Morgunblaðið - 15.01.2002, Qupperneq 4
FRÉTTIR
4 ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Til sölu Skoda Octavia
Station, nýskráður
09.05.2001. 2000 vél, sjálf-
skiptur, ekinn 6.000 km,
16“ álfelgur, Ásett verð
1.780.000. Nánari uppl. hjá
Bílþingi Heklu
Opnunartímar: Mánud. - föstud.
kl. 10-18 og laugard. kl. 12-16.
Laugavegur 170-174 • Sími 590 5000 • Heimasíða: www.bilathing.is
Netfang: bilathing@hekla.is
ÓLAFUR Axelsson hrl.
er látinn, 55 ára að aldri.
Ólafur fæddist í
Reykjavík 22. septem-
ber 1946. Foreldrar
hans voru Axel Guð-
mundsson, fulltrúi á
Skattstofu Reykjavík-
ur, og Ruth Manders
Guðmundsson húsmóð-
ir.
Ólafur lauk stúdents-
prófi frá Verzlunarskóla
Íslands árið 1967 og út-
skrifaðist úr lagadeild
Háskóla Íslands árið
1973. Hann varð hér-
aðsdómslögmaður árið 1975 og
hæstaréttarlögmaður árið 1982.
Ólafur var fulltrúi á lögfræðistofu
Vilhjálms Árnasonar hrl. og Tómasar
Árnasonar hrl. í Reykjavík frá 1973
og meðeigandi í stofunni frá 1978.
Hann rak síðan lög-
mannsstofu ásamt Vil-
hjálmi Árnasyni, Hreini
Loftssyni, Brynjólfi
Kjartanssyni og Þórði
S. Gunnarssyni undir
firmaheitinu Lögmenn
Höfðabakka 9.
Ólafur sat í vara-
stjórn Lögmannafélags
Íslands 1977–80, var
gjaldkeri í stjórn fé-
lagsins 1980–82, sat í
laganefnd félagsins
1983–90 og var formað-
ur þess 1989–90. Þá sat
Ólafur í stjórn Þórðar
Sveinssonar hf. 1984–89, í stjórn Víf-
ilfells hf. 1984–89 og í stjórn Björns
Ólafssonar hf. 1983–89.
Ólafur var kvæntur Þórunni Stef-
ánsdóttur blaðamanni. Hann lætur
eftir sig þrjár uppkomnar dætur.
Andlát
ÓLAFUR AXELSSON
KARL Tryggvason, íslenskur
læknir sem starfar í Svíþjóð, fær
verðlaun Louis-Jeantet-stofnunar-
innar í ár fyrir rannsóknir í lækn-
isfræði. Karl og starfsfélagar hans
hafa greint 20 gen og eggjahvítu-
efni sem tengjast nokkrum arf-
gengum sjúkdómum og fær verð-
launin fyrir rannsóknir á
nýrnasjúkdómum.
Karl er prófessor í læknis-
fræðilegri lífefnafræði við Karol-
inska Institutet í Stokkhólmi, og
stýrir þar rannsóknarstofu. Hann
er jafnframt einn af fjórum stofn-
endum líftæknifyrirtækisins Bio-
Stratum Inc. í Bandaríkjunum.
Rannsakar hreinsun blóðsins
Karl hefur unnið leiðandi starf á
því hvernig nýrun hreinsa blóðið
og á þeim vefjafrumusíum sem
blóðið fer í gegnum. „Þessi sía er
mjög mikilvæg fyrir líkamann, ef
hún skemmist getur fólk fengið
mjög alvarlega sjúkdóma sem geta
leitt til dauða,“ útskýrir Karl.
„Nýrun skaðast af völdum margra
alvarlega sjúkdóma, til dæmis syk-
ursýki og krabbameins. Þá verkar
blóðsían ekki eins og hún á að gera
og eggjahvítuefni komast úr blóð-
inu í þvagið.
Það hefur lítið verið vitað um
hvernig þessi sía í nýrunum er
byggð upp og hvað
gerist þegar hún
skemmist. En okkar
vinna hefur leitt til
þess að nú vitum við
hvernig sían er upp-
byggð og getum út-
skýrt hvað það er
sem gerist í mörgum
þessara nýrna-
sjúkdóma. Það er
mikilvægt af mörgum
ástæðum að rann-
saka þessar síur.
Meðferðir við nýrna-
sjúkdómum eru mjög
kostnaðarsamar og
nema tugum millj-
arða dollara ár hvert í
Evrópu og Bandaríkjunum.“
Karl segir að verðlaunaféð verði
m.a. notað til að halda áfram rann-
sóknum á síunum og að þróa gena-
lækningameðferð við nýrna-
sjúkdómum. „Ef um sjúkdóm er að
ræða sem orsakast af stökkbreyt-
ingu á einhverju geni í nýrunum,
reynum við að setja inn nýtt gen og
er þessi aðferð kölluð gena-
meðferð.“
Mikill heiður að
hljóta verðlaunin
Karl hlaut síðasta haust heið-
ursdoktorsnafnbót við læknadeild
Háskóla Íslands fyrir
störf sín innan lækn-
isfræði, sameinda-
líffræði og lífefna-
fræði. Áður hefur
honum verið veitt
sams konar nafnbót
við Háskólann í Pek-
ing í Kína auk fjöl-
margra annarra við-
urkenninga fyrir
vísindastörf sín.
Louis-Jeantet-
stofnunin hefur und-
anfarin fimmtán ár
veitt árlega vegleg
verðlaun til yfirleitt
þriggja vísindamanna
á sviði læknavísinda í
Evrópu. Hluta verðlaunafjárins er
ætlað að borga fyrir rannsóknirnar
sjálfar og hluti þeirra er persónu-
leg verðlaun, að sögn Karls. Fjórir
vísindamenn hafa hlotið Nóbels-
verðlaun í kjölfar Louis-Jeantet-
verðlaunanna. „Það er mikill heið-
ur og mjög ánægjulegt að vera
kominn í þennan góða félagsskap,“
segir Karl. „Þeir sem hafa hlotið
þessi verðlaun undanfarin ár eru
yfirleitt leiðandi vísindamenn í
Evrópu á sínu sviði. Svo ég get
ekki verið annað en ánægður.“
Verðlaunin verða veitt í Genf í
apríl næstkomandi.
Íslenskur læknir fær
Louis-Jeantet-verðlaunin
Karl Tryggvason
læknir.
JEPPI af gerðinni Toyota Hilux valt
á kaf ofan í Tunguá fyrir botni Skut-
ulsfjarðar snemma í gærmorgun.
Bifreiðin hafði farið yfir vegrið brú-
arinnar og komst ökumaðurinn af
sjálfsdáðum út úr jeppanum og upp á
veg, þaðan sem honum var ekið á
Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði til
aðhlynningar af vegfaranda sem átti
þar fyrstur leið um.
Samkvæmt upplýsingum lögregl-
unnar á Ísafirði má kenna hvassviðri
og krapi á veginum um hvernig fór
við Tunguá og til marks um það lenti
ökumaður bílsins, sem kom jeppa-
manninum til aðstoðar, á vegriði
brúarinnar þegar hann ætlaði að
staðnæmast. Hvorugan manninn
sakaði við það óhapp og komust þeir
klakklaust á sjúkrahúsið. Miklir
sviptivindar voru víða á Vestfjörðum
og vestanverðu landinu í gær.
Meiðsl ökumannsins reyndust
minniháttar. Fékk hann að fara heim
af sjúkrahúsinu síðdegis í gær og
vildi ekki ræða við Morgunblaðið um
óhappið þegar eftir því var leitað.
Var á hann á leið til vinnu sinnar á
Flateyri á fyrirtækisbíl þegar
óhappið átti sér stað. Brúin er það
nálægt sjó að yfirborð árinnar getur
á þessum stað hækkað um allt að 2
metra á flóði en háflóð var um
klukkustund eftir veltuna.
Jeppinn var hífður upp úr ánni eft-
ir hádegi í gær og er mikið skemmd-
ur, að sögn lögreglunnar á Ísafirði.
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Jeppinn á kafi í Tunguá við botn
Skutulsfjarðar í gærmorgun.
Jeppi valt
ofan í
Tunguá
Hvassviðri gekk yfir
Vestfirði í gærmorgun
STJÓRN Læknafélags Íslands hef-
ur í bréfi til Sturlu Böðvarssonar
samgönguráðherra lýst yfir stuðn-
ingi við Þengil Oddsson sem undir
lok síðasta árs var sagt upp sem
trúnaðarlækni Flugmálastjórnar.
Telur félagið, eftir að hafa farið yf-
irfarið ágreining trúnaðarlæknisins
við Flugmálastjórn og samgöngu-
ráðherra vegna útgáfu heilbrigðis-
vottorðs fyrir flugstjóra hjá Flug-
leiðum, að Þengill hafi ekki brotið
gegn þeim reglum sem gilda um
flugöryggi hér á landi.
Hvetur stjórn Læknafélagsins
ráðherra til að rannsaka til hlítar þá
„óeðlilegu og ósæmilegu“ stjórn-
sýslu að segja lækninum upp eftir
að hann hafði sagt sig frá máli flug-
stjórans. Brottreksturinn hafi vegið
að starfsheiðri læknisins sem hafi
sinnt starfi sínu af alúð og kost-
gæfni og farið í einu og öllu eftir al-
þjóðlegum vinnureglum, læknis-
fræðilegum staðreyndum og eigin
sannfæringu.
Í bréfi stjórnarinnar til sam-
gönguráðherra segir meðal annars:
„Er það niðurstaða stjórnar
Læknafélags Íslands, að Þengill
Oddsson hafi ekki brotið gegn þeim
ítarlegu reglum, sem uppfylla ber á
vettvangi flugöryggismála. Sam-
gönguráðherra hefur skipað nefnd,
sem skoða skal störf og viðbrögð
læknisins vegna þessa ágreinings-
máls. Hafi nauðsyn borið til að
stofna slíka rannsóknarnefnd, hefði
átt að fela henni það verkefni að
skoða meðferð þessa máls í heild,
þ.m.t. stjórnsýslu samgönguráðu-
neytisins í málinu og annarra
þeirra, sem aðild eiga að ágrein-
ingnum eða komið hafa að málinu
með einhverjum hætti. Óháð skoðun
á öllum málavöxtum hefði verið trú-
verðugri skipan mála en sú, sem
valin var.“
Flugfarþegar njóti vafans
Stjórn Læknafélagsins segir enn-
fremur að ummæli forystumanna
atvinnuflugmanna í deilunni, um að
flugmenn eigi að geta sagt frá veik-
indum sínum án þess að eiga það á
hættu að missa starfsréttindi sín,
séu alvarleg og uggvekjandi.
„Þeir hagsmunir, sem heilbrigð-
iskröfur eiga að verja, eru öryggis-
hagsmunir flugfarþega. Eru þær
kröfur virtar af öllum þeim þjóðum,
sem Íslendingar vilja eiga samleið
með. Flugfarþegar eiga að njóta alls
þess vafa, sem kann að leika á um,
hvort heilsa flugmanna sé fullnægj-
andi. Það er hagur bæði flugfarþega
og starfsmanna, að strangar alþjóð-
legar reglur og staðlar gildi á þess-
um vettvangi. Engin skynsamleg
rök eru fyrir því, að mögulegt sé að
veita afslátt frá þeim reglum eftir
séríslenskum leiðum eða með laga-
tæknilegum aðferðum,“ segir að
endingu í bréfi lækna til ráðherra
sem undirritað er af formanni fé-
lagsins, Sigurbirni Sveinssyni.
Læknafélag Íslands styður fyrrv. trúnaðarlækni Flugmálastjórnar
Braut ekki gegn regl-
um um flugöryggi
GUÐMUNDUR Halldórsson, skip-
stjóri frá Bolungarvík og formaður
Smábátafélagsins Eldingar á norðan-
verðum Vestfjörðum, var kjörinn
Vestfirðingur ársins 2001 í netkosn-
ingu sem vestfirska fréttablaðið Bæj-
arsins besta stóð fyrir í samvinnu við
Gullauga á Ísafirði og töluþjónustuna
Snerpu. Á netmiðli BB segir að Guð-
mundur hafi hlotið afdráttarlausa
kosningu og að hann hafi fengið at-
kvæði jafnt frá konum sem körlum.
„Ég er mjög hreykinn af þessari til-
nefningu,“ sagði Guðmundur í samtali
við Morgunblaðið í gær. „Ég lít svo á
að með þessu sé verið að verðlauna
trillukarla sem tóku til sinna ráða
þegar byggð var að leggjast af á Vest-
fjörðum; þegar búið var að selja kvót-
ann í burtu; húsin voru orðin verðlaus
og atvinna orðin engin. Þá lögðu
trillukarlar út í hundruða milljóna kr.
fjárfestingu og björguðu byggðinni.
Ef trillur hefðu ekki komið á sínum
tíma væri ekkert fólk á Vestfjörðum í
dag.“
Guðmundur lítur m.ö.o. svo á að
hann hafi verið valinn í ljósi þess að
hann væri forystumaður trillukarla á
Vestfjörðum. „Ég lít þannig á að ég
verðskuldi þetta ekki einn heldur er
ég samnefnari fyrir smábátaflotann á
Vestfjörðum sem forystumaður í
þeirra hópi.“
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Guðmundur Halldórsson skipstjóri tekur við viðurkenningu úr hendi
Arnar Torfasonar í Gullauga. Með þeim á mynd eru fulltrúar bb.is, þeir
Sigurjón J. Sigurðsson og Hlynur Þór Magnússon.
Án trillukarla væri eng-
in byggð á Vestfjörðum
Guðmundur Halldórsson Vestfirðingur ársins