Morgunblaðið - 15.01.2002, Síða 16
LÖGREGLUMENN úr Keflavík
fengu það óvenjulega verkefni að
tæla sel frá Reykjanesbrautinni til
sjávar. Þeim tókst það með hjálp
vegfarenda.
Fólk sem átti leið um Reykja-
nesbraut í gærdag tók eftir því
rétt fyrir klukkan eitt að selur var
skammt neðan við veginn í
Hvassahrauni. Tveir lögreglu-
menn fóru á staðinn enda gat
hætta stafað af dýrinu ef það færi
upp á veginn. Voru þeir látnir
hafa skotvopn meðferðis en þurftu
ekki að beita því.
Hörður Óskarsson lögreglu-
maður segir að byrjað hafi verið á
því að stjaka við selnum með kúst-
skafti. Hafi hann brugðist illa við,
verið grimmur og gert ítrekaðar
tilraunir til að bíta björgunar-
menn sína. Eftir að ýmsar til-
raunir höfðu verið gerðar til að
reka selinn til sjávar datt ein-
Óvenjuleg lögregluaðgerð
Óæskilegur
vegfarandi
tældur til sjávar
Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson
Selurinn dreginn til síns heima með slefbandi.
hverjum í hug að egna fyrir hann
með rauðu slefbandi sem selurinn
beit sig fastan í. Hélt hann fast og
var svo sterkur að hægt var að
draga hann í áföngum langleiðina
niður í sjó. Er þetta 50–100 metra
vegalengd.
Hörður segir að þetta sé fullorð-
inn landselur, greinilega eitthvað
veikur. Ígerð hafi sést í kringum
augu hans. Hörður segist ekki vita
hvort þetta sé varanleg aðgerð en
björgunarfólkið skildi við selinn
þar sem hann synti um í víkinni.
Hörður Óskarsson reynir að tjónka við skapilla selinn með kústskaft að
vopni, Kristján Geirsson heldur sig í hæfilegri fjarlægð.
Hvassahraun
SUÐURNES
16 ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Austurstræti 17, 4. hæð, 101 Reykjavík, sími 562 0400, fax 562 6564,
netfang: prima@heimsklubbur.is, heimasíða: http://www.heimsklubbur.is
Útnefnd í alþjóðasamtökin
EXCELLENCE IN TRAVEL NETWORK
fyrir frábærar ferðir
PÖNTUNARSÍMI:
56 20 400
Fararstjóranámskeið
Ingólfur í Heimsmetabók Guinness?
Góðir viðskiptavinir HEIMSKLÚBBSINS-PRÍMA hafa stungið upp á, að nafn Ingólfs Guð-
brandssonar verði skráð í Heimsmetabók Guinness sem víðförlasta fararstjóra/leiðsögu-
manns, sem uppi hefur verið. Hann hefur auk þess verið skipuleggjandi og forstjóri ferðanna,
sem getið hafa sér einstaks orðspors fyrir gæði og öryggi, auk þess að hafa vakið aðdáun fyr-
ir þekkingu hans, frásagnargáfu og einstaka heimssýn.
Ingólfur hefur verið fararstjóri í eftirtöldum löndum:
EVRÓPA: Skotland, England, Wales, Noregur, Svíþjóð, Danmörk, Þýskaland, Holland, Belgía, Frakkland,
Mónakó, Sviss, Lichtenstein, Austurríki, Tékkland, Slóvakía, Ungverjaland, Króatía, Slóvenia, Grikkland, Ítalía
frá norðri til suðurs með Sikiley, Spánn, Mallorca, Portúgal.
ASÍA: Tyrkland, Líbanon, Sýrland, Ísrael, Bahrein, Íran, Indland, Nepal, Sri Lanka, Burma (Myanmar),
Malasía - vestur og austur - Borneo, Indónesía (Java og Bali), Singapore, Thailand, Vietnam, Hong Kong, Kína,
Filippseyjar, Taiwan, Japan.
AFRÍKA: Egyptaland, Marrokkó, Kenya, Tansanía, Zimbabwe, Botswana, Suður Afríka í norðri, austri og
suðri.
ÁSTRALÍA: Perth, Victoria, New South Wales, Queensland, NÝJA SJÁLAND, Kyrrahafseyjar, Fiji, Tahiti,
Hawaii, Páskaey.
AMERÍKA - Norður: Kanada frá austri til vesturstrandar, Bandaríkin: Austurríkin, Miðríkin, Florida,
Kalifornia. Eyjar Karíbahafs, Mexico.
AMERÍKA - Suður: Venezuela, Peru, Chile, Argentina, Uruguy, Brasilía.
HEIMSKLÚBBURINN gengst fyrir einstöku fararstjóranámskeiði með Ingólfi Guðbrandssyni sem aðalleiðbein-
anda í því, hvernig fararstjórn íslenskra hópa erlendis verði best leyst af hendi. Námskeiðið verður í senn fræði-
legt, en jafnframt praktískt, þar sem fjallað verður um markmið ferðalaga og hvernig þeim verði best náð, og
gerð e-k handbók um flest, sem lýtur að vandasömu starfi fararstjóra við ýmsar aðstæður. Í máli og myndum
verður ferðast um nokkur helstu ferðalönd heims og brugðið á þau ljósi frá sjónarhóli náttúrufræði, landafræði,
þjóðfræði, sögu og menningar í fortíð og nútíð, ásamt úttekt á helstu kennileitum og merkisstöðum hvers lands.
Fjallað verður um 3-4 Evrópulönd, en einnig fjarlægar álfur. Námskeiðið er haldið í Safnaðarsal Háteigskirkju,
sem er miðsvæðis fyrir Reykjavík og nágrenni, og fer fram kvöldin 5., 12., 19. og 26. febrúar kl. 20-22, og síðdeg-
is á laugardögum 9. og 16. mars kl. 13-17.
Þátttakendur þurfa að hafa góða almenna menntun og færni í a.m.k. einu erlendu tungumáli, bæði töluðu og rit-
uðu. Þátttakendur velja sér kjörsvið, eitt eða tvö þjóðlönd, verða lifandi þátttakendur í viðfangsefnum nám-
skeiðisins og skila inn nokkrum stuttum úrlausnum, auk ritgerðar um kjörsvið sitt í lokin. Þeir sem ljúka verk-
efnum námskeiðsins fá vottorð, viðurkenningarskjal, sem hefur alþjóðlegt gildi í sambandi við starfsumsókn.
Markmið með námskeiðinu er að kunna í senn betur listina að ferðast sjálfur, og geta miðlað öðrum af þekkingu
og færni.
ENN ER HÆGT AÐ BÆTA VIÐ 10 ÞÁTTTAKENDUM. Gögn varðandi námsskeiðið eru innifalin í námskeiðs-
gjaldinu, sem er kr. 39.000.- og greiðist fyrirfram. Sum stéttarfélög endurgreiða helming kostnaðar.
ATH. Enn er hægt að bæta við nokkrum áheyrnarþátttakendum, sem einnig geta haft mikið gagn að þeim fróð-
leik um ferðalög, sem á borð verður borinn, og eflt leikni sína í listinni að ferðast. GJALD kr. 15.000.-
Ingólfur Guðbrandsson
ÍSLANDSOLÍA hefur fengið lóð í
Helguvík til að byggja olíubirgðastöð.
Fyrirtækið hyggur á innflutning á
gasolíu og sölu til stórnotenda.
Unnið hefur verið að stofnun nýs
olíufélags í tæp tvö ár. Fyrirtækið
ætlaði að leigja tankapláss hjá Tanka-
búi Helguvíkur ehf. sem fékk lóð í
Helguvík á síðasta ári og hugðist
byggja tanka og leigja olíufélögum og
hverjum sem væri. Byrjað var á ein-
hverjum framkvæmdum á lóðinni en
þær stöðvaðar vegna þess að ekki
tókst að tryggja verkefnið með næg-
um viðskiptum eða fjármögnun.
Nú hefur Íslandsolía fengið aðra
lóð í suðurhluta Helguvíkur og hyggst
byggja þar sína eigin tanka. Lóðin er
13 þúsund fermetrar að stærð, sam-
kvæmt upplýsingum Péturs Jóhanns-
sonar, hafnarstjóra hjá Hafnasamlagi
Suðurnesja, og er úthlutað með
venjulegum skilyrðum um að fram-
kvæmdir skuli hefjast innan þriggja
mánaða.
Jón Gunnar Aðils, forsvarsmaður
Íslandsolíu ehf., segir að lítið hafi
gerst í málum félagsins frá því á
miðju síðasta ári, framkvæmdir hafi
tafist vegna þess að áform Tankabús
Helguvíkur hafi ekki gengið eftir.
Íslandsolía hyggur á innflutning og
sölu gasolíu til stórnotenda. Jón
Gunnar segir ekki tímabært að skýra
frekar frá áformum fyrirtækisins eða
hverjir standa að því. Fram kom á
sínum tíma að innlendir aðilar stæðu
að undirbúningi stofnunar félagsins
með hugsanlegri þátttöku erlendra.
Íslandsolía
byggir eigin
olíubirgða-
stöð
Helguvík
Ölvaðir í hraðakstri
og utan vegar
LÖGREGLAN í Keflavík hafði um
helgina afskipti af nokkrum öku-
mönnum vegna hraðaksturs og ölv-
unar á Reykjanesbrautinni, í einu
tilviki vegna manns sem er grun-
aður um ölvun við akstur á 123 kíló-
metra hraða.
Sá sem lögreglan stóð að akstri á
mestum hraða um helgina var á 145
km hraða á Reykjanesbraut við
Vogastapa síðdegis á laugardag.
Hámarkaðshraði er 90 kílómetrar.
Aðfaranótt sunnudags stöðvaði
lögreglan mann á Reykjanesbraut á
Strandarheiði á 123 kílómetra
hraða. Ökumaðurinn er auk þess
grunaður um ölvun.
Sólarhring fyrr var tilkynnt um
útafakstur bíls á svipuðum slóðum.
Kom í ljós að bifreið hafði verið ek-
ið útaf veginum og stóð hún níu
metra sunnan við Reykjanesbraut-
ina. Bifreiðinni hafði reyndar verið
ekið um 150 metra utan vegarins.
Ökumaðurinn var með áverka á
höfði og hálsi og var hann grunaður
um ölvun við akstur, samkvæmt
upplýsingum lögreglu. Við útafakst-
urinn hafði grjót farið inn á
Reykjanesbrautina og ökumenn
tveggja bifreiða sem á eftir komu
ekið á það. Hjólbarðar sprungu og
talið er að undirvagn annarrar bif-
reiðarinnar hafi laskast.
Reykjanesbraut
ÖKUMAÐUR vöruflutningabíls
slapp með skrámur þegar bíll hans
valt ásamt stórum tengivagni í mal-
arnámum í Stapafelli í gærmorgun.
Maðurinn var að sturta hlassi af
tengivagninum í einhverjum halla í
námunum þegar vagninn fór á hlið-
ina og dró dráttarbílinn með. Öku-
maðurinn komst ekki út af sjálfsdáð-
um og var hjálparlið slökkviliðs
Brunavarna Suðurnesja kallað til
auk lögreglu. Þurfti að losa fram-
rúðu bílsins úr til að ná manninum út
úr húsi bílsins.
Stapafell
Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson
Festist þegar malar-
flutningabíll valt