Morgunblaðið - 15.01.2002, Side 42

Morgunblaðið - 15.01.2002, Side 42
UMRÆÐAN 42 ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ morgunverðarfundur 16. janúar kl. 8 Sunnusal Hótel Sögu re ik n in g s s k il í e rl e n d u m g ja ld m ið lu m reikningsskil í erlendum gjaldmiðlum KPMG býður til opins morgunverðarfundar um gerð reiknings- skila í erlendum gjaldmiðlum í Sunnusal Hótel Sögu á milli kl. 8 og 10, miðvikudaginn 16. janúar n.k. Lagt hefur verið fram frumvarp á Alþingi sem heimilar íslenskum fyrirtækjum að færa bókhald og semja og birta ársreikninga sína í erlendum gjaldmiðlum að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Á fundinum verður fumvarpið kynnt og rætt um aðferðir og áhrif slíkra breytinga. Kynning á frumvarpi um breytingar á lögum um bókhald og ársreikninga Ólafur Nilsson, löggiltur endurskoðandi Aðferðir við gerð reikningsskila í erlendum gjaldmiðlum Alþjóðlegir staðlar Sæmundur Valdimarsson, löggiltur endurskoðandi Áhrif á reikningsskil íslenskra fyrirtækja Alexander Eðvardsson, löggiltur endurskoðandi Fundarstjóri Aðalsteinn Hákonarson, formaður stjórnar KPMG Engin þátttökugjöld, en léttur morgunverður kostar 1.050 kr. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma 545 6000 eða í netfang kpmg@kpmg.is FÉLAG um lýð- heilsu var stofnað 3. desember sl. Í lögum félagsins segir að það sé félag fagmanna og áhugafólks um lýð- heilsu á Íslandi. Í stuttu máli er tilgang- ur félagsins sá að hvetja til þverfaglegs samráðs þeirra sem vinna að verkefnum sem hafa áhrif á líf og heilsu landsmanna og einnig skapa vettvang fyrir frjóa og virka umræðu um málefni lýðheilsu hér á landi. Þótt lýðheilsa sé ný- legt hugtak í íslensku þá er margt af því sem fellur undir lýðheilsu ekki framandi fyrir Íslendinga. Mörgum finnst orðið heilsuvernd e.t.v. segja það sama og lýðheilsa, eða þá einfaldlega forvarnir fyrir bættu heilsufari. Slíkum málefnum höfum við Íslendingar að mörgu leyti sinnt vel í áratugi og er ár- angur þess starfs augljós, t.d. er lítill barnadauði og lífslíkur karla og kvenna með því besta sem þekkist í heiminum. Einnig höfum við sérstök félög sem af mikilli framsýni hafa sinnt einstökum málaflokkum, s.s. Hjartavernd og Krabbameinsfélag Íslands. Þeim sem hafa unnið að lýð- heilsu hefur í vaxandi mæli verið ljós nauðsyn á frekari samvinnu allra sem koma að málum sem snerta líf og heilsu landsmanna. Lýðheilsa er nefnilega ekki ein- göngu takmörkuð við heilbrigðis- þjónustu og árangur hennar. Til að ná árangri er samvinna fólks af ýmsum sviðum þjóðfélagsins nauð- synleg og starfsfólk í sveitarfélög- um víða um land og í mismunandi ráðuneytum þarf að stilla saman strengi til að ná frekari árangri í bættum lífsgæðum og heilsu. Í lög- um félagsins segir því m.a.: Lýð- heilsa varðar félagslega og heilsu- farslega þætti þjóða og hópa. Lýðheilsa miðar að því að bæta heilbrigði, lengja líf og bæta lífs- gæði þjóða og hópa með almennri heilsuvernd, heilsueflingu, sjúk- dómavörnum og annarri heilbrigð- isþjónustu. Á sviði lýðheilsu blasa við okkur Íslendingum mörg brýn verkefni. Eitt þeirra er vaxandi offita meðal landsmanna — einnig barna. Slíkt heilbrigðisvandamál verður ekki leyst á heilsugæslustöðvum eða af starfsfólki þeirra. Hér hafa for- eldrar miklu hlutverki að gegna, en einnig stjórnvöld og skólayfirvöld. Skólamáltíðir gætu hér komið inn sem einn liður heilsueflingar og úr- bóta þegar til lengri tíma er litið. Slíkar daglegar máltíðir tryggðu öllum börnum fjölbreytta fæðu á hverjum degi. Annað mikilvægt mál sem snertir lýðheilsu — þótt óbeint sé — er akstur skólabarna og öryggi þeirra í slíkum akstri. Þessi tvö viðfangsefni á sviði lýð- heilsu, þ.e. regluleg og góð næring og akstur skólabarna, kalla á breiða samstöðu stjórnvalda, sveit- arfélaga, heilbrigðisstarfsfólks og almennings og varpa ljósi á breidd lýðheilsuhugtaksins. Íslendingum hefur tekist að út- rýma eða halda í skefjum alvar- legum smitsjúkdóm- um með markvissum forvarnaraðgerðum gegn t.d. mislingum, mænusótt og berklum. Enginn er eyland og smitsjúkdómar virða engin landamæri. Á tímum vaxandi hnatt- væðingar og hraða í samskiptum manna í millum er árangur okkar á sviði lýðheilsu því æ meir háður því sem gerist annars staðar í okkar nánasta umhverfi. Vaxandi tíðni berkla og ónæmi gagnvart helstu berklalyfjum víða í heiminum hefur því óneitanlega áhrif á stöðu þess- ara mála á Íslandi og viðbrögð okkar við þeim. Það er auðvelt að gleyma því hversu alvarlegur sjúk- dómur berklar eru á tímum þegar margir halda að þeim sé nánast út- rýmt. Hér á landi þarf að ríkja sameiginlegur skilningur stjórn- valda, sveitarfélaga, almennings og mismunandi fagaðila á mikilvægi málefnisins, hér sem erlendis. Félag um lýðheilsu hefur nú þegar fengið aðild að Evrópusam- tökum lýðheilsufélaga (European Public Health Association, skamm- stafað EUPHA). Þetta eru samtök fyrir 24 landsfélög um lýðheilsu í Evrópu og hafa nú starfað í 10 ár. Samtökin halda árlega fundi þar sem saman kemur fjöldi fólks sem sinnir lýðheilsu víða í álfunni. Ný- lega er lokið ársfundi samtakanna í Brussel í Belgíu og í lok nóvember í ár verður fundur í Dresden í Þýskalandi, sá 10. í röðinni. Sam- tökin standa einnig að útgáfu fag- rits (European Journal of Public Health) þar sem vísindagreinar eru birtar um málefni lýðheilsu. Allir meðlimir landssamtaka EUPHA, þar á meðal meðlimir Félags um lýðheilsu á Íslandi, fá sent heim til sín eintak af þessu riti sem hluta af félagsgjaldinu. Á vegum EUPHA fer einnig fram umræða um að tengja meðlimi í mismunandi lönd- um enn betur saman en nú er með útgáfu vísindaritsins, t.d. með raf- rænum fréttabréfum. Félag um lýðheilsu vill stefna saman öllum þeim sem hafa áhuga á lýðheilsu á Íslandi. Eins og lög félagsins gera ráð fyrir er ætlunin að halda fundi og málþing um lýð- heilsu og einnig er stefnt að því að bjóða erlendum gestum til fyrir- lestrahalds eftir því sem efni og að- stæður leyfa. Félagið hefur nú þeg- ar skráð sig fyrir léninu lydheilsa.is og er ætlunin að þar verði áhugaverðir tenglar um lýð- heilsu. Einnig er hægt að skrá sig rafrænt sem meðlimur í samtök- unum. Allir þeir sem skrá sig fyrir janúarlok verða taldir til stofn- félaga. Það er von okkar sem höfum komið að stofnun Félags um lýð- heilsu að því vaxi fiskur um hrygg og að félagið verði virkur og já- kvæður þátttakandi í mótun lýð- heilsu á Íslandi. Félagið býður alla áhugasama velkomna til samstarfs. Nýr og spenn- andi vettvangur áhugafólks Geir Gunnlaugsson Lýðheilsa Á sviði lýðheilsu blasa við okkur Íslend- ingum, segir Geir Gunnlaugsson, mörg brýn verkefni. Höfundur er yfirlæknir Miðstöðvar heilsuverndar barna í Reykjavík og formaður Félags um lýðheilsu. MIG langar að koma á framfæri skoð- unum mínum á lög- bundna arðræningja- félaginu STEF, eða samtök tónskálda og textahöfunda. Ástæða gremju minnar í garð þessa félagsskapar eru þau lögbundnu gjöld sem þessi fé- lagsskapur heimtar af flutningi á tónlist hvort sem er í sjón- varpi eða útvarpi, en ég stýri fyrirtæki sem starfar á þeim vett- vangi. Fyrir það fyrsta nýtur þessi mafía lögbannsréttar á flutning tónlistar, sé ekki í gildi samningur um opinberan tónlistarflutning. Auðvitað eiga að vera samningar um alla skapaða hluti. En það er verðskrá samtakanna sem ég er óhress með. Hún er óraunhæf. Af- hverju, jú, þeim er nokk sama hvort menn séu að senda út til 10 manns eða 10.000 manns, þú verður að greiða uppsett verð. Verðskrá sem samþykkt var þegar Ríkisút- varpið var eitt á markaði, og um- rædd verðskrá miðaðist við að ná sem mestu í kassann frá ríkinu. Það eru breyttir tímar, og eðlilegt að fara fram á að greitt sé fyrir þann markað er menn hafa eins og tíðkast t.d. í Svíþjóð. Verðskrá sem gefur fyrirtækjum möguleika á að greiða lítið á meðan félögin vaxa, og hafa lítinn markað, en að sjálf- sögðu meira þegar vel gengur og markaðurinn stækkar. Það eru hér marktæk fyrirtæki sbr. Gallup sem mælir hlustun út- varpsstöðva og áhorf sjónvarps- stöðva, og því eðlilegt að greiða í samræmi við þann markað er menn hafa. Þetta fyrirkomulag tíðkast alls staðar í siðmenntuðum ríkjum sem nýta sér tónlist á opinberum vettvangi. En ekki hjá Stef maf- íunni á Íslandi. Um hana gilda sér lög, sér reglur sem þrýstihóp- ur mafíunnar lagði upp með á sínum tíma, án þess að nokkur gæti rönd við reist. Enda þá ekki ríkjandi frjáls útvarpsrekstur. Það eru breyttir tímar í fjölmiðlun í dag, og rétt og eðlilegt að taka tillit til breyttra markaðsaðstæðna. Þetta er ekki lengur ríkiskassinn sem Stef er að rukka, heldur einkafyr- irtæki sem eru að spretta upp, en eiga erfitt uppdráttar þegar Gunn- ar Stefánsson, féhirðir mafíunnar, hótar lögbanni út og suður fyrir vin sinn Jón, sem er búinn að horfa á eftir mörgum frjálshyggjumannin- um með frjálsa útvarpsdrauma enda fyrir dómstólum með allt sitt, og þ.a.l. engin samkeppni lengur til staðar. Þetta er skammarlegt. Ég skora á menntamálaráðherra að taka til gagngerrar athugunar á vegum ráðuneytisins gjaldskrá fé- lagsins sem ráðuneytið hefur sam- þykkt fyrir sitt leyti og þar með gefið Mafíunni lögbundin rétt til að mismuna fyrirtækjum á sviði fjöl- miðlunar á Íslandi. Á meðan Jón Ólafsson & Norðurljós borga eins lítið og þeir komast af með, borgar Hallbjörn Hjartarson á Skaga- strönd með húskofanum sínum sem fer væntanlega á uppboð, af því að hann átti sér draum, en þurfti að borga allt of mikið, þegar nær hefði verið að greiða sannvirði, miðað við markaðsaðstæður. Ég skora á Eirík Tómasson að leggja fram opinberlega samninga við alla fjölmiðla og tilgreina þar hvað hver er að borga. Ef það er ekki hægt að verða við því, er nær útilokað að réttlætis sé gætt á milli fyrirtækja í samkeppni, þar sem ég hef sterkan rökstuddan grun um að samkeppnisaðili okkar, Norðurljós sé ekki að greiða samkvæmt gjald- skrá, en að okkur sé það skylt. Ég segi nei. Eitt verður yfir alla að ganga, sérstaklega í jafnviðkvæm- um rekstri og fjölmiðlar eru. Við miðum gjaldskrá okkar við þann markað sem við höfum í það og það skiptið. Ég skora á STEF að að- laga sig nútíma rekstrarfyrirkomu- lagi, því ellegar neyðast menn til að standa í endalausu stappi og kær- um út og suður. Því við hættum ekki fyrr en þetta verður komið í réttan og eðlilegan farveg, og ein- mitt þessvegna er unnið að heim- ildarmynd um þessi samtök, sem sýndur verður á haustmánuðum á Stöð 1, þar sem skoðanir allra á málinu fá eðlilega að njóta sín á hlutlausan hátt, og getur þá hver dæmt fyrir sig. Lögbundnir arðræningjar Hólmgeir Baldursson STEF Verðskrá, segir Hólmgeir Baldursson, miðaðist við að ná sem mestu í kassann frá ríkinu. Höfundur er sjónvarpsstjóri á Stöð 1. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is flísar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.