Morgunblaðið - 04.01.2002, Qupperneq 56
DAGBÓK
56 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Sten
Odin kemur og fer í
dag, Rollnes kemur í
dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Snorri Sturluson kom í
gær. Trinket og Flor-
entina fóru í gær.
Mannamót
Aflagrandi 40. Kl. 9
leikfimi og vinnustofa,
kl. 12.45 dans, kl. 13
bókband, kl. 14 bingó.
Árskógar 4. Kl. 13–
16.30 opin smíðastofan.
Allar upplýsingar í
síma 535-2700.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8
hárgreiðsla, kl. 8.30
böðun, kl. 9–12 bók-
band, kl. 9–16 handa-
vinna, kl. 10–17 fótaað-
gerð, kl. 13 spilað í sal
og glerlist.
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Félagsstarfið
Hlaðhömrum verður
lokað til 8 janúar. Ósk-
um öllum gleðilegra
jóla og farsæls kom-
andi árs.
Félagsstarf aldraðra
Dalbraut 18–20. Kl. 9–
12 aðstoð við böðun, kl.
9–16.45 hárgreiðslu-
stofan opin, kl. 9 opin
handavinnustofan.
Félag eldri borgara í
Kópavogi. Félagsvist
spiluð í Fannborg 8
(Gjábakka) kl. 20.30.
Félagsstarf aldraðra,
Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð-
un, kl. 10 hársnyrting,
kl. 10–12 verslunin op-
in, kl. 13. „Opið hús“,
spilað á spil.
Félagsstarf aldraðra
Garðabæ. Mán. 7. jan.
kl. 11.15 og kl. 12.15
leikfimi. Mið. 9. jan. kl.
15 í Kirkjuhvoli, kynn-
ingardagur á tóm-
stundastarfinu á vetr-
arönn, skráning í
hópastarf, sem byrjar
14. janúar. Fimmt. 10.
jan. félagsvist á Álfta-
nesi kl. 19.30.
Félag eldri borgara í
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50.
Dagskráin í Hraunseli
hefst aftur mánudaginn
7. jan. Með pútti í Bæj-
arútgerð kl. 10–11:30
og Félagsvist kl. 13:30.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði.
Glæsibæ. Kaffistofan
opin alla virka daga frá
kl. 10–13. Kaffi, blöðin
og matur í hádegi.
Sunnudagur 6. janúar,
dansleikur Ásgarði,
Glæsibæ kl. 20, Caprí-
tríó leikur fyrir dansi.
Mánudagur 7. janúar,
brids kl. 13. Dans-
kennsla Sigvalda kl. 19
framhald og kl. 20.30
byrjendur. Þriðjudagur
8. janúar skák kl. 13.
Miðvikudagur: Göngu-
Hrólfar fara í létta
göngu frá Hlemmi kl.
9.45. Línudanskennsla
Sigvalda kl. 19.15.
Baldvin Tryggvason
verður til viðtals um
fjármál og leiðbein-
ingar um þau mál á
skrifstofu FEB mánu-
daginn 14. janúar nk.,
panta þarf tíma. Silf-
urlínan er opin á mánu-
dögum og mið-
vikudögum frá kl.
10–12 Skrifstofa félags-
ins er flutt að Faxafeni
12 sama símanúmer og
áður. Félagsstarfið er
áfram í Ásgarði
Glæsibæ. Upplýsingar
á skrifstofu FEB kl.
10–16 í síma 588-2111.
Félagsstarfið Hæð-
argarði 31. Kl. 9–16.30
myndlist og rósamálun
á tré, kl. 9–13 hár-
greiðsla, kl. 9.30 göngu-
hópur, kl. 14. brids.
Opið alla sunnudaga
frá kl. 14–16 blöðin og
kaffi.
Gerðuberg, félagsstarf.
Opið frá 9–16.30, m.a.
spilasalur opinn eftir
hádegi. Veitingar í veit-
ingabúð. Myndlist-
arsýning Bryndísar
Björnsdóttur stendur
yfir. Mánudaginn 7.
janúar kl. 13.30–14.30
bankaþjónusta. Upplýs-
ingar um starfsemina á
staðnum og í síma 575-
7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Kl. 13 bókband.
Gullsmári, Gullsmára
13. Kynning á vetr-
ardagskránni janúar til
maí verður í Gullsmára
föstudaginn 4. janúar
kl. 14. Á sama tíma
verður skráning á þau
námskeið sem fyr-
irhuguð verða. Fólk er
hvatt til að koma og
kynna sér hvað í boði
er. Allir velkomnir.
Heitt á könnunni.
Hraunbær 105. Kl. 9–
12 baðþjónusta, kl. 9–
17 hárgreiðsla og fóta-
aðgerðir, kl. 9 handa-
vinna, bútasaumur, kl.
11 spurt og spjallað.
Bingó kl. 14. Kaffiveit-
ingar.
Hvassaleiti 56–58. Kl.
9 böðun, leikfimi og
postulín, kl. 12.30
postulín. Fótsnyrting
og hársnyrting.
Norðurbrún 1. Kl. 9–13
tréskurður, kl. 9–17
hárgreiðsla, kl. 10
boccia.
Vesturgata 7. Dagskrá
hefst sem hér segir:
Boccia 7. janúar kl. 10.
Bútasaumur 8. janúar
kl. 9.15. Myndlist 9.
janúar kl. 9.15. Postulín
9. janúar kl. 9.15. Sund
9. janúar kl. 8.25. Kór-
æfing 10. janúar kl. 13.
Fimmtudaginn 10. jan-
úar verður helgistund.
Sr. Jakob Ágúst
Hjálmarsson, dóm-
kirkjuprestur, Kór fé-
lagsstarfs aldraðra
undir stjórn Sig-
urbjargar Petru Hólm-
grímsdóttur.
Vitatorg. Kl. 9 smíði og
hárgreiðsla, kl. 9.30
bókband og morg-
unstund, kl. 10 leikfimi
og fótaaðgerðir, kl.
12.30 leirmótun, kl.
13.30 bingó.
Bridsdeild FEBK, Gjá-
bakka. Brids kl. 13.15 í
dag.
Hana-nú, Kópavogi.
Laugardagsgangan
verður á morgun. Lagt
af stað frá Gjábakka,
Fannborg 8 kl. 10.
Gott fólk, gott rölt.
Gengið frá Gullsmára
13 kl. 10 á laug-
ardögum.
Ungt fólk með ungana
sína. Hitt húsið býður
ungum foreldrum (um
16–25 ára) að mæta
með börnin sín á laug-
ard. kl. 15–17 á Geysi,
kakóbar, Aðalstræti 2.
(Gengið inn Vest-
urgötumegin). Opið hús
og kaffi á könnunni,
djús, leikföng og dýnur
fyrir börnin.
Itc-deildin Fífa, Kópa-
vogi heldur bókarkynn-
ingarfund laugardaginn
5. janúar kl. 12.05–
14.05 í kaffistofu Lista-
safns Kópavogs, Gerð-
arsafni. Upplýsingar
gefur Guðbjörg Frið-
riksdóttir, s. 586-2565.
Minningarkort
Minningarkort, Félags
eldri borgara, Selfossi,
eru afgreidd á skrif-
stofunni, Grænumörk 5,
miðvikudaga kl. 13–15.
Einnig hjá Guðmundi
Geir í Grænumörk 5,
sími 482-1134, og versl-
unni Íris í Miðgarði.
Slysavarnafélagið
Landsbjörg, Stang-
arhyl 1, 110 Reykjavík.
S. 570 5900. Fax: 570
5901. Netfang: slysa-
varnafelagid@lands-
bjorg.is
Minningarkort Rauða
kross Íslands eru seld í
sölubúðum Kvenna-
deildar RRKÍ á sjúkra-
húsum og á skrifstofu
Reykjavíkurdeildar,
Fákafeni 11, s. 568-
8188.
Minningarkort Hvíta-
bandsins fást í Kirkju-
húsinu, Laugavegi 31,
s. 562-1581 og hjá
Kristínu Gísladóttur, s.
551-7193 og Elínu
Snorradóttur, s. 561-
5622.
Minningarkort Sjúkra-
liðafélags Íslands eru
send frá skrifstofunni,
Grensásvegi 16,
Reykjavík. Opið virka
daga kl. 9–17. S. 553-
9494.
Minningarkort Vina-
félags Sjúkrahúss
Reykjavíkur eru af-
greidd í síma 525-1000
gegn heimsendingu
gíróseðils. Minning-
arkort Kvenfélagsins
Hringsins í Hafnarfirði
fást í blómabúðinni
Burkna, hjá Sjöfn s.
555-0104 og hjá Ernu s.
565-0152.
Minningakort Breið-
firðingafélagsins, eru
til sölu hjá Sveini Sig-
urjónssyni s. 555-0383
eða 899-1161.
Minningarkort Kven-
félags Háteigssóknar.
Kvenfélagskonur selja
minningarkort, þeir
sem hafa áhuga á að
kaupa minningarkort
vinsamlegast hringi í
síma 552-4994 eða síma
553-6697, minning-
arkortin fást líka í Há-
teigskirkju við Háteigs-
veg.
Í dag er föstudagur 4. janúar, 4.
dagur ársins 2002. Orð dagsins:
Glatt hjarta veitir góða heilsubót, en
dapurt geð skrælir beinin.
(Orðskv. 17, 22.)
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
LÁRÉTT:
1 mjallhvítt, 8 innt eftir, 9
sundrast, 10 rekkja, 11
böggla, 13 fyrir innan, 15
slæm skrift, 18 tími, 21
ungviði, 22 koma undan,
23 heiðursmerkið, 24
djöfullinn.
LÓÐRÉTT:
2 framleiðsluvara, 3
lasta, 4 hiti, 5 refurinn, 6
saklaus, 7 skordýr, 12
hrós, 14 veiðarfæri, 15
skikkja, 16 frægðarverk,
17 fiskur, 18 spé, 19
grjótið, 20 ruddi.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 ljúft, 4 mölva, 7 kerru, 8 grund, 9 tón, 11 ausa,
13 sauð, 14 skera, 15 fólk, 17 gröm, 20 far, 22 fróða, 23
játar, 24 sötra, 25 lausa.
Lóðrétt: 1 lokka, 2 útrás, 3 taut, 4 magn, 5 lauga, 6 and-
úð, 10 ópera, 12 ask, 13 sag, 15 fífls, 16 ljótt, 18 rytju, 19
myrða, 20 fata, 21 rjól.
K r o s s g á t a
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI eyddi dágóðri stundmeð tugum eða hundruðum
annarra í biðröð fyrir framan
Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins í
Kringlunni á gamlársdag. Allir
fengu afgreiðslu að lokum og starfs-
fólk ÁTVR sýndi mikla lipurð, en
Víkverja finnst nú samt að örtröðin í
vínbúðum um alla borg á gamlárs-
dag beri íslenzkri áfengispólitík
fremur dapurlegt vitni. Víkverji
varð ekki var við neina örtröð í öðr-
um verzlunum, ekki einu sinni í flug-
eldasölunni. Ríkisbúðin annar bara
greinilega ekki svona toppi í eftir-
spurn. Ef léttvín fengist í matvöru-
verzlunum, eins og víðast hvar í hin-
um siðmenntaða heimi, væri þetta
vandamál leyst; fólk kippti einfald-
lega með sér rauðvínsflösku með
matnum og freyðivínsflösku til að
skála um áramótin um leið og það
keypti kalkúninn.
x x x
HITT er svo annað mál að rík-isvínbúðirnar fara skánandi.
Víkverji er t.d. ánægður með þær
breytingar, sem gerðar hafa verið á
búðinni í Kringlunni, sem nú heitir
Vínbúð og er öll mun vistlegri en áð-
ur, auk þess sem léttvíni er gert
hærra undir höfði í hillunum. Það er
í takt við breyttar neyzluvenjur
landans. Þá er breytingin á af-
greiðslutíma verzlunarinnar til
bóta, þótt Víkverji skilji ekki af
hverju vínbúðir í verzlanamiðstöðv-
um geta ekki haft opið jafnlengi og
aðrar búðir í þessum sömu verzl-
anamiðstöðvum.
x x x
Á VEFRITINU Múrnum, semungir róttæklingar halda úti,
er athyglisverður pistill um jóla-
sveininn, sem Víkverji stenzt ekki
mátið að vitna í:
„Staðreyndin er sú að trú á jóla-
sveininn er kjánaleg og engu barni
er greiði gerður með því að logið sé
að því. Sjálfsagt er að leyfa börnum
að trúa á heim sem er fullur af kynj-
um og ævintýrum. Raunar er engin
hætta á öðru en að þau geri það því
að börn skilja hluti eigin skilningi,
hvort sem fullorðnir ljúga að þeim
eða ekki. Það er ekki heldur neitt at-
hugavert við að fullorðnir velti fyrir
sér undrum tilverunnar. En ef menn
halda að þeir séu að gera líf barna
sinna ævintýralegt með jólasveins-
lyginni eru þeir að misskilja margt.
Þegar allt kemur til alls er jóla-
sveinninn fyrst og fremst borgara-
leg stofnun sem hefur þann tilgang
að tryggja misréttið í samfélaginu.
Trú á yfirnáttúrulegar feitabollur
sem komi með gjafir getur sætt hina
fátæku við hlutskipti sitt. Með því
að ljúga að börnum sínum staðfesta
fullorðnir vald sitt yfir þeim.
Og með hverri sykurvellukvik-
myndinni á fætur annarri um mik-
ilvægi þess að trúa á jólasveininn
sendir kvikmyndaauðvaldið frá sér
mikilvæg skilaboð: Þekking er
hættuleg. Fáfræði er góð. Það er
gott að trúa á hið góða fyrir handan
í stað þess að taka eftir hinu illa í
þessum heimi.“
x x x
FLEST er nú orðið að kúgunar-tæki auðvaldsins, segir Vík-
verji nú bara. Vesalings jólasveinn-
inn ekki undanskilinn. Óli lokbrá og
tannálfurinn eru sennilega hættu-
legir útsendarar kapítalismans líka.
Hvar ætli Karíus og Baktus, sem
eru einkar raunveruleg ógn í huga
margra barna, flokkist hjá þeim
Múrverjum?
Kvörtun undan
dagskrá
ÉG ER búinn að lesa tvisv-
ar að fólk er að kvarta und-
an lélegu sjónvarpsefni á
RÚV. Eitt skil ég samt
ekki. Á Íslandi eru fleiri
stöðvar en bara RÚV, með-
al annars Stöð 2 sem var
með góða dagskrá um jólin.
Í staðinn fyrir að kvarta
ætti fólk bara að horfa á
eitthvað annað en RÚV
með börnunum sínum.
Einnig er til stöð sem heitir
Skjár Einn.
Einn hissa.
Tapað/fundið
Gullarmband
týndist
GULLARMBAND tapað-
ist hinn 16. des. sl. Þetta er
þrílitt gullarmband ( gult-
rautt-hvítt), eintómir
hringir . Eigandi var þenn-
an dag í IKEA, við Holts-
búð í Garðabæ, bensínstöð
við Garðatorg og Ársali 5 í
Kópavogi. Armbandið hef-
ur mikið tilfinningalegt
gildi fyrir eiganda. Finn-
andi vinsamlega hringi í
síma 554 5701 Sigurbjörg,
561 4707 og/eða 569 1209
Berglind.
Gleraugnaveski
týndist
SÍÐLA hausts tapaðist
gleraugnaveski úr bláu rú-
skinni sem opnast með
fjaðuropnun í endann. Í því
var sérsniðin sólgleraugna-
klemma og 2 pússituskur.
Ef einhver hefur fundið
þetta og heldur því enn til
haga, vinsamlega hringið í
síma 565 6154 eða 525 4216.
Brúnt kortaveski
týndist
LÍTIÐ brúnt kortaveski
með kortum og skilríkjum
tapaðist á gamlárskvöld/
nótt líklega á Eiðistorgi eða
Rauða ljóninu. Skilvís finn-
andi vinsamlega hafi sam-
band í síma 567 5877 eða
698 5877.
Dýrahald
Köttur í óskilum
í Árbæjarhverfi
HANN er hvítur með
svörtum skellum, mjög fal-
legur gæfur og góður.
Fannst í Melbæ 2 dögum
fyrir jól. Hægt er að fá
upplýsingar um hann í
síma: 567 2633 og 822 1823.
Kötturinn Hösky
er týndur!
HÖSKY er af tegundinni
Birman, ljós að lit með
dökka grímu, hvíta sokka
og er með blá augu. Hann
er með bláa hálsól og
merktur. Hösky fór af
heimili sínu fyrir 10 dögum
síðan hann er búsettur und-
ir Úlfarsfelli. Þeir sem geta
gefið uppl. um Hösky eru
vinsamlegast beðnir að
hafa samb. í s. 566 8694 og
694 3193/94.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
ÁGÆTI Velvakandi.
Hér kemur lítil sönn
saga úr daglega lífinu,
núna milli hátíðanna.
Bréfaritari átti erindi í
Nóatúnsverslunina við
Nóatún. Þar er merkt
bílastæði fyrir fatlaða við
dyr verslunarinnar. Þegar
ég kom út úr búðinni var
ungur og frísklegur mað-
ur að snara sér inn í bíl
sem lagt hafði verið í
stæðið fyrir fatlaða. Ég
benti honum á að hann
hefði lagt í stæði fyrir fatl-
aða. Hann horfði á mig
skilningssljóum augum og
svaraði engu, en þá gat sá
sem þetta skrifar ekki
stillt sig um að bæta við:
„Hún er svo sem ekki betri
þessi andlega fötlun.“
Þá stóð ekki á viðbrögð-
unum: „Haltu kjafti, eða
ég siga hundinum á þig.“
Þá sá ég að hann var með
hund í aftursætinu og ekki
neinn kjölturakka. Hann
lét þó ekki af því verða, en
ók á brott og þeytti flaut-
una ógurlega.
Í rauninni ætti þessi
ungi maður hvorki að
hafa ökuleyfi né leyfi til að
halda hund. Hann hefur
greinilega hvorki þroska
til að aka bíl né eiga hund.
Erlendis er víða tekið
mjög hart á því ef heil-
brigðir leggja í stæði
fatlaðra. Ýmist eru bíl-
arnir fjarlægðir eða sekt-
um beitt, nema hvort
tveggja sé. Hér á landi
virðist enginn framfylgja
þessu. Lögreglan lætur
eins og henni komi þetta
ekki við.
Það er vægast sagt lít-
ilmannlegt þegar full-
frískt fólk misnotar þessi
bílastæði.
Túnabúi.
Lítil sönn saga