Morgunblaðið - 04.01.2002, Síða 16

Morgunblaðið - 04.01.2002, Síða 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 16 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Á HEIMASÍÐU Hafnarfjarðar- bæjar er nú að finna nýjan korta- og þjónustuvef fyrir bæjarfélagið. Á kortavefnum er hægt að finna staðsetningu margvíslegrar þjón- ustu og afþreyingar í Hafnarfirði með því að smella á viðeigandi þjónustumerki sem þá birtist á við- eigandi stað á kortinu. Á vefnum er t.d. að finna hringljósmyndir og ef smellt er á myndavélina á kort- inu er hægt að sjá hringmyndirn- ar, en þær voru sérstaklega teknar fyrir þennan vef. Einnig eru á vefnum gönguleiða- kort fyrir miðbæinn, Hvaleyrar- vatn, Helgafell, Hraunin og Krýsu- vík. Kortin geta áhugasamir prentað út sér að kostnaðarlausu og haft með sér í gönguferðina. Vefurinn í stöðugri þróun Í fréttatilkynningu frá Hafnar- fjarðarbæ segir að ætlunin sé að efla og þróa þennan vef „þannig að hann komi ávallt til með að koma að góðu gagni fyrir þá sem hafa áhuga á því að kynna sér Hafn- arfjörð og nágrenni eða leita til- tekinnar þjónustu eða afþreying- ar.“ Til að komast á vefinn er farið inn á slóðina www.hafnarfjordur.is og smellt á „kortavef“ hægra meg- in á síðunni undir flýtileiðir og einnig er hægt að komast inn á hann vinstra megin undir „Upplýs- ingar“. Vefurinn var unninn af Landmati fyrir Hafnarfjarðarbæ og umsjón með staðháttaupplýs- ingum og gönguleiðalýsingum hafði Jónatan Garðarsson. Göngu- leiða- og þjónustu- kort á Netinu Hafnarfjörður Á kortavefnum er hægt að finna staðsetningu margvíslegrar þjónustu og afþreyingar í Hafnarfirði með því að smella á viðeigandi þjónustu- merki sem þá birtist á viðeigandi stað á kortinu. FRAMKVÆMDASTJÓRA íþrótta-og tómstundaráðs og borgarlögmanni hefur verið heimilað að ganga til samninga við Íslandspóst varðandi leigu á húsnæði gömlu lögreglustöðvarinnar við Pósthússtræti 3–5, en húsnæðið þykir henta vel fyrir starfsemi Hins húss- ins, miðstöðvar ungs fólks í Reykjavík. Tillaga þessa efnis var samþykkt í borg- arráði fyrir helgi. Hitt hús- ið hefur undanfarin ár ver- ið til húsa í Geysishúsinu við Vesturgötu sem er í eigu Minjaverndar. Leigu- samningur við Minjavernd um starfsemi Hins hússins rennur út í haust og þarf því að finna starfseminni nýjan samastað. Nokkur óvissa hefur ríkt um hvert starfsemin mun flytjast en í tillögu sem lögð var fyrir íþrótta- og tómstundaráð 21. desember og síðar sam- þykkt í borgarráði fyrir helgi kemur fram að um nokkurt skeið hafi verið unnið að athugunum á nýj- um valkostum varðandi húsnæðismál Hins hússins. Af hálfu starfsmanna ÍTR og Hins hússins hafa þessir valkostir verið yfirfarnir og lagt hefur verið mat á hús- næði og fjármál. Einnig var samþykkt að borgarráði og ÍTR verði gerð grein fyrir samningnum og kostnaði við leigu og flutninga Hins hússins úr Geysishúsi að Pósthússtræti áður en mál- inu verði lokið. Húsnæðið uppfyllir flest skilyrði Markús H. Guðmundsson, forstöðumaður Hins húss- ins, segir að húsnæðið í Pósthússtræti 3–5 uppfylli flest þau skilyrði sem hús- næði undir starfsemi Hins hússins þarfnast. „Þarna var auglýsingastofa áður til húsa svo raflagnir, síma- lagnir og góð lýsing er til staðar sem er óneitanlega stór kostur,“ segir Markús. „Það eina sem ég set spurn- ingarmerki við er með að- gengi fyrir fatlaða en stór hluti af starfsemi okkar lýt- ur að fötluðum. En það er örugglega eitthvað sem má bæta úr.“ Að mati Markúsar er staðsetningin mjög góð og tengir starfsemi Hins húss- ins sem fyrr miðborgarlíf- inu. Markús ítrekar að málið sé enn á frumstigi og að enn þá hafi ekki verið gengið til samninga við Ís- landspóst sem á húsnæðið. Hann segir Pósthússtræti 3–5 vera hentugasta hús- næðið sem hann hefur skoð- að með starfsemi Hins húss- ins í huga undanfarnar vikur. „Þetta er steinhús og einangrun er góð. Í Geysis- húsinu er ekki hægt að vera með tónleika á Kakóbarn- um og aðra starfsemi í gangi samtímis. Það myndi breytast ef við flyttum í þetta húsnæði. Starfsemin gæti orðið fjölþættari.“ Ef til kemur fengi Hitt húsið um 1.600 fermetra til afnota, að hluta til í gömlu lögreglustöðinni en einnig á hæðunum fyrir ofan gamla pósthúsið. „Það myndi þýða að einhver önnur starfsemi kæmi þarna inn með okk- ur,“ segir Markús og býst við að 3-4 skrifstofur í þessu húsnæði yrðu notaðar undir aðra starfsemi en þá sem fram fer á vegum Hins hússins í núverandi mynd. Saga húsanna við Pósthússtræti 3 og 5 Húsið við Pósthússtræti 3 var byggt árið 1880 sem lögreglustöð og var notað sem slíkt um áratuga skeið. Unnið hefur verið að end- urnýjun á húsinu innanhúss og með það að leiðarljósi að koma því í upprunanlegt horf þó ekki sé búið að end- urnýja það allt. Innangengt er úr húsinu yfir í Póst- hússtræti 5 þar sem gamla miðbæjarpósthúsið var, en það var byggt árið 1915. Hitt húsið flytur hugsanlega í Pósthússtræti 3–5 Morgunblaðið/Ásdís Lögreglustöðin og pósthúsið í Pósthússtræti 3–5 gætu orðið framtíðarhúsnæði Hins hússins. Heimilað að ganga til samninga um leigu Miðborg EFTIR afslöppun og hátíð- leik jóla og áramóta er hvers- dagslífið tekið við á nýjan leik. Landsmenn eru að tínast til vinnu eftir frí og sömuleiðis munu skólabörn mæta aftur í grunnskólana í dag. Flestir framhaldsskólanemendur fá þó að sofa út í dag og þurfa ekki að mæta í skólann fyrr en eftir helgi. Við höfnina í Reykjavík gengur lífið sinn vanagang og verkamenn, sjómenn og aðrir sem þar starfa við útiverk eru vafalítið fegnir því hversu veðráttan hefur verið blíð fyrstu daga nýja ársins. Mað- urinn á myndinni er að sand- blása rör og sjálfsagt fer hraði loftsins úr slöngunni í ófáa metra á sekúndu þó að vindur um borg og bý í gær hafi varla náð að hreyfa hár á höfði. Morgunblaðið/Sverrir Athafnalífið við höfnina Hafnarbakki

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.