Morgunblaðið - 04.01.2002, Page 24

Morgunblaðið - 04.01.2002, Page 24
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 24 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVALSVÍSITALA Verðbréfa- þings lækkaði um 11,2% í fyrra, eins og sjá má í töflunni hér að neðan. Ávöxtunin var að meðaltali verst hjá fyrirtækjum í upplýsingatækni en best hjá lyfjafyrirtækjum. Sé litið til skemmri tíma en eins árs er ávöxt- unin hins vegar talsvert hagstæðari en fyrir árið í heild. Þannig hækkaði Úrvalsvísitalan um 10,6% síðustu þrjá mánuði ársins og um 5,4% í síð- asta mánuði ársins. Úr töflunni má lesa markaðsverð einstakra fyrirtækja og greina. Sam- anlagt markaðsverð fyrirtækja í fjármála- og tryggingageira er lang- hæst, eða 32% af heildarmarkaðs- verði fyrirtækja á þinginu, en heild- armarkaðsverðið var 415 milljarðar króna um áramót. Á þennan mæli- kvarða vegur sjávarútvegurinn 19%, upplýsingatækni 12%, iðnaður og framleiðsla 9% og lyfjagreinar 8%. Íslandsbanki er stærsta einstaka fyrirtækið með 10,5% af heildar- markaðsverði skráðra fyrirtækja, Landssíminn, sem enn er á tilboðs- markaði, er með 9,9%, Landsbank- inn er með 5,6% og Pharmaco með 5,1%. 02 34  , '    (  5678     9   *   :  *  9   2 34 ;<  *   = > / ?   (    =   @  =  (  , '(   A,> ?  =91  ; ) B) * 1  C  ( =    B) , =+*  , @   , ,7   =D = (   ? ( (B   , /   @   D  ) , 1    <  :)    , 1   9    !"# :  9   E3   FG  2 = G 9    /+   $%% &  %"  H ;  @ )   3  =+3 ( 9   *,A = ( A =     , I (3 ( , C JF@ , =( (  , '&   I  K) J( :?   9   ( )* & E A 7 ) =  E  L 9   + " , -" ; <   > ( *  1    , 2 3A 7?   , . 7 3 A 1 /0 " &" 9      , M *)  2   ( 1 2 3&" -% & &" &  B   A 9   7 ,>4G *   9   *<    , I;) , / (  (+ .)/ #  + $&   0   , % !!  $ % !% $#%%  % %!% %% !% "%% % !!% % $#% !"% $% %% " % $$ % $%% % % %% %!% $%%   % %%   % "% "%  % !% #% $"%% !% %% % $ %#% %% %! !#% !$% !$ $$% "% %% %!% !%% !$%% !  % % # $ #$% !"% $!% !" # %!% %$  4  4 5 $,! !,!%% ,%!" ,"% $,#!# ",!" 4  ,$$" ## "%! $! $," ,"  " "!! " !# % # # ! $ "# $$ # % $ 4 " ,!" !! $  %% " %# 4  ,$" ,# $ ,%! $! $$" !     4 ,"" ",%!" !!$ 54 $,%  ## 4 5 #,%# ,!" $ $ 54 6 $," ," 46 $,%%! !#" ,$% 46  $" ! $!$ #  45 46 !,!%% $,$%# $%,  ,"  ,# $,%% 4  #,$"! #, ", ",!%$ ,#" !,!% !,$$ !,$$" ,%"% !,"% ," $, $,# , % $ #$ "$% $%% !$ 4 !," ," ,$% , ,$"% ,"!$ $"  4 ", " ,%"" ",$!$ $, % "!" ,%% $ % " ! #" 4 $,%#" , $, % 4 $,%#" ",!" ,"% 4 #,"" ,% "%  " 4   ,  !,%# 45 ,%% ," ,!" 4 $,"!% , # ! !" $# 0 0 5 1$. 4 4$1 40$ 4$1 0$  .$  $0 1 00$0 40$ 1$0 0$0 41$0 4 4 4 4.$ 41.$ /$0 06 6 4.1$1 4.1$0 4/0$ 4//$ 6 4 0  41$/ 00$ 40 4$0 40.$0 4 1$ 4/ 4 $/  00$ .$ 4$0 5  4/$ 0 4.$ 41$ 4$/ 1$ 41 0  40 40$/ 0  40$1 4 6 0 6 40.$ 4/$/ 4 41.$ 4$0 :)      ( , ,     , , N  O( Neikvæð ávöxtun HELSTU fjármálastofnanir hafa síðastliðna daga spáð fyrir um hækkun á vísitölu neysluverðs frá desember til janúar. Hækkunar- spárnar eru á bilinu 0,2 - 0,5% eða sem svarar til 8,7 - 9,0% verðbólgu á síðastliðnu ári. Verðbólguspárnar eru í öllu falli nokkuð hærri en spá Seðlabanka Íslands frá í nóvember sem gerði ráð fyrir 8,5% verðbólgu á árinu 2001. Þjóðhagsstofnun spáði hins vegar 8,8% verðbólgu á árinu í end- urskoðaðri þjóðhagsspá frá í októ- ber. Kaupþing spáir 9% verðbólgu Greiningardeild Kaupþings spáir mestri hækkun á vísitölu neyslu- verðs frá desember til janúar, eða 0,5%. Gangi spá Kaupþings eftir mun verðbólga innan ársins 2001 nema 9,0%. Helstu forsendur fyrir spá Kaup- þings eru styrking íslensku krón- unnar um 5% í desember sem talið er að muni hamla verulega frekari verðhækkunum á innfluttum vörum, lækkun bensínverðs um 1,50 krónur miðað við styrkingu krón- unnar, hækkun á mjólkurvörum um 6-7% og hækkun afnotagjalda Rík- isútvarpsins um 7% um áramótin. Reiknað er með óverulegum breytingum á almennu matvöru- verði, lækkun vegna útsala, en ein- hverri hækkun á kostnaði við tóm- stundir og íþróttir. Kaupþing bendir jafnframt á að um áramót eigi sér gjarnan stað kerfisbreytingar á verðlagi sem oft hafi leitt hækkunar á síðustu verð- bólgumælingu ársins. Búnaðarbanki spáir 8,9% verðbólgu Spá greiningardeildar Búnaðar- banka Íslands hljóðar upp á 0,4% hækkun vísitölu neysluverðs milli desember og janúar. Gangi spáin eftir reynist verðbólga síðustu 12 mánaða 8,9% og vísitala neyslu- verðs mælist 220,4 stig. Helstu liðir til hækkunar í spá Búnaðarbankans eru matur og drykkjarvörur, þ.e. hækkun á mjólkurvörum um 6,7% um áramót- in, hækkun afnotagjalda Ríkisút- varpsins um 7% auk þess sem reiknað er með að félagsleg þjón- usta sveitarfélaga hækki víða. Bún- aðarbankinn segir áhrif janúarút- sala til lækkunar verða meiri en í fyrra þar sem þær virðast fyrr á ferðinni nú. Þá er tekið tillit til lækkunar bensínverðs um rúm 2% um áramótin. Ennfremur segir í spánni að mið- að við samkomulag vinnumarkaðar- ins um 222,5 vísitölumark í maí megi vísitalan einungis hækka um tæpt prósent á næstu fjórum mán- uðum til að launaliður kjarasamn- inga haldi, gangi verðbólguspá bankans eftir. Landsbanki spáir 8,8% verðbólgu Greiningardeild Landsbanka Ís- lands spáir 0,3% hækkun á vísitölu neysluverðs á tímabilinu frá desem- ber til janúar. Gangi spá Lands- bankans eftir mun vísitalan hafa hækkað um 8,8% á síðustu 12 mán- uðum og verður miðað við verðlag í janúarbyrjun 220,2 stig. Á sama tíma í fyrra, þ.e.a.s. á milli mánaðanna desember og jan- úar, hækkaði vísitalan um 0,1% og inni í þeim tölum var tæp 5% lækk- un á bensíni.“ Í spá Landsbankans segir að þeir þættir sem helst hafi þar áhrif séu lækkun bensínverðs um 2 krónur, hækkun búvöruverðs um áramót og 0,3% hækkun á húsnæði. Þá er reiknað með ýmsum hækkunum fastra liða hjá hinu opinbera í jan- úar en á móti hækkunum vega út- sölur í janúar. Jafnframt er gert ráð fyrir að eitthvað af styrkingu krónunnar um tæp 4,5% í mánuðin- um hafi skilað sér um áramótin í lækkun á innfluttri vöru, þá helst matvöru. Íslandsbanki spáir 8,7% verðbólgu Greining Íslandsbanka spáir, líkt og Landsbankinn, 0,3% hækkun á vísitölu neysluverðs frá fyrra mán- uði en að hún verði 220,1 stig miðað við verðlag í janúarbyrjun sem er 0,1 stigi lægra en Landsbankinn spáir. Gangi spáin eftir hefur vísi- tala neysluverðs hækkað um 8,7% síðustu 12 mánuði. Íslandsbanki tekur í spá sinni til- lit til lækkunar á bensínverði um tvær krónur um áramót, 6-7% hækkunar á mjólkurvörum sem tóku gildi um áramótin, hækkunar á afnotagjöldum Ríkisútvarpsins og allt að 15-20% hækkunar á lækn- isþjónustu um áramótin. Þá er gert ráð fyrir nokkrum áhrifum til lækk- unar af vetrarútsölum. SPRON spáir 8,7% verðbólgu Viðskiptastofa SPRON spáir 0,2% hækkun á vísitölu neysluverðs á milli mánaða.Gangi spáin eftir verður verðbólga innan ársins 2001 um 8,7% og vísitalan miðað við verðlag í byrjun janúar 219,9 stig . Helstu forsendur SPRON, líkt og spár annarra, eru verðhækkun mjólkurvöru um 5-8%, lækkun bensínverðs um 2 krónur á lítra og hækkun afnotagjalda RÚV um 7%. Ekki er gert ráð fyrir miklum hækkunum á matar- og drykkjar- vörum, öðrum en mjólkurvörum enda hafi miklar hækkanir verið þar undanfarna mánuði. Hins vegar reiknar SPRON með, líkt og Bún- aðarbankinn, meiri áhrifum af jan- úarútsölum en í fyrra. Þá er gert ráð fyrir ýmsum hækkunum um áramótin, s.s. töluverðri hækkun á fasteignagjöldum og bifreiðaskoð- un. Spá 8,7 til 9% verðbólgu innan ársins 2001 Nýjar verðbólguspár helstu fjármálastofnana ívið hærri en verðbólguspá Seðlabanka Íslands frá því í nóvember UNDIRRITAÐUR hefur verið samningur um leigu Össurar hf. á 2.360 fermetrum af húsnæði B&L hf. á Grjóthálsi 1. Um er að ræða 1.360 fermetra sem afhentir voru 3. jan- úar og 1.000 fermetra sem afhentir verða 1. júlí næstkomandi. Í fréttatilkynningu frá Össurri hf. segir að í kjöl- far jákvæðra breytinga sem stjórnvöld séu að gera á starfsumhverfi íslenskra fyr- irtækja með umsvif erlendis, hafi Össur hf. ákveðið að flytja aukinn hluta starfsemi sinnar til Íslands. Ætlunin sé að flytja til Íslands framleiðslu á koltrefjagervifótum og er áætlað að 30–40 störf færist heim vegna þess. Framleiðslu þess- ari er ætlaður staður í hinu nýja húsnæði, en þar skapast jafnframt aukið rými fyrir vöxt ann- arrar framleiðslu Össurar hf. Þá mun samningurinn gera B&L kleift að laga rekstur sinn að breyttum aðstæðum í bílasölu, auk þess að nýta húsnæði sitt mun betur en áður. Með leigutöku Össurar hf. hef- ur sala Bílalands á notuðum bílum færst til, og er nú staðsett á jarð- hæð að Grjóthálsi 1, eða á sömu hæð og sala B&L á nýjum bílum er. Ekki verður um aðrar breytingar að ræða innan B&L vegna samn- ingsins. Össur leigir 2.360 m² hús- næði af B&L hf. 30–40 störf færast til Íslands GENGI íslensku krónunnar styrktist um 1,1% í gær og end- aði gengisvísitalan í 140,3 stig- um eftir um 3,6 milljarða króna viðskipti. Að sögn Halldórs Hildi- mundarsonar, sérfræðings hjá Íslandsbanka, má rekja styrk- ingu krónunnar til tveggja þátta. Annars vegar að í gær var tilkynnt að vöruskipti við útlönd hefðu verið hagstæð í nóvember sl. Hins vegar að við- skipti með erlend verðbréf í nóvember hefðu orsakað gjald- eyrisinnstreymi upp á 200 milljónir króna í nóvember sl. miðað við að kaup á erlendum verðbréfum í nóvember árið 2000 hefðu orsakað 2,8 millj- arða króna gjaldeyrisút- streymi. Að sögn Halldórs hafa þessi þriggja milljarða króna umskipti stutt við íslensku krónuna. Krónan styrkist um 1,1%

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.