Morgunblaðið - 15.01.2002, Side 12
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
12 ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MAT á umhverfisáhrifum nýs
Álftanesvegar og lengingar
Vífilsstaðavegar í Garðabæ
hefur verið lagt fram til kynn-
ingar en athugun Skipulags-
stofnunar á matinu er hafin.
Almenningi gefst kostur á að
gera athugasemdir til 22. febr-
úar næstkomandi.
Það eru Vegagerðin og
Garðabær sem eru fram-
kvæmdaaðilar en verkfræði-
stofan Hönnun vann um-
hverfismatsskýrsluna. Í
fréttatilkynningu frá Skipu-
lagsstofnun segir að gert sé
ráð fyrir að vegurinn verði um
3,8 kílómetra langur. Lega
hans verði frá vegamótum við
Hafnarfjarðarveg til norðvest-
urs um Engidal að hringtorgi
við Vífilsstaðaveg í Garða-
hrauni. Þaðan liggi vegurinn
yfir hraunið, talsvert norðan
við núverandi veg, að nýju
hringtorgi í Bessastaðahreppi
rétt sunnan við núverandi
gatnamót Bessastaða-, Suður-
nes-, Norðurnes- og Álftanes-
vegar.
Fyrirhuguð vegagerð Álfta-
nesvegar hefur áður farið í
gegnum mat á umhverfisáhrif-
um þar sem frummatsskýrsla
kom út árið 2000. Voru þá
nokkrar veglínur kynntar sem
framkvæmdaraðilar og Skipu-
lagsstofnun voru ekki sam-
mála um að velja. Í nýju mats-
skýrslunni er ný lína, leið D,
kynnt sem aðalvalkostur, auk
þess sem gerð er grein fyrir
lengingu Vífilsstaðavegar.
Þá er gert ráð fyrir að fjögur
undirgöng fyrir gangandi veg-
farendur komi á kaflanum frá
Hafnarfjarðarvegi að hring-
torgi í Bessastaðahreppi. Er
áætlað að framkvæmdir við
lagningu veganna hefjist í ár
og að þeim ljúki á næsta ári.
Ósnortnu hrauni skipt upp
Í matsskýrslunni segir að
framkvæmdirnar, sem fyrir-
hugaðar eru, muni hafa nei-
kvæð áhrif á nokkra umhverf-
isþætti, en jákvæð áhrif á
samfélag, umferðaröryggi og
samgöngur á Álftanesi sam-
kvæmt matsskýrslunni.
Með framkvæmdunum mun
áður nær ósnortið eldhraun
raskast þar sem fyrirhugaðir
vegir skipta því í fjóra hluta, að
því er kemur fram í skýrsl-
unni. Við framkvæmdirnar
skerðist nokkuð af sérstæðum
hraunmyndunum í Garða-
hrauni, einkum innan vegar-
stæðis Vífilsstaðavegar.
„Framkvæmdirnar munu því
rýra verndargildi hraunsins
sem svæði á náttúruminjaskrá
auk þess sem eldhraun njóta
sérstakrar verndar samkvæmt
náttúruverndarlögum,“ segir í
skýrslunni. „Fyrirhuguð veg-
arstæði fara þó ekki yfir
hraunmyndanir sem eiga eng-
an sinn líka annars staðar í
Garðarhauni eða á Íslandi
enda var leitast við að finna
vegarstæði þar sem hraunið er
minna úfið en víða annars stað-
ar.“
Þá segir að hraungróður og
búsvæði fugla muni skerðast
sem nemur framkvæmda-
svæðinu en hafa óveruleg áhrif
á landslag og lífríki utan
Garðahrauns. Þó gætu fram-
kvæmdir við vegina og aukin
umferð raskað ró fugla, eink-
um við Lambhúsatjörn en hún
er á náttúruminjaskrá sem
fuglasvæði með alþjóðlegt
verndargildi. Á vorin verður
framkvæmdum haldið í lág-
marki vegna fuglalífs. „Ekki er
talið að framkvæmdin muni
skaða fornleifar á svæðinu, né
sjaldgæfar plöntur eða fugla á
válista.“
Aukið umferðaröryggi
Vegirnir munu, samkvæmt
matsskýrslunni, auka umferð-
aröryggi og hafa jákvæð áhrif
á samgöngur, samfélag og
íbúaþróun á Álftanesi. Kemur
fram að loftmengun frá um-
ferðartækjum verði vel innan
leyfilegra marka samkvæmt
mengunarvarnareglugerð.
„Innan fyrirhugaðrar íbúða-
byggðar á Garðaholti mun há-
vaði frá umferð um fyrirhug-
aða vegi hins vegar fara yfir
þau viðmiðunarmörk sem sett
hafa verið fyrir íbúðabyggð.
Þetta á við rúmlega 5 ha svæði
næst nýjum Álftanesvegi og
um 6 ha svæði næst Vífils-
staðavegi,“ segir í skýrslunni.
Kemur fram að nýr Álfta-
nesvegur muni liggja fjær
vesturhluta byggðarinnar í
Engidal og mun hljóðvistin þar
batna eða haldast óbreytt
þrátt fyrir aukna umferð. Auð-
velt sé að minnka hljóðstig frá
umferð með gerð hljóðmana.
Kynning fimmtu-
daginn 24. janúar
Almenningur hefur 6 vikur
til að kynna sér framkvæmd-
ina og leggja fram athuga-
semdir sem þurfa að berast
Skipulagsstofnun ekki síðar en
22. febrúar næstkomandi.
Hægt er að kynna sér mats-
skýrsluna á bæjarskrifstofu
Garðabæjar, skrifstofu Bessa-
staðahrepps, Bókasafni Garða-
bæjar, í Þjóðarbókhlöðunni og
hjá Skipulagsstofnun í Reykja-
vík. Þá er skýrslan aðgengileg
á heimasíðu Hönnunar, sem
hefur slóðina www.honnun.is.
Þá verður kynning, ætluð al-
menningi, á umhverfisáhrifum
framkvæmdarinnar fimmtu-
daginn 24. janúar næstkom-
andi. Fer hún fram í húsi Bæj-
arskrifstofu Garðabæjar,
Garðatorgi 7, milli kl. 16 og 19.
Nýr Álftanesvegur og leng-
ing Vífilsstaðavegar kynnt
%
!"
: :$
>
*5(
#$%&%'
*5(
()
# &
%'
Álftanes
Hér sést aðalvalkosturinn varðandi legu nýs Álftanesvegar, leið D, sem kynntur er í skýrsl-
unni auk framlengingar Vífilsstaðavegar.
YFIR helmingur nemenda í
Mýrarhúsaskóla nýtti sér til-
boð um heitan mat í hádeg-
inu fyrstu vikuna eftir að
byrjað var að bjóða upp á
slíkt. Að sögn Óskars J.
Sandholt skólafulltrúa
mælist þessi nýbreytni því
vel fyrir meðal nemenda og
foreldra þeirra.
Samið var við fyrirtækið
ÁG-veitingar um aðkeyptan
mat sem sendur er daglega í
skólann á þar til gerðum
hitabökkum og sér fyrir-
tækið einnig um að dreifa
bökkunum í viðkomandi í
kennslustofur og fjarlægja
þá aftur ásamt afgöngum að
máltíð lokinni. Segir í frétta-
tilkynningu frá skólanum að
við gerð matseðla sé leitast
sé við að uppfylla staðla
Manneldisráðs um samsetn-
ingu máltíða ásamt því að
bjóða upp á fjölbreyttan,
staðgóðan málsverð.
Máltíðin kostar 315 krónur
og er áskrift bindandi í tvo
mánuði í senn. „Búist er við
að áskrifendum fjölgi á
næsta tímabili sé miðað við
þá almennu ánægju sem
ríkjandi er meðal notenda
þjónustunnar nú í upphafi,“
segir í fréttatilkynningunni.
Krakkarnir kunna vel að meta heita matinn sem þau fá inn á borð til sín í skólastofunni.
Gott í gogginn
í Mýrarhúsaskóla
Seltjarnarnes
EKKI hefur verið ákveðið
hvort næsta heilsugæslustöð á
höfuðborgarsvæðinu muni
rísa í Kópavogi að sögn heil-
brigðisráðherra en bæjaryfir-
völd þar þrýsta á um að fá
þriðju heilsugæslustöðina í
bæjarfélagið. Hvergi á höfuð-
borgarsvæðinu eru fleiri sjúk-
lingar á hvern starfandi lækni
en í Kópavogi.
Morgunblaðið greindi frá
því á laugardag að um 6.000
manns í Kópavogi séu ekki
skráðir með heimilislækni og
hefur bæjarstjórn beint þeim
tilmælum til heilbrigðis- og
fjármálaráðherra að tryggja
stofn- og rekstrarfé til þriðju
heilsugæslustöðvarinnar í
bænum á þessu ári. Yrði
heilsugæslustöðin staðsett í
Salahverfi.
Samkvæmt upplýsingum
frá heilbrigðisráðuneytinu eru
fæstir heimilislæknar starf-
andi í Kópavogi af sveitar-
félögunum á höfuðborgar-
svæðinu sé miðað við íbúa-
fjölda en alls eru 11 heimilis-
læknastöður í bænum en íbúar
eru 24.300. Hlutfallslega eru
þær flestar á Seltjarnarnesi
þar sem níu heimilislæknar
eru starfandi fyrir tæplega
4.700 íbúa.
Fjöldi undir hærri mörk-
um kjaranefndar
Jón Kristjánsson heilbrigð-
isráðherra segir þriðju heilsu-
gæslustöðina í Kópavogi vera
eitt af þeim málum sem eru til
skoðunar í ráðuneytinu. „Það
er heimild á fjárlögum til að
kaupa eða leigja húsnæði fyrir
eina heilsugæslustöð á höfuð-
borgarsvæðinu og við höfum
verið að skoða með hvaða
hætti það verði gert. Heilsu-
gæslan í Kópavogi er eitt af
því sem við höfum verið með
uppi á borðinu í því sam-
bandi.“
Varðandi það að 6.000
manns séu án heilsugæslu-
læknis í bænum segir Jón það
ekki segja alla söguna. „Það
þýðir ekki það að þetta fólk
komist ekki til læknis þótt ég
viðurkenni þörfina. Þarna eru
um 2.200 manns á hvern lækni
sem liggur nærri hærri mörk-
um í því sem er áætlað í úr-
skurði kjaranefndar um fjölda
sjúklinga á lækni en hann skal
vera frá 1.500 til 2.400 manns.“
Hann segir ráðuneytið meðvit-
að um að heimilislæknar í
Kópavogi hafi flesta sjúklinga
hlutfallslega miðað við önnur
sveitarfélög á höfuðborgar-
svæðinu.
Jón segist ekki geta svarað
því hvort heilsugæslustöðin,
sem heimild er fyrir að setja á
stofn, komi í Kópavog. „Heim-
ildin er fyrir hendi og var út-
víkkuð við þriðju umræðu fjár-
laga yfir höfuðborgarsvæðið.
Hún var bundin við Reykjavík
en það var meðal annars vegna
þess að við vildum taka á
þeirra málum sem við vildum
hafa þetta opið.“ Hann segir
mikilvægt að komast að niður-
stöðu í málinu sem allra fyrst
án þess þó að geta sagt til um
það hvenær það verði.
!
"
# $
% &
!
% >
<>
=><<<
>
><
<>
>
>=;
;
;
;
> >
>;
=
>
>=
!' ( !' $
><
Óljóst með heilsu-
gæslu í Salahverfi
Kópavogur
EFNT verður til samkeppni
um heiti á nýrri félagsaðstöðu
eldri borgara í miðbæ Garða-
bæjar en vinna við að innrétta
félagsaðstöðuna er vel á veg
komin. Gert er ráð fyrir að
framkvæmdum ljúki í lok
marsmánuðar.
Í fréttatilkynningu frá
Garðabæ segir að bæjarstjórn
hafi samþykkt að boða til sam-
keppninnar á fundi sínum í
síðustu viku. Segir að ætlunin
sé að í félagsaðstöðunni verði
lífleg starfsemi, bæði skipu-
lagt starf og opið hús. „Lögð
verði áhersla á náið samstarf
við Bókasafn Garðabæjar og
aðra starfsemi í Garðabæ er
tengist menningar-, mennta-
og félagsmálum.“
Skilafrestur á tillögum
verður til mánaðamóta febr-
úar/mars en úrslit kynnt í
vígsluhófi félagsaðstöðunnar.
Samkeppni
um nafn á fé-
lagsaðstöðu
Garðabær
♦ ♦ ♦
NÝTT innritunarkerfi fyrir
leikskóla Hafnarfjarðar verð-
ur tekið í notkun í dag. Með því
geta forráðamenn barna sjálfir
skráð börnin inn í leikskólana
og fylgst síðan með stöðu
þeirra á biðlista ef um hann er
að ræða.
Kerfið er unnið af GoPro
Landsteinum fyrir Hafnar-
fjarðarbæ. Í fréttatilkynningu
frá bænum segir að kerfið skili
margvíslegum ávinningi. Megi
þar nefna að vinna við inn-
skráningu sparist þar sem
enginn milliliður er í skráning-
unni. Foreldrar geti fylgst með
því hvar barnið sé á biðlistan-
um og hagað áætlunum sínum
í samræmi við það. Kerfið láti
vita þegar röðin er komin að
barninu. Þá verði meðhöndlun
erindanna skilvirkari, hraðari
og gagnsærri þar sem millilið-
um er fækkað og staða barna á
biðlistanum verði sýnilegri.
Segir að kerfið veiti einstak-
lega góða yfirsýn um stöðu
leikskólamála í Hafnarfirði þar
sem það tengir saman alla leik-
skóla Hafnarfjarðarbæjar. Því
sé það gott stjórntæki sem
miðar að því að starfsmenn
bæjarins geti veitt forráða-
mönnum leikskólabarna góðar
upplýsingar og þjónustu.
Nýtt rafrænt
innritunarkerfi
fyrir leikskóla
Hægt að
fylgjast með
stöðu barna
á biðlistum
Hafnarfjörður