Morgunblaðið - 15.01.2002, Side 10

Morgunblaðið - 15.01.2002, Side 10
SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmála- ráðherra telur að grípa þurfi til ráðstafana í umferðaröryggismál- um og að gera þurfi enn betur til að aukaumferðaröryggi, þrátt fyrir að hún telji talsverðan árangur hafa náðst á því sviði á undanförn- um árum. Í fyrra létust 24 ein- staklingar í umferðarslysum og 32 árið 2000, sem var með allra verstu árum í umferðarsögu Íslendinga. Á miðju ári 2000 höfðu 14 einstak- lingar látist í umferðarslysum en þá um sumarið var hrint í fram- kvæmd átaksverkefni dómsmála- ráðuneytisins, sem kom í kjölfar ráðstefnu á vegum ráðuneytisins undir yfirskriftinni „Bætt umferð- armenning – burt með mannfórn- ir.“ Í þingsályktunartillögu að nýrri umferðaröryggisáætlun fyrir tíma- bilið 2002–2012, sem dómsmálaráð- herra leggur fyrir komandi þing, er markmiðið m.a. að færri en 120 slasist alvarlega eða látist í lok tímabilsins 2012, sem er 40% fækk- un slysa miðað við þann árangur sem náðist með fyrri áætlun. Í síðustu umferðaröryggisáætlun frá 1997 var markmiðið að færri en 200 manns létust eða slösuðust al- varlega í árslok 2001. Markmið umferðar- öryggisáætlunar náðust „Þetta markmið náðist þrátt fyr- ir að veruleg aukning hefði orðið á bifreiðaeign landsmanna,“ segir Sólveig og bendir á að fjöldi alvar- lega slasaðra og látinna var 278 að meðaltali frá 1993–1997. „Ég tel að þessi þróun bendi óneitanlega til þess að nokkur ár- angur hafi náðst m.a. vegna aukins eftirlits lögreglu, hertra viðurlaga við umferðarlagabrotum, bættrar ökukennslu, áróðurs og átaksverk- efna sem auka vitund meðal al- mennings um umferðarmálefni. Samstarf lögregluliða og sérstök átaksverkefni eru orðin fastur liður í starfsemi lögreglunnar. Ég mun, nú í upphafi þings, leggja fram til- lögu að nýrri umferðaröryggisáætl- un til næsta áratugar sem felur í sér mörg framfaramál. Þar er t.d. lagt til aukið eftirlit lögreglu, hert viðurlög við hraðakstri og ölvunar- akstri. Ennfremur er lagt til að stjórnsýslan á þessu sviði verði bætt sem og aðgerðir til að greina neyslu ávana- og fíkniefna hjá öku- mönnum.“ Lækkaður hámarkshraði á veturna á íslenskum vegum? Rannsóknanefnd umferðarslysa tók til starfa fyrir um 4 árum og samkvæmt skýrslum nefndarinnar má nefna að aðalorsakir banaslysa 1998–2000 voru þær, að bílbelti voru ekki notuð, þar á eftir kom hraðakstur, ýmist í beygju eða á beinum vegi og þá ölvunarakstur. Á árinu 2000 beindi rannsókna- nefndin því til Vegagerðarinnar og dómsmálaráðuneytisins, að athug- að yrði hvort hægt væri að lækka heimilaðan ökuhraða hérlendis á veturna. Bent er á í skýrslu nefnd- arinnar það árið, að slíkt hefði ver- ið gert með góðum árangri í Finn- landi. „Þetta er ein þeirra tillagna sem rætt er um í umferðaröryggisáætl- un 2002–2012,“ segir Sólveig að- spurð um þessa hugmynd. Hún bendir á að sérstakur starfshópur, sem myndaður var á síðasta ári og laut stjórn formanns allsherjarnefndar Alþingis, hafi komið með ítarlegar tillögur til úr- bóta í umferðaröryggismálum. Ein þeirra gekk út á að breyta umferð- arlögum með því að bönnuð yrði farsímanotkun við akstur án hand- frjáls búnaðar, sem varð að lögum í fyrra. Á vegum dómsmálaráðuneytisins er að störfum nefnd, sem starfar að samningu áðurnefndrar umferð- aröryggisáætlunar, sem skipuð er fulltrúa Vegagerðarinnar, lögregl- unnar og Umferðarráðs. „Vega- gerðin hefur sérstaklega lagt sig eftir því að taka tillit til umferð- aröryggis við gerð umferðarmann- virkja,“ segir Sólveig. „Meðal ann- ars eru tillögur um nýjar vega- merkingar, öruggari vegi og umhverfi þeirra. Ennfremur er lögð áhersla á auknar forvarnir og skipan umferðaröryggisstarfsins og fleira. Þá er lögð áhersla á bíl- beltanotkun og öruggisbúnað í ökutækjum. Við höfum m.a. fengið ábendingar nýlega frá Árvekni, um öryggisbúnað í ökutækjum fyrir börn.“ Taka niður hraða við hættulegustu staðina Þess má í beinu framhaldi geta, að samkvæmt upplýsingum Óla H. Þórðarsonar, framkvæmdastjóra Umferðarráðs, eru foreldrar með- vitaðir um öryggi barna sinna þar sem 92% foreldra hafa börn sín í þar til gerðum öryggisstólum. Hann segir Umferðarráð hafa velt fyrir sér ýmsum hugmyndum til þess að fækka alvarlegum slys- um, s.s. úrbótum á ákveðnum stöð- um í vegakerfinu og leyfðum há- markshraða. „Eitt af því sem menn hafa staðnæmst við er hvort breyta eigi reglum um hámarkshraða og taka niður leyfðan hraða við hættu- legustu staðina,“ segir hann. „Ef komið er að krappri beygju, blind- hæð eða einbreiðri brú, eru viðvör- unarmerki sem vara við þessum fyrirbærum. En við höfum rætt að e.t.v. ætti að taka niður hraðann á þessum stöðum sem er grundvall- arbreyting frá því sem nú er. Menn aka almennt of hratt miðað við aðstæður, því er ekki hægt að neita. Við leggjum höfuðáherslu á það að ökuhraði sé miðaður við að- stæður og einnig er það ljóst að til- tekinn fjöldi mannslífa glatast í umferðinni á hverju einasta ári vegna þess að bílbelti eru ekki not- uð. Einnig er með ólíkindum hve ölvunarakstur á stóran þátt í bana- slysum og alvarlegum slysum og Umferðarráð stóð fyrir umtals- verðu átaki gegn ölvunarakstri seinnihluta síðasta árs í samstarfi við fleiri aðila.“ Þrátt fyrir að vel sé búið að börnum í ökutækjum, sem að ofan gat, eru ökumenn aftur á móti skeytingarlausir um fullorðna aft- ursætisfarþega sína að sögn Óla H. „Fólk lætur það viðgangast að hafa farþega lausa í aftursætinu. Þar með er ekki eingöngu verið að stofna viðkomandi einstaklingi í hættu, heldur er ökumaður og far- þegi í framsæti settir í lífshættu ef aftursætisfarþegi lendir fram í bílnum við högg. Umferðarráð hef- ur verið með mikinn áróður gegn skeytingarleysi af þessu tagi auk þess sem ráðið hefur lagt aukna áherslu á fræðslu um vetrarakstur. Það er hægt að missa algera stjórn á bifreið á lítilli ferð í krapa, ef hjólbarðar eru ekki þeim mun betri. Góðir grófmynstraðir hjól- barðar geta að sjálfsögðu unnið ör- lítið gegn þessari hættu en al- mennt þarf að auka umfjöllun um alla þessa þætti. Þegar ísing er á vegi, eins og verið hefur undanfarna daga, kem- ur í ljós að það er ekkert sem kem- ur fyllilega í stað negldra hjól- barða. Þetta hlýt ég að benda á að ökumenn skoði af gaumgæfni,“ sagði Óli. Dómsmálaráðherra og framkvæmdastjóri Umferðarráðs um aðgerðir gegn umferðarslysum Horft til breyt- inga á reglum um ökuhraða Lögreglan var í gær við eftirlit við Lönguhlíð og stöðvaði ökumenn sem ekki voru með bílbeltin spennt. Morgunblaðið/Kristinn FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ færa þessa fjárhæð í mynt náms- lands skuli miðað við gengi tiltekin dag og lánin miðast við það út allt skólaárið. Bæði fyrir og eftir þessar breytingar er há- mark skólagjalda alltaf ákveðið í þeim gjaldmiðli sem lánin eru reiknuð út í, það er gjaldmiðli námslandsins.“ Steingrímur segir að í úthlut- unarreglum LÍN komi fram að hámarkslán vegna skólagjalda skuli vera 2,8 milljónir íslenskar krónur eða samsvarandi fjárhæð námslands miðað við gengi 1. júní. „Í úthlutunarreglum er kveðið á um samanlagt hámark skóla- gjalda,“ segir Steingrímur. „Ákvæðið um þetta hámark var endurskoðað síðasta vor og breyt- ingar þá samþykktar. Með því að hafna kröfum um viðbótarlán er stjórnin að fara eftir því sem samþykkt var.“ Steingrímur segir að ákveðinn hluti námsmanna hafi orðið fyrir skerðingu vegna óhagstæðs geng- is íslensku krónunnar og sé það STEINGRÍMUR Ari Arason, framkvæmdastjóri Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna (LÍN), segir það misskilning að lán fyrir skóla- gjöldum í háskóla í útlöndum séu reiknuð í íslenskum krónum eins og fram kom í máli Heiðar Reyn- isdóttur, framkvæmdastjóra Sam- bands íslenskra námsmanna er- lendis (SÍNE), í Morgunblaðinu á laugardag. Þar kom einnig fram að LÍN hefði ekki fallist á þá kröfu SÍNE að hópur námsmanna erlendis fengi viðbótarlán frá sjóðnum fyrir skólagjöldum vegna gengislækkunar íslensku krón- unnar. Heiður segir að áður hafi lán til skólagjalda verið reiknuð í mynt námslands en því hafi verið breytt hausið 1999. „Þetta er ekki rétt. Það sem veldur þessum mis- skilningi er að fram til skólaárs- ins 1999–2000 var upphæðin sem tilgreind er í úthlutunarreglunum gefin upp í dollurum,“ segir Steingrímur. „Síðan þá hefur upphæðin verið tilgreind í ís- lenskum krónum. En í báðum til- vikum kemur fram að til að yfir- búið að liggja fyrir frá upphafi skólaársins. „Úthlutunarreglurn- ar gefa ekki kost á neinni viðbót við lánin og það hefur ekki tíðkast að breyta reglunum á miðju skólaári. Festan í þeim hefur ákveðna kosti, okkur finnst mik- ilvægt að námsmenn viti hvar þeir standi í upphafi skólaárs. Það er óréttlátt að hlaupa undir bagga með þeim sem laga sig ekki að reglunum og skilja hina eftir sem sýna fyrirhyggju og grípa til við- eigandi ráðstafana þegar nýjar reglur hafa verið auglýstar.“ Steingrímur segir að úthlutun- arreglur sjóðsins séu endurskoð- aðar fyrir 1. júní ár hvert. Hann segir hámark skólagjaldalána í erlendri mynt hafa verið lækkað þegar reglurnar voru endurskoð- aðar sl. vor. Hækkun þess verði á hinn bóginn örugglega til umræðu í stjórninni vegna endurskoðunar reglnanna fyrir næsta skólaár. „Þá, eins og á síðasta ári, er þetta spurning um forgangsröðun við ráðstöfun þess fjár sem er til ráð- stöfunar.“ Framkvæmdastjóri LÍN um áhrif gengis á námslán Námslán eru reiknuð út í gjaldmiðli námslandssveitinni. Maðurinn missti einn fingur og framan af öðrum en auk þess brotnuðu fjölmörg handarbein. Hann var að undirbúa skot þegar svo virðist sem neisti hafi fyrir slysni komist í tertuna þannig að bomburnar skutust úr henni. Um var að ræða skottertu með 16 tívolí- bombum sem tengdar voru saman. Valgeir Elíasson, upplýsinga- fulltrúi Slysavarnarfélagsins Lands- bjargar segir að maðurinn hafi unn- ið verk fyrir hjálparsveitina og fengið greitt í flugeldum. Fyrir mannleg mistök hafi honum verið afhent skoteldaterta sem einungis er ætluð til flugeldasýninga. Aðeins menn með reynslu af flugeldasýn- ingum mega meðhöndla slíkar tert- ur. RANNSÓKN lögreglunnar í Kópa- vogi á því hver seldi manni í bæn- um skoteldatertu, sem einungis er ætluð til flugeldasýninga og ekki til sölu til almennings, hefur leitt í ljós að umrædd terta var að öllum lík- indum frá Hjálparsveit skáta í Kópavogi. Friðrik Smári Björgvinsson yfir- lögregluþjónn segir að forsvars- menn hjálparsveitarinnar hafi við- urkennt að hafa afhent manninum slíka skoteldatertu. Rannsókn máls- ins er ekki lokið. Karlmaður um fimmtugt slasað- ist illa á hendi á gamlárskvöld þeg- ar skot hljóp úr tertunni og í vinstri hönd hans. Sá sem slasaðist var þá gestkomandi hjá þeim sem mun hafa fengið tertuna hjá hjálpar- Flugeldaslysið í Kópavogi Tertan afhent vegna mannlegra mistaka EINN þeirra sem slasaðist alvar- lega í bílslysi í Kömbunum á föstu- dagskvöld var útskrifaður af gjör- gæsludeild Landspítalans í Foss- vogi um helgina. Einn sjúklingur er enn á gjörgæsludeild, tengdur við öndunarvél og er alvarlega slas- aður. Drengur á þriðja ári, sem slasaðist alvarlega í bílslysi á Kís- ilvegi sama kvöld, er á gjörgæslu- deild Landspítalans við Hringbraut. Líðan hans er eftir atvikum góð, að sögn læknis. Faðir hans lést í slys- inu. Einn kominn af gjörgæsludeild

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.