Morgunblaðið - 15.01.2002, Page 46

Morgunblaðið - 15.01.2002, Page 46
MINNINGAR 46 ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í dag kveðjum við hjartans systur mína og vinkonu. Árin eru orðin mörg og við orðn- ar aldnar en aldur er svo afstæður og systir mín var ætíð ung í anda og létt í lund. Við áttum yndislega æsku hjá góðum foreldrum. Við vorum þrjár systurnar, Binna elst, svo Dídí og ég yngst. Binna lést fyrir tæpum 14 ár- um og var það okkur öllum mikill og sár missir. Við Dídí vorum svo lánsamar að búa alltaf nálægt hvor annarri og hefur alla tíð verið mikill samgangur milli fjölskyldna okkar og við systur haft samband daglega og alltaf verið til staðar hvor fyrir aðra. Dídí átti yndislegan eiginmann, Ingvar N. Pálsson, sem svo sann- arlega stóð við hlið og studdi sína konu í gegnum súrt og sætt. Margs er að minnast frá samveru- stundum okkar, hvort sem það voru ferðalög erlendis eða innanlands svo ekki sé talað um þær yndislegu stundir sem við eyddum í sumarbú- stöðum okkar, það voru dásamlegir tímar sem aldrei gleymast. Síðustu fimm til sex árin háði Dídí baráttu við erfiðan sjúkdóm sem svo að lokum batt hana við hjólastól, en góða skapið hennar og kímni var alltaf til staðar. Þetta voru erfið ár fyrir Ingvar, börnin og tengdabörn- in, en það var með eindæmum hve vel var hugsað um hana og allt gert til að létta henni lífið. Það er sárt að sjá ástvin sinn þurfa að ganga í gegnum þessi ósköp, en allan tímann hélt hún reisn sinni og kvartaði aldr- ei. Það segir meira en mörg orð um það hve hún systir mín var lífsglöð og félagslynd að hún og Ingvar mættu í nýársfagnað sem við hjónin héldum í ár og skemmtu sér með okkur og góðum og tryggum sam- eiginlegum vinum okkar. STEINUNN BERNDSEN ✝ Steinunn HerdísBerndsen fædd- ist á Blönduósi 20. nóvember 1925. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Eir 5. jan- úar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Bústaða- kirkju 14. janúar. Að leiðarlokum þakka ég elsku systur minni alla ást, vináttu og umhyggju og bið al- góðan Guð að styrkja Ingvar og börnin í þeirra sorg. Hún hvíli í friði. Björg systir. Elsku amma. Þú varst alltaf svo lífsglöð og fín þegar ég var lít- ill, sú minning kemur mér til að brosa í gegn- um þá sorg sem hvílir á mér og öðrum í fjölskyldunni. Nú á þessari stundu ertu farin en ég á all- ar þær góðu minningar um þig, sem ég mun geyma í hjarta mínu. Ég man eftir því þegar við fórum í heim- sókn til þín og afa í Rauðagerðið. Þú lumaðir alltaf á einhverju góðgæti fyrir okkur krakkana í hornskápn- um í eldhúsinu, sem var gæddur þeim kostum að það var lykill að honum sem geymdur var á góðum stað, þar sem ekki til hans náðist. Afi sagði manni skemmtilegar sögur og þú sóttir krúsina með smákökunum og við borðuðum smákökur og drukkum mjólk með. Ég man einnig þegar þið afi fóruð til útlanda og við pabbi skutluðum ykkur upp á flug- völl. Þegar þið fóruð í gegnum hliðið á flugvellinum fann ég strax til mik- ils saknaðar og runnu tár niður kinn- arnar. Einnig koma upp í hugann sum- arbústaðarferðirnar til ykkar afa á Þingvöllum. Þangað var alltaf gam- an að koma og slappa af í kyrrð og ró. Þú fannst alltaf einn og einn arfa í beðunum, sem þú hugsaðir svo vel um. Eitt sinn í sumarbústaðnum, þegar öll fjölskyldan var saman komin þar, var rosalega heitt í veðri. Tvær stórar tunnur, fullar af vatni, stóðu við bústaðinn og einhver byrj- aði að gusa og skvetta yfir fólkið og úr varð mikill hamagangur, allir hlógu og skemmtu sér og auðvitað enduðu allir rennandi blautir. Þá kom sólin að góðum notum og við létum hana þurrka okkur. Afi fór svo alltaf með okkur krakkana að pen- ingagjánni og gaf okkur pening sem við hentum í gjána og við óskuðum okkur einhvers. Mörg og skemmtileg jólaboð voru haldin í Rauðagerðinu og þú varst alltaf svo rosalega dugleg við und- irbúning þeirra. Fyrir nokkrum ár- um fór heilsu þinni að hraka og máttur þinn fór minnkandi. Samt varstu alltaf svo lífsglöð kona. Fyrir ekki svo löngu var ég að labba heim úr vinnunni og kalt var í veðri, ákvað ég að taka smákrók og heimsækja þig og afa. Þú bauðst mér upp á heitt kakó og auðvitað smákökur úr krús- inni, þarna sátum við og afi og spjöll- uðum um daginn og veginn. Á þeirri stundu hugsaði maður ekki um að stundir okkar saman yrði ekki fleiri, og að ekki yrði alltaf hægt að koma til ykkar í kyrrð og ró og sötra úr kakóbolla. Á síðasta ári var svo komið að því að þú þurftir að leggjast inn á spítala og notast við hjólastól. Afi var svo duglegur að koma til þín á kvöldin eftir vinnu, sitja hjá þér og hjálpa þér í baráttu þinni við veikindin. Ég kom að heimsækja þig upp á spítala og þú varst svo glöð að sjá mig. Ég sat og horfði og vonaði, að einhvern tímann gætir þú stigið upp úr rúm- inu og allt myndi verða eins og áður, en því miður rætast ekki allar óskir og þessi ósk rættist því miður ekki. Þegar þið fluttuð úr Rauðagerð- inu var það mikill missir. Þið höfðuð búið þar svo lengi. En tímabært var að minnka við ykkur, þið bara orðin tvö og þú svo mikið veik og oft á sjúkrahúsi. Þið fluttuð í fína íbúð á hjúkrunarheimilinu Eir. Á 17 ára afmælisdaginn minn hinn 10. október sl. kom ég í heimsókn til ykkar með pabba og það var í síðasta skiptið sem ég kom í heimsókn til ykkar beggja. Þið gáfuð mér pakka með tilheyrandi kossum og afi sagði að ég þyrfti að vara mig á umferð- inni með nýja ökuskírteinið sem ég fékk fyrr um daginn. Um jólin talaði ég við þig í síma og svo hittumst við á jólaballinu á öðr- um í jólum. Þú varst í hjólastól með súrefnisslöngur upp í nefið og þá sá ég að heilsu þinni hafði hrakað mik- ið. Þetta var í síðasta sinn sem ég sá þig á lífi og síðustu orð þín, amma, til mín voru: „Farðu vel með þig, eng- illinn minn.“ Svo kysstumst við bless. Ég veit að þú ert í öruggum hönd- um núna og að vel var tekið á móti þér. Ég sit hér á jörðu niðri, horfi upp í skýin og veit af þér sveimandi þarna uppi. Ég veit að þér líður bet- ur núna. Elsku afi, Guð gefi þér styrk til að sigrast á sorginni sem hvílir yfir svo stuttu eftir jólahátíðarnar, þar sem var hlegið og sungið. Sorgin gerir ekki boð á undan sér og svo fer sem fer. Svona er lífið. Lítill drengur lófa strýkur létt um vota móðurkinn, – augun spyrja eins og myrkvuð ótta og grun í fyrsta sinn: Hvar er amma, hvar er amma, hún sem gaf mér brosið sitt yndislega og alltaf skildi ófullkomna hjalið mitt? Lítill sveinn á leyndardómum lífs og dauða kann ei skil: hann vill bara eins og áður ömmu sinnar komast til, hann vill fá að hjúfra sig að hennar brjósti sætt og rótt. Amma er dáin – amma finnur augasteininn sinn í nótt. Lítill drengur leggst á koddann – lokar sinni þreyttu brá uns í draumi er hann staddur ömmu sinni góðu hjá. Amma brosir – amma kyssir undurblítt á kollinn hans. Breiðist ást af öðrum heimi yfir beð hins litla manns. (Jóhannes úr Kötlum.) Þitt barnabarn, Daníel Ingi Þórisson. Kveikt er ljós við ljós, burt er sortans svið. Angar rós við rós, opnast himins hlið. Niður stjörnum stráð, engill fram hjá fer. Drottins nægð og náð boðin alþjóð er. (Stefán frá Hvítadal.) Mig langar með nokkrum orðum að minnast ömmu minnar Steinunn- ar, sem kvaddi þessa jarðvist, hægt og hljótt, að morgni laugardagsins 5. janúar. Söknuðurinn er sár en minn- ingarnar ylja. Amma Dídí var ein- staklega hress og lífsglöð kona. Hún hafði yndi af því að vera innan um ættingja og vini. Mér er ofarlega í huga ættarmót sem haldið var á Skagaströnd fyrir nokkrum árum. Um kvöldið var dansleikur fyrir alla, unga sem aldna, og ég man hversu skemmtilegt mér þótti að dansa við hana ömmu, og ég var þess fullviss, að ekki væru margir sem væru eins heppnir og ég, að eiga svona fjöruga og skemmtilega ömmu. Ég man hvað ég hlakkaði alltaf til jólaboðanna hennar ömmu, það voru engar smáveislur. Mér er einnig minnisstætt þegar hún kom svo oft hingað heim á Túngötuna til að hjálpa mömmu. Ég hef verið svona 11 ára og man hversu notalegt var að koma heim úr skólanum og hafa ömmu hér heima. Amma var með eindæmum söngelsk og hafði fallega rödd og ósjaldan sungum við saman hin ýmsu lög. Allt of fljótt var hún kölluð burt frá okkur, en minningin um hana mun lifa með okkur, björt og falleg. Elsku amma, hafðu þökk fyrir allt. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þín Harpa Hrund. Elsku amma. Fyrir 14 árum hitti ég þig fyrst eða þegar ég fæddist, en þá áttum við mamma heima hjá þér og afa í gamla góða Rauðagerði. Ég man auðvitað ekki eftir því, en allir segja mér að þið hafið alltaf elskað mig og passað mig vel. Eftir að við mamma fluttum frá ykkur komum við á hverjum degi í heimsókn og þið tókuð á móti okkur með opnum örmum. Það var alltaf jafn gaman að koma í Rauðagerðið og mér fannst alltaf jafn gaman að koma með ykkur hvert sem þið fór- uð, t.d. upp í sumarbústaðinn á Þing- völlum og ég man að í hvert skipti sem við keyrðum frá Rauðagerðinu þá fórum við með þessa vísu. Ég byrja reisu mín Jesús, í nafni þín, höndin þín helg mig leiði úr hættu allri greiði. Jesús mér fylgi í friði með fögru englaliði. (Hallgr. Pét.) Þegar ég var níu ára flutti fjöl- skyldan mín til Danmerkur. Það voru erfiðir tímar og mörg tár runnu. En við töluðum reglulega saman í síma og svo komuð þið í heimsókn. Og ekki gleymi ég þegar þið komuð líka í heimsókn jólin sem við héldum í Horsens. Það voru fyrstu jólin okkar sem við vorum ekki í Rauðagerði. Það var skrítið en dásamlegt að hafa ykkur hjá okkur. Þegar við fluttum heim fór ég í Breiðagerðisskóla sem var rétt hjá ykkur. Ég kom í heimsókn á hverj- ✝ Ingvar Kárasonfæddist í Staðar- holti í Ljósavatns- hreppi 16. október 1931. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Húsavík 30. nóvem- ber 2001. Ingvar var sonur hjónanna Kára Arngrímssonar, pósts og bónda í Staðarholti, f. 28. mars 1888, d. 9. sept- ember 1967, og Elín- ar Ingjaldsdóttur, f. 2. ágúst 1891, d. 5. ágúst 1969. Ingvar átti einn bróður, Ara, f. 4. janúar 1919, d. 25. febrúar 1997. Ingvar stofnaði nýbýlið Árland 1957 úr syðsta þriðjungi hins forna Fellsselslands sem móðurbróðir hans, Kristján, átti. Ingvar byggði þar íbúðarhús árið 1959 og bjó þar það sem eftir lifði ævi. Ingvar kvæntist eftirlifandi eigin- konu sinni Stein- gerði Alfreðsdóttur frá Hlíð árið 1973. Börn þeirra eru Elín Svava, f. 11. desem- ber 1972, í sambúð með Haraldi Bergi Ævarssyni, og Kári, f. 16. apríl 1979. Útför Ingvars fór fram frá Þór- oddsstaðakirkju laugardaginn 8. desember. Dæm svo mildan dauða drottinn, þínu barni, – eins og léttu laufi lyfti blær frá hjarni, – eins og lítill lækur ljúki sínu hjali þar sem lygn í leyni liggur marinn svali. Þessi orð þjóðskáldsins Matthíasar Jocumssonar komu mér í hug er ég frétti andlát gamals sveitunga míns, frænda og vinar, Ingvars Kárasonar í Árlandi. Hann lést síðasta dag nóv- embermánaðar sl. Þá var hann þrot- inn að kröftum og öllu atgervi sem einkenndu hann á árum áður. Hratt flýgur stund segir máltækið og manni verða sannleiksgildi þeirra orða vel ljós þegar litið er til baka. Fyrst man ég eftir Ingvari sem lið- tækum íþróttamanni. Það var á skíðamóti uppi í Fjalli heima í Kinn. Stórsvig í Stokkalág, svig í Skíðalág og brunbraut þar á milli. Mikil keppni og geysilega gaman að fylgj- ast með. Sumir duttu en brugðust misjafnlega við. Flestir stóðu upp og hristu af sér snjóinn eins og ekkert hefði í skorist en nokkrir urðu dálítið reiðir og kenndu aðstæðum um ófarir sínar. Mér þótti hið síðarnefnda meira spennandi og tilkomumeira þó Ingvar fyllti ekki þann flokk, enda mikið prúðmenni. Seinna lágu leiðir okkar Ingvars saman við árlega viðburði svo sem göngur og réttir. Þar naut hann sín vel, bæði í fjárragi og öðru sem til- heyrir slíkum dögum með söng og gleði. Gangnadagarnir lífguðu upp á hversdagsleikann og þá naut frændi sín. Þó Ingvar stundaði ýmsa vinnu um sína daga varð búskapur hans hlutskipti lengst af og ræktun og uppbygging í Árlandi útheimtu krafta hans meðan framkvæmdir stóðu sem hæst. Framan af búskap þar naut hann liðsinnis foreldra sinna sem síðan áttu gott skjól hjá syni sín- um þegar ellin sótti að þeim. Þá ann- aðist Ingvar þau af mikilli umhyggju- semi þar til yfir lauk. Ingvari var tónlistargáfa í blóð borin. Hann var lipur á harmoniku og spilaði einnig á orgel. Ekki man ég aðrar stundir skemmtilegri frá þess- um árum en þegar orgelið í Árlandi var þanið í kapp við raddbönd. Hús- bóndinn Ingvar rýndi í nóturnar og spennti fingur um nótnaborðið eins og honum einum var lagið, enda lét hann þess stundum getið við söng- menn að fingrasetningin yrði að vera rétt. Úrvalslið söngvara lét ekki sitt eftir liggja. Þar má nefna meðal góðra Geira heitinn í Felli, Rangár- bræður og Hjalta föðurbróður minn og nágranna Ingvars. Þá hljómuðu „Drykkjureglur“, „Ég Bláfjöll elska“, „Þótt leið liggi um borgir“ og „Kveðja hermannsins“ (Nú fatast von) ásamt fleiri perlum söngbókmenntanna. Ef dagsformið var gott voru „Ærbæk- urnar“ sungnar spjaldanna á milli. Þá var mikilvægt að menn ofþornuðu ekki í hálsinum. Ég hef hér dvalið við íþrótta- og tónlistarmanninn í Ingvari en í hon- um bjó einnig mikill veiðimaður. Ingvar hafði yndi af veiðimennsku, bæði með byssu og stöng. Við Skjálf- andafljótið átti hann margar ánægju- stundir eins og fleiri og þar mátti margur laxinn bíða lægri hlut fyrir honum. Gæsir og rjúpur féllu einnig í valinn, enda voru veiðar á þessum fuglum sjálfsagður hluti þess að draga björg í bú. Eftirminnileg ferð var farin „á öðr- um í rjúpu“ 16. október 1971 á fer- tugsafmæli Ingvars. Ég heimsótti þennan frænda minn snemma dags og við ákváðum að fara til veiða. Gamla Bjallan (Volkswagen) var tek- in til kostanna og ekið út í Hólsgerði. Þaðan austur að Fljóti. Vaðið var um alla ála og gengið um eyrar og hólma en hugurinn var ekki mjög bundinn veiðum. Veðrið gott, umhverfið dásamlegt og haustlitirnir skörtuðu sínu fegursta. Ein rjúpa nægði til að uppfylla kröfur um árangur veiði- mannsins. Tímanum var varið í spak- legar samræður og söng, en einnig hvíld og bara njóta þess að vera til. Síðan óðum við alla leið austuryfir og tókum hús á heiðurshjónunum á Vaði, Steina og Ellu (Vésteini Garð- arssyni og Elínu Steingrímsdóttur). Þar var ekki í kot vísað fremur en endranær enda nutum við frændur gestrisni og góðra veitinga. Afmæl- isdagar gerast ekki öllu betri. Að mínu mati bjó í Ingvari mikill lífslistamaður (bóhem) eins og fram- angreint ber með sér í tónlist, veiðum og íþróttum. Þessu til viðbótar var hann mikill lestrarhestur og þar var ekki komið að tómum kofunum. Ljóð, veiðisögur, sögur um ættir og örlög og ævisögur manna í bland við ým- islegt léttmeti las hann af miklu kappi og í góðra vina hópi gat hann verið skemmtilegur ritdómari. Þá var stundum látið vaða á súðum og talað tæpitungulaust. Árið 1971 var mikið ár örlaga og tímamóta fyrir Ingvar. Þá hófust ná- in kynni hans og Steingerðar Alfreðs- dóttur, fóstursystur minnar. Hún fluttist í Árland og þar bjuggu þau allan sinn búskap þar til yfir lauk hjá Ingvari. Þar hlotnaðist Ingvari mesta hamingja lífsins þegar hann eignaðist börnin sín Elínu Svövu og Kára. Að leiðarlokum er full ástæða til að þakka gengnar gleðistundir í Árlandi og viðurgjörning allan, bæði til sálar og líkama. Minningarnar ylja og verða aldrei frá manni teknar þó góð- ur vinur hafi haft vistaskipti. Mágkonur Ingvars, Ásta og Krist- ín Alfreðsdætur og þeirra eiginmenn Benedikt Leósson og Guðmundur Kristinn Bjarnason báðu fyrir bestu kveðju sem mér er ljúft að koma á framfæri. Eftirlifandi eiginkonu Ingvars, börnum hans og aðstandendum öll- um votta ég mína dýpstu samúð. Farðu kært kvaddur, frændi sæll, og í guðs friði. Valtýr Sigurbjarnarson. INGVAR KÁRASON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.