Morgunblaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 52
MINNINGAR 52 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Katrín MartaMagnúsdóttir fæddist í Steinum undir Eyjafjöllum 22. október 1918. Hún lést á Landspít- ala – háskólasjúkra- húsi í Fossvogi 5. desember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Magnús Tómasson, f. 28. des- ember 1876, d. 22. september 1941, og Elín Bárðardóttir, f. 8. september 1882, d. 14. janúar 1949, bændur í Steinum, A-Eyjafjöllum. Foreldrar Magnúsar voru Tómas Tómasson og Katrín Jónsdóttir, bændur á Hrútafelli, A-Eyjafjöllum. Foreldrar Elínar voru Bárður Pálsson og Ólöf Ólafsdóttir, bændur á Raufarfelli, A-Eyjafjöllum. Systkini Katrínar eru Tómas, f. 1909, d. 1980, Þyrí Marta, f. 1910, d. 1995, Bárður, f. 1911, d. 1989, Óskar, f. 1915, d. 2001, Sigurbergur, f. 1916, d. 1998, Vigdís Marta, f. 1920, Rútur, f. 1921, d. 1947, Páll, f. 1922, d. 1998, og Kristbjörg, f. 1927. 14. júní 1941 giftist Katrín Bjarna Marinó Ólafssyni frá Skálakoti, V- Eyjafjöllum, f. 26. febrúar 1914, d. 23. janúar 1991. Foreldrar Bjarna voru Ólafur Eiríksson, f. 28. mars 1892, d. 16. október 1972, og Guð- rún Nikólína Snorradóttir, f. 21. nóvember 1883, d. 8. maí 1933, 23.4. 1986, Orri, f. 24.3. 1988, og Birta, f. 8.8. 1997. b) Katrín Birna, f. 8. nóvember 1966, gift Sigurði Grétari Ottóssyni, f. 17. mars 1966, búsett á Ásólfsskála, V-Eyja- fjöllum, börn þeirra eru Frímann Viðar, f. 17.12. 1985, Ævar, f. 23.10. 1989, og Þorgeir, f. 22.6. 1993; c) Sigríður, f. 1. júní 1971, gift Benóný Jónssyni, f. 16. júlí 1968, búsett á Hvolsvelli, börn þeirra eru Árni, f. 8.5. 1990, Kári, f. 2.3.1995, Viðar, f. 15.10. 1996; og d) Einar Viðar, f. 25. janúar 1981, sambýliskona Berglind Há- konardóttir, f. 25. ágúst 1979, bú- sett í Reykjavík. 4) Rúna, f. 22. mars 1948, gift Gísla Norðdahl úr Keflavík, f. 6. júlí 1947, búsett í Kópavogi. Dætur þeirra eru Urð- ur, f. 14. júlí 1987, og Arna f. 10. mars 1992. 5) Ólafur Líndal, f. 14. ágúst 1952, d. 18. apríl 1998, kvæntur Birnu Þorsteinsdóttur frá Heiði á Rangárvöllum, f. 16. febrúar 1955. Börn þeirra eru; a) Freyr, f. 27. október 1974, kvænt- ur Kristjönu Skúladóttur, f. 14. febrúar 1975, búsett í Reykjavík; b) Örvar, f. 7. apríl 1978, sambýlis- kona Elísabet Halldórsdótttir, f. 7. febrúar 1980, búsett í Hveragerði; c) Andri, f. 1. október 1985; og d) Bjarni Már, f. 29. janúar 1991. Birna er búsett á Reykjum á Skeiðum. Sambýlismaður hennar er Rúnar Bjarnason, f. 7. október 1956. Katrín ólst upp í Steinum og síð- an bjuggu þau Bjarni í Skálakoti frá 1943 til 1985 og síðan á Hvols- vegi 13 á Hvolsvelli. Katrín bjó á Kirkjuhvoli á Hvolsvelli frá 1992. Útför Katrínar fer fram frá Ásólfsskálakirkju, V-Eyjafjöllum, í dag og hefst athöfnin klukkan 14. bændur í Skálakoti. Börn Katrínar og Bjarna eru: 1) Magn- ús, f. 4. janúar 1942, kvæntur Ásgerði Ás- geirsdóttur úr Reykjavík, f. 25. maí 1945, búsett á Hvols- velli. Börn þeirra eru; a) Katrín Marta, f. 26. apríl 1966, gift Páli Eiríki Óskarssyni, f. 13. október 1957, bú- sett í Kópavogi, börn þeirra eru Unnur Ósk, f. 25.10. 1987, Eydís Eva, f. 27.11. 1989, og Eyþór Elvar, f. 22.11. 1995; b) Lár- us Ingi, f. 6. október 1968, búsett- ur í Hafnarfirði, börn hans eru Lilja Björk, f. 2.4. 1991, móðir Guðbjörg Björnsdóttir, f. 8. mars 1971, og Aron Gauti, f. 17.4. 1992, móðir Halla Guðmundsdóttir, f. 17. apríl 1969; og c) Bjarni, f. 29. ágúst 1971, kvæntur Hrafnhildi Ýr Kristjánsdóttur, f. 21. septem- ber 1975, búsett í Reykjavík. 2) Stúlka, f. 24. febrúar 1943, d. 18. apríl 1943. 3) Viðar, f. 3. apríl 1944, kvæntur Þorgerði Jónu Guð- mundsdóttur frá Mið-Grund, V- Eyjafjöllum, f. 30. janúar 1946, þau eru búsett á Ásólfsskála, V- Eyjafjöllum. Börn þeirra eru; a) Guðmundur Jón, f. 15. desember 1964, kvæntur Jóhönnu Sólveigu Þórhallsdóttur, f. 10. mars 1966, búsett í Skálakoti, V-Eyjafjöllum, börn þeirra eru Þorgerður Jóna, f. Elsku amma. Þá er kallið komið og kom það mjög óvænt. Þú varst hjá mér og fjölskyldunni minni í að- ventu-afmæliskaffi, svo afskaplega kát og hress, sunnudaginn áður en þú yfirgafst þennan heim. Því átti ég alls ekki von á því að heyra á þriðju- dagsmorgni að þú hefðir verið flutt á spítala þá um nóttina. Og enn síður átti ég von á að þú yrðir ekki lengur meðal okkar tveimur sólarhringum síðar. En það hefði heldur ekki verið fyrir þig að liggja lengi á sjúkrahúsi, þér var aldrei sérlega vel við þessar sjúkrastofnanir. Auk þess varstu þannig gerð að þú áttir mjög erfitt með að vera aðgerðarlaus. Og heilsuhraust varstu með af- brigðum fram á síðasta dag. Það eru ábyggilega ekki margar 83 ára gamlar konur sem keyra um eins og herforingjar og fara allra sinna ferða á eigin bíl eins og þú gerðir. Þú fylgdist vel með gangi mála við byggingu sumarbústaðarins okkar og komst nú ófáar ferðirnar austur í Krók á sunnudögum í pönnukökur og kaffi. Þú varst líka mjög dugleg að aka með vinkonur þínar í sunnudagsbíltúra, ásamt því að aka þeim í verslun og annað sem þær þurftu að komast. Þín verður eflaust sárt saknað af þeim rétt eins og okk- ur. Þú varst kona sem öllum líkaði vel við og allir þekktu Kötu frá Skálakoti. Mitt fyrsta heimili var heima hjá ykkur afa í Skálakoti og þó svo að það hafi ekki verið langur tími sem við bjuggum hjá ykkur fluttum við ekki langt í burtu. Mín fyrstu æviár var ég mjög mikið hjá þér, elsku amma mín, og lærði margt af þér. Þú kenndir mér allar þær bænir sem ég kann ásamt því að kenna mér að lesa og skrifa. Þú kenndir mér líka að spila á spil og á ég margar góðar minningar varð- andi spilamennsku í eldhúsinu í Skálakoti, þar sem þú sast og spil- aðir við okkur barnabörnin, hvort sem það var veiðimaður, tía eða eitt- hvað annað. Þú hafðir mjög gaman af spilum og eyddir mörgum stund- um síðustu árin í það að leggja kap- al. Og ekki má gleyma orgelinu þínu. Ég á margar góðar minningar um okkur við orgelið í stofunni í Skálakoti, þú spilaðir og ég söng með. Þeim sið að spila alltaf á org- elið á hverjum sunnudegi hélst þú til æviloka. Já, það var oft spilað og sungið og glatt á hjalla í stofunni í Skálakoti hjá ykkur afa. Ég veit að frá því að afi dó hefur þú saknað hans mikið og er ég þess nokkuð viss að hann, ásamt Óla syni þínum og litlu dóttur þinni, hafa saknað þín og hafa þau ábyggilega tekið vel á móti þér þegar þú yfirgafst okkar heim og fórst yfir til þeirra. Nú get- ið þið loksins haldið gleðileg jól sam- an á ný. Elsku amma, við kveðjum þig með söknuði en gleðjumst þó yf- ir því að þú fékkst að yfirgefa þenn- an heim á þann hátt sem þú óskaðir þér og er ég þakklát fyrir að hafa fengið að kveðja þig á svo friðsælan hátt. Minningin um þig mun lifa. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pétursson.) Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Hvíl þú í friði, Katrín Marta og fjölskylda. Elsku amma mín, nú er komið að kveðjustund. Ekki datt mér í hug að þú mundir fara svona fljótt frá okk- ur. Þú sem varst nýbúin að vera hjá okkur að gera jólainnkaupin og ég var að hjálpa þér að pakka inn og ganga frá gjöfunum. Minningin um þig, amma, er og verður alltaf svo skýr og góð. Það eru bara góðar minningar um öll þau skipti sem ég og Arna komum til þín á dvalarheimilið í heimsókn eða til að gista. Þá varst þú vön að fara með okkur út í sjoppu að kaupa pulsur eða pizzu í kvöldmat. Alltaf voru þær jafngóðar móttökurnar hjá þér sem við og aðrir fengum þegar komið var í heimsókn til þín. Og þá áttirðu alltaf til ís og ávexti handa gestum. Það fannst öllum al- veg ótrúlegt að heyra að þú værir komin yfir áttrætt og enn keyrandi á fullu. Og ég veit að vinkonum þín- um á dvalarheimilinu þótti ofboðs- lega vænt um það að þú varst alltaf tilbúin og hafðir alltaf tíma til að skreppa með þær út í búð eða á póst- húsið. Það sem mér finnst minnis- stætt við það er að þú varst vön að ferðast svo mikið og varst alltaf út um allt. Og hvert sem þú fórst varstu ávallt með myndavélina á lofti og þú áttir myndir af öllum at- burðum. Þér fannst líka svo gaman að sýna mér myndirnar þínar. Þér þótti líka svo rosalega vænt um alla þína ættingja og vini. Þú varst svo stolt af öllum þínum afkomendum og sagðir mér oft frá afrekum þeirra. Það var tvennt sem helst var hægt að tengja við þig og það voru spilamennska og nammi. Þegar ég var yngri og mig langaði að spila þá varst þú alltaf til staðar og kipptir þér ekkert upp við það þótt ég svindlaði smávegis og þú lést alltaf sem þú tækir ekki eftir því. Það voru líka ófá skipti þegar ég var lítil sem var farið í veskið hennar ömmu að finna nammi. „Taskan hennar ömmu var botnlaus.“ Það var gott að fá að vera hjá þér á spítalanum síð- asta daginn þinn. Það var svo mikill friður og ró yfir þér þegar þú varst farin frá okkur. En nú veit ég að þér líður vel þar sem þú ert hjá afa Bjarna, Óla syni þínum, sem dó fyrir þremur árum, og litlu dóttur þinni, sem lést í æsku. Ég mun alltaf eiga góðar minningar af þér þaðan og líka eins og þú varst alltaf, svo hress og kát og sterk manneskja og alltaf til staðar fyrir mig þegar ég þurfti á því að halda. Þú varst svo góð og vildir öllum vel. Takk fyrir allt það sem þú hefur gert fyrir mig og ég er mjög ánægð að hafa átt þig fyrir ömmu. Kristur minn ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu. Gjörðu svo vel og geymdu mig, Guð, í skjóli þínu. (Höf. ók.) Guð geymi þig, elsku amma mín, þín Urður. Elsku amma. Ég sakna þín sárt, en ég veit að þér líður vel hjá Óla, afa og dóttur þinni. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur. Manstu þegar ég kom til þín með rútunni? Ég hlakk- aði mjög mikið til að koma til þín og líka þegar þú komst til okkar. Manstu þegar við spiluðum þjóf, Ól- sen-Ólsen, veiðimann, lönguvitleysu og svartapétur? Manstu þegar við fórum í Kaupfélagið? Takk fyrir allt sem þú keyptir handa mér. Mér finnst svo sárt að þú fórst frá okkur og ég mun sakna þín á jólunum og alltaf. Guð geymi þig. Ástarkveðjur, þín Arna. Amma Kata er dáin, þar fór ein- stök kona. Svo dæmi séu tekin, hvaða amma hoppar upp á stóla og borð fram yfir áttrætt? Eða leggst flötum beinum á gólfið til að leika við yngstu börnin, keyrir félaga sína á dvalarheimilinu út um borg og bý á bíl sínum fram á síðasta dag, kennir barnabörnum sínum að keyra bíl löngu fyrir ferm- ingu, er með óþrjótandi sælgætis- uppsprettu í veskinu sínu og tekur varla nokkur lyf alla ævina? Þannig var amma, einstök kona. Þótt við fengjum aðeins að njóta síðasta hluta ævi ömmu fengum við að kynnast mörgum af hennar góðu kostum. Amma var hörkutól, harð- dugleg, rösk í hreyfingum og ósér- hlífin, enda vandist hún snemma mikilli vinnu eins og svo margt fólk af hennar kynslóð. Ólíklegt er að við bræður hefðum harkað af okkur heilt sumar við heyannir og önnur sveitastörf með opið sár eftir botn- langauppskurð líkt og hún gerði fermingarsumarið sitt. Uppskurð sem var framkvæmdur á stofuborð- inu í Steinum á fermingardaginn hennar. Amma var reyndar ekki aðeins rösk til vinnu, heldur „hugkona“ í einu og öllu. Hún vildi sjaldnast geyma það til morguns sem mátti gera samdægurs, enda átti bið illa við ömmu og enn síður vildi hún láta bíða eftir sér. Amma var alla ævi dugleg við að ferðast og að ógleymd- um Reykjavíkurferðum, í hlýjan faðm Rúnu dóttur sinnar og fjöl- skyldu hennar, keyrði hún reglulega austur í Skálakrók og niður í Hild- isey að fylgjast með sonum sínum og fjölskyldum þeirra. Segja má að í heimsóknum sínum hafi amma lagt meira upp úr gæðum en lengd. Ánægðust var hún með stutt stopp, ekki vildi hún verða til þess að tefja búverkin. Auk heimsókna til ættingja og góðra vina naut amma mjög annarra ferðalaga svo sem ferðalaga með eldri borgurum og orlofsdvalar á Laugarvatni, Hveragerði og nú síð- ast á Skógum, þar sem ávallt var tek- ið vel á móti henni. Í þessum ferðum naut amma sam- vista við margar góðar konur. Þar má sérstaklega nefna herbergis- félaga hennar í orlofsdvölunum, Tótu vinkonu hennar. Þá minnumst við hve vel fór á með ömmu og vinkonu hennar og mágkonu, Önnu heitinni frá Steinum. Þær brölluðu ýmislegt saman og héldu til dæmis áfram að fara saman í tjaldútilegu fram undir áttrætt, eftir að þær höfðu misst sína góðu eiginmenn og lífsins ferða- félaga. Öðru fremur geislaði amma af góðmennsku og með framkomu sinni kenndi hún okkur bræðrum það að hafa jákvæðni, hlýju og fyr- irgefningu öðru framar í sinni. Þó var hún ófeimin við að sýna ef henni mislíkaði menn eða málefni. Amma var barngóð, enda voru það ekki bara barnabörn og barna- barnabörn hennar sem kölluðu hana ömmu Kötu. Hún var gjafmild með afbrigðum og sælgætisuppsprettan hennar laðaði fram mörg bros á smáum andlitum. Amma var fljót að bregðast við minnkuðum áhuga okk- ar eldri bræðranna á sætindum úr veskinu, hún náði til okkar með ís og ávöxtum á eldhúsborðinu og sparaði ekki. Gjafmildi hennar mun fjöl- skyldan njóta eftir hennar daga því amma var búin að finna til allar jóla- gjafirnar og væri mjög glöð að vita að þær munu allar komast til skila. Amma Kata var kona sem fékk að reyna ýmislegt um ævina en hvað sem á dundi skein hennar góða lund alltaf í gegn, enda lifði hún með það að leiðarljósi að gera það besta úr hlutunum. Amma, við getum lært margt af þér og það er okkur afar mikils virði að hafa fengið að eiga ömmu eins og þig, eða eins og þú hefðir sagt; „… alveg ómetanlegt.“ Hvíl í friði, þínir, bræðurnir frá Hildisey, Freyr, Örvar, Andri og Bjarni Már Ólafssynir. Ein albesta vinkona mín verður til grafar borin í vinalega jörð undir Eyjafjöllum í dag. Hún Kata, hús- freyja mín til margra sumra í Skála- koti. Það er mikil gæfa að fá að hafa lært að vinna, spila, syngja, ganga á heiðar, heyja og mjólka undir henn- ar handleiðslu. Alla tíð kom Kata fram við mig eins og félaga frekar en barn, eins og vin frekar en vinnu- konu, eins og heimspeking frekar en krakkakjána með frjótt ímyndunar- afl. Kata sagði mér til við að bólu- setja lömb, seyða rúgbrauð, baka flatkökur, gá undir kartöflugrös og þvo mjólkurílát, stela hesti á leiðinni við að sækja kýrnar og drekka kaffi. Meira að segja hafði hún fyrir mér að smakka hvannarótarbrennivín að hætti hússins þegar ég stálpaðist. Hún sagði mér sögur og við ræddum heimsmálin. Stundirnar okkar Kötu og Bjarna við stigna orgelið í stofunni eru mik- ilvægasta tónlistaruppeldið mitt, leitin að nýfæddum kettlingum milli þilja og músaveiðar fyrir Alfred Árnason mikilvægustu líffræðilegu vettvangsrannsóknirnar og flat- kökubaksturinn í geymslunni það næsta sem ég hef komist reykkaf- arastarfinu. En öll reynslan og miklu meira varð að leik í samhjálp okkar Kötu og annarra heimilis- manna í Skálakoti. Ég ætla rétt að vona að við náum aftur saman til að sjá um óvinsælustu verkin hvor fyrir hina; ég að þrífa eftir himneska ketti og bera út mýs og hún að þvo jóla- kökuform eftir englabakstur á himnum. Því ef til er himnaríki þá er það nákvæmlega eins og heimilis- haldið og landslagið var í Skálakoti meðan Kata var þar húsfreyja, Bjarni hummandi athugull bóndi og Óli stríðinn stráklingur. Kannski eru líka allir í betri föt- unum á himnum, eins og á sunnu- dögum þegar heimilisfólkið tók sér frí frá hversdagsönnunum, fór í kirkju til að syngja, brá sér á aðra bæi í heimsókn eða til að klippa vini. Um helgar vildi Kata líka ferðast og njóta fegurðar náttúrunnar. Það fannst mér skrítið, því í mínum huga var hvergi meiri fegurðar að njóta en einmitt undir Holtsnúpi, í giljum steinsnar frá bænum eða á leið upp að jökli. Öllu yndislega fólkinu frá Skála- koti og vandamönnum þess vil ég þakka liðnar samverustundir og vona að þeim linni ekki þótt Kötu njóti ekki lengur við. María Maack. KATRÍN MARTA MAGNÚSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Katrínu Mörtu Magnúsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.