Morgunblaðið - 04.01.2002, Page 22
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
22 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
EYJÓLFUR Sveinsson
hefur selt eignarhlut
sinn í Orca SA og þar
með í Íslandsbanka.
Kaupendur eru tveir fé-
lagar hans úr Orca-
hópnum svokallaða, Jón
Ásgeir Jóhannesson,
forstjóri Baugs, og Þor-
steinn Már Baldvinsson,
forstjóri Samherja.
Eignarhaldsfélag Orca-
hópsins, FBA-Holding,
er stærsti hluthafi í Ís-
landsbanka með 15,6%
hlutafjár, en alls á Orca-
hópurinn svokallaði yfir
18% í Íslandsbanka í
gegnum fleiri félög.
Í gær var einnig tilkynnt að Eyjólf-
ur hefði selt tæpar fimm milljónir að
nafnverði í Haraldi Böðvarssyni hf. en
Eyjólfur er þar varaformaður stjórn-
ar. Viðskiptin fóru fram á genginu
4,25 og er markaðsverðmæti hlutar-
ins því um 21 milljón króna.
Ekki víst að af þessum
viðskiptum verði
Eyjólfur segir í samtali við Morg-
unblaðið að hann og félög á hans veg-
um eigi eftir sem áður 1,62% í Ís-
landsbanka eða um 157 milljónir að
nafnverði. Viðskiptin sem tilkynnt
voru í gær lutu að sölu á eignarhlut
Dalsmynnis, eignarhaldsfélags Eyj-
ólfs um hlut hans og félaga í Orca. Um
var að ræða um 410 milljónir að nafn-
verði en gengi bréfanna er að sögn
Eyjólfs á bilinu 4,7–4,8 að meðtöldum
viðbótargreiðslum sem komi í áföng-
um á næsta ári. Í tilkynningunni til
Verðbréfaþings Íslands kemur hins
vegar fram að viðskiptin hafi farið
fram á genginu 4,3. Markaðsverð-
mæti þess sem selt var getur því talist
á bilinu 1.920–1.970 milljónir króna.
Eyjólfur segist mjög ánægður með
söluna. „Ég seldi þarna hluta af eign
minni í bankanum og létti þannig á
fjárfestingunni. Ég og félög á mínum
vegum eigum eftir sem áður umtals-
verðan hlut í bankanum, 1,62% sem er
um 700 milljónir að markaðsvirði.
Verðið var ásættanlegt en mér sýnist
að með greiðslum sem skila sér á
næsta ári verði það að öllum líkindum
á milli 4,7 og 4,8. Þetta er um einum
heilum yfir því sem það hefur verið
undanfarið ár og því skynsamlegt að
selja á þessum tímapunkti. Raunar
eru viðskiptin með fyr-
irvara því innan Orca er
verið að taka afstöðu til
tilboðs sem liggur hjá
okkur annars staðar frá
og ef því verður tekið
verður í raun ekki af
þessum viðskiptum,“
segir Eyjólfur, en
kveðst aðspurður ekki
vilja úttala sig nánar
um þetta mál.
Aðspurður segist
hann munu sitja áfram í
stjórn Íslandsbanka.
„Ég sit að sjálfsögðu
áfram og það ræðst
þegar kemur að aðal-
fundi hverjir verða í
stjórn. Ég og félög á mínum vegum,
beint og samkvæmt framvirkum
samningum, erum enn einn af tíu
stærstu hluthöfum í bankanum.“
Viðskiptin byggjast á samningi að-
ilanna sem gerður var á gamlársdag
og er að hluta til framvirkur, að því er
fram kemur í tilkynningu til Verð-
bréfaþings Íslands. Jón Ásgeir og
Þorsteinn Már keyptu alla hluti Eyj-
ólfs Sveinssonar og Fjárfestingar-
félagsins Dalsmynnis ehf. í félögun-
um Orca SA og Blæng ehf., en
dótturfélög þessara félaga eiga hluti í
Íslandsbanka hf. samtals að nafnvirði
kr. 1.832.461.813, eða um 18,3% hluta-
fjár í bankanum.
„Eignarhaldið byggist að hluta til á
framvirkum samningi og greind við-
skipti eru einnig að hluta til gerð með
framvirkum samningi,“ segir í til-
kynningunni til Verðbréfaþings.
Í nefndum viðskiptum var miðað
gengið 4,3 á hlutum í Íslandsbanka hf.
Miðað við að eignarhlutur Eyjólfs
Sveinssonar hafi verið 4,12%, þ.e. um
412 milljónir að nafnverði þar sem
heildarhlutafé bankans er 10 milljarð-
ar, er markaðsverðmæti þess hluta-
fjár sem skipti um hendur um 1.770
milljónir samkvæmt því gengi sem til-
kynnt var til VÞÍ.
„Með gerð samnings þessa verður
óbeinn eignarhlutur Jóns Ásgeirs Jó-
hannessonar og Þorsteins Más Bald-
vinssonar í Íslandsbanka-FBA hf.
gegnum ofangreind félög, 6,87% hjá
hvorum, en var fyrir þau 4,81%.
Jón Ásgeir Jóhannesson og Eyjólf-
ur Sveinsson eru stjórnarmenn í Ís-
landsbanka hf.,“ segir einnig í til-
kynningunni til VÞÍ.
Jón Ásgeir Jóhannesson segir í
samtali við Morgunblaðið að verð á
bréfum Íslandsbanka sé nú hagstætt
og hann líti svo á að hann hafi gert góð
kaup. Hann segir óráðið hvort hann
haldi þessum eignarhlut eða selji í
framhaldinu. Jón Ásgeir segir útilok-
að að farið verði fram á hluthafafund
áður en að hefðbundnum aðalfundi
kemur í vor.
Þar sem Eyjólfur er áfram stór
hluthafi í bankanum mun hann sitja í
stjórn a.m.k. fram að næsta aðalfundi.
Jón Ólafsson situr einnig í stjórn Ís-
landsbanka. Varamaður í stjórn er
m.a. Gunnar Felixson, forstjóri
Tryggingamiðstöðvarinnar. Jón Ás-
geir Jóhannesson og Þorsteinn Már
eru báðir stjórnarmenn í Trygginga-
miðstöðinni og á milli þessara tveggja
félaga hafa tengslin styrkst undanfar-
ið. Tryggingamiðstöðin jók hlut sinn í
Íslandsbanka verulega í desember, úr
1,3% í 4,3% og Íslandsbanki á einnig
4–5% hlut í TM.
Hlutur Eyjólfs í Íslandsbanka í
gegnum félögin Dalsmynni, Orca og
Blæng hefur nú verið seldur innan
Orca-hópsins sem eftir sem áður á
a.m.k. 18% í Íslandsbanka. Að Orca
standa nú Jón Ásgeir, Jón Ólafsson
og Þorsteinn Már. Orca-hópurinn
svokallaði og Tryggingamiðstöðin
eiga því samtals um 22,3% í Íslands-
banka. Að auki á Jón Ólafsson 1,3%
um félag sitt Jón Ólafsson og co. og
Eyjólfur Sveinsson 1,62% um tengd
félög.
Kaup Orca-hópsins svokallaða á
26,5% hlut sparisjóðanna í Fjárfest-
ingarbanka atvinnulífsins í ágúst árið
1999 vöktu mikla athygli, ekki síst þar
sem ekki lá strax fyrir hverjir stóðu
að Orca SA og einnig vegna þess að
viðskiptin voru talin koma áformum
um sölu á 51% hlut ríkisins í bank-
anum í uppnám.
Eftir nokkurra vikna leynd síðsum-
ars árið 1999 kom í ljós að fjórir menn
stóðu að Orca SA, þ.e. Eyjólfur
Sveinsson, Jón Ásgeir Jóhannesson,
Jón Ólafsson og Þorsteinn Már Bald-
vinsson. Orca-hópurinn, undir nafni
FBA-Holding, jók eignarhlut sinn í
27,99% í FBA þegar mest var undir
lok árs 1999. Á vordögum ársins 2000
voru Íslandsbanki og FBA sameinað-
ir og varð FBA-Holding eftir sem áð-
ur stærsti hluthafi í sameinuðu félagi,
með 14,64%.
Eyjólfur Sveins-
son út úr Orca
Hlutur Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Þorsteins Más
Baldvinssonar í Íslandsbanka er nú 6,87% hvors fyrir sig
Eyjólfur
Sveinsson
OLÍUFÉLAGIÐ hf. birti í gær
lista yfir 10 stærstu hluthafa í fé-
laginu. Talsverðar breytingar hafa
orðið á listanum frá í desember
enda hefur eignarhaldsfélagið
Traustfang hf., sem var þá stærsti
hluthafinn, verið leyst upp og
19,02% eignarhlut félagsins hefur
verið skipt niður á eigendur þess,
sem voru Vátryggingafélag Íslands,
Olíufélagið, Samvinnulífeyrissjóður-
inn og Mundill, dótturfélag Sam-
skipa. Þá gætir breytinga af sept-
emberviðskiptum Olíufélagsins við
hluthafa í Samskipum en þeir síð-
arnefndu hafa nú eignast eigin bréf
Olíufélagsins, þ.á m. þau sem feng-
ust úr Traustfangi.
Samskipabréfin greidd
Þannig tilkynnti Olíufélagið í gær
um kaup eigin bréfa að nafnverði
rúmar 55 milljónir króna sem svar-
ar til 29% eignarhlutar félagsins í
Traustfangi. Kaupverð var 10,8
krónur á hlut og fóru kaupin fram
28. desember. Eigin bréf Olíufé-
lagsins námu eftir kaupin 62,2 millj-
ónum króna að nafnverði en félagið
seldi þau öll sama dag á sama verði,
þ.e. 10,8. Þar með hefur félagið
greitt hluthöfum í Samskipum öll
þau Olíufélagsbréf sem voru hluti
af greiðslu fyrir hlutabréf í Sam-
skipum í september sl. Olíufélagið
hf. á eftir þessi viðskipti engin eigin
bréf.
Vátryggingafélag Íslands er nú
stærsti hluthafinn í Olíufélaginu
með rúman fimmtungshlut, hefur
bætt við sig u.þ.b. 7,3%. Fjárfest-
ingarfélagið Straumur hefur einnig
bætt sinn hlut, á nú 18,5% en átti
um miðjan desember 18,1%.
Hlutur Samvinnulífeyrissjóðsins
er orðinn 14,4% en var 13,3% líkt
og hlutur Váttryggingafélagsins um
miðjan desember.
Félag Ólafs Ólafssonar
með 10,3%
Kjalar ehf., sem er í eigu Ólafs
Ólafssonar, forstjóra Samskipa og
stjórnarmanns í Olíufélaginu og
eins forsprakka skiptanna á hluta-
bréfum í Samskipum, Olíufélaginu
og fleiri félögum í september, fer
nú með rúman 10,3% hlut í Olíufé-
laginu. Hlutur Kjalars nam 6,9%
samkvæmt hluthafalista um miðjan
síðastliðinn mánuð.
Sund, sem er eignarhaldsfélag í
eigu fjölskyldu Óla Kr. Sigurðsson-
ar sem jafnan var kenndur við Olís,
hefur aukið hlut sinn í Olíufélaginu
úr 5,2% í 6,3% með viðskiptum með
Samskipabréf. Þá er hlutur J&K
eignarhaldsfélags, í eigu Jóns Þórs
Hjaltasonar og Kristínar Hjalta-
dóttur, 1,8% af sömu ástæðu.
Eignarhlutur Mundils, dóttur-
félags Samskipa, er tilkominn
vegna hlutar í Traustfangi.
!
"# !
$
"
"
# $ %
&'
(
)
*
& '+,
-
%
&
'
(
)
*
+
,
-
%.
&.'/+
%,'/*
%('/.
%.&/'
*&/)
(+/-
&*/%
%,/&
%)/+
%)/*
.
% /&/*0
&1&*2
3/3*3
!
VÍS orðið stærsti hlut-
hafinn í Olíufélaginu
Breytingar á
hluthafalista
Olíufélagsins í
kjölfar slita á
Traustfangi
VÖRUSKIPTIN við útlönd voru
hagstæð um 1,9 milljarða í nóv-
ember sl. en fyrstu ellefu mánuði
ársins 2001 voru þau óhagstæð
um 11,1 milljarð króna. Fluttar
voru út vörur fyrir 178,6 milljarða
króna en inn fyrir 189,6 milljarða
króna fyrstu ellefu mánuði ársins.
Halli á vöruskiptum hefur
minnkað frá sama tímabili í fyrra
en í nóvember í fyrra nam hann
3,8 milljörðum króna en fyrstu
ellefu mánuði ársins 2000 voru
vöruskipti óhagstæð um 39,7
milljarða króna.
Sjávarafurðir voru 62% alls út-
flutnings fyrstu ellefu mánuði árs-
ins 2001 og var verðmæti þeirra
5% meira en á sama tíma árið áð-
ur, að því er fram kemur í frétt
Hagstofu Íslands. Verðmæti vöru-
útflutnings var alls 12,9 milljarðar
eða 8% meira en árið 2000. Verð-
mæti vöruinnflutnings fyrstu ell-
efu mánuði ársins var 15,7 millj-
arðar eða 8% minna á föstu gengi
en á sama tíma árið áður. Af ein-
stökum vöruflokkum hefur orðið
mestur samdráttur í innflutningi á
flutningatækjum, aðallega fólks-
bílum, að því er fram kemur í
frétt Hagstofunnar.
" #
%
!"#$%
&
'
-)*.
-)*.
!
"!#
!"
# $%&'&"& (
)
&'
$
$!
%
*+ (
* " &"&"
"& &,
$ &-
*
&! ' (
.&//$
0&11$
&.$
&0$/
0&1$
1$/
0&/$0
&11$0
&.$
1&/$.
/&0/$
0&0$1
!!
0.&0$
1&/$0
&0$
"
&10$
1&111$
/.$1
0&111$
0&$
&$
&0$1
.&1$0
.&//$
!
!
#
$
20$/3
2$.3
2$.3
4.$/3
$
41$ 2
2.$13
4 41$
41$03
41$13
4/$ 20$.3
%&'()*+,
- +.%,/
&
'
! ()!
-)*
.
! ()
! ()!
Vöruskiptahalli
fer minnkandi