Morgunblaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 79

Morgunblaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 79
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2001 79 HELGI FILIPPUSSON ehf HEILDVERSLUN Tunguhálsi 7. Sími: 567 1210 Margt fallegt til jólagjafa á góðu verði Glös - Kerti - Borðar - Silkiblóm - Jólavörur - Skreytingarefni og margt fleira Verið velkomin Opið virka daga 13-18 laugard. og sunnud. 11-17 til 22des. Lager- sala í Árbæ að Tunguhálsi 7. Þurrkuð og kæst skata, tindabikkja, saltsíld, kryddsíld, stórlúða og stór humar Opið í dag laugardag F iskbúðin Hafrún, Sk iphol t i 70 . F i skbúðin Hafrún Opið virka daga frá kl. 10—18 laugardag frá kl. 10—18 20% jólaafsláttur af náttfötum og undirfötum Margar stærðir Sími 567 3718 SATHYA Sai Baba fæddist 23. nóvember 1926 í litlu þorpi á Suð- ur-Indlandi sem heitir Puttaparthi. Strax við fæðingu hans fóru að gerast undarlegir hlutir eins og að hljóðfæri á heimili foreldra hans tóku að spila af sjálfsdáðum. Sat- hya þótti undurfagurt barn og má geta þess að daginn eftir fæðingu hans eða 24. nóvember 1926 þá rauf Sri Aurobindo, sem er vel- þekktur meistari á öllu Indlandi, þagnareið sinn sem hann var búinn að halda í mörg ár og sagði: „Drottinn hefur fæðst á jörðina“, og hélt hann síðan áfram með þagnarbindindið. Frá unga aldri hóf Sai Baba að gera kraftaverk eins og að búa til gotterí handa vinum sínum og blýanta og strok- leður og þess háttar hluti. Hann var líka vanur að klifra upp í tré sem er í þorpinu og kallast óskat- réð en þaðan tíndi hann hina og þessa ávexti handa leikfélögum sínum sem biðu með eftirvæntingu fyrir neðan tréð, sumir ávaxtanna voru jafnvel utan uppskerutíma. Þegar Sai Baba var 14 ára þá yf- irgaf hann fjölskyldu sína og sagði að fylgjendur sínir biðu sín og sett- ist undir tré eitt í þorpinu og hóf þar með verkefni sitt. Hann stofn- aði síðar ashram (ashram er heil- agur staður þar sem andlegur meistari eða gúru tekur á móti fylgjendum sínum) í þorpinu sem hefur stækkað ört og getur tekið á móti tugum þúsunda ef ekki hundruðum þúsunda manns. Á af- mælisdögum Sai Baba koma hundruð þúsunda og jafnvel millj- ónir manna til að vera hjá honum og hylla hann, allstaðar að úr heiminum. Hann segir sjálfur um verkefni sitt að hann sé kominn til að endurreisa réttlæti (dharma) á jörðu og leiða okkur til Guðs, sem hann segir að bíði handan horns- ins, í hjörtum mannanna. Eina sem við í raun og veru þurfum að gera er að leita inn á við því þar er hið eina sanna Guðsjálf. Hann segir ennfremur að hraðasta og örugg- asta leiðin til að ná takmarkinu ná- ist með því að elska alla og þjóna öllum. Þetta er í raun mun hraðari leið heldur en t.d. að stunda Yoga- æfingar og hugleiðslu. 1 mánuður í hugleiðslu jafnast á við 2 daga í óeigingjarnri þjónustu við mann- kynið eða náungann á einhvern hátt. Það er nefnilega þannig að þegar við þjónum öðrum með kær- leik í hjarta þá erum við bara að þjóna sjálfum okkur því við erum öll eitt. Ein sál, eitt mannkyn. Sai Baba er í dag 77 ára og verð- ur hér á jörðinni þar til 96 ára aldri er náð að hans eigin sögn. Það er hægt að segja með sanni að með lífi sínu hafi hann sýnt okkur leiðina og hvernig við ættum í raun og veru að lifa lífinu því hann segir að í dag hugsi fólk aðallega um að græða, græða, græða, á meðan við ættum í raun að vera að gefa, gefa, gefa. Sai Baba er búinn að byggja þrjá spítala á Indlandi og það sér- staka við þessa spítala er að allir sem koma á þá fá fría læknisþjón- ustu, ásamt lyfjum og hjúkrun og öllu tilheyrandi. Hann segir að all- ir eigi að eiga rétt á læknisþjón- ustu. Hann hefur einnig stofnað yf- ir 25 skóla í heiminum, allt frá barnaskólum til háskólastigs. Auk þess að kenna hin almennu fræði þá er þó áherslan lögð á siðferð- isþroska hjá börnunum og það að byggja upp góðan og jákvæðan karakter hjá þeim. Hann segir að aðaláherslan eigi að vera á að vekja siðferðisvitund hjá börnun- um og notar hann til þess hin 5 mannlegu gildi sem eru sannleik- ur, réttlæti, friður, kærleikur og ekkert ofbeldi. Sai Baba er einnig kominn fyrir öll trúarbrögð í heiminum og þó svo hann sé hér hjá okkur í dag segir hann að við þurfum ekki endilega að fylgja þessu formi heldur getum við haldið í þá trú sem okkur er kærust og það form og það nafn sem við höfum valið okkur. Hann er frekar hér til að styrkja okkur í trú okkar á þann Guð sem við trúum á, með kærleik sínum og kraftaverkum. Hann seg- ir að þó að Guð sé aðeins einn þá hafi hann mörg nöfn og mörg form. Hver segir að Guð svari bara einu nafni? PÁLL ERLENDSSON, Fjallalind 4, Kópavogi. Kraftaverka- maðurinn Sai Baba Frá Páli Erlendssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.