Morgunblaðið - 04.01.2002, Page 60
FÓLK Í FRÉTTUM
60 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Útsalan
hefst í dag kl. 10
K
R
IN
G
L
U
N
N
I
Lord of the Rings: The
Fellowship of theRings/
Hringadróttinssaga
Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Peter Jackson.
Aðalleikendur: Elijah Wood, Ian McKellen,
Christopher Lee, Cate Blanchett
Þessi fyrsti hluti kvikmyndalögunar Ný-Sjá-
lendingsins Peters Jackson á Hringadróttins-
sögu J.R.R. Tolkiens er hrein völundarsmíð.
Aðrar ævintýra- og tæknibrellumyndir fölna í
samanburði, um leið og hvergi er slegið af
kröfunum við miðlun hins merka bókmennta-
verks Tolkiens yfir í kvikmyndaform. Smárabíó, Regnboginn, Laugarásbíó,
Stjörnubíó, Borgarbíó, Akureyri.
Moulin Rouge
Bandarísk. 20001. Leikstjórn og handrit:
Baz Luhrman. Aðalleikendur: Nicole Kidman,
Ewan McGregor, Jim Broadbent. Sannkölluð
himnasending í skammdeginu. Stórfengleg
afþreying sem er allt í senn: Söng- og dans-
amynd, poppópera, gleðileikur, harmleikur,
nefndu það. Baz Luhrman er einn athygl-
isverðasti kvikmyndagerðarmaður samtím-
ans sem sættir sig ekki við neinar málamiðl-
anir og uppsker einsog hann sáir; fullt hús
stiga. Regnboginn.
Amélie
Frönsk 2001. Leikstjóri: Jean-Pierre Jeunet.
Aðalleikendur: Audrey Tautou, Mathieu
Kassovitz, Yolande Moreau, Dominique Pin-
on. Yndislega hjartahlý og falleg kvikmynd
um það að þora að njóta lífsins. Stórkostleg-
ur leikur, frábær kvikmyndataka og sterk leik-
stjórn Jeunet gera myndina að góðri og öðru-
vísi skemmtun en við flest erum vön.
Háskólabíó.
The Man Who Wasn’t There/
Maðurinn sem reykti
of mikið
Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Joel Coen. Aðal-
leikendur: Billy Bob Thornton, Frances
McDormand, James Gandolfini, Tony Shalo-
ub. Billy Bob fer hamförum sem keðjureykj-
andi undirtylla á rakarastofu sem hefnir sín á
þeim sem hafa hann undir að öllu jöfnu. Sér
ekki fyrir afleiðingarnar. Coenbræður í fágaðri
og meinfyndinni, s/h filmnoir sveiflu með af-
burða leikhópi. Stjörnubíó.
The Others
Spænsk/frönsk/bandarísk 2001. Leikstjórn
og handrit: Alejandro Amenábar. Nicole Kid-
man, Fionula Flanagan, Christopher Eccle-
ston, Alakina Mann, Eric Sykes. Meistara-
lega gerð hrollvekja sem þarf á engum
milljóndalabrellum að halda, en styðst við
einfalt, magnað handrit, styrkan leik, kvik-
myndatöku og leikstjórn. Umgerðin afskekkt-
ur herragarður, persónurnar dularfullar, efnið
pottþétt, gamaldags draugasaga með nýju,
snjöllu ívafi. Háskólabíó.
Elling
Noregur 2001. Leikstjóri: Peter Næss. Aðal-
leikendur: Per Christan Ellefsen, Sven Nord-
in, Pia Jacobsen. Norsk mynd um tvo létt
geðfatlaða náunga sem fá íbúð saman og
þurfa að læra að bjarga sér. Bráðfyndin og
skemmtileg mynd með fullri virðingu fyrir að-
alpersónunum. Háskólabíó.
Harry Potter og viskusteinn-
inn/Harry Potter and the
Sorcerer’s Stone
Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Chris Columbus.
Aðalleikendur: Daniel Radcliffe, Rupert Grint,
Emma Watson, Robbie Coltrane, John
Cleese. Aðlögun hinnar lifandi sögu J.K.
Rowling um galdrastrákinn Harry Potter yfir í
kvikmyndahandrit tekst hér vel. Útkoman er
ekki hnökralaus en bráðskemmtileg ævin-
týramynd engu að síður. Sambíóin Reykjavík, Keflavík, Akureyri,
Háskólabíó.
Málarinn
Íslensk. 2001. Leikstjórn og handrit: Erlend-
ur Sveinsson. Vönduð og metnaðarfull heim-
ildarmynd um líf og störf listmálarans Sveins
Björnssonar, síðustu árin sem hann lifði.
Prýdd fallegri og kraftmikilli kvikmyndatöku
Sigurðar Sverris Pálssonar. Háskólabíó.
Mávahlátur
Tilkomumikil kvikmynd Ágústs Guðmunds-
sonar byggð á samnefndri skáldsögu Krist-
ínar Marju Baldursdóttur. Þar skapar leik-
stjórinn söguheim sem er lifandi og heillandi,
og hefur náð sterkum tökum á kvikmynda-
legum frásagnarmáta. Frammistaða Mar-
grétar Vilhjálmsdóttur og Uglu Egilsdóttur er
frábær. Háskólabíó, Sambíóin.
The Pledge/Skuldbindingin
Leikstjóri: Sean Penn. Aðalleikendur: Jack
Nicholson, Robin Wright Penn, Aaron Eck-
hart. Nicholson hefur ekki verið betri í háa
herrans tíð, í hlutverki löggu með þráhyggju.
Áhorfandinn finnur að undir niðri er kengur í
hegðun þessa góða manns, sem loks virðist
búinn að finna tilgang og hamingju í heldur
aumu lífi, en hættir öllu, heilsu og fjölskyldu,
vegna skuldbindingar. Penn hlífir okkur við
hinum ófrávíkjanlega, hamingjusamlega
endi, hrindir okkur þess í stað útá eyðimörk
geðveiki og rústaðra persóna. Athyglisverð,
seiðmögnuð. Sambíóin.
Training Day/Reynsludagur
Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Antoine Fuqua.
Aðalleikendur: Denzel Washingtonm, Ethan
Hawke. Fyrsti dagur nýliða í lögreglunni
(Hawke), undir handleiðslu þaulreyndrar L.A.
löggu (Washington), vafasamrar í meira lagi,
kostar hann nánast starfið, æruna og lífið.
Sambíóin.
Bandits/Rænt og ruplað
Bandarísk. 2001. Leikstjórn: Barry Levinson.
Aðalleikendur: Bruce Willis, Billy Bob Thorn-
ton, Cate Blanchett. Gamansöm spennu-
mynd um farsæla bankaræningja, þar sem
ástarmál koma jafnframt sterklega við sögu.
Myndin nær á köflum miklum hæðum í gam-
ansemi og fer Thornton þar á kostum. Smárabíó.
Good Advice
Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Steve Rash. Að-
alleikendur: Charlie Sheen, Denise Richards,
Jon Lovitz, Rosanna Arquette. Mikið mun
betri mynd en hún hljómar. Gráglettin skop-
mynd um uppaling í verðbréfaslastellingum
sem hafður er að fífli, en hefnir sín. Lunkin
söguflétta, lagleg tilsvör og ódauðlegt leik-
araval. Laugarásbíó.
The Hole/Byrgið
Bresk. 2001. Leikstjóri: Nick Hamm. Aðal-
leikendur: Thora Birch, Desmond Harrington.
Vel leikin, óhugnanleg og einkar óþægileg
lýsing á atburðarás í lokuðu neðanjarðarbyrgi
þar sem nokkur ungmenni berjast fyrir lífi
sínu. Sambíóin.
Ljós heimsins
Íslensk heimildarmynd. 2001. Höfundur:
Ragnar Halldórsson. Fjallar um stjörnu í nýju
hlutverki; frú Vigdísi Finnbogadóttir eftir
Bessastaði. Forvitnileg en vantar skarpari
fókus. Regnboginn.
Pétur og kötturinn Brandur
Sænsk. 2000. Leikstjóri: Albert Hanan Kam-
insky. Handrit: Torbjörn Janson.Teiknimynd.
Aðalraddir: Guðmundur Ólafsson, Arngunnur
Árnadóttir, Sigurður Sigurjónsson, Sigrún
Waage. Ekkert stórvirki en ágætis skemmtun
fyrir litla krakka. Pétur og Brandur eru við-
kunnanlegir og uppátektarsamir. Smárabíó, Laugarásbíó.
Glass House/Í glerhúsi
Bandarísk. 2001. Leikstjóri: David Sack-
heim. Aðalleikendur: Leelee Sobieski, Stell-
an Skarsgård, Diane Lane. Glerþunn flétta
drepur niður væntingar um hrollvekjandi
spennu í þokkalega leikinni mynd um skelfd
systkini hjá vafasömum stjúpforeldrum Smárabíó, Stjörnubíó.
Joe Dirt/Jói skítur
Bandarísk. 2001. David Spade, Brittany
Daniel, Dennis Miller, Kid Rock og Christ-
opher Walken. Leikstjóri: Dennie Gordon. Joe
Dirt var skilinn eftir hjá Miklagili af foreldrum
sínum, og síðan hefur lífið verið ein þrauta-
ganga. Grínmynd með David Spade sem er
alls ekki nógu fyndin þótt Joe Dirt sé mjög
góð týpa. Stjörnubíó.
BÍÓIN Í BORGINNI
Sæbjörn Valdimarsson/Hildur Loftsdóttir/Heiða Jóhannsdóttir
Meistaraverk Ómissandi Miðjumoð Tímasóun 0 Botninn
Hrein völundarsmíð: Sjaldan eða aldrei hafa gagnrýnendur verið eins ein-
róma jákvæðir í garð nokkurrar myndar og Hringadróttinssögu.
„ÞAÐ er engin leið að hætta!“
sungu Stuðmenn hér um árið og
það reynist oftar enn ekki rétt í
Popplandi. Um tíu ára skeið hafa
þjóðgarðsverðir hinnar svokölluðu
’68 kynslóðar, hljómsveitin Pops
sem gerði garðinn frægan í árdaga
íslensks bítls, komið saman árlega
á nýárskvöldi á Hótel Sögu og leik-
ið þar fyrir dansi. Þessi áramót
voru engin undantekning.
Pops, sem nú er skipuð þeim
Tryggva Hübner, Óttari Felix
Haukssyni, Ólafi Sigurðssyni, Pétri
Kristjánssyni, Birgi Hrafnssyni og
Jóni Ólafssyni, spilaði þar lög eftir
Bítlana, Stones, Dylan, Kinks,
Spencer Davis Group, Small Faces,
Troggs o.fl. Viðtökur voru gríð-
argóðar og var sveitin óspart hvatt
til þess að leggja ekki upp laup-
anna, en það hugðist hún gera á
þessu áratugs afmæli. Hún mun því
skemmta á Kringlukránni um
þessa helgi; föstudag og laugardag.
Allt að gerast hjá Óttari
Af Óttari Felix er það annars að
frétta að hann hefur nú haslað sér
völl sem umboðsmaður; hefur m.a.
komið að Mannakornum og gaf út
prýðisgóða hljómleikaplötu með
þeim fyrir jólin á eigin merki, Son-
et, auk þess að hafa séð um tón-
leikahrinu Hljóma á síðasta ári.
„Já, þetta byrjaði allt með því að
Hljómar höfðu samband við mig á
vordögum þar sem þeir höfðu í
hyggju að láta undan þrýstingi um
að fara að spila aftur. Þeir báðu
mig um að halda utan um þeirra
mál. Ég hafði fínan tíma, var sjálfs
míns herra þannig að ég sló til.
Þetta hefur svo undið upp á sig.“
Óttar segir að þeir Pálmi og
Magnús Mannakornsmenn hafi svo
haft samband við sig, þar sem þeir
hafi ætlað af stað á nýjan leik.
Einnig hefur hann séð um að bóka
KK og Magnús.
„Ég stofnaði utan um þetta félag
sem ég kalla Sonet en það er í höf-
uðið á fyrsta bandinu sem ég stofn-
aði ásamt Jonna Ólafs bassaleik-
ara.“ Óttar segir að Mannakorn og
Hljómar ætli að halda eitthvað
áfram en bætir þó við hlæjandi.
„En það er nú þannig að þegar
menn eru komnir á þennan aldur
verður maður bara að segja: „Ef
Guð lofar og ef heilsan er í lagi!“
Óttar segir að hefð fyrir umboðs-
mennsku hérlendis sé svo gott sem
enginn. „Markaðurinn hér er lítill
og menn hafa ekkert verið að setja
sig inn í þessar lagalegu hliðar sem
fylgja dægurtónlistinni. Bransinn
hér hefur oft og tíðum einkennst af
hálfgerðu frumskógarlögmáli; það
er oft vaðið í hlutina án þess að
kanna rétt sinn eða annarra til hlít-
ar. Ég er einmitt að vinna í samn-
ingsmálum fyrir Hljóma og Manna-
korn um þessar mundir, hvar
ætlunin er að reyna að færa ýmsa
hluti til betri vegar.“
Spjallað við Óttar Hauksson, driffjöður Pops
Unglingahljómsveitin Pops: (f.v.) Tryggvi Hübner, Óttar Felix Hauksson,
Ólafur Sigurðsson, Pétur Kristjánsson, Birgir Hrafnsson og Jón Ólafsson.
Meira Pops!
arnart@mbl.is
w
w
w
.t
e
xt
il.
is