Morgunblaðið - 04.01.2002, Page 29
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2002 29
Hverfisgötu 105
Reykjavík • sími 551 6688
www.storarstelpur.ehf.is
STÓRAR
STELPUR
Tískuvöruverslun
Ú
TS
A
LA
Ú
TS
A
LAVÍNARTÓNLEIKAR Sinfón-íuhljómsveitar Íslands eru jafn ár-
vissir og koma farfuglanna, en
þegar nýtt ár er gengið í garð er
það víst að ekki líður á löngu áður
en hljómsveitin stillir strengi sína
að hætti Vínarmeistaranna.
Stjórnandi er Peter Guth og með
honum í för eru söngkonan Gabr-
iele Fontana og tveir dansarar frá
Vínaróperunni. Tónleikarnir
verða í Laugardalshöll í kvöld kl.
19.30 og á morgun kl. 17.00.
Peter Guth og Sinfóníuhljóm-
sveit Íslands hafa hefðina í heiðri
og leika safn verka eftir valsa-
kónginn Johann Strauss yngri
ásamt tónlist brautryðjenda Vín-
arvalsins, Joseph Lanner og Jó-
hann Strauss eldra, og tónlist
óperettumeistarana Franz Lehár
og Oscar Strauss lifnar einnig við
og kemur sennilega fáum á óvart
að rekast á þessi nöfn á efnis-
skránni. GuiseppeVerdi er hins-
vegar sjaldséðari gestur á sam-
komum af þessu tagi, en afar
velkominn, að sögn Sinfón-
íumanna, enda er hundruðustu ár-
tíðar hans á síðasta ári enn minnst
víða um heim.
Syngur jafnt Wagner
sem Vínartónlist
Sópransöngkonan Gabriele
Fontana á að baki glæstan feril
sem söngkona og er þekkt fyrir
fjölhæfni sína í söngnum, þar sem
hún syngur jafnt í óperum Wag-
ners sem óperettum Vínarmeist-
aranna og óperum Mozarts og
Richards Strauss. „Ég er það sem
kallað er lýrískur-dramatískur
sópran og syng hlutverk í óperum
Richards Strauss, Wagners, Moz-
arts, segir Gabrielle Fontana.
Aðspurð um það hvort ekki sé
langur vegur milli Wagners og
Straussfeðganna í Vínarborg, seg-
ir hún það rétt, en að það sé
dásamlegt að takast á við Vín-
armúsíkina inn á milli alvörugefn-
ari tónskáldanna. „Vínartónlistin
er svo elskuleg og ljúf, og færir
bæði hlustandanum og söngv-
aranum mikla gleði, en þó er alls
ekki auðvelt að syngja hana. Fólk
heldur gjarnan að vegna þess að
óperettutónlist sé létt áheyrnar,
þá sé hún líka létt í flutningi. Þvert
á móti, þá krefst hún mikils af
söngvaranum. Hann þarf að sýna
mikil blæbrigði í röddinni, geta
sungið létt, vera heillandi og fynd-
inn, og allt þarf að vera sungið
mjög skýrt og afar nákvæmlega
eigi flutningurinn að heppnast og
vera góður; þessu áttar fólk sig
ekki alltaf á.“
Langþráður draumur
að syngja á Íslandi
Þetta er fyrsta heimsókn Gabr-
iele Fontana til Íslands. Hún segir
þó að hún hafi lengi átt sér þann
draum að koma hingað til að
syngja. „Ég lærði að syngja í Aka-
demíunni í Vínarborg, og einn
besti kennari minn þar var Erik
Werba, sem Íslendingar þekkja,
því hann heimsótti ykkur oft og
vann mikið með íslenskum söngv-
urum. Hann vildi endilega að ég
kæmi með honum til Íslands að
syngja ljóð. Við ætluðum alltaf að
gera þetta, en ekkert varð úr því.
En hann talaði mikið og fallega um
Ísland og það hefur verið lang-
þráður draumur að komast hing-
að. En síðan þetta var hef ég
kynnst mörgum Íslendingum sem
hafa sungið með mér í óp-
eruhúsum víða í Evrópu, og það
hefur líka aukið löngun mína til að
koma hingað.“
Valsinn varasami
Vínartónlistin er byggð á grunni
þeirra dansa sem vinsælastir voru
í Vín á nítjándu öld, valsins, gal-
oppsins, polkans og kvadriljunnar
en til að gera sér grein fyrir vin-
sældum valsins þegar í lok átjándu
aldar er nóg að vitna í tölublað
þýska tímaritsins Journal des Lux-
us und der Moden frá því í mars
1792: „Valsar og ekkert annað en
valsar eru nú í svo mikilli tísku hér
í Berlín að á dansleikjum er ekki
litið við öðru; maður þarf bara að
kunna að dansa vals til að vera á
grænni grein.“ Uppgangur valsins
mætti þó mótstöðu úr ýmsum átt-
um. Dansinn þótti varasamur jafnt
af læknisfræðilegum sem siðferð-
islegum sökum. Hraðinn sem menn
hringsnerust á um dansgólfið þótti
beinlínis hættulegur heilsu fólks
og hin nána snerting dansaranna
var af sumum litin mjög alvar-
legum augum. Árið 1797 birti Sal-
omo nokkur Jakob Wolf pésa sem
hann nefndi „Sönnun þess að vals-
inn er ein af meginástæðum veik-
leika sálar og líkama kynslóðar
okkar.“ Framrás þessa lífseiga
dans varð þó ekki stöðvuð og í Vín
var aldrei nokkur spurning um
hvaða dans nyti mestrar hylli á
nítjándu öld.
Frægir dansarar
Dansarar á Vínartónleikunum
eru Roswitha Over og Christian
Musil. Roswitha er Vínarbúi og
hefur verið sólódansari í ball-
ettflokki Vínaróperunnar frá
1988. Christian Musil er einnig
Austurríkismaður og kominn af
mikilli listamannaætt. Hann hefur
dansað víða um heim, en heimasvið
hans er Vínaróperan þar sem hann
hefur verið sólódansari frá 1991.
„Veitir ekkert
af húmor og gleði“
Morgunblaðið/Golli
Stjórnandinn Peter Guth og söngkonan Gabriele Fontana.
KALDALÓNSTÓNLEIKUM, sem
vera áttu í Salnum í kvöld, er frestað
vegna veikinda. Tónleikarnir verða
haldnir fimmtudaginn 10. janúar kl.
20.
Kaldalónstón-
leikum frestað
DAVÍÐ Ólafsson
bassasöngvari
verður annar í röð
íslenskra söngv-
ara sem Íslenska
óperan ræður í
fast starf. Davíð
hefur verið fast-
ráðinn við Óp-
eruna í Lübeck í
Þýskalandi síð-
ustu tvö ár, en kemur til starfa á Ís-
landi í haust. Davíð segir að íslenskir
óperusöngvarar séu orðnir mjög fjöl-
menn stétt sem hafi hingað til ekki átt
atvinnumöguleika á Íslandi, og því sé
þetta stórkostlegt tækifæri fyrir sig.
„Ég er ungur bassi, og úti er ég yf-
irleitt settur í hlutverk eldri manna,
sem ég er bara ekki orðinn nógu gam-
all í. Þess vegna ákvað ég að koma
heim og syngja í þeim sýningum sem
Óperan verður með hér, en nota tím-
ann milli sýninga til að heimsækja
kennara erlendis og syngja hlutverk
sem mér bjóðast úti og henta mér. Ís-
lenska óperan vill gefa söngvurum
sínum tækifæri til að gera þetta, því
sú reynsla er dýrmæt bæði fyrir
söngvarann og Íslensku óperuna. Ég
hlakka mjög til að koma heim og mér
finnst það frábært framtak hjá ís-
lenska ríkinu að vilja þakka fyrir sig,
með því að styrkja Óperuna til þess
að geta gefið íslenskum söngvurum
kost á vinnu hér heima.“
Davíð hefur þegar verið ráðinn til
að syngja á sumaróperuhátíðinni í
Merzig í Þýskalandi; – þar syngur
hann í sumar hlutverk Don Basilios í
Rakaranum í Sevilla eftir Rossini, en
fyrsta hlutverk hans hér heima verð-
ur hlutverk Doktors Bartolos úr
sömu óperu. „Ég verð búinn að læra
bæði bassahlutverk óperunnar í árs-
lok, og það var einmitt draumurinn að
geta sungið gamanbassahlutverk
eins og hjá Rossini.“ Davíð segist enn
hafa trygga atvinnumöguleika í
Þýskalandi, og honum hefur verið
boðið að syngja fyrir nokkur stór óp-
eruhús þar í landi. En Ísland verður
hans heimavöllur frá haustdögum og
tími til kominn að Þjóðverjar fái loks
að bíða meðan Íslendingar njóta
sinna eigin söngvara.
Davíð Ólafsson syngur ásamt kró-
atíska tenoórsöngvaranum Tomislav
Mužek á nýárstónleikum Íslensku
óperunnar á morgun kl. 16.00, en pí-
anóleikari með þeim verður Ólafur
Vignir Albertsson.
Óperan ræður Davíð
Davíð Ólafsson
bassasöngvari
♦ ♦ ♦