Morgunblaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 53
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2001 53 ✝ Sigurveig Sig-tryggsdóttir fæddist í Syðri-Nes- löndum 11. desem- ber 1906. Hún and- aðist á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga 9. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigríður Jó- hannesdóttir, f. 2. október 1866, d. 5. febrúar 1949, og Sigtryggur Þor- steinsson, f. 22. apríl 1870, d. 17. desem- ber 1952. Sigurveig var yngst þriggja systkina. Elst var Guð- rún Hólmfríður, f. 30. desember 1896, d. 9. september 1978. Hún giftist Tómasi Sigurtryggvasyni, f. 8. ágúst 1891, d. 16. febrúar 1956. Synir þeirra voru tveir: Reynir bóndi í Eyvík, f. 28. maí 1925, d. 21. júní 2001, kona hans er Emma Kolbeins- dóttir, f. 11. mars 1923, þau eiga þrjú börn; og Tryggvi Tómasson bóndi í Björk, f. 14. apríl 1928, d. 5. nóvem- ber 1999, kona hans er Ingibjörg Páls- dóttir, f. 3. maí 1919, þau eiga þrjú börn. Jón Sig- tryggsson bóndi í Syðri-Neslönd- um, var næstur í röðinni, f. 17. júlí 1903, d. 22. október 1987. Útför Sigurveigar fer fram frá Reykjahlíðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Sunnangolan leikur hlý í frjálsum fjallareit fuglarnir og vorið koma heim í Mývatnssveit. Vakinn upp með sólarkossi brosir lítill bær brumið vex á greinunum og lyng í móa grær. Gufustrókar kynjamyndum skreyta heiðið hátt hverfa svo í daggarperlum út í loftið blátt. Endurnar á vatnsfletinum synda hlið við hlið heyra má í klettasprungu þýðan lækjarnið. Vökunætur rökkurlausar verma huga manns vindurinn og glettin bára stíga léttan dans. Yfir færist sumarlognið, allt er kyrrt og hljótt undarlegt er Hverfellið í vorsins björtu nótt. Við mér blasa æsku minnar ævintýralönd óravíður fjallahringur rís við sjónarrönd. Átthaganna von og trú í brjósti bærist heit og björtust finnst mér sólin vera hér í Mývatnssveit. Elsku Veiga frænka. Mér koma í hug þessar ljóðlínur Hákonar Aðal- steinssonar þegar ég minnist þín. Það var júníkvöld fyrir mörgum ár- um. Ég og móðir mín fórum út á vatn að vitja um net sem lágu vestur á Leiru sem kölluð er. Veðrið var eins og það getur fegurst orðið í Mývatns- sveit. Logn var á vatninu og sól á lofti en brátt hvarf hún bak við fjöllin. Fuglasöngurinn ómaði allt um kring og kríurnar flögruðu yfir en stungu sér öðru hverju eftir síli. Þegar við höfðum vitjað um netin datt okkur í hug að líta við í Syðri-Neslöndum hjá Jóni og Veigu. Við settum því bátinn upp í Skáley og gengum heim að bænum. Eitthvað höfðu systkinin orðið vör mannaferða og hundur kom geltandi á móti okkur. Lambær voru á túnum og allt iðandi af lífi. Okkur var vel tekið eins og ævinlega og boð- ið í bæinn. Veiga var fljót að hella á könnuna og brátt sátum við yfir rjúk- andi kaffibollum og spjölluðum sam- an um alla heima og geima. Það var því orðið framorðið er við lögðum af stað heim aftur. Þá var sólin byrjuð að rísa á himninum á ný en fugla- söngur hljóðnaður. Þegar báturinn klauf vatnið hljóðlega breyttist yfir- borð þess í gylltar lognöldur sem vögguðu út frá bátnum. Allt um- hverfið var eins og draumaveröld og þessi sýn mun aldrei líða mér úr minni. Önnur minning kemur upp í hug- ann þegar ég hugsa til þín. Það var í fyrsta skipti sem ég kom í Syðri-Nes- lönd með foreldrum mínum. Þá var vetur og farið á bíl yfir ísinn. Við komum inn í gamla bæinn í Syðri- Neslöndum og þar voru dimm bæj- argöng. En inni í eldhúsi var bjart og hlýtt. Eitthvað var ég feimin við allt þetta fólk sem var á heimilinu en þú tókst í höndina á mér og leiddir mig að eldhússkáp sem var úti í horni. Þar tókst þú stóran kandísmola og stakkst í lófa minn og sagðir – þú mátt eiga þetta. Já, það koma svo ótal myndir fram í huga minn þegar ég hugsa um þig. Þið systkinin voruð svo samhent við búskapinn og alltaf var nóg að starfa bæði úti og inni. Dugnaður og þraut- seigja ásamt þolinmæði og útsjón- asemi held ég hafi einkennt lífsstarf ykkar. Á þessum bletti eydduð þið ykkar ævidögum og unduð glöð ykk- ar hag. En eftir að Jón bróðir þinn lést varstu ein í bænum og undir þér við tóvinnu og prjónaskap. Allt lék í höndum þér og margir eiga rósavett- linga eftir þig. Þú kunnir öll þessi handtök svo vel að það var gert myndband um þig og hvernig hægt er að vinna úr íslensku ullinni. Fyrst var að taka ofanaf reyfinu, svo að kemba – spinna – tvinna – og svo að prjóna vettling eða leist. Þú varst svo yfirveguð og örugg meðan á upptöku stóð að það var einsog þú hefðir aldr- ei gert annað en sitja fyrir framan kvikmyndavél. Og þegar mynda- tökumaðurinn spurði þig hvort þú værir ekki hrædd við vélina svaraðir þú: „Nei, er einhver ástæða til þess?“ Ég sagði áðan að þú hefðir verið ein í bænum eftir lát bróður þíns en það er ekki alveg rétt því að sá sem trúir á Guð og helgar honum lífsstarf sitt er aldrei einn. Þú áttir líka svo marga vini og margir urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að þekkja þig. Þú varst svo traustur vinur og góð manneskja að við erum öll miklu rík- ari að hafa fengið að kynnast þér. Fjölskylda mín á þér mikið að þakka og vil ég fyrir hönd okkar allra þakka þér ógleymanlegar stundir. Nú þeg- ar þú ert farin er eins og hafi mynd- ast eitthvert tómarúm sem ekki verður fyllt aftur. Minningin um þig lifir um ókomin ár. Far þú í Guðs friði. Ættingjum þínum öllum votta ég mína dýpstu samúð. Sólveig Illugadóttir. Heillin! Það verða víst ekki margir eftir þína tíð sem kalla okkur þessu ljúfa nafni. Við minnumst ferðanna norður til þín í Syðri-Neslönd, hvað það var yndislegt að koma en erfitt að fara. Ferðirnar á vatnið, eggjatínslan og þegar við komum kaldar og þreyttar heim beiðst þú tilbúin með heita kokseldavélina og stungum við köldum táslunum inn í ofninn á henni. Leikföngin þín voru ekki eins og þessi hefðbundnu, urðu því leggirnir og hornin ennþá meira spennandi en allt annað. Við lærðum að hreinsa netin, þrífa og undirbúa silunginn til reykingar, með þinni leiðsögn. Alltaf var líka sá reykti bestur eftir þig. Svo sauðst þú silunginn, hausana og lagaðir indælis silungssúpu. Það var stórkostlegt að fylgjast með því hvernig þú annaðist kind- urnar þínar, sem bönkuðu á dyrnar þegar þær langaði í eitthvert góð- gæti. Hvernig þú hélst reglu á heim- ilinu þrátt fyrir að hafa fullt hús af gestum og varst alltaf með kræsing- ar á borðum. Minni þitt var einstakt, þú fræddir okkur um nöfn á fjöllunum kringum vatnið, sagðir okkur ýmis örnefni og kenndir okkur heilmargt. Við horfð- um líka aðdáunaraugum á hve hand- lagin þú varst. Við eigum okkar uppáhaldsvettlinga prjónaða eftir þig og ullina vannst þú sjálf. Skriftin var líka í samræmi við það og voru jólakortin og bréfin alltaf jafn fallega skrifuð og vönduð eins og allt sem þú gerðir, sama hvað árin liðu. Elsku Veiga okkar, við minnumst þín alltaf með hlýju í hjarta, hve ein- stök þú varst og hvað við vorum heppnar að fá að kynnast persónu eins og þér. Þínar Heiða Björg og Dagný. Þegar ég sest niður og rita þessi fátæklegu orð til þín er 11. desem- ber. Afmælisdagurinn þinn. Þú hefði orðið 95 ára. Þú kaust að halda frek- ar uppá hann annarsstaðar og ekki efast ég um að þér líði vel þar. Um- vafin öllu þínu fólki sem hefur eflaust beðið þín með opna arma. Já ég veit að þú ert hvíldinni fegin enda var líkamlegt þrek þitt farið að gefa sig verulega, eins og við er að búast hjá fólki á þessum aldri. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að kynnast þér í gegnum tengdafólk mitt. Ég man alltaf er ég hitti þig fyrst. Þá sagðir þú: „Ertu nokkuð hrædd við kerlinguna núna?“ Ég hafði nefnilega komið á hlaðið 10 árum áð- ur og var þá á ferðalagi með mínum heittelskaða í tilhugalífinu. Hann vildi endilega heilsa upp á einhvert fullorðið frændfólk sem hann átti við Mývatn. Ég var þá innan við tvítugt og vissi ekkert hvort ég yfir höfuð myndi nokkuð ílengjast í þessari fjölskyldu svo ég beið bara úti í bíl á meðan Tommi hljóp inn til ykkar. En enn þann dag í dag sé ég eftir því að hafa ekki farið líka, þá hefðu bæst 10 ár við okkar kynni. Að kynn- ast svona manneskju eins og þér kennir manni ýmislegt. Svona heið- arleg, hreinskiptin og vel gerð kona er ekki á hverju strái. Frá því ég kom í Neslönd til þín í fyrsta skipti fyrir um það bil 20 árum var allt eins og það er í dag. Það er næsta víst að ég gæti gengið að öllum hlutum á sama stað og þeir voru þá. Alltaf allt í röð og reglu. Borðbún- aður og allt eins nema hvað gamla koks-eldavélin þín gafst upp fyrir nokkrum árum, en stendur ennþá í eldhúsinu og verður þar eflaust áfram, enda virkar hún eins og minn- isvarði um þig. Já þú hafðir í umferð það magn sem þú þurftir til daglegra nota af leirtaui og öðru slíku, en ef við komum til þín öll fjölskyldan þá var dregið fram viðbótarleirtau sem geymt hafði verið vel inn pakkað í búrinu. Þar leyndist ýmislegt ef á þurfti að halda. Ef þú sást að við vor- um að leita að einhverju til að nota í eldhúsinu þá komst þú og spurðir: „hvað vantar þig heillin?“ og svo kom svarið „bíddu hæg, við skulum sjá hvað ég á“. Oftar en ekki varstu óð- ara komin með tilheyrandi hlut. Allt- af eru leggirnir og hornin á sínum stað fyrir börnin og ekki eru þau fyrr komin í Neslönd en búið er að dreifa þeim um allt stofugólfið. Svo var „baukurinn“ í eldhússkúffunni alltaf á sínum stað með einhverju góðgæti í. Náttúrubarn varstu fram í fingur- góma og unnir „sveitinni“ þinni mjög heitt. Það er mér mjög minnisstætt þeg- ar við skelltum okkur með þig í í Herðubreiðarlindir fyrir nokkrum árum. Þá varstu að koma þar í fyrsta skipti og naust þess virkilega að velta fyrir þér gróðurtegundum og þeirri miklu náttúrufegurð sem þar er. Dýravinur varstu mikill og gaman var að sjá ærnar þínar koma og banka til að fá köggla í þvottahúsdyr- unum eða Skotta í Ytri-Neslöndum, hvað hún brosti blýtt til þín með von um góðgæti, þegar hún kom til þín. Það var eins og þú talaðir við dýrin. Við höfum nú veitt nokkrar brönd- ur þarna hjá þér um dagana í sam- vinnu við þig. Fengið að nota byttuna þína og á árum áður reyktir þú fyrir okkur silung. Að horfa á þig verka silunginn í reyk var engu líkt. Hand- tökin snör og ákveðin. Síðan var ruslið aðskilið. Allt líf- rænt út í gjótu, nýttir það sem hægt var að endurnota, svo sem pappa í ýmiskonar merkisspjöld og restin fór svo í gáma. Handavinnan þín er víða geymd eins og gullmolar, bæði hérlendis og erlendis. Helst vildi ég ramma inn vettlinga sem þú færðir okkur. Handunnir beint af sauðkindinni. Það er áreiðanlega ekki víða gert enn þann dag í dag. Rokkurinn þinn, snældan og kambarnir búnir að vera í notkun alveg fram undir aldamót. Mikla ánægju hafðir þú af því að senda gesti í Ytri-Neslönd og skoða fuglahúsið hans Geira. Enda er það engu líkt. En sá góði drengur var tekin frá ykkur á Tanganum fyrir rétt um það bil tveimur árum, með sviplegum hætti. Þá misstuð þið mik- ið. En þú stóðst alltaf eins og klettur sama hvað á móti blés. Horfðir á eftir frændfólki og ástvinum yfir móðuna miklu. Bjóst ein í húsinu þínu frá því þú misstir Jón bróðir þinn. En erfitt hefði það verið þér, ef þú hefðir ekki notið stöðugrar ástúðar og umönn- unar fólksins í kring um þig. Og ber að þakka þeim öllum fyrir það. Það var okkur, sem bjuggum svona langt frá þér, ekki lítils virði að vita af þér í svona góðum höndum. Systurnar í Ytri-Neslöndum fylgdust vel með þér og alltaf tilbún- ar að snúast fyrir þig. Svo hún Dísa í Helluhrauni eins og við köllum hana. Hún hefur verið þér mikils virði og hafði hún þig hjá sér þegar þú gast ekki verið ein heima eftir að þú veikt- ist. Hún fékk svo að fylgja þér síð- asta spölinn. Dvaldi hjá þér á sjúkra- húsinu þar til yfir lauk. Elsku Veiga, ég gæti haldið endalaust áfram að rifja upp einhverjar samverustundir með þér, en nú er mál að linni. Neslandatangi er ekki samur án þín. Við Tommi og okkar fjölskylda munum halda áfram að koma þangað og hugsum áreiðanlega til þín í hverju spori er við dveljum þar hjá öllu því sem var þér svo kært. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem.) Þórdís Pálmadóttir, Laugarvatni. Ó hve heitt ég unni þér, allt hið besta í hjarta mér vaktir þú og vermdir þinni ást, æskubjart um öll mín spor aftur glóir sól og vor og traust þitt var það athvarf sem mér aldrei brást. Óska ég þess angur mitt aldrei snerti hjarta þitt. Til þess ertu alltof ljúf og góð. – En ég vil þú vitir það, vina mín, þó hausti að, að þú varst mín sumarþrá, mitt sólskinsljóð. (Tómas Guðm.) Elsku hjartans Veiga mín! Mig langar að skrifa nokkur orð til að kveðja þig. Takk fyrir allt sem þú hefur kennt mér og gert fyrir mig þegar ég hef heimsótt þig í Syðri-Neslönd. Guð geymi þig. Þín Sigurveig (Veiga) Laugarvatni. Þig faðmi liðinn friður guðs, og fái verðug laun þitt góða hjarta, glaða lund og göfugmennska í raun. Vér kveðjum þig með þungri sorg, og þessi liðnu ár með ótal stundum ljóss og lífs oss lýsa gegnum tár. Vér munum þína högu hönd og hetjulega dug, og ríkan samhug, sanna tryggð og sannan öðlingshug. Guð blessi þig! Þú blóm fékkst grætt, og bjart um nafn þitt er. Og vertu um eilífð ætíð sæll! Vér aldrei gleymum þér. (Jón Trausti.) Elsku Veiga. Við viljum þakka þér innilega fyrir þann tíma sem við fengum að eyða með þér. Þessi tími sem við dvöldum fyrir norðan, á þín- um uppáhaldsstað var yndislegur. Sögurnar þínar og vettlingarnir, við munum geyma það vel. Við munum sakna þess að koma til þín á hverju sumri og fá að njóta þess að vera með þér. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Inga Birna, Tryggvi og Guðbjörg. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjar dóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni en nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson frá Gríms- stöðum.) Hugsanir þær sem ég hlýjastar á þær hvarfla til þeirra sem langt eru frá og heim til þín veginn þær velja. Þær þurfa ekki fylgd eða fargjald til þín þær finna hvar sólin heitast skín og hvar hlýtt er og helst er að dvelja (Ók. höf.) „Komið þið sæl heillin“ sagði hún þegar komið var í hlaðið á Syðri-Nes- löndum. Hve oft höfum við ekki heyrt þessa notalegu kveðju frá þér, Veiga okkar. Þú hefur nú yfirgefið þessa jarðvist eftir langa ævi og áttir einungis efitr 2 daga í 95 árin. Okkur finnst við hafa hlotið viss forréttindi að hafa fengið að dvelja í Neslöndum og kynnast þér, einstakri konu sem af nægjusemi hafði alltaf allt til alls. Þú upplifðir eins og samtíðarmenn þínir þær miklu breytingar frá mold- argólfum til okkar tíma. Gamalt handverk kunnir þú vel og mörgum gömlum verkfærum og munum hef- ur þú safnað í gegnum tíðina. Ófáir eru vettlingarnir frá þér, jafnvel til um allan heim, unnir frá upphafi til enda af þér. Að taka of- anaf, kemba, spinna og prjóna var eitthvað sem enginn kunni betur. Við eldhúsborðið í Neslöndum var margt spjallað. Þú varst viskubrunnur af gömlum fróðleik og sögum, sagðir einstak- lega skemmtilega frá og mundir nöfn, ártöl og annað af einstakri ná- kvæmni. Þú barst alla tíð mikla virð- ingu fyrir landinu og sveitin þín með öllu sínu mikla lífi var þér sérstak- lega hugleikin. Þar hafðir þú allt sem þú þurftir. Klukkan skipti ekki svo miklu máli, lífið gekk sinn vanagang eins og það hafði alltaf gert. Minnisstætt er okkur er rætt var um áramótin og öll þau ljósalæti er þeim fylgja, hvort mikið væri um það í sveitinni, svaraði hún: „Ætli það ekki, svona eins og víðar, en ég fer nú að sofa á sama tíma, þau fara nú ekki langt áramótin.“ Allt var gert með sömu róseminni og jafnaðargeðinu. Það hlýtur að vera einstakt að geta farið í gegnum lífið í svo mikilli sátt við allt og alla. „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér. (Terry Fernandez.) Elsku Veiga okkar, þakka þér fyr- ir samfylgdina í gegnum árin. Þú verður alltaf hjá okkur í huganum. Minning þín er ljós í lífi okkar. Páll Tryggvason, Sigríður Björnsdóttir. Í dag er lögð til hinstu hvílu aldin frænka og mikil heiðursmanneskja, Sigurveig Sigtryggsdóttir, húsfreyja að Syðri-Neslöndum í Mývatnssveit. Langri og farsælli ævi er lokið eftir nánast 95 ár. Sigurveig eða „Veiga“ eins og hún var oftast nefnd, bjó alla sína ævi á bakka Mývatns í fögru umhverfi Neslandabæjarins; framan af í foreldrahúsum með systkinum og öðru heimilisfólki, en eftir árið 1950 bjó hún með bróður sínum, Jóni Sig- tryggssyni. Þau systkinin stunduðu búskapinn af kappi og veiðina í vatn- inu sér til viðurværis, bæði harðdug- SIGURVEIG SIGTRYGGSDÓTTIR SJÁ SÍÐU 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.