Morgunblaðið - 15.01.2002, Síða 40
UMRÆÐAN
40 ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
SAMÞYKKT út-
varpsráðs um að
leggja það til við út-
varpsstjóra að Rás 2
verði flutt til Akureyr-
ar gefur ærið tilefni til
að rifja upp nokkur
veigamikil atriði í sögu
Rásarinnar og þróun
hennar til þessa dags.
Rás 2 hóf útsendingar
1. desember 1983 og
var fyrst og fremst
hugsuð til að koma til
móts við háværar kröf-
ur um tónlistarútvarp,
kröfur sem komu jafnt
frá hlustendum sem
starfsfólki Ríkisút-
varpsins. Ýmsar tilraunir höfðu ver-
ið gerðar með að mæta þessum ósk-
um í dagskrá Rásar 1 en þær voru
flestar ómarkvissar og svöruðu illa
kröfu þeirra sem vildu hlusta á
dægurtónlist frá morgni til kvölds
og trufluðu þá sem töldu Rás 1
fyrst og fremst hafa menningarleg-
ar skyldur við þjóðina. Eftir tals-
verða umræðu innan Ríkisútvarps-
ins sem utan var ákveðið að stofna
nýja rás. Rás 2 var strax afar vel
tekið af þyrstum hlustendum sem
lengi höfðu beðið eftir tónlistarrás
og ekki var fögnuðurinn minni með-
al þeirra sem gagnrýnt höfðu
átroðslu dægurtónlistar í dagskrá
Rásar 1, sem nú gat einbeitt sér að
því að gera það sem hún gerði (og
gerir enn) best; að framleiða og
færa hlustendum sínum vandaða
menningarlega dagskrá í tali og
tónum.
Þjóðin lagði
við hlustir
Þeim starfsmönnum
Ríkisútvarpsins sem
lagt höfðu sig fram við
að fá Rásina stofnaða
var nú falið það verk-
efni að leggja grunn-
inn að dagskrárstefnu
fyrir rás sem hafði það
hlutverk að létta hlust-
endum lífið í dagsins
önn auk þess að gegna
ákveðnum skyldum um
upplýsingar um veður,
færð og helstu við-
burði dagsins hvar
sem var á landinu. Rás
2 eignaðist strax dyggan hóp hlust-
enda um land allt, sem átti greiðan
aðgang að dagskrárgerðarmönnum
rásarinnar og tók þjóðin þannig
þátt í að móta stefnu Rásarinnar frá
upphafi. Á ýmsu hefur gengið í
starfsemi Rásarinnar þessa tæpa
tvo áratugi sem hún hefur starfað.
Hún hefur gengið í gegnum marg-
háttaðar breytingar, og hugmyndin
um að „selja hana bara“ hefur verið
þrálát meðal þeirra sem sjá ofsjón-
um yfir tekjum þeim sem Ríkisút-
varpið aflar með sölu auglýsinga.
Þeim hinum sömu yfirsést raunar
sú staðreynd að auglýsingar eru
þjónusta við fólk sem býr um land
allt og enn er staðreyndin sú að
Ríkisútvarpið er sú útvarpsstöð sem
hefur dreifingu um stærstan hluta
landsins. Hingað til hefur það viljað
brenna við að ákvarðanir um breyt-
ingar á yfirbragði, uppbyggingu eða
dagská Rásarinnar hafa verið tekn-
ar af stjórnendum stofnunarinnar
án verulegs samráðs við starfsmenn
og slík mistök virðast einnig vera í
uppsiglingu að þessu sinni.
Rás 2 flutt til Akureyrar
Breytingarnar sem framundan
eru byggjast á tillögum frá starfs-
hópi sem útvarpsstjóri skipaði að
beiðni menntamálaráðherra eftir að
ráðherrann fékk þá hugdettu í um-
ræðu á Alþingi í tengslum við fjár-
hagsvanda Ríkisútvarpsins, að
flytja Rás 2 til Akureyrar. Um
skýrslu starfshópsins mætti skrifa
langt mál, en ég læt nægja að full-
yrða hér að hún stendur ekki undir
lágmarkskröfum um upplýsinga-
gjöf, röksemdafærslu eða framsetn-
ingu. Samt nægir hún meirihluta
útvarpsráðs til að gera tillögur til
útvarpsstjóra um grundvallarbreyt-
ingar á starfsemi Rásar 2, sem
hvorki eru studdar faglegum rökum
né heldur fylgir þeim kostnaðar-
áætlun. Reyndar er ekki gerð til-
raun til þess í skýrslunni að halda
því fram að tillögur starfshópsins
muni spara fjármuni, enda ljóst að
þær fela í sér umtalsverðan kostnað
sem án efa verður til þess að rýra
framlög til almennrar dagskrár-
gerðar. Tillögurnar ganga raunar í
alvarlegum atriðum gegn upphaf-
legum markmiðum Rásarinnar og
virðist höfundum þeirra yfirsjást sú
staðreynd að Rás 2 hefur alltaf ver-
ið á Akureyri, hún hefur líka verið á
Ísafirði, Grundarfirði, Kópaskeri og
Höfn. Hún hefur verið um allt land
en starfshópnum sem stendur að til-
lögunum virðist afar mikið í mun að
ráða forstöðumann að Rásinni, sem
verði staðsettur á Akureyri. Það er
gert að lykilatriði og tekið langt
fram yfir einstök framkvæmdaatriði
eða kostnaðarþætti á við nýtt hús-
næði, hljóðver, tölvustýrðan upp-
töku- og spilunarbúnað, plötusafn,
fjölgun dagskrárgerðarmanna,
ferðakostnað o.fl.
Ekkert samráð við starfsfólk
Það er mat þeirrar sem þetta rit-
ar að starfshópnum hefði verið nær
að fara fram á að endurskoðaðar
yrðu undangengnar ákvarðanir um
niðurskurð á útsendingartíma svæð-
isstöðvanna og fækkun starfsfólks á
Rás 2. Síðan hefði hann átt að
leggja fram tillögu um að endurnýj-
uð yrði dagskrárstefna Rásar 2 og
svæðisstöðva Ríkisútvarpsins með
upphafleg markmið þeirra að leið-
arljósi. En umfram allt hefði hóp-
urinn auðvitað átt að leggja það til
að allar breytingar yrðu unnar í ná-
inni samvinnu við starfsfólk Rásar 2
og svæðisstöðvanna og að gerð yrði
tilraun til að meta vilja hlustenda.
Það er í raun ömurlegt hlutskipti að
vera starfsmaður Ríkisútvarpsins
og láta hafa sig út í það að koma
með tillögur um að starfsfélagar
manns verði rifnir upp með rótum
og fluttir milli landshluta, láti þeir
sér það ekki vel líka þá geti þeir átt
sig. Í ljósi þessa er rétt að benda
menntamálaráðherra, útvarpsráði
og starfshópi útvarpsstjóra á rit-
stjórnargrein Morgunblaðsins frá 4.
maí 1999, sem fjallar m.a. um þá
skoðun forsætisráðherra að farsælla
sé að ákvarða nýjum ríkisstofnun-
um stað úti á landi fremur en að
rífa grónar stofnanir upp með rót-
um og flytja út á land, en þar segir
m.a.: „Þvingaður flutningur starfs-
manna gengur ekki í lýðræðisþjóð-
félagi og hann er ekki hægt að rétt-
læta með byggðasjónarmiðum.
Ákvörðun um slíkan flutning nær
ekki aðeins til starfsmannsins held-
ur allrar fjölskyldu hans, starfa
hennar, skólagöngu, sölu húsnæðis,
og hvers kyns skuldbindinga.
Stjórnmálamenn geta ekki leikið
sér með líf fólks með þessum
hætti.“
Árás á Rás 2
Kolbrún
Halldórsdóttir
RÚV
Ríkisútvarpið er sú út-
varpsstöð, segir Kol-
brún Halldórsdóttir,
sem hefur dreifingu um
stærstan hluta landsins.
Höfundur er alþingismaður
fyrir Vinstrihreyfinguna –
grænt framboð.
FJÖLMIÐLAR eru
jafnan snarir í snún-
ingum við að miðla til
þjóðarinnar þegar Ís-
lendingar gera það
gott í útlöndum.
Ráðamönnum þjóðar-
innar þykir lof útlend-
inga líka gott og Dav-
íð Oddssyni, forsætis-
ráðherra, „þótti
nokkur veigur í“ að
geta þess í ávarpi sínu
á gamlárskvöld að al-
þjóðlegar stofnanir
skipuðu Íslendingum
ofarlega á bekk þegar
litið væri til frjáls-
ræðis í atvinnumálum
og stefnunnar í orku- og umhverf-
ismálum. Davíð þótti „í rauninni
ekkert að því að horfa til vitn-
isburðar þeirra sem bregða mæli-
stiku sinni á okkar stöðu af óhlut-
drægni, og bera okkur saman við
aðrar þjóðir eftir samræmdum
reglum“. Það er hins vegar skaði
að forsætisráðherrann skyldi ekki
geta um að ríkisstjórn hans sé orð-
in býsna þekkt í útlöndum fyrir að
virða ekki tiltekin mannréttindi.
Trúlega hefur leiðtogi ríkisstjórn-
arinnar steingleymt bréfunum
tveimur sem David Cockroft,
framkvæmdastjóri Alþjóðasam-
bands flutningaverkamanna, ITF,
skrifaði honum á árinu 2001, þar
sem vakin er athygli á aðgerðum
íslenskra stjórnvalda sem brjóti
skýlaust gegn grundvallarrétti um
félagafrelsi eins og hann er skil-
greindur í samþykktum Alþjóða-
vinnumálastofnunarinnar, ILO.
Cockroft upplýsir for-
sætisráðherra meira
að segja um það í síð-
ara bréfinu, dagsettu
17. desember sl., að
Alþjóðasamband
flutningaverkamanna
undirbúi formlega
kvörtun til nefndar
Alþjóðavinnumála-
stofnunarinnar um fé-
lagafrelsi vegna inn-
grips íslenskra
stjórnvalda í lögmætt
verkfall sjómanna.
Mikið hefði nú verið
gaman að heyra um
þennan samanburð
við aðrar þjóðir eftir
„samræmdum reglum“ í áramóta-
ávarpinu, því Íslendingar taka
jafnan vel eftir því hvernig um
okkur er talað og skrifað í útlönd-
um, rétt eins og forsætisráð-
herrann rifjaði upp á milli borð-
halds og brennu á gamlárskvöld.
Flugumferðarstjórar hefðu svo
kunnað að meta það alveg sér-
staklega ef ráðherrann hefði nú
munað eftir desemberbréfinu frá
David Cockroft, því tilefni þess var
að ríkisstjórnin hótaði að grípa inn
í löglega boðað verkfall Félags ís-
lenskra flugumferðarstjóra í nóv-
ember sl. með því að ógilda verk-
fallsrétt allra flugumferðarstjóra
og krefjast þess að þeir sam-
þykktu einnig afnám samnings-
réttar síns. Cockroft lýsir því af-
dráttarlaust yfir að svipting
verkfallsréttar sé skýlaust brot á
alþjóðlegum skuldbindingum Ís-
lands og samtök hans myndu ekki
hika við að vísa þessu máli líka til
ILO-nefndarinnar um félagafrelsi.
Ástæða er til að birta orðrétt fá-
einar málsgreinar úr bréfi fram-
kvæmdastjóra ITF, til að þjóðin
fari ekki á mis við kjarna þess
boðskapar, þrátt fyrir gloppótt
minni forsætisráðherrans þegar
hann setti saman áramótaávarpið
sitt:
„Þótt svona árásir á grundvall-
arréttindi séu algengar í ríkjum
með takmarkaða lýðræðishefð,
finnst okkur með ólíkindum að á
Íslandi, þar sem elsta þing í heimi
situr, skuli slíkum aðferðum beitt.
Ekki þarf að taka fram að ITF
leggur ríka áherslu á nauðsyn þess
að tryggja öryggi í flugmálum,
sérstaklega í ljósi atburðanna þ.
11. september sl. Við erum fulltrú-
ar hundraða þúsunda flugmála-
starfsmanna um allan heim, sem
margir eiga líf sitt undir virku ör-
yggi í flugmálum. Hins vegar má
ekki nota þessa atburði sem tilefni
til þess að svipta flugmálastarfs-
Upphefð að utan
Loftur
Jóhannsson
Flugumferð
Man einhver eftir
sögunni um bjálkann og
flísina? spyr Loftur
Jóhannsson, og telur
forsætisráðherra
hafa brotið á flugum-
ferðarstjórum.
FYRIR og um
miðja síðustu öld
fjölgaði mjög í
Reykjavík og ný
hverfi byggðust. Árið
1952 var ákveðið að
skipta nokkrum söfn-
uðum borgarinnar í
smærri enda orðið af-
ar langt fyrir íbúa
hinna nýju hverfa að
sækja kirkju og
prestsþjónustu. Lang-
holtsprestakall var
stofnað 29. júní sama
ár og var sr. Árelíus
Níelsson skipaður
sóknarprestur frá 1. nóvember.
Helgi Þorláksson skólastjóri var
kosinn fyrsti formaður sóknar-
nefndar á fundi 24. september.
Með þessa tvo einstaklega duglegu
hugsjónamenn í fararbroddi var
hafist handa við að byggja upp
safnaðarstarf. Söfnuðurinn komst
ekki í eigið húsnæði fyrr en eftir
nokkur ár, en það hamlaði því ekki
að margþætt starf fór strax af
stað. Kór og kvenfélag voru stofn-
uð árið 1953 og síðan óx starfaði
og dafnaði. Eitt stærsta og erf-
iðasta verkefnið sem söfnuðurinn
stóð frammi fyrir var að safna
peningum til að reisa húsnæði fyr-
ir helgihald og annað safnaðar-
starf. Þar lögðu margir fram
ómælda sjálfboðavinnu við fjárafl-
anir sem og við smíðar. Safnaðar-
heimilið var tekið í notkun um
1960 og kirkjuhúsið sjálft var vígt
1984. Enn bíða þó stór verkefni á
þessu sviði, s.s. að ljúka við kirkju-
hús að innan sem og að ganga frá
kirkjulóðinni, en fjárráð safnaðar-
ins eru knöpp sem löngum fyrr. Þá
væri æskilegt að geta lagt meiri
pening í æskulýðsstarf og fræðslu-
mál.
Hálfrar aldar afmælis Lang-
holtssafnaðar verður
minnst með margvís-
legum hætti á þessu
ári sem og því næsta.
Hátíðarmessan á ný-
ársdag markaði upp-
haf afmælisáranna en
síðan verður marg-
þætt dagskrá næstu
tvö árin. M.a. munu
ýmsir listviðburðir
setja mark sitt á dag-
skrána og mun sér-
staklega verða leitað
til listamanna sem
búa í eða hafa búið í
sókninni, eða tengjast
Langholtskirkju með
einhverjum hætti. Hinn 19. janúar
nk. mun nýstofnað Listráð Lang-
holtskirkju hefja starf sitt með
dagskrá í Langholtskirkju síðdeg-
is. Þar verður boðið upp á glæsi-
lega tónleika, myndlistarsýningu
og orðsins list, og koma þar fram
þekktir listamenn eins og nánar
verður kynnt. Slíkir listviðburðir
verða síðan mánaðarlega í Lang-
holtskirkju fram á vor.
Síðar verður greint frá annarri
dagskrá hátíðahaldanna en ég vil
hvetja sóknarbörn sem og aðra
velunnara Langholtskirkju til að
styðja starfið og uppbyggingu í
Langholtskirkju með því að sækja
safnaðarstarf og listviðburði.
Langholtssöfn-
uður 50 ára
Jón Helgi
Þórarinsson
Höfundur er sóknarprestur Lang-
holtsprestakalls.
Kirkjuafmæli
Listviðburðir verða,
segir Jón Helgi
Þórarinsson, mán-
aðarlega í Langholts-
kirkju fram á vor.
stretch-
gallabuxur
Kringlunni, sími 588 1680
v/Nesveg, Seltjarnarnesi,
sími 561 1680.
iðunn
tískuverslun
3 skálmalengdir
M O N S O O N
M A K E U P
litir sem lífga