Morgunblaðið - 04.01.2002, Síða 62

Morgunblaðið - 04.01.2002, Síða 62
FÓLK Í FRÉTTUM 62 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRESKI tónstarmaður- inn Marc Almond heldur tónleika í Íslensku óper- unni 31. janúar næst- komandi. Almond er einhver virtasti tónlistarmaður Breta og á að baki ríf- lega tveggja áratuga langan feril, lengst af sem einsöngvari en fyrst sem annar helmingur nýrómantíska tölvudú- ettsins Soft Cell. Almond mun leika í óperunni studdur lítilli hljómsveit og áformar að bjóða íslenskum tónlist- argestum upp á þver- skurð af löngum og við- burðaríkum ferli sínum. Má því búast við því að lög á borð við Soft Cell- lögin „Tainted Love“, sem er eitt af allra vin- sælustu lögum 9. áratug- arins, „Bedsitter“, „Say Hello Wave Goodbye“ ómi í Íslensku óperunni og hver veit nema hann taki stærsta smell sólóferils síns, gamla Gene Pitney-slagarann „Something’s Gotten Hold Of My Heart“, sem Al- mond kom á topp breska vinsælda- listans árið 1988 og önnur þekkt lög á borð við „Stories of Johnny“, Jacques Brel-lagið „Jacky“ og „The Days of Pearly Spencer“. Á ferli sínum hefur Almond gefið út vel á þriðja tug platna. Áhrifa hans gætir víða eins og t.a.m. í tónlist Pulp, Pet Shop Boys og The Divine Comedy. Sjálfur hefur hann löngum verið talinn undir djúpstæðum áhrif- um frá kabaretttónlist, Scott Walker og Jacques Brel enda hefur hann aldrei farið leynt með aðdáun sína á þeim listamönnum. Almond hefur unnið með fjölmörg- um kunnum listamönnum eins og Gene Pitney, The The og Nick Cave. Svo skemmtilega vill til að hægri hönd hans á nýjustu plötu hans, Strange Things, sem kom út í fyrra, er enginn annar en íslenski tónlist- armaðurinn Jóhann Jóhannsson, sá er komið hefur við sögu hljómsveita á borð við Daisy Hill Puppy Farm, Ham, Lhooq og dip og unnið með sólólistamönnum eins og Páli Óskari og Emiliönu Torrini og samið tónlist fyrir kvikmyndir og leikrit. Jóhann samdi meirihluta laganna á Strange Things í félagi við Almond en á plöt- unni koma einnig við sögu Sigtrygg- ur Baldursson og Pétur Hallgríms- son, sem gjarnan hafa unnið með Jóhanni, og Samúel Samúelsson Jagúarmaður og útsetjari með meiru. Almond hefur allnokkrum sinnum komið til Íslands, þ. á m. til að vinna að Strange Things í hittifyrra. Hann hefur stefnt að tónleikahaldi hér um nokkurt skeið og fer vel á því nú að hægri höndin, Jóhann, komi fram með Almond á heimavelli. Tónleikar Marc Almond fara sem fyrr segir fram í Íslensku óperunni 31. janúar. Upplýsingar um miðaverð og sölustaði liggja fyrir síðar en að- standendur tónleikanna eru Út- gáfufjelagið Austur-Þýskaland og Menn með sleggju. Marc Almond syngur í Íslensku óperunni Marc Almond hefur sankað að sér allmörgum fylgismönnum hér á landi í gegnum árin. skarpi@mbl.is Kærkomin heimsókn síðar í janúarmánuði FYRIR nokkrum árum var Íslenska óperan full af skellihlæjandi gest- um kvöld eftir kvöld, svo vikum og mánuðum skipti. Aðhlátursefnið var Hellisbúinn, einleikur eða kannski réttara sagt uppistand, leikarans og athafnamannsins Bjarna Hauks Þórssonar þar sem hann gerði stólpagrín að sam- skiptum kynjanna en þó einkum og sér í lagi karlmennskuímyndinni sem hefur mátt muna sinn fífil feg- urri. Á endanum reyndist sýningin einhver sú mest sótta í sögu ís- lenska leikhússins og Bjarni Hauk- ur stimplaði sig rækilega inn sem grínleikari að skapi fólksins. Nú er hann snúinn aftur til Ís- lensku óperunnar með annan lauf- léttan einleik þar sem hann veður úr einu hlutverkinu í annað. Verkið kallast Leikur á borði og var frum- sýnt með viðhöfn á næstsíðasta degi nýliðins árs. Höfundur Leiks á borði er Becky Mode og fjallar það um nýútskrifaðan leikara að vestan sem á í hinu mesta basli með að koma sér á framfæri og vinnur því fyrir sér sem þjónn á vinsælasta veitingastað borgarinnar, stað þar sem allt aðalþotuliðið sýnir sig, sér aðra og tekur bita og bita þess á milli. Auðvitað eru margir þessara erfiðu matargesta landsmönnum að góðu kunnir en Gísli Rúnar Jónsson þýddi verkið og staðfærði það. Leikstjóri er Þór Tulinius. Gamanleikurinn Leikur á borði frumsýndur í Íslensku óperunni Bjarni Haukur leikur einn á borði Morgunblaðið/Árni Sæberg Bjarni Haukur fékk innilegar hamingjuóskir að lokinni frumsýningu frá sinni heittelskuðu, Sif Gunnarsdóttur Gröndal, og þýðandanum Gísla Rúnari Jónssyni. Stórvinir Bjarna Hauks, fyrrverandi umsjónarmenn Hausverks um helgar, Valli Sport og Siggi Hlö, mættu vitanlega til að styðja sinn mann. Þær voru margar kjarnakonurnar á frumsýning- unni: Erna Indriðadóttir, Sigríður Dúna Kristmunds- dóttir og Þórhildur Þorleifsdóttir. SÍMI 564 0000 - www.smarabio.isÍ I - .s ara i .is5 hágæða bíósalir Miðasala opnar kl. 13 Sýnd kl. 2, 4 og 6.Sýnd kl. 8 og 10.20. Sýnd kl. 2, 4, 6, 8, 10 og 11.30. Sýnd í LÚXUS kl. 2, 6 og 10. Glæsileg leysigeislasýning á undan myndinni „Besta mynd ársins“ SV Mbl „Þvílík bíóveisla“ HVS Fbl DVMbl Ævintýrið lifnar við ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Yndisleg rómantísk gamanmynd í anda Sleepless in Seattle. John Cusack (Americas Sweetheart´s) og Kate Beckinsale (Pearl Harbor) hafa aldrei verið betri. ´  1/2 Ungfrú Skandinavía Íris Björk Ljóskur landsins sameinist! Powersynin g kl. 11.30. . Örlög með kímnigáfu... Getur einu sinni á ævinni gerst tvisvar? FRUMSÝNING Vesturgötu 2, sími 551 8900 í kvöld

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.