Morgunblaðið - 15.12.2001, Side 33

Morgunblaðið - 15.12.2001, Side 33
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2001 33 Sjónvarpsskápar Borðstofuborð Stólar Ný sending Glæsilegt úrval afsláttur O P I Ð t i l k l . 2 2 . 0 0i l l . . BÆJARLIND 6 200 KÓPAVOGI SÍMI 554 6300 netfang: mira@mira.is heimasíða: www.mira.is AUGLÝSIR Veislan í Míru heldur áfram Ný sending af speglum eva Vandaðar og glæsilegar jólagjafir fyrir konuna Gerard Darel dragtir - pils - blússur - kápur - kjólar Nicole Farhi peysur - treflar Joseph mokkakápur - peysur DKNY kjólar - dragtir - peysur - kápur ...við tökum vel á móti þér Laugavegi 91, 2. hæð, s. 562 0625 Opið í kvöld til kl. 22, sunnudag kl. 13-18, mánudag og til jóla til kl. 22. GERARD DAREL RÍKISSTJÓRN Indlands greindi frá því í gær að sannað væri að pak- istönsku hryðjuverkasamtökin, Laskhar-e-Tayyaba, hafi átt þátt í tilræðinu við indverska þingið í Nýju Delhi á fimmtudag þar sem tólf manns féllu. Er þessi yfirlýsing talin líkleg til að ýta undir kröfur stjórn- arflokksins BJP um að stjórnin beiti sér gegn meintum hryðjuverkabúð- um í hinum pakistanska hluta Kasm- írs, en stjórnir Pakistans og Ind- lands hafa lengi eldað saman grátt silfur vegna landsvæðisins. Að sögn Jaswant Singh, utanrík- isráðherra Indlands, hefur stjórnin lagt fram formlega kvörtun við her- stjórnina í Pakistan og segir hann Indverja hafa undir höndum „tækni- leg sönnunargögn“ sem sanni að árásin hafi verið verk Lashkar-e-Ta- yyaba, sem þegar hefur neitað allri aðild að tilræðinu. „Þetta eru tómar lygar. Indverjar stóðu sjálfir fyrir árásinni. Þetta er allt sett á svið til að auka óvild í garð íslamskra hópa í Kasmír og til að bendla Pakistan við málið,“ sagði Yahya Mujahid tals- maður samtakanna. Krefjast aðgerða gegn hryðjuverkasamtökunum Indverjar hafa þá krafist þess að pakistanskir ráðamenn stöðvi starf- semi hryðjuverkahópsins, sem og hópsins Jaish-e-Mohammed, sem sakaður er um að hafa staðið fyrir mannskæðri árás á héraðsþingið í Srinagar, höfuðstað Kasmírs, 1. október sl. Vill indverska stjórnin enn fremur að sú pakistanska hand- taki leiðtoga hryðjuverkasamtak- anna og frysti eignir þeirra. „Ég vil leggja áherslu á að þessar kröfur eru í samræmi við þær alþjóð- legu skyldur sem settar hafa verið fram í baráttunni gegn hryðjuverk- um,“ sagði Singh í viðali við frétta- stofu AP. „Stjórn Pakistans ítrekar að hún sé jafnmótfallin hryðjuverk- um og alþjóðasamfélagið og að hún hvetji ekki til slíkra verka.Við gerum ráð fyrir að stjórnin muni standa við orð sín.“ Rashid Qureshi talsmaður her- stjórnarinnar í Pakistan, sem for- dæmt hefur tilræðið í fyrradag, segir Indverja gjalda það dýru verði standi þeir fyrir einhverjum „óhöpp- um“ í kjölfar tilræðisins. „Indverjar virðast gera sitt besta til að auka á spennuna með því að skella skuldinni á Pakistan,“ hafði AFP-fréttastofan eftir Qureshi. Singh hefur neitað að gefa upp hver hin „tæknilegu sönnunargögn“ séu, og segir málið enn á of við- kvæmu stigi. Indverjar hafi hins vegar rætt við stjórn Bandaríkjanna og annarra ríkja um það hvernig best sé að leggja sönnunargögnin fram. Lengi hefur verið stirt milli ind- verskra og pakistanskra stjórnvalda og indverska stjórnin hefur lengi vel sakað þá pakistönsku um að styðja íslamska herflokka í Kasmír. Hafa þjóðirnar í tvígang átt í stríði vegna yfirráða yfir landsvæðinu sem báðar gera tilkall til. Indverska stjórnin hefur sýnt ný- fengnu hlutverki herstjórnarinnar í baráttu Bandaríkjamana gegn hryðjuverkum nokkra tortryggni og þykir ljóst að tilræðið á fimmtudag auki enn frekar á stirfni í sambúð ríkjanna. Pakistönsk hryðjuverka- samtök bendluð við tilræðið Nýju Delhi. AP, AFP. AP LK Advani, indverski innanrík- isráðherrann, leggur krans á kistu eins öryggisvarðanna sem létust í tilræðinu á fimmtudag. TOYOTA Camry og Honda Accord voru enn vinsælustu bílarnir meðal bílaþjófa í Bandaríkjunum á síðasta ári, þegar bílaþjófnuðum fjölgaði þar í landi í fyrsta sinn í ára- tug, að því er bandarísk trygg- ingaeftirlitsstofnun greindi frá. Á listanum yfir þá bíla sem mest er stolið eru bæði fólks- bílar og jeppar. Sex af tíu efstu eru bandarískir bílar, þótt Camry og Accord tróni þar efst. Næstir koma Oldsmobile Cutlass, Honda Civic, Jeep Cherokee og Grand Cherokee, Chevrolet C/K pallbíll, Toyota Corolla, Chevrolet Caprice, Ford Taurus og Ford F150 pallbíll. Fulltrúi eftirlitsstofnunar- innar sagði þjófana yfirleitt beina sjónum sínum að þessum bílum vegna þess að þeir gæfu mest af sér þegar þeir væru teknir í sundur og seldir í vara- hluti. Vafasam- ar vin- sældir Detroit. AP. ÞRÍR af sex hjartaþegum sem hlutu AbioCor-gervihjarta eru nú látnir. Maðurinn sem síðast lést var á áttræðisaldri, sá fjórði í röð- inni sem lét græða í sig AbioCor- gervihjartað, en hjartapumpan, sem er unnin úr títaníum og plasti, er sjálfvirk. Að sögn lækna á UCLA-sjúkrahúsinu í Los Angeles starfaði gervihjartað sem skyldi, en maðurinn lést vegna margvís- legra líffærabilana. „Sjúklingurinn og fjölskylda hans sýndu mikið hugrekki,“ sagði Hillel Laks, yf- irmaður læknahópsins sem fram- kvæmdi aðgerðina. „Það hryggir okkur að við gátum ekki lengt líf hans frekar.“ Fyrsti AbioCor-gervihjartaþeg- inn, Robert Tools, lést 30. nóvem- ber sl., einum fimm mánuðum eftir að hann gekkst undir aðgerð. Þriðji gervi- hjartaþeg- inn látinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.