Morgunblaðið - 15.12.2001, Síða 12

Morgunblaðið - 15.12.2001, Síða 12
FRÉTTIR 12 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ FRAMKVÆMD lögreglunnar í Reykjavík á húsleit hjá manni sem svipti sig lífi 23. apríl sl. meðan leitin stóð yfir var aldrei rannsökuð hjá embætti ríkissaksóknara með tilliti til þess að lögreglumenn hefðu framið refsivert brot. Þegar lögreglan í Reykjavík sendi málið til ríkissak- sóknara 26. apríl sl. var það gert til skoðunar en ekki með vísan til 35. greinar lögreglulaga sem fjallar um rannsókn á ætluðu refsibroti starfs- manns lögreglu. Í Morgunblaðinu í gær kemur fram að þremur dögum eftir húsleitina voru öll gögn málsins send ríkissak- sóknara. Jafnframt kemur fram að þetta hafi verið gert með vísan til 35. greinar lögreglulaga þar sem segir: „Kæru á hendur starfsmanni lög- reglu fyrir ætlað refsivert brot við framkvæmd starfa hans skal beina til ríkissaksóknara og fer hann með rannsókn málsins. Við meðferð slíkra mála getur rík- issaksóknari beitt þeim heimildum sem lögregla hefur endranær.“ Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið aflaði sér í gær var í bréfi lögreglustjórans í Reykjavík ekki vísað til 35. gr. lögreglulaga heldur voru gögn málsins send rík- issaksóknara til skoðunar. Þegar rík- issaksóknari rannsakar mál með vís- an til þessarar lagagreinar er það nær undantekningalaust gert vegna þess að borist hefur formleg kæra á hendur starfsmanni lögreglunnar. Í slíkum tilvikum vísar lögreglustjóri viðkomandi embættis málinu til rík- issaksóknara með sérstakri vísan í 35. grein. Það var hins vegar ekki gert í þessu máli eins og áður segir. Lögreglan í Reykjavík hélt áfram rannsókn málsins Dæmi eru um að ríkissaksóknari feli lögreglustjórum í öðrum lög- regluumdæmum rannsókn mála þrátt fyrir að mál heyri ekki undir þeirra umdæmi. Ástæður fyrir slíku geta t.d. verið vanhæfi. Niðurstaðan í þessu tiltekna máli varð hins vegar sú að lögreglan í Reykjavík færi áfram með rannsókn málsins í heild sinni. Segja má að þurft hafi að rannsaka þrjá þætti í málinu. Í fyrsta lagi þurfti að ljúka rannsókn á þeim brotum sem grunur lék á að maðurinn tengdist. Í öðru lagi þurfti að rannsaka sjálfsvíg mannsins. Í þriðja lagi þurfti að skoða hvort mistök hefðu verið gerð við húsleitina. Fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík, sem stjórnað hafði hús- rannsókninni, lauk þeim þætti máls- ins. Húsráðandi hafði verið grunaður um refsivert athæfi, en með láti hans varð ljóst að hann yrði ekki sóttur til saka. Hins vegar þurfti lögreglan að rannsaka hvort aðrir menn tengdust málinu sem gæti orðið tilefni til ákæru. Niðurstaða lögreglunnar var sú að svo væri ekki. Þetta staðfesti lögreglan í Reykjavík með fréttatil- kynningu til fjölmiðla sem gefin var út 3. maí, 10 dögum eftir húsleitina. Í niðurlagi hennar segir: „Það sem fram er komið í málinu, m.a. við hús- leitina, gefur ekki tilefni til frekari rannsóknar málsins og hefur henni verið hætt.“ Dróst að taka skýrslu af lögreglumönnunum Lögreglan í Reykjavík fram- kvæmdi einnig rannsókn á sjálfsvígi mannsins. Að sjálfsögðu var þessi rannsókn ekki gerð af fíkniefnadeild- inni heldur öðrum lögreglumönnum hjá embættinu. Allar rannsóknir lög- reglunnar á sjálfsvígum eiga að ber- ast embætti ríkissaksóknara sem fer yfir málin og heldur utan um þau. Vegna eðlis þess máls sem hér um ræðir óskaði ríkissaksóknari eftir ná- kvæmri skýrslu um sjálfsvíg húsráð- andans sem svipti sig lífi 23. apríl sl. M.a. óskaði hann sérstaklega eftir því að skýrslur yrðu teknar af lögreglu- mönnunum sem stóðu að húsleitinni. Talsverðan tíma tekur jafnan að ljúka rannsóknum á sjálfsvígum, m.a. vegna þess að þeim verður ekki lokið fyrr en fyrir liggur skýrsla um rétt- arkrufningu. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun ríkissaksóknari hafa gengið eftir því við lögregluna í Reykjavík sl. sumar að fá skýrslu um sjálfsvíg mannsins. Þegar hún barst kom í ljós að engar skýrslur höfðu verið teknar af lögreglumönnunum sem voru á staðnum þegar maðurinn svipti sig lífi þrátt fyrir að ríkissak- sóknari hefði óskað eftir því að það væri gert. Ríkissaksóknari mun þá hafa ítrekað fyrri ósk um að slíkar skýrslur yrðu teknar. Þær bárust embættinu í byrjun septembermán- aðar og í framhaldi af því sendi rík- issaksóknari lögreglustjóranum í Reykjavík bréf þar sem segir að gögn um sjálfsvíg mannsins gefi ekki tilefni til frekari rannsóknar. Ekki farið eftir reglum um húsleit Þriðji þáttur málsins lýtur að verk- lagi lögreglunnar við húsleitina. Rík- islögreglustjóri gaf út fyrir tveimur árum reglur um húsleitir, en þær voru sendar öllum lögreglustjórum á landinu. Þar kemur m.a. fram að lög- reglumaður sem stjórnar húsleit skal undirbúa hana vel. Undirbúningurinn á m.a. að miða að því hvernig komið verður í veg fyrir að viðkomandi geti unnið sakarspjöll. Tekið er fram í reglunum að við framkvæmd húsleit- ar skuli gæta að því að fólki verði ekki gert tjón. Þegar þessi þáttur málsins var skoðaður hlaut sú spurning að vakna hvort þessum reglum hefði verið fylgt við húsleitina og hvort tilefni væri til sérstakra viðbragða gagnvart þeim sem stýrði húsleitinni. Svo er að sjá sem ríkissaksóknari og ríkislögreglu- stjóri hafi ekki verið fullkomlega sátt- ir við hvernig lögreglan í Reykjavík tók á þessum þætti málsins. Í fyrsta lagi lá fyrir skýrsla frá lögreglu- manninum sem stjórnaði húsleitinni, en ríkissaksóknari taldi að hún væri ekki fullnægjandi. Í öðru lagi lá ekki fyrir að gripið hefði verið til neinna aðgerða af hálfu lögreglustjórans í Reykjavík þrátt fyrir að flestum væri ljóst að mistök höfðu verið gerð við húsleitina. Í þriðja lagi höfðu engar skýrslur verið teknar af lögreglu- mönnunum sem tóku þátt í húsleit- inni. Um mitt sumar tilkynnti ríkislög- reglustjóri lögreglustjóranum í Reykjavík að embætti hans ætlaði að skoða sérstaklega framkvæmd á verklagi lögreglu við húsleitina. Hafi einhver vafi leikið á því hver bar ábyrgð á rannsókn á þessum þætti málsins er ljóst, að eftir að ríkislög- reglustjóri sendi þetta bréf hafði hann tekið í sínar hendur skoðun á verklagi lögreglunnar. Niðurstaða ríkislögreglustjóra varð sem kunnugt er sú að ekki hefði verið rétt staðið að undirbúningi og framkvæmd húsleitarinnar í veiga- miklum atriðum. Ríkislögreglustjóri upplýsti þetta í Morgunblaðinu sl. þriðjudag. Sama dag veitti lögreglu- stjórinn í Reykjavík lögreglumannin- um sem stjórnaði húsleitinni skrif- lega aðfinnslu. Það vekur nokkra athygli í þessu máli hvað það tók langan tíma að ljúka málinu. Frá því að húsleitin er gerð þar til lögreglumanninum er veitt aðfinnsla líða sjö og hálfur mán- uður. Morgunblaðið fékk í fyrradag þær upplýsingar hjá lögreglustjóra- embættinu í Reykjavík að ríkissak- sóknari hefði haft með að gera rann- sókn á vinnubrögðum lögreglunnar. Þar virðist hins vegar aldrei hafa ver- ið unnin slík rannsókn enda var aldrei óskað eftir henni. Það mun hafa verið mat ákæruvaldsins að þó að reglum um húsleitir hafi ekki verið fylgt að öllu leyti hafi menn aldrei litið svo á mistök lögreglu væru það vítaverð að grundvöllur væri til ákæru. Málið hafi fyrst og fremst snúist um að komast að því hvers vegna mistök voru gerð og gera ráðstafanir í sam- ræmi við það, sem miðuðu að því að bæta vinnubrögð lögreglunnar. Ákæruvaldið á að tryggja gæði rannsókna Að lokum er rétt að benda á, vegna umfjöllunar Morgunblaðsins í gær um innra eftirlit lögreglu, að mjög mikilvægur þáttur í eftirliti með vinnubrögðum lögreglu liggur hjá ákæruvaldinu. Ákæruvaldið, sem liggur bæði hjá lögreglustjórum og ríkissaksóknaraembættinu, á m.a. að tryggja gæði rannsókna. Ákærendur eiga að taka afstöðu til atriða sem undir ákæruvaldið heyra meðan á rannsókn stendur, þar með taldar rannsóknaraðferðir. Ákærendur eiga að fylgjast með framgangi rannsókn- ar og ganga úr skugga um hvað það er í viðfangsefninu sem skiptir máli að lögum og þar með hvaða atriði leit- ast ber við að upplýsa í rannsókninni. Lögreglustjórar eru með lögfræð- inga sér til aðstoðar og saman eiga þeir að tryggja að þessir hlutir séu í lagi. Eftirlit ríkissaksóknara er þar til viðbótar, en hann getur mælt fyrir um frekari rannsókn á málum. Hann gefur auk þess út leiðbeiningar til lögreglustjóra um meðferð mála. Slíkar leiðbeiningar eru bæði gefnar meðan á rannsókn stendur og eins geta dómar gefið saksóknara tilefni til að senda lögreglustjórum leiðbein- ingar. Þá hefur ríkissaksóknari sent lögregluembættunum almennar leið- beiningar um hvernig eigi að standa að rannsóknum mála. Rannsókn lögreglu á framkvæmd húsleitar þar sem húsráðandi svipti sig lífi Aldrei grunur um refsivert brot lögreglu við húsleitina Morgunblaðið/Kristinn Aldrei var talin ástæða til að rannsaka fram- kvæmd húsleitar, þar sem húsráðandi svipti sig lífi, með vísan til þess að grunur léki á að lögreglan hefði gerst sek um refsivert brot. Egill Ólafsson rekur hvernig embætti lög- reglunnar í Reykjavík, ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara hafa haldið á þessu máli. MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi yfirlýsing frá Friðriki Pálssyni, stjórnarfor- manni Landssíma Íslands hf.: „Málflutningur Þórarins V. Þórarinssonar veldur mér miklum vonbrigðum og undr- un. Eftir allt það ágæta sam- starf sem við höfum átt finnst mér það sorglegt að hann skuli vísvitandi reyna að snúa út úr staðreyndum málsins. Það er ljóst að ég óskaði ekki eftir því að hann myndi nota aðstöðu sína sem stjórnarmaður í Líf- eyrissjóðnum Framsýn og Þróunarfélaginu til að fá þau félög til að taka þátt í einka- væðingarferli Landssímans. Slíkar fullyrðingar eru bæði órökréttar og út í hött. Forsaga málsins er einfald- lega sú að ég ráðlagði Þórarni snemma á árinu að segja sig úr stjórnum bæði Lífeyrissjóðs- ins Framsýnar svo og Þróun- arfélagsins enda taldi ég og fleiri sem að málinu komu það fyrirséð að til hagsmuna- árekstra gæti komið vegna stjórnarsetu hans. Þórarinn féllst ekki á að víkja úr stjórn- um ofangreindra félaga. Það var ekki fyrr en fáum dögum áður en samþykkt var í stjórn félagsins að Þórarinn myndi fara í leyfi að hann sagði sig frá stjórnunarstörfum fé- laganna, en ekki úr stjórnun- um formlega. Með því var hann í reynd aðeins að víkja sæti en sagði sig í raun ekki úr þeim. Þórarni er fyllilega ljóst að þetta er ekkert annað en út- úrsnúningur. Þegar ég ráð- lagði honum að segja sig úr stjórnum félaganna var það til þess að koma í veg fyrir van- traust og hagsmunaárekstur. Eftir allt það sem á undan var gengið er það fáheyrt að halda því fram að ég hefði ætl- ast til þess að hann færi að misbeita valdi sínu. Fullyrð- ingar af þessu tagi eru ekki svaraverðar og slíkur mál- flutningur er fyrir neðan virð- ingu Þórarins V. Þórarinsson- ar, sem veit betur,“ segir Friðrik Pálsson. Veldur von- brigðum og undrun Yfirlýsing stjórn- arformanns Símans HARALDUR Örn Ólafsson komst í grunnbúðir Vinson Massif á Suður- skautslandinu á fimmtudag og hugð- ist leggja á fjallið í gær, föstudag. Veður er gott, en tíð að undanförnu hefur verið rysjótt og urðu nokkrir fjallgöngumenn að láta undan síga í glímunni við Vinson fyrr í þessari viku. Vonast Haraldur til að ná tindi fjallsins upp úr miðri næstu viku. Vinson Massif er 4.897 m hátt og er óklifið af Íslendingi. Haraldur kominn í grunnbúðir Í NÝRRI könnun sem Heilbrigð- iseftirlit sveitarfélaga vann í sam- vinnu við Hollustuvernd ríkisins kemur fram að merkingar á 27% af úðabrúsum sem skoðaðir voru reyndust ekki vera með fullnægj- andi merkingar. Að mati Holl- ustuverndar er þetta hlutfall of hátt en ástandið hefur þó skánað frá því fyrir tveimur árum þegar sambæri- leg könnun var gerð. „Það atriði í niðurstöðum þess- arar könnunar sem olli mestum vonbrigðum eru hvað fáar vörur eru merktar með áþreifanlegri við- vörun þegar það á við. Það ætti þó ekki að vera mikið mál að ná fram úrbótum hvað þetta varðar,“ segir í niðurstöðum skýrslunnar. Varnaðarmerkingum er ætlað að gefa til kynna þá hættu sem af vörum stafar og vera leiðbeinandi um notkun og geymslu, auk þess að gefa upplýsingar um hvað gera skuli ef slys ber að höndum. Þannig er varnaðarmerkingum ætlað að stuðla að öryggi neytenda. Könn- unin náði einnig til öryggisloka og áþreifanlegra viðvarana fyrir sjón- skerta. Markmiðið með könnuninni var tvíþætt, þ.e. að standa að sameig- inlegu átaki heilbrigðiseftirlits- svæðanna til að framfylgja reglum um merkingar hættulegra efna annars vegar og að gera ítarlega úttekt á merkingum úðabrúsa hins vegar. Í úðabrúsum má finna efna- vöru af margvíslegu tagi og eru þeir allir merkingarskyldir. Í könnuninni var úðabrúsunum skipt í fjóra flokka; heimilisvörur, snyrtivörur, málningarvörur, svo og bíla-, véla- og rafeindavörur. Heilbrigðisfulltrúar heimsóttu alls 33 verslanir á landinu öllu og at- huguðu þar varnaðarmerkingar á alls 391 tegund af úðabrúsum. Nið- urstaðan varð sú að alls höfðu 272 úðabrúsar af 391 réttar varn- aðarmerkingar eða 70%. Samsvar- andi niðurstaða fyrir öryggislok var 67% og 41% fyrir áþreifanlegar viðvaranir. Í flestum tilfellum var notkun öryggisloka og áþreif- anlegra viðvarana ekki nauðsynleg. Framleiðendur og innflytjendur eru ábyrgir fyrir því að umbúðir hættulegrar vöru séu rétt merktar. Söluaðilum er óheimilt að selja hættulegar vörutegundir ef þær eru ekki rétt merktar. Heilbrigð- iseftirlitið hefur þegar gert viðkom- andi aðilum viðvart um vanmerktar vörur sem fundust í verslunum á meðan á könnuninni stóð. 27% úðabrúsa voru ekki með fullnægjandi merkingar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.