Morgunblaðið - 15.01.2002, Page 20

Morgunblaðið - 15.01.2002, Page 20
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 20 ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Opið 17. – 18. janúar kl. 14:00–20:00 19. – 20. janúar kl. 10:00–20:00 Velkomin á vörusýninguna Kínverskir dagar í Laugardals- höll. Tólf kínversk fyrirtæki kynna hágæða iðnaðarvöru. Forsvarsmenn fyrirtækjanna eru til viðtals á staðnum. Sýningin er opin almenningi. Heimilistæki Ferðaþjónusta Kínverskur bjór Iðnaðarvörur Listiðnaður Fatnaður Gjafavörur Verkfæri Kínverskir listmunir Smíði fiskiskipa Viðhald fiskiskipa Veiðarfæri Aðgangur 500 krónur fyrir 12 ára og eldri. Aðgöngumiði gildir sem happdrættismiði. Aðalvinningur er ferð fyrir tvo til Kína. Skipulagt af China Council for the Promotion of International Trade og China Chamber of International Commerce. Samstarfsaðilar: Íslensk – kínverska viðskiptaráðið, Kínversk – íslenska menningarfélagið, Viðskiptaþjónusta utanríkisráðuneytisins og Útflutningsráð Íslands. Kínverskir dagar í Laugardalshöll 17. – 20. janúar F í t o n / S Í A F I 0 0 3 8 6 0 UNDIR lok síðasta árs keyptu tíu af stjórnendum Kaupþings hf. hluta- bréf í fyrirtækinu fyrir um 480 millj- ónir króna. Þessi viðskipti þykja orka tvímælis vegna þess að talið er að stjórnendurnir hafi búið yfir trún- aðarupplýsingum sem gætu haft áhrif á markaðsverð hlutabréfa Kaupþings, en tæpum þremur vikum eftir að tilkynnt var um viðskiptin, tilkynnti Kaupþing að viljayfirlýsing um kaup á sænska verðbréfa- fyrirtækinu Aragon hefði verið und- irrituð. Skiptar skoðanir eru um hvort inn- herjaviðskiptin hafi farið fram á grundvelli trúnaðarupplýsinga sem fruminnherjarnir bjuggu e.t.v. yfir. Forsvarsmenn Kaupþings telja við- skiptin í samræmi við lög og reglur og að um tvö ótengd mál sé að ræða. Hins vegar hefur verið látið í veðri vaka að óhugsandi sé að fruminn- herjarnir hafi ekki búið yfir trúnað- arupplýsingunum þegar viðskiptin áttu sér stað, 2–3 vikum fyrir til- kynninguna um viljayfirlýsinguna. Málavextir eru þeir að 27. desem- ber sl. var tilkynning birt á vef Verð- bréfaþings Íslands þess efnis að 21. desember hefðu tíu stjórnendur hjá Kaupþingi keypt hlutabréf í félaginu að nafnvirði 3–8 milljónir króna hver á genginu 12,2. Alls er um 488 millj- ónir að söluvirði að ræða. Um stórar upphæðir er að ræða og starfsmenn- irnir juku eignarhlut sinn verulega frá því sem var. Lokagengi hlutabréfa Kaupþings í gær var 12,9 og hefur gengið hækkað um 5,7% frá 27. desember sl. þegar það var 12,2. Daginn eftir, síðasta viðskiptadag ársins, fór það í 12,5 og fór aftur niður í 12,2 fyrsta viðskipta- dag eftir áramót. Gengið hefur síðan farið hækkandi en ekki er hægt að rekja það til tilkynningarinnar um Aragon þar sem verðþróun annarra fjármálafyrirtækja hefur verið svip- uð. Allir kaupendurnir fruminnherjar Fyrirhuguð kaup á Aragon má telja upplýsingar þess eðlis að þær hafi áhrif á markaðsverð verðbréfa Kaupþings þegar þær verða opinber- ar. Sú er m.a. skilgreining á trúnað- arupplýsingum í 2. grein laga um verðbréfaviðskipti: „Upplýsingar um útgefanda verðbréfa, verðbréfin sjálf eða önnur atriði sem ekki hafa verið gerð opinber en eru líkleg til að hafa áhrif á markaðsverð verðbréfanna ef opinber væru.“ Þess ber að geta að stjórnendurnir tíu sem keyptu bréf í Kaupþingi 21. desember sl. eru allir fruminnherjar í Kaupþingi, þ.e. „aðilar sem búa yfir eða hafa að jafnaði aðgang að trún- aðarupplýsingum vegna eignaraðild- ar, aðildar að stjórn, rekstri eða eft- irliti eða vegna annarra starfa á vegum útgefanda verðbréfa sem skráð hafa verið eða óskað hefur ver- ið eftir að verði skráð í kauphöll eða á skipulegum tilboðsmarkaði sem fengið hefur starfsleyfi hér á landi,“ eins og segir í lögum um verðbréfa- viðskipti. Flóknir samningar Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings, segir í samtali við Morg- unblaðið að það sem undanfarið hef- ur verið tengt saman í fjölmiðlum, þ.e. kaup starfsmanna á hlutabréfum í Kaupþingi annars vegar og viljayf- irlýsing um kaup á Aragon hins veg- ar, séu ótengd mál. „Í nokkra mánuði hafa verið í undirbúningi samningar við tiltekna starfsmenn Kaupþings. Þessir samningar snúa að kaupum nokkurra af lykilstarfsmönnum fyr- irtækisins á hlutabréfum í Kaup- þingi. Það hefur lengi þótt æskilegt hér innanhúss að starfsmenn hefðu sömu hagsmuni og fyrirtækið. Þessir samningar eru bundnir ákveðnum skilmálum, m.a. eru ákvæði um lág- markseignarhaldstíma. Þar með er- um við að reyna að tryggja að þessir starfsmenn haldist innan fyrirtækis- ins um fyrirsjáanlega framtíð. Þetta eru töluvert flóknir samningar og hafa verið til lögfræðilegrar með- ferðar hér innanhúss sem og utan Kaupþings.“ Aðspurður segir Sigurður að Kaupþing hafi aðstoðað starfsmenn- ina við fjármögnun hlutabréfakaup- anna. Hann segir að samningarnir hafi ekki verið frágengnir fyrr en rétt um 20. desember og þá hafi verið keypt inn það magn bréfa sem þurfti til efnda á þessum samningum. „Þetta tengist því ekki á nokkurn hátt öðrum ákvörðunarferlum innan Kaupþings. Hvorki kaupunum á Sofi, afkomu félagsins, Aragon eða öðru. Þetta varðar trúnaðarsamband fyr- irtækisins og starfsmanna. En vegna þess írafárs sem hefur skapast í kringum þetta mál er kannski nauð- synlegt að það komi fram,“ segir Sig- urður. Á ekki að koma á óvart „Hin hliðin á málinu er auðvitað sú að það hefur um langt skeið verið yf- irlýst markmið og stefna Kaupþings að líta á Norðurlöndin sem heima- markað. Í því skyni höfum við komið á legg starfsstöðvum á ýmsu formi, í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi, Hels- inki og Þórshöfn. Við keyptum Sofi á síðasta ári og lýstum því um leið yfir að við myndum skoða alla möguleika í stöðunni til áframhaldandi upp- byggingar á Norðurlöndunum, til dæmis í Svíþjóð eða Noregi. Því segi ég að það getur ekki komið neinum á óvart að Kaupþing styrki stöðu sína á Norðurlöndunum í samræmi við fyrri yfirlýsingar.“ Sigurður lýsir ferlinu hvað varðar ákvörðun um viðræður við Aragon og undirritun viljayfirlýsingarinnar: „Á stjórnarfundi að loknum hluthafa- fundi 28. desember síðastliðinn var Aragon-málið ekki á áður ákveðinni dagskrá en það var hins vegar tekið upp undir liðnum önnur mál. Í kjölfar þess samþykkti stjórnin að ég fengi heimild til að ræða við hluthafa Arag- on og kanna þeirra hug til samein- ingar. Á fundi 7. janúar hittumst við þrjú frá Kaupþingi og þrjú frá Arag- on þar sem við freistuðum þess að ná saman um viljayfirlýsingu og það tókst. Tilkynnt var um viljayfirlýs- inguna 9. janúar sl. og í kjölfarið er hafin vinna við kostgæfnisathugun.“ Á fundi stjórnar Kaupþings í gær var samþykkt viljayfirlýsingin um kaup á Aragon og að halda kostgæfn- isathugun áfram. Fjármálafyrirtækjum er sam- kvæmt verðbréfaviðskiptalögum skylt að setja sér reglur um meðferð trúnaðarupplýsinga og viðskipti inn- herja og fá á þeim staðfestingu frá Fjármálaeftirlitinu sem setti fram leiðbeinandi tilmæli þessa efnis síð- astliðið sumar. Innan Kaupþings er farið eftir slíkum reglum en þær eiga eftir að hljóta staðfestingu Fjármála- eftirlitsins en það ferli stendur yfir. Í reglunum segir m.a.: „Óheimilt er að eiga nokkurs konar viðskipti eða gera aðrar ráðstafanir með verðbréf búi viðkomandi yfir trúnaðarupplýs- ingum eða ef regluvörður, sbr. 7. gr., hefur synjað um viðskiptin.“ Í 7. grein er hlutverk regluvarðar skil- greint en hann hefur eftirlit með að reglunum sé framfylgt. Um viðskipti innherja segir m.a. í reglunum: „Fruminnherji skal ganga úr skugga um það, áður en hann á viðskipti með verðbréf Kaupþings hf., að ekki liggi fyrir trúnaðarupp- lýsingar innan félagsins.“ Einnig er kveðið á um að fruminnherji skuli ávallt hafa samráð við regluvörð áður en hann á viðskipti með verðbréf Kaupþings hf. Fjármálaeftirlitið getur haft frumkvæði Málið er enn á frumstigi af hálfu Verðbréfaþings Íslands og hefur þingið ekki óskað eftir frekari skýr- ingum vegna málsins. Verðbréfaþing tekur iðulega til skoðunar mál af þessu tagi, þ.e.a.s. mögulegt sam- hengi á milli stórtíðinda á borð við fyrirhugaðan samruna við annað fé- lag og hugsanlega undangenginna innherjaviðskipta. Meðferð mála af þessu tagi er oft- ast á þann hátt að VÞÍ athugar hvort viðskiptin hafi verið í samræmi við reglur þingsins um upplýsinga- skyldu og fleira og ef eitthvað þykir athugavert eða þarfnast frekari skoðunar, er málinu vísað til Fjár- málaeftirlitsins. Fjármálaeftirlitið getur einnig tekið mál til athugunar að eigin frumkvæði. Innherjaviðskipti og viljayfirlýsing ótengd mál Morgunblaðið/Ásdís Í nokkra mánuði hafa verið í undirbúningi samningar við nokkra lykil- starfsmenn Kaupþings um hlutabréfakaup. Forsvarsmenn Kaupþings segja innherja- viðskipti með bréf félagsins í desember sl. og viljayfirlýsingu um kaup á sænska verð- bréfafyrirtækinu Aragon tvö ótengd mál. Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings GUNNAR Jónsson hrl., sem hefur starfað fyrir Orca-hópinn vegna tilboðs erlends fjárfest- ingarhóps, hefur sent gögn til Fjármálaeftirlitsins í samræmi við beiðni eftirlitsins varðandi áhuga erlendra aðila á að kaupa hlut Orca-hópsins í Íslands- banka. Gunnar sagðist í gær ekki vilja tjá sig um þetta mál og að það væri Fjármálaeftirlitsins að segja til um hvort það hefði fengið fullnægjandi skýringar á því sem það vildi fá skýringar á. Hann sagðist þó ekki vera í vafa um að skýringarnar yrðu taldar fullnægjandi. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, vildi í gær ekki tjá sig um málið á þessu stigi. Gögn send til Fjár- málaeftirlitsins

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.