Morgunblaðið - 15.01.2002, Qupperneq 39
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2002 39
Útsalan
SUÐURLANDSBRAUT 54 (BLÁA HÚSIÐ Á MÓTI
SUBWAY) SÍMI 533 3109
OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ KL. 12.00-18.00
LAUGARDAG FRÁ KL. 10.00-16.00
Nú er tækifæri
til að gera góð
kaup
50% afsláttur
hefst í dag, kl. 12.00
þriðjudaginn 15. janúar
af öllum skóm
4. flokki 1992 – 33. útdráttur
4. flokki 1994 – 26. útdráttur
2. flokki 1995 – 24. útdráttur
Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa
í eftirtöldum flokkum:
Koma þessi bréf til innlausnar 15. mars 2002.
Öll númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu.
Auk þess liggja upplýsingar frammi hjá Íbúðalánasjóði,
í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum.
Útdráttur
húsbréfa
NÚ hefur R-listinn
verið við völd frá
árinu 1994 eða í hart-
nær átta ár. Fyrir
kosningarnar 1994 gaf
listinn út stefnuskrá
þar sem tíunduð voru
helstu kosningaloforð
listans. Þar er sérstök
áhersla lögð á leik-
skólamál. Á bls. 20 í
stefnuskránni voru
loforð R-listans í þess-
um málaflokki tíunduð
í þremur liðum:
1. ,,Haustið 1995
hafi öll börn á leik-
skólaaldri, þriggja ára
og eldri, fengið þá
vistun sem foreldrar þeirra vilja
nýta sér.
2. Haustið 1996 hafi öll börn
tveggja ára og eldri fengið þá vist-
un sem foreldrar þeirra vilja nýta
sér.
3. Fyrir lok kjörtímabilsins hafi
öll börn eins árs og eldri fengið þá
vistun sem foreldrar þeirra vilja
nýta sér.“
Núna, í janúar 2002, eru 2.360
börn á biðlista Leikskóla Reykja-
víkur. Þar af eru 477 börn, sem
strangt til tekið mega ekki vera á
biðlista þar sem þau eru fædd á
árinu 2001, en R-listinn breytti
reglunum í þá veru á síðasta ári.
Fram að því voru þessi börn á hin-
um formlega biðlista. Það er því
nauðsynlegt að taka tillit til þeirra
þegar þróun biðlista á valdatíma
núverandi meirihluta er skoðuð.
Aldursskipting biðlistans nú er
þannig að 1.390 börn eru að verða
tveggja ára, 416 eru að verða
þriggja ára og 77 eru á fjórða ári
og eldri. Samkvæmt
þessu er R-listinn 77
börnum frá því að
uppfylla markmið árs-
ins 1995, um 500 börn-
um frá því að uppfylla
markmiðin sem áttu
að hafa náðst í árslok
1996 og tæplega 2.000
börnum frá því að ná
markmiðum sem þeir
lofuðu borgarbúum að
yrði náð árið 1998.
Þetta er sérstaklega
athyglisvert í ljósi
þess að börn á leik-
skólaaldri í Reykjavík
eru nú 500 færri en
þau voru árið 1994
þegar R-listinn tók við. Það má því
gera ráð fyrir að á biðlistanum nú
væru allt að 500 fleiri börn ef fjöldi
barna á leikskólaaldri hefði haldist
m.v. árið 1994.
Ef biðlista
skyldi kalla
Borgarstjóri lagði sérstaklega út
frá því við framlagningu fjárhags-
áætlunar fyrir árið 2002 að stjórn-
málamenn yrðu að vera samkvæm-
ir sjálfum sér og orð þeirra skyldu
standa. Orðrétt sagði borgarstjóri:
„Okkur sveitarstjórnarmönnum
er sýndur mikill trúnaður með um-
boði til þess að ráðstafa skattpen-
ingum borgaranna til samfélags-
legra verkefna. Þar þurfum við að
vera trú stefnu okkar og fyrirheit-
um, jafnt þeim sem gefin eru í að-
draganda kosninga og við önnur
tilefni.“
Borgarstjóri hefur augljóslega
fallið á því prófi sem hún hefur sett
fram sjálf. Í þessum málaflokki
sem öðrum hafa orð ekki staðist og
loforð verið svikin. Í umræðum um
leikskólamál hefur borgarstjóri
ákveðið að fara þá leið, eins og í
umræðum um aðra málaflokka, að
gera lítið úr vandanum. Aðspurð
um biðlistana svaraði borgarstjóri
því til að vandamálið væri svo
„léttvægt“ að hæpið væri að tala
um biðlista, „ef biðlista skyldi
kalla“ sagði borgarstjóri í um-
ræðum í borgarstjórn. Það er ekki
nýtt að borgarstjóri reyni að fela
eigið getuleysi við stjórn borgar-
innar með því að gera lítið úr vand-
anum. Það er sú staða sem kemur
upp í öllum málum; fjármálum
borgarinnar, miðborgarmálum,
lóðamálum, skipulagsmálum, mál-
efnum hverfanna og svo mætti
lengi telja. Staðreyndirnar eru
samt sem áður þær að þegar R-
listinn tók við árið 1994 voru 1.869
börn á biðlista en nú, nær átta ár-
um síðar, eru 2.360 börn á listan-
um. Biðlistinn sló met um áramótin
2000/2001 en þá voru rúmlega
2.800 börn á biðlista og hefur bið-
listinn aldrei verið lengri.
2.360 börn á biðlista
Guðlaugur
Þór Þórðarson
Leikskólar
Það er ekki nýtt, segir
Guðlaugur Þór
Þórðarson, að borg-
arstjóri reyni að fela
eigið getuleysi við
stjórn borgarinnar.
Höfundur er borgarfulltrúi.
MENNTAMÁL