Morgunblaðið - 15.01.2002, Síða 27

Morgunblaðið - 15.01.2002, Síða 27
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2002 27 Með villisveppum og með skinku og beikoni. Fyrir voru léttostar með grænmeti, með sjávarréttum og hreinn léttostur. Smurostarnir eru þægilegt, bragðgott álegg og líka spennandi í ofnrétti, súpur og sósur. Minni fita og færri hitaeiningar! Tveir léttir! Nýj ung Nýjung Advanced Night Repair Eye Recovery Complex Nýjung í augnumhirðu: Vernd og viðgerð Þekkt virkni og viðgerðarhæfni Advanced Night Repair fyrir andlitið skilar sér nú í hinu háþróaða Eye Recovery Complex fyrir augnsvæðið. Ný efnatækni vinnur gegn smáhrukkum, þurrki, þrota og dökkum baugum. Nótt sem dag flýtir hún endurnýjun húðarinnar, styrkir varnir hennar og gæðir augun æskuljóma. Við höfum aflað okkur einkaleyfis á þessari einstöku vöru. Clara Kringlunni, Debenhams snyrtivörudeild, Hagkaup Kringlunni, Hagkaup Smáralind, Hagkaup Spönginni, Lyfja Lágmúla, Lyfja Laugavegi, Lyfja Smáratorgi, Lyfja Smáralind, Lyfja Garðatorgi, Lyfja Setbergi, Lyf og Heilsa Austurstræti, Sara Bankastræti, Apótek Keflavíkur. www.esteelauder.com „Fyrirtæki koma og fara,“ sagði hann. „Þetta er eitt af aðalsmerkj- um kapítalismans, fólk tekur góðar eða slæmar ákvarðanir, og það tek- ur afleiðingunum eða nýtur ávaxt- anna af þessum ákvörðunum. Þann- ig starfar kerfið.“ Dómsmálaráðuneytið hefur hafið glæparannsókn á gjaldþrotinu og þingið hefur einnig ákveðið rann- sókn á málinu. Þúsundir starfs- manna Enron töpuðu samtals millj- örðum dollara þegar hlutabréf í fyrirtækinu féllu í verði eftir að lánshæfiseinkunn þess hrundi. Fólkinu var meinað að selja bréfin, sem voru stór hluti af eftirlauna- sjóðum þess. Yfirmenn fyrirtækis- ins seldu hins vegar hlutabréf sín þegar gengi þeirra var sem hæst. Skömmu fyrir gjaldþrotið sagði Kenneth Lay, forstjóri Enron, starfsmönnum fyrirtækisins að rekstrarhorfur þess hefðu aldrei verið betri, samkvæmt upplýsing- um rannsóknarmanna Bandaríkja- þings. „Gjaldþrot Enron var ekki eðlilegt“ Öldungadeildarþingmaðurinn Joseph Lieberman, sem var vara- forsetaefni demókrata í síðustu kosningum, sagði að ummæli O’Neills væru „svívirðileg“. „Þannig yfirlýsingar hefði fjármálaráðherra á 18. öldinni getað látið frá sér fara, en ekki á 21. öldinni,“ sagði hann. „Gjaldþrot Enron var ekki eðlilegt, svo mikið vitum við núna. Þetta er ekki kapítalismi eins og við viljum hafa hann.“ Enron veitti miklar fjárhæðir í kosningasjóði bandarískra stjórn- málamanna, jafnt demókrata sem repúblikana. Bush forseti var á meðal þeirra sem fengu mest fé frá fyrirtækinu, eða 623.000 dali, and- virði um 63 milljóna króna, frá árinu 1993. Forstjóri Enron hringdi í O’Neill í október til að óska eftir aðstoð Bandaríkjastjórnar vegna slæmrar fjárhagsstöðu fyrirtækisins en ráð- herrann kvaðst ekki hafa skýrt for- setanum frá beiðninni. Ummæli ráðherra um Enron gagnrýnd Segir gjaldþrot „eitt af aðals- merkjum kapítalismans“ Washington. AFP. NOKKRIR atkvæðamiklir þingmenn í Bandaríkjunum gagnrýndu Paul O’Neill fjármálaráðherra á sunnudag vegna ummæla hans um gjaldþrot orkufyrirtækisins Enron, mesta gjaldþrot í sögu Bandaríkjanna. Ráðherrann lét þau orð falla að slík gjaldþrot væru „eitt af aðalsmerkjum kapítalismans“. O’Neill sagði í sjónvarpsviðtali á sunnudag að George W. Bush Bandaríkja- forseti hefði ekki vitað um beiðni forstjóra Enron um að Bandaríkjastjórn kæmi fyrirtækinu til hjálpar áður en það varð gjaldþrota. Hann lýsti gjald- þrotinu sem skólabókardæmi um eitt af megineinkennum kapítalismans. UNGUR Norðmaður í skíðabænum Geilo skaut á laugardagskvöld þrjá til bana og særði hinn fjórða illa en fyrirfór sér síðan, að sögn Aften- posten. Hafði hann áður klæðst ein- kennisbúningi sínum úr heimavarn- arliðinu og vopnið var riffill af gerðinni AG3, sem hann hafði fengið í hendur hjá liðinu. Maðurinn var 25 ára gamall og báru nágrannar og kunningjar hon- um vel söguna, hann hefði verið prúðmenni í daglegri umgengni. Hann hafði haldið teiti með nokkr- um ungum kunningjum sínum heima hjá sér. Er áfengið á staðnum var búið mun maðurinn að sögn vitna hafa orðið mjög reiður og að lokum rekið alla út. Gestirnir fóru í kjallaraíbúð skammt frá og héldu þar áfram að skemmta sér. Svo fór að hringt var á leigubíl til að halda í miðbæinn. Maðurinn kom nú á staðinn og skaut hann allt að tíu skotum með fyrrgreindum af- leiðingum. Einn hinna látnu var í íbúðinni og mun maðurinn hafa skotið hann utan frá í gegnum gluggarúðuna en hinir höfðu farið út, líklega til að gá að leigubílnum. 19 ára gamall maður sem særðist illa er sagður verða yfirheyrður í dag. Almenningur í Geilo er sleginn óhug eftir atburðinn enda bærinn venjulega friðsæll. Miklar umræður eru nú í Noregi um eftirlit með vopnum heimavarnarliðsins og bent á að í nefnd sem ákveði hver fái inn- göngu í liðið sé ekki læknir. Hefur einnig verið sagt að vegna laga um þagnarskyldu og persónuvernd sé ekki hægt að upplýsa nefndarmenn um andlegt heilsufar liðsmanna. Varnarmálaráðherrann, Kristin Krohn Devold, hyggst endurskoða stefnuna í þessum málum. Hún tel- ur þó ekki ástæðu til að banna liðs- mönnum að varðveita vopnin heima hjá sér. Um 83.000 manns eru í heimaliðinu. Frá 1986 hafa alls 18 manns týnt lífi vegna þess að rifflar eða önnur vopn heimavarnarliðsins hafa lent í röngum höndum. Skaut þrjá til bana í Geilo Ungur heimavarnarliðsmaður fyrirfór sér eftir morðin

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.