráðamanna í Washington á því að tryggja áfram trúverðugar landvarnir á Íslandi dvínaði og ekki væri heldur hægt að fá öryggistryggingar hjá Evr- ópusambandinu. Kannski felst þó hluti svarsins í áherzlu Björns Bjarnasonar á að Íslendingar axli í auknum mæli ábyrgð á eigin vörnum, en það er umfjöllunarefni hans í nokkrum nýjustu greinunum, þ.ám. þeirri sem birtist hér í blaðinu í tilefni 50 ára afmælis varnarsamningsins sl. vor. Slíkt hlýtur raunar að gerast, burtséð frá því hvort Bandaríkin vilja viðhalda hér sama varnarvið- búnaði og nú. Spurningin um þátt- töku Íslendinga sjálfra í að tryggja varnir og öryggi landsins hefur orðið miklu áleitnari eftir 11. sept- ember sl. Nú liggur fyrir að öll vestræn ríki verða að leggja stór- aukna áherzlu á að tryggja innra öryggi og varnir gegn hryðjuverk- um og alþjóðlegri glæpastarfsemi, en á þær ógnir bendir Björn ein- mitt í grein sinni, sem birtist hér í blaðinu í maí. Hann leggur því til að tekin verði upp verkaskipting milli Bandaríkjamanna og Íslendinga og þeir síðarnefndu sinni gæzlu innra öryggis og jafnframt þátttöku Ís- lands í alþjóðlegri samvinnu á sviði friðargæzlu. Slíkt verði hins vegar ekki gert nema með því að þjálfa Íslendinga til öryggisstarfa. „Við getum alls ekki vænzt þess, að bandaríska varnarliðið komi að þessum verkefnum í okkar þágu, þótt þau lúti að því að tryggja varn- ir og öryggi,“ segir Björn Bjarna- son. Með öðrum orðum verða Ís- lendingar að fara að búa sig undir að kosta nokkru til úr eigin sjóðum til að tryggja hér varnir og öryggi. Frágangur bókar Björns Bjarna- sonar er allur með ágætum og und- irritaður fann eina innsláttarvillu á rúmlega 350 síðum bókarinnar. Hins vegar vaknar sú spurning hvort myndir, sem prýddu ýmsar af greinum Björns sem birtust hér í blaðinu, hefðu ekki átt fullt erindi í bókina. Frumkvæði Jakobs F. Ás- geirssonar, sem umsjón hefur með útgáfunni, að því að safna saman skrifum Björns á bók, er lofsvert. Málstaður byggður á skynsamlegum rökum BÆKUR Alþjóðastjórnmál Greinar og ritgerðir. Björn Bjarnason. Nýja bókafélagið, Reykjavík 2001. 352 bls. Í HITA KALDA STRÍÐSINS Björn Bjarnason Ólafur Þ. Stephensen EKKI miklar upplýsingar að hafa í innslagi, nema helst þessar: „Það var vor í lofti, og vetrarþunginn á bak og burt, þegar við 4klassískar (af hverju ekki „klassapíur“ – innskot undirr.) settum saman efnisskrána Vorfiðring með nokkrum af okkar uppáhaldslög- um. Á haustdögum ákváðum við að halda í Reykholt í Borgarfirði til að taka upp valda kafla af efnisskránni. Við dvöldum þar í fögru umhverfi með góðu fólki í nokkra daga. Hér heyrir þú afraksturinn!“ – Sumsé þrjú lög eftir Oddgeir Kristjánsson (Fyrir austan mána og vestan sól, Ég veit þú kemur og lokalagið Ágúst- nótt); eitt eftir Sigfús Halldórsson (Vegir liggja til allra átta); Horch, der erste Laut eftir Brahms; Meine Lippen etc. eftir Lehár; Torna a Surriento (Curtis); Music of the Night (Andrew Lloyd Webber) o.s.frv. Lögin eru tólf og útsetningar Aðalheiðar Þorsteinsdóttur (kannski spilar hún líka á píanóið?) – nema í fjórum lögum, Horch, der erste Laut, How high the moon, Say a little prayer (Burt Bacharach) og Can’t help loving that man (Jerome Kern). Björk, Jóhanna og Signý eru allar þekktar söngkonur og skífan sú arna ber vott um sanna og tilgerðarlausa sönggleði, og ekki vantar tilþrifin í sönggleðinni (einu sinni eða tvisvar á mörkunum) í þeim lögum þar sem þær stöllur njóta sín best. Lag Sig- fúsar Halldórssonar, Vegir liggja til allra átta, er skemmtilegt og nýtur sín vel í þessum flutningi. Einnig hið þekkta lag Brahms, Horch, der erste Laut, að ég tala nú ekki um Meine Lippen, sie küssen so heiss eftir Leh- ár. Þarna njóta þær sín til fulls og Vínarsveiflan er fín! Margt er fallega og snyrtilega gert í lögum úr söng- leikjum og víða fallegt í hljómum – en þó er einsog þar vandi þær sig óþarf- lega mikið, vanti ögn meiri „lífræn- an“ sjarma – og, í lögum Bacharachs og Jerome Kern, meiri djass, meira „sving“! Kannski hefur verið fullkalt í Reykholtskirkju. Engu að síður vönduð vinnubrögð, sem bera vott um músíkalska smekkvísi. En hvað sem því líður eru þetta hörkufínar söngkonur, og ég get ekki ímyndað mér annað en að flestir hafi mikla ánægju af að hlusta á þær skemmta sjálfum sér – og taki bara þátt í þeirri skemmtun. Upptakan er sallafín. Sveinn Kjartansson sá um þau mál. Hver annar? TÓNLIST Geislaplötur Fyrir austan mána og vestan sól. Að- alheiður Þorsteinsdóttir, Björk Jóns- dóttir, Jóhanna V. Þórhallsdóttir, Signý Sæmundsdóttir. Útsetningar: Aðalheiður Þorsteinsdóttir. Hljóðupptaka: Sveinn Kjartansson. Útgefandi: 4Klassískar. 4 KLASSÍSKAR Fjórar góðar söngkonur Oddur Björnsson AÐVENTUSÖNGVAR verða í Hjallakirkju á sunnudag kl. 20.30. Fyrirmynd aðventusöngvanna er sótt til Englands og skiptast á ritn- ingarlestrar og söngur. Ritningarlestrarnir eru sóttir í spádómsrit Gamla testamentisins og í guðspjöll Nýja testamentisins. Söngvarnir fjalla um aðventuna, fæðinguna og Maríu guðsmóður. Kammerkórinn Vox Gaudiae syngur og einsöngvari er Hrafnhild- ur Björnsdóttir, sópransöngkona. Þau flytja m.a. verk eftir Britten, Bruckner, Bach og Distler auk hefð- bundinna aðventu- og jólalaga og einnig er almennur söngur. Söngstjóri og orgelleikari er Jón Ólafur Sigurðsson og upplesari er séra Íris Kristjánsdóttir. Aðventusöngur í Hjallakirkju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.