Morgunblaðið - 04.01.2002, Side 41
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2002 41
✝ Fanney Sig-tryggsdóttir
fæddist á Stóru-
Reykjum í Reykja-
hverfi í S.-Þing 23.
janúar 1911. Hún lést
á Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri
19. desember síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Sig-
tryggur Hallgríms-
son, f. 29. maí 1883,
d. 27. sept. 1979, og
Ásta Lovísa Jónas-
dóttir, f. 19. des.
1873, d. 17. febr.
1965. Systkin Fanneyjar voru
Laufey, f. 1905, d. 1933, Garðar, f.
1909, d. 1996, og Óskar, f. 1914, d.
1998.
Fanney giftist 2. júlí 1967 Páli
H. Jónssyni, kennara og rithöf-
undi, f. 5. apr. 1908, d. 10. júlí
1990. Börn hans og fyrri konu
hans, Rannveigar Kristjánsdóttur
frá Fremstafelli, f. 1. ág. 1908, d.
31. mars 1966, eru Sigríður, f. 21.
febr. 1930, gift Þórhalli Her-
mannssyni, f. 12. nóv. 1927, þau
eiga sex börn; Aðalbjörg, f. 21.
febr. 1935, gift Kristmundi Ingv-
ari Eðvarðssyni, f. 3. okt. 1935, d.
1974, þau áttu þrjú börn, skildu,
síðari maður Aðalbjargar er Þór-
steinn Glúmsson, f. 3. janúar 1933,
þau eiga þrjú börn;
Dísa, f. 10. mars
1937, gift Árna Að-
alsteinssyni, f. 7.
nóv. 1935, þau eiga
tvö börn, skildu,
sambýlismaður
hennar er Björn Óla-
son, f. 24. sept. 1954;
Heimir, f. 28. apríl
1944, kvæntur Guð-
björgu Sigmunds-
dóttur, f. 17. júlí
1945, þau eiga þrjú
börn; Páll Þorlákur,
f. 27. okt. 1949,
kvæntur Jóhönnu
Magnúsdóttur, f. 6. júní 1952, þau
eiga þrjú börn. Fanney og Páll
bjuggu fyrst á Laugum en frá
1975 á Húsavík.
Fanney stundaði nám við Al-
þýðuskólann á Laugum 1929–30,
og Húsmæðraskólann á Laugum
1936–37. Sótti handavinnunám-
skeið á Siglufirði 1931 og 1942–
43, stundaði nám í Reykjavík og
lauk handavinnukennaraprófi
1957. Kennari við Húsmæðraskól-
ann á Staðarfelli 1944–46, Hús-
mæðraskólann á Laugum 1946–
75, skólastjóri í forföllum 1961–62
og 1966–67.
Útför Fanneyjar fer fram frá
Húsavíkurkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Þeim fækkar hratt um þessar
mundir sem settu svip sinn á heims-
mynd lítils drengs norður á Laug-
um um miðbik síðustu aldar. Jón
föðurbróðir í Fremstafelli kvaddi
fyrir nokkrum vikum, Erlendur
mágur hans Konráðsson skömmu
síðar, Ingólfur í Vallholti – „Ing-
ólfur fóstbróðir“ eins og faðir minn
kallaði hann jafnan – rétt fyrir jólin
og nú, föstudaginn 4. janúar, fylgj-
um við systkinin frá Hvítafelli, börn
Rannveigar Kristjánsdóttur og Páls
H. Jónssonar, stjúpu okkar, Fann-
eyju Sigtryggsdóttur, til moldar.
Allt er þetta í miklu og góðu sam-
ræmi við lögmál lífs og dauða, en
allt snertir það samt viðkvæmar
taugar, kallar fram minningar sem
eins og gengur eru bæði ljúfar og
sárar en verða til þess að skerpa
línur í myndinni sem þeir sem eftir
lifa hafa í huga sér.
Fanney var hluti af minni heims-
mynd alveg frá því ég mundi fyrst
eftir mér. Hún kom handavinnu-
kennari að Húsmæðraskólanum á
Laugum tveim vetrum eftir að ég
fæddist en hafði áður kennt að
Staðarfelli í Dölum vestur. Móðir
hennar, Ásta, og amma mín, Rósa,
töldu til frændsemi og kölluðu hvor
aðra jafnan frænku. Fanney varð
fjölskylduvinur og rétti oft hjálp-
arhönd þegar þurfti að sníða og
sauma á stækkandi fjölskyldu.
Ein fyrsta minning mín tengist
því að Fanney átti eitt af undrum
veraldar. Heima í Hvítafelli taldist
til verstu afglapa ef maður steypti
niður úr títuprjónadósinni. Í heim-
sóknum hjá Fanneyju varð það
meginskemmtun. Því hún átti svo
stórfenglegan járnbút að títuprjón-
arnir eltu hann, rétt eins og rott-
urnar í ævintýrinu eltu flautuleik-
arann. Tímum saman gat ég leikið
mér að þessu undri og ráðgáta seg-
ulstálsins varð mér efni til mikilla
vangaveltna. Þótti mér mikið til um
Fanneyju að hún skyldi eiga þvílíkt
náttúruundur.
Það er ekki á mínu færi að segja
margt um kennslu Fanneyjar,
hvorki á Staðarfelli né Laugum.
Hitt veit ég að fjöldi jólakorta frá
nemendum hennar segir sína sögu
sem og heimsóknir námsmeyja sem
voru að fagna skólaafmælum. Henni
var treyst fyrir umsjón með fé-
lagslífi nemenda langtímum saman
og hún kunni ýmislegt að segja frá
þeirri reynslu þótt ekki verði rakið
hér.
Árin liðu. Fanney kenndi á Laug-
um en við fluttumst til Reykjavíkur.
Vináttan hélst og þegar faðir okkar
varð ekkjumaður ákváðu þau Fann-
ey að stofna til hjúskapar. Ég veit
að það var ekki skyndiákvörðun en
samt var hún ekki auðveld. Fanney
hafði búið ein alla ævi. Hún hafði
varið miklum tíma til að styðja for-
eldra sína og bræður. Bræðrabörn-
in áttu ást hennar og alúð. Manns-
efnið átti fimm börn og
barnabörnunum fjölgaði stöðugt.
Þar að auki vissi hún mætavel að
Páll gekk ekki heill til skógar.
Löngu seinna sagði hún mér frá
hugsunum sínum og áhyggjum. „En
ég sagði sem svo að ef guð gæfi
okkur pabba þínum fimm hamingju-
ár saman þá væri það þess virði!
Mér fannst seinna að þetta hefði
verið samningur við æðri máttar-
völd og það voru skelfilegir dagar
þegar fyrstu fimm árunum var að
ljúka!“
En ár Fanneyjar og Páls urðu
ekki aðeins fimm heldur 23 og á
þeim árum sýndi Fanney að gáfur
hennar og mannskilningur dugðu
henni til þess að axla hlutverk sem
var gerólíkt öllu því sem hún hafði
áður reynt.
Faðir minn kvæntist móður
minni tvítugur að aldri og þurfti
konungsleyfi til. Fyrir konu sem
búið hefur einhleyp heilan manns-
aldur hlýtur það að stofna heimili
með manni sem lifað hefur fjöl-
skyldulífi frá ungum aldri ævinlega
að jafnast á við að hefja nýtt líf.
Þegar við bætist að makinn á fimm
uppkomin börn og fjölda barna-
barna og búið er við margvíslegum
árekstrum þá verður verkefnið
býsna flókið. Og það var lærdóms-
ríkt að fylgjast með hvernig Fann-
ey tókst á við þetta verkefni, hvern-
ig hún lærði smám saman tökin á
því að vera staðgengill ömmu, verða
hluti af fjölskyldu sem hún þekkti
að vísu fyrir, en þá í allt öðru sam-
hengi. Hún var bæði gáfuð og skap-
mikil kona og hún stóð eins og
skáldið á rétti sínum þótt hún krypi
fyrir nýjum aðstæðum.
Af skiljanlegum ástæðum varð
Fanneyju og Páli ekki barna auðið.
En á því heimili sem þau reistu
saman fæddust samt þjóðkunn
börn. Þar fór Berjabítur fyrstur en
síðan komu þau Agnarögn og
Lambadrengur. Og þegar sjón hús-
bóndans tók að hraka fór hann að
velta fyrir sér heimi myrkursins og
Blindálfar skriðu út úr nálægum
hólum. Saman bjuggu þau hjónin til
nytjalist og skrautmuni sem prýða
hýbýli ættingja og vina. Á heimili
þeirra var sköpun heimsins haldið
áfram eins og þau töldu hverjum
manni skylt.
Að ferðalokum flyt ég stjúpu
minni þakkir fyrir þau ár sem hún
varði til að veita föður mínum nýja
lífsgleði og hlúa að sköpunargáfu
hans, og þá kveðju flyt ég fyrir
hönd allra systkinanna frá Hvíta-
felli, maka þeirra og afkomenda.
Blessaðar séu allar góðar minning-
ar um Fanneyju Sigtryggsdóttur.
Heimir Pálsson.
Þegar þú komst í heiminn gréstu en þínir
nánustu voru glaðir. Lifðu þannig, að
þegar þú ferð gráti þínir nánustu en þú
sjálfur verðir glaður.
(Sören Kierkegaard.)
Ég held að ömmu Fanneyju hafi
tekist þetta, að minnsta kosti grét
ég þegar ég frétti að hún væri farin
og ég hef mikla trú á því að hún sé
glöð þar sem hún er.
Miðað við ævi langömmu hef ég
ekki lifað mjög lengi en þessi tæp
18 ár sem ég hef þó lifað get ég
ekki annað en verið þakklát fyrir að
hafa alist upp með hana sem lang-
ömmu. Alltaf var svo hlýtt og nota-
legt að koma til hennar og hún var
höfðingi heim að sækja og hafði líka
alltaf nægan tíma fyrir okkur börn-
in og ég mun aldrei gleyma því hve
gott það var að sitja í fangi hennar
á meðan hún las upp úr einhverri
barnabók fyrir mig. Í nokkur ár eft-
ir að afi Páll dó hélt amma Fanney
upp á jólin hjá okkur á Baughólnum
og er það alveg ótrúlegt hversu ró-
leg hún var alltaf á aðfangadags-
kvöldum hjá okkur. Það gat verið
mikið líf og fjör í okkur systkinun-
um eins og oft verður þar sem við
fimm erum saman komin og er það
alls ekki allra að umbera. Hún tók
öllum látunum í okkur með sínu
jafnaðargeði og ég finn það best nú
að það vantar alltaf þessa kyrrð og
ró sem fylgdi henni þegar hún var
hjá okkur.
Ömmu Fanneyjar verður saknað
en ég þakka fyrir það að hafa fengið
að kynnast henni og ég vona svo
sannarlega að hún hafi það gott á
þeim góða stað sem hún nú er á og
sendi henni mínar bestu kveðjur
þangað.
Fyrir hönd fjölskyldu minnar,
Þórdís Edda Jóhannesdóttir.
Tuttugasta öldin sýndi börnum
sínum í meira en tvo heimana, því-
líkar breytingar sem hún bauð upp
á er vart hægt að hugsa sér að
muni verða í annan tíma. Þeir sem
muna þá öld nær alla eru óðum að
hverfa burt af sjónarsviðinu. Ein af
þeim er Fanney Sigtryggsdóttir frá
Stóru-Reykjum í Suður-Þingeyjar-
sýslu, hún fæddist 23. janúar 1911
en lést 19. desember 2001.
Það er langur vegur frá því að
vera alinn upp í torfbæ í sveit, fram
til þess „upplýsta“ samfélags sem
við nú þekkjum. – En fortíðin er
ávallt í farteskinu. Fram yfir miðja
öldina notaði Fanney flestar sínar
frístundir til að létta undir með for-
eldrum sínum við bústörfin, sem
voru unnin að þeirrar tíðar hætti,
það var gripin hrífa eða kvísl, það
var sest upp á rakstrarvél þar sem
hryssan Stjarna var spennt fyrir,
eða mjaltafatan gripin til að tutla
mjólkina úr Rauðku gömlu. – Úr
safni minninganna er ekki auðvelt
að kalla fram mynd af Fanneyju
þar sem hún ekki hafði eitthvað fyr-
ir stafni.
Á sínum yngri árum var Fanney
heilsuveil og kynntist af eigin raun
lífinu á Kristneshæli (sem þá hét
svo). Þar mætti margt ungt fólk
óblíðum örlögum sínum og minning-
arnar þaðan voru þess eðlis að þær
voru yfirleitt ekki ræddar, fyrr en
nú á síðustu árum að þær fóru að
brjótast upp á yfirborðið. Þessir
tímar voru henni tímar þroska og
náms og höfðu áhrif á lífsviðhorf
hennar og starfsval.
Starfsárum sínum nær öllum
varði hún til að kenna verðandi hús-
mæðrum fatasaum og hannyrðir við
Húsmæðraskólann á Laugum í
Reykjadal. Þar voru allir í heima-
vist. Kennarar höfðu þau forréttindi
fram yfir nemendur að hafa sér-
herbergi á vistinni, en aðbúnaður
var annars sá sami. Það voru því
mjög takmarkaðir möguleikar til að
lifa sínu eigin lífi utan vinnutíma, 3
til 4 gestir í einu var hámark, því
fleiri komust ekki inn í litla vistlega
herbergið hennar. Að sjálfsögðu var
allur umgangur utan þess tíma sem
taldist „skikkanlegur“ í skólanum
illa séður og ekki til fyrirmyndar.
Fanney átti ekki börn sjálf – en
enga konu þekki ég sem átt hefur
annan eins hóp barna. Okkur systk-
inabörnum sínum og síðar fjölskyld-
um okkar var hún Frænka með
stórum staf, og það var alltaf
greinilegt að hún bar velferð hvers
og eins fyrir brjósti líkt og um
hennar eigin börn væri að ræða.
2. júlí 1967 giftist Fanney Páli H.
Jónsyni frá Laugum og þá stækkaði
barnahópur hennar til mikilla
muna, því þar eignaðist hún 5 börn
og vænan hóp barnabarna. Frá
þeim kafla í lífi hennar greinir að
nokkru í hugljúfri sögu um fuglinn
Berjabít og Afa og Ömmu í Holtinu,
sem Páll skrifaði á þeirra góðu ár-
um í Holtinu; þar segir svo:
„Mikil lukkunnar börn eru Amma
og Afi. Gluggarnir þeirra vita beint
út að Holtinu. Það er ekki nema
steinsnar í næstu tré. Líti þau út
um glugga er Holtið heimurinn. Þar
sjá þau vorið koma. Þar horfa þau á
sumarið. Þar gefur þeim haustið á
að líta. Þar birtist þeim veturinn.
Þar heyra þau óðinn til hamingj-
unnar, æfðan á morgnana, fluttan á
kvöldin. Það eru lukkunnar börn
sem hafa slíka veröld við gluggann
sinn.“
Er störfum Fanneyjar lauk á
Laugum fluttu þau til Húsavíkur,
heilsu Páls tók að hraka og annaðist
Fanney hann af þeirri natni og
kostgæfni sem henni einni var lagið.
Fyrst bjuggu þau við Hjarðarhól,
en 19. desember árið 1985 fluttu
þau í Litla-Hvamm þar sem þau
eyddu síðustu árunum sem þau áttu
saman, þar til Páll lést 10. júlí 1990.
Það fór vel á því að þau fluttu í
litla húsið sitt þennan dag, því 19.
desember var alltaf sérstakur dag-
ur í lífi Fanneyjar – það var afmæl-
isdagur móður hennar og þann dag
var alltaf haldið uppá. – „Í gamla
daga“ þegar hún kom heim til for-
eldra sinna í jólafrí bar það oftast
upp á hinn 19. og þá var veisla –
kakó og kökur. Þá voru systkina-
börnin í nágrenninu viss um að jólin
væru alveg að koma þegar Fanney
var komin í „frí“. – Börnin báru
ekkert skynbragð á það, að nú beið
hennar mikil vinna við undirbúning
jólanna, það var þrifið og pússað,
breitt út laufabrauð og bakað, en
aldrei var amast hið minnsta við
krakkaöngunum sem voru að snigl-
ast í kring og vildu sjá sem allra
mest af þessari uppáhalds Frænku
sinni.
Enn er kominn 19. desember og
nú á nýrri öld. Fanney hafði verið
lasin undanfarna daga og dvalið á
sjúkrahúsinu á Húsavík. Meiri
tækni á Akureyri gerði það að verk-
um að hún var send snögga ferð til
rannsóknar þangað. – Ég var svo
lánsöm að fá fréttir af þessari ferð
og beið hennar þar.
Bein í baki eins og henni var lag-
ið og brosandi kom hún til móts við
mig, ásamt fylgdarkonu sinni. – Við
gengum saman inn ganginn og
ræddum skammdegismyrkrið, sem
væri nú ekki svo dimmt, því jóla-
ljósin lýstu upp hvert sem litið
væri.
Er við vorum rétt sestar á bið-
stofunni greip Fanney andann á
lofti – ég spurði hvort hún fyndi
einhversstaðar til; – „Nei, það held
ég ekki,“ sagði hún rólega, það voru
hennar síðustu orð – hún var farin.
– Hún kvaddi þetta líf með sama
æðruleysinu og sömu reisninni og
hún hafði lifað því.
Það var eins og segir í niðurlagi
bókarinnar um Berjabít:
„Í lok kaflans tóku tónarnir að
streyma burtu í allar áttir, út í
geiminn, þaðan sem þeir komu.
Ljósin á trjánum slokknuðu. Allt
var dauðahljótt og myrkur í Holt-
inu.
Hálfur jólamáni skein á milli
skýja í suðaustrinu, og ein skær
stjarna blikaði við hlið hans.“
Blessuð sé minning Fanneyjar
frænku.
Ásta Garðarsdóttir.
FANNEY
SIGTRYGGSDÓTTIR
✝ Hrafn Ragnars-son fæddist á
Staðarhóli á Akur-
eyri 15. maí 1944.
Hann lést í Lands-
spítalanum við
Hringbraut 21. des-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Lilja Oddsdóttir, f.
15. október 1903,
d.10. apríl 1991, og
Ragnar Brynjólfsson,
f. 17. júlí 1904, d. 24.
júní 1964. Hrafn var
næstyngstur tíu
systkina, þau eru:
Hrafnhildur, f. 1924, látin, Hjör-
dís, f. 1929, Valur, f. 1930, Örn, f.
1932, látinn, Brynja,
f. 1934, látin, Oddur,
f. 1937, látinn, Ragn-
ar, f. 1939, Dóra, f.
1941, látin, og Ingi-
björg, f. 1947. Hrafn
fluttist með fjöl-
skyldu sinni 1945 til
Reykjavíkur. Hann
veiktist barn að aldri
og var á sjúkrahús-
um og stofnunum
langdvölum. Síðast-
liðin 15 ár bjó Hrafn
í Hátúni 12.
Útför Hrafns fer
fram frá Fossvogs-
kapellu í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut.
(Vald. Briem.)
Systkinin.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. Sveinbjörn Egilsson.)
Þorbjörg.
HRAFN
RAGNARSSON
!" #$!!%