Morgunblaðið - 15.01.2002, Side 47
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2002 47
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sími 581 3300
Allan sólarhringinn — www.utforin.is
Suðurhlíð 35, Fossvogi
Sverrir
Olsen
útfararstjóri
Bryndís
Valbjarnardóttir
útfararstjóri
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri
Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.
um degi eftir skóla og gisti mörgum
sinnum. Þetta var mitt annað heim-
ili. Mér fannst mjög leiðinlegt þegar
þið fluttuð úr Rauðagerðinu en það
var þér fyrir bestu, elsku amma mín.
Þú varst orðin svolítið veik og þú
vissir það en samt varst þú alltaf
jafn glöð og alltaf brosandi þegar ég
kom í heimsókn.
Það var margt í fari þínu sem ég
elskaði og eitt elskaði ég mest. Það
var að þú vildir alltaf vera fín. Þú
varst alltaf með fullt af skartgripum
og alltaf í fínum fötum og hárið var
alltaf á sínum stað. Svo varst þú að
segja að ég væri svo smart og svo
fín. Það er margt sem ég mun sakna
og það verður erfitt að gleyma öllum
þeim stundum sem við áttum saman
en ég lofa að geyma þær í hjarta
mínu að eilífu.
Kvöldið áður en þú dóst hringdi
ég í ykkur og ég talaði við þig svo-
litla stund. Þú varst pínu kvefuð og
áttir erfitt með að tala. Svo kvödd-
umst við og ég sagði: Góða nótt, og
þú sagðir: Sofðu rótt, ég elska þig.
Þetta voru síðustu orðin þín til mín.
Morguninn eftir vakti mamma mig
og sagði mér að þú hefðir dáið. Ég
gat ekki trúað því og vildi það ekki.
Það tók mig langan tíma að fatta það
að þú værir farin frá mér, en ég get
verið stolt af því að vera barnabarn
þessarar dásamlegu og elskulegu
manneskju.
Þegar ég var lítil söngst þú oft
fyrir mig þessa vögguvísu. Núna
syng ég hana fyrir þig.
Sofðu unga ástin mín
úti regnið grætur.
Mamma geymir gullin þín,
gamla leggi og völuskrín.
Við skulum ekki vaka um dimmar nætur.
(Jóhann Sigurj.)
Takk, elsku amma mín, fyrir allt
sem þú hefur gefið mér og gert fyrir
mig.
Sofðu rótt, ég elska þig.
Þín
Elísabet Inga.
Elsku amma Dídí. Mér fannst
gaman að heimsækja ykkur afa í
sumarbústaðinn. Það var líka gott að
koma í Rauðagerðið, þá fékk ég
stundum að kíkja í læsta skápinn og
fá spító.
Nú ertu farin, elsku amma mín.
Ég sakna þín.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson.)
Þinn
Hjörleifur Steinn.
Ég skal vaka og vera góð
vininum mínum smáa,
meðan óttan rennur rjóð
roðar kambinn bláa
og harpa syngur hörpuljóð
á hörpulaufið gráa.
(H.K.L.)
Þær eru góðar minningarnar sem
ég á um samverustundir mínar með
ömmu Dídí og afa Ingvari. Ferðalög-
in í sumarbústaðinn á Þingvöllum,
kruðurnar á sunnudagsmorgnum í
Rauðagerðinu og tíminn sem fór í að
leggja pólitísku línuna í eldhúsinu
hjá þeim. Það var yndislegt að koma
til ömmu og ég er svo lánsamur að
hafa átt hana sem vin, vin sem gaf
mér ráð og stóð með mér í öllum
þeim ákvörðunum sem ég tók og ef-
aðist aldrei um hæfni okkar barna-
barnanna í hverju sem við tókum
okkur fyrir hendur. Meira að segja
þegar ég gerðist krati og fór í fram-
boð fyrir Reykjavíkurlistann þá
sagði amma að hún styddi mig, þrátt
fyrir áralangt starf í Sjálfstæðis-
flokknum. Reyndar segja margir að
hún hafi gert mig að krata þegar ég
sat í grindinni heima hjá henni sem
ungbarn. Þar hafði ég nefnilega ein-
staklega gaman af því að tæta í mig
blöð en ekki var hægt að spandera í
mig Mogganum svo ég fékk bara Al-
þýðublaðið og því fór sem fór.
Við höfum gengið saman í gegn-
um súrt og sætt í lífinu og alltaf stað-
ið þétt, öll fjölskyldan, með ömmu í
fararbroddi. Þegar Fiffó dó var gott
að eiga ömmu og afa að og geta leit-
að eftir stuðningi hjá þeim. Fyrir
það er ég þakklátur. Nú fer amma á
nýjan stað og ég sé fyrir mér Fiffó
litla með sólskinsbrosið sitt taka á
móti henni. Það verða fagnaðarfund-
ir. Takk fyrir allt, við sjáumst síðar.
Ingvar.
Látin er elskuleg mágkona mín,
Dídí, eftir langa og stranga baráttu
við erfiðan sjúkdóm.
Föstudaginn 4. janúar vorum við,
ég og systir hennar, í heimsókn hjá
þeim Ingvari á þeirra fallega heimili
á Eir. Þó svo að mikið væri af henni
dregið gat hún alltaf slegið á létta
strengi, aldrei heyrði ég hana
kvarta. Hún bar harm sinn í hljóði
og sá ég hana oft brosa blítt í gegn-
um tárin.
Laugardaginn 5. janúar stóðum
við svo við dánarbeð hennar. Mikil
breyting hafði átt sér stað, allur
þjáningarsvipur var horfinn og var
sem hún hefði yngst um mörg ár.
Friður, heiðríkja og birta var yfir
svip hennar. Hún var horfin yfir
móðuna miklu, búin að hitta látna
ástvini sína.
Vinahópur hennar var stór og var
hún mikill vinur vina sinna. Ef eitt-
hvað var um að vera hjá þessum
hópi, hvort sem það var að gleðjast
eða samhryggjast, var hún ætíð
fyrst mætt á vettvang til að veita að-
stoð.
Dídí var sérlega glaðlynd kona,
létt á fæti, og hafði góða söngrödd
líkt og Ingvar eiginmaður hennar og
tóku þau oft dúett fyrir okkur, okkur
öllum til mikillar ánægju. Það var
ætíð sérlega ánægjulegt að heim-
sækja þau, þau höfðu einstakt lag á
að láta fólki líða vel í návist sinni.
Eftirfarandi ljóðlínur koma í huga
minn sem oft voru sungnar í góðra
vina hópi
Þá er ljúft að lifa og dreyma
og líta yfir farinn veg
minningarnar mun ég geyma
á meðan lífs ég anda dreg.
Og minningarnar um hana Dídí
mína mun ég geyma.
Í veikindum sínum naut hún ein-
stakrar umhyggju og ástar eigin-
manns síns, sem sjálfur hefur átt við
veikindi að stríða, og barna, sem
alltaf voru boðin og búin að létta
undir með henni, og er söknuður
þeirra mikill sem og ömmubarnanna
allra. Ég votta Ingvari og fjölskyldu
hans allri mína dýpstu samúð og bið
góðan Guð að blessa þau öll.
Benedikt.
Kær frænka okkar, Dídí, eins og
hún var alltaf kölluð, er búin að
kveðja þetta tilverustig. Við frænk-
urnar eigum eftir að sakna hennar
mikið. Hún var alltaf svo glöð og er-
um við búnar að hlæja og syngja
mikið saman.
Hún var elskuleg kona sem naut
þess að vera til. Hún breiddi sig yfir
fjölskyldu sína, frændur og vini.
Hennar góða skap og útgeislun var
einstök og kom sannarlega í ljós í
veikindum hennar, bæði þolinmæði
og ótrúlegur kraftur. Aldrei að gef-
ast upp, og var hún þar vel studd af
eiginmanni sínum, börnum og
tengdabörnum.
Við minnumst margra ánægju-
legra heimsókna og ferðalaga norð-
ur á Skagaströnd til að heimsækja
ættingja og vini. Þá voru ýmsar
skemmtilegar uppákomur, sem allir
gátu hlegið að og skemmt sér yfir.
Elsku Dídí frænka. Þú verður
ætíð í huga okkar þegar við komum
saman til að gleðjast. Þökk fyrir all-
ar gleðistundirnar og nærveru sem
við nutum svo vel.
Sendum Ingvari, börnum og öll-
um ættingjum innilegar samúðar-
kveðjur.
Sigríður, Helga og Erna.
Glæsileg, tignarleg, yndisleg
kona. Alltaf vel til höfð, hárið flott,
ljóst og mikið, fötin „elegant“.
Hendurnar vel snyrtar, langir fing-
urnir alsettir fallegum skartgripum.
Neglurnar langar og vel lakkaðar.
Viðmótið elskulegt og gott. Alls
staðar bar hún af þar sem hún kom.
Hún var eins og sólin... lýsti allt upp
í kringum sig.
Lítil átta ára stelpa kom í mat-
arboð með pabba og mömmu til Dídí
frænku og Ingvars í Rauðagerði en
þar bjó þessi elska með Inga sínum
og börnunum þeirra. Allt var svo
flott og fínt. Veisluborðið glæsilegt
og kræsingarnar bornar fram á silf-
urfötum.
Í huga barnanna sem sátu
prúðbúin og fín komst aðeins ein
spurning fyrir í þeirra litla höfði:
„Skyldi Dídí frænka vera drottn-
ing?“
Þegar ég sit núna og hugsa um
þessa elskulegu frænku mína sem
var okkur systkinunum svo góð og
börnunum mínum sem besta amma,
þá rennur upp fyrir mér að heim-
urinn er fátækari í dag en hann var
fyrir nokkrum dögum.
Eftir að ég fullorðnaðist og við
hjónin stofnuðum okkar heimili var
það alltaf þessi elska sem fyrst allra
spurði: „Ertu byrjuð að skipu-
leggja?“ Og oftar en ekki lánaði hún
mér fallega borðbúnaðinn sinn svo
allt yrði nú sem glæsilegast, hvort
sem það var brúðkaup okkar, ferm-
ing barnanna okkar eða stórafmæli.
Hjálpsemin og góðmennskan átti
sér engin takmörk hjá Dídí frænku.
Ég kveð þessa elskulegu frænku
mína með söknuði og bið góðan Guð
að styrkja Ingvar hennar og börnin
þeirra, Binna, Kristin Pál, Elsabetu,
Steinunni, tengdabörn og barna-
börn.
Elsku Dídí mín, takk fyrir alla
þína elsku, takk fyrir alla þína vin-
áttu og alla þína hjálpsemi.
Sofðu vært, engillinn minn.
Laufey Berndsen.
Látin er elskuleg frænka okkar,
hún Dídí.
Skemmtilegri og dásamlegri
manneskju er vart hægt að hugsa
sér og við systkinin viljum þakka
henni alla hennar ást og umhyggju
sem hún sýndi okkur og börnunum
okkar alla tíð og kveðja hana með
þessu ljóði:
Í dagsins önnum dreymdi mig
þinn djúpa frið, og svo varð nótt.
Ég sagði í hljóði: Sofðu rótt,
þeim svefni enginn ræni þig.
En samt var nafn þitt nálægt mér
og nóttin full að söngvaklið
svo oft, og þetta auða svið
bar ætíð svip af þér.
Og þungur gnýr sem hrynji höf
mitt hjarta lýstur enn eitt sinn:
Mín hljóða sorg og hlátur þinn,
sem hlutu sömu gröf.
(Steinn Steinarr.)
Við biðjum góðan Guð að blessa
og styrkja Ingvar og börnin hennar
og fjölskylduna alla.
Óli, Kristín og Birna.
Orrustunni er lokið, æviskeið
minnar bestu vinkonu er á enda
runnið. Þrátt fyrir nokkurra mánaða
andlegan undirbúning er áfallið allt-
af jafnsárt. Huggun mín er þó í því
fólgin að vita að ekki verði fleiri
fjaðrir tíndar af glæsileika þessarar
konu.
Vinátta á sér engin landamæri. Af
öllum mínum ómetanlegu góðu vin-
um var Dídí þeirra æðst. Elska
hennar og hlýja umvafði hvern þann
sem á vegi hennar varð. Í návist
hennar varð dapur dagur birtu bað-
aður. Orð hennar endurhljóma stöð-
ugt í hjarta mér: „Við brosum bara í
gegnum tárin og allt verður gott.“
Það að ætla sér að skrifa nokkrar
línur þegar manns besti vinur er
kallaður af jörðu virðist í svipan lít-
ilsvert og fátæklegt, þegar hugsað
verður um hvað persóna sú sem á
brott er horfin gaf af sér og skildi
eftir í hjarta mínu.
Mín fyrsta minning um þessa
glæsilegu konu tekur mig aftur þrjá-
tíu ár í tímann. Okkur er boðið í mat
til Dídíar og Ingvars. Kók í glasi
með klaka. Grænar belgbaunir og
allt þetta silfur. Ég var viss um þá og
er enn viss, hún hlaut að vera prins-
essa!
Betri gestgjafa var ekki hægt að
hugsa sér. Dídí elskaði veislur og
hélt þær margar. Virðing mín fyrir
þessari konu, þau 37 ár sem lifað ég
hef, hefur með hverjum degi vaxið.
Þegar opna skyldi Kompaníið,
mitt fyrsta fyrirtæki, varð Dídí sjálf-
kjörin í afgreiðsluna, við Alli vildum
allt nýtt og glæsilegt inn á nýja
undrabarnið okkar, ekkert var til
sparað, og ekkert var okkur kærara
en sá heiður að hafa þessa þroskuðu
konu til að bjóða viðskiptavini okkar
velkomna. Dídí brúaði bil æsku og
þroska og baðaði fyrirtæki okkar
glæsileika.
Mín fyrsta íbúð var keypt. Hverf-
ið rétt. Ég valdi það því að úr stofu-
glugga mínum sá ég yfir túnið til
Dídíar. Blikkuðum við ljósum hvort
á móti öðru til að láta vita að allt
væri í lagi. Allt úr íbúðinni var
hreinsað og endurnýjað og þar stóð
Dídí með ermar uppbrettar, og sam-
an unnum við kvöld eftir kvöld og
gerðum úr hreysi höll.
Tíminn hefur liðið hratt og þrátt
fyrir aðskilnað okkar undanfarin ár
sökum búsetu minnar erlendis, hef-
ur vinátta okkar aldrei dvínað. Og þá
höfum við átt símtölin milli landa og
þessi elska ævinlega stappað í mig
stáli hverju sem á hefur gengið.
Undanfarin misseri hefur hún
barist við veikindi sem að lokum
urðu henni ofviða. Huggun mín var
sú að vita að Dídí væri umvafin mik-
illi ást og umhyggju heima fyrir, hún
varð þeirrar lukku aðnjótandi að
eiga yndislegan eiginmann, hann
Ingvar, og með honum öll sín góðu
börn, sem báru hana á höndum sér.
Í dag horfi ég á eftir yndislegri
vinkonu minni, en veit að við munum
aftur hittast á æðra tilverustigi þeg-
ar sá tími kemur. Ég mun ætíð búa
að allri hennar elsku.
Elsku Ingvar og börn. Algóður
guð gefi okkur öllum styrk á erfiðri
stund.
Karl Berndsen.
Á vissum tímamótum lítum við yf-
ir farinn veg og rifjum upp sam-
skipti við fjölskyldu, vini og sam-
ferðamenn. Nú eru tímamót því Dídí
vinkona mín lést 5. jan. s.l. Nú kveiki
ég kertaljós og sit við tövuna mína til
þess að rifja upp vináttu liðinna ára.
Sól fer nú ört hækkandi á lofti en
þó bregður skýjum á himininn.
Þessa dagana er erfitt hjá mörgum
að taka eftir sólargeislunum sem
reyna að skjótast út milli skýjanna
og varpa fagurri birtu á snjóinn, sem
svarar með kristalsbliki. Þetta sam-
spil náttúrunnar minnir okkur á þá
kristalla sem blika í mannlegum
samskiptum – samskiptum er byggj-
ast á þeirri fegurð sálarinnar sem
okkur öllum er gefin. Stundum slær
fölva á tært blik kristals sálarinnar
þegar við horfumst í augu við þá
staðreynd að skjótt skipast veður í
lofti.
Ef ég lýsi Steinunni Berndsen þá
var hún trúuð góð kona og ótrúlega
viljasterk. Mikill fagurkeri og gleð-
innar barn.
Á heimili hennar og Ingvars í
Rauðagerði slógu tvö stór hjörtu í
takt. Þau voru alltaf tilbúin með op-
inn faðm að taka á móti öllum hve-
nær sem var.
Dídí var alltaf tilbúin að rétta
hjálparhönd. Hver hjálpaði mér
þegar móðir mín lést á leið yfir haf-
ið? Það var Dídí. Hver kom með
hálfan fataskápinn sinn af kjólum
þegar dóttir mín fór út í heim? Það
var Dídí. Hver hjálpaði mér að mála
þegar við fluttum í nýtt hús? Það var
Dídí. Hver hringdi daglega í veik-
indum sem við hjónin gengum í
gegnum? Það var Dídí. Hver bann-
aði mér að keyra til Keflavíkur um
miðja nótt í aftaka veðri nema því
aðeins að hún færi með mér? Það var
Dídí.
Dídí var sú sem mætti og hjálpaði
til við að undirbúa veisluhöld.
Svona gæti ég haldið áfram enda-
laust.
Fallegasta ljósið sem tendrað er
er kertaljósið. Því fylgir hátíðleiki
og fegurð. Það er oft notalegt að
horfa í daufan bjarmann og sjá
hvernig lifandi ljósið leikur við
kveikinn. Við birtu kertaljóssins er
undurgott að gramsa í kistu minn-
inganna og draga fram myndir sem
varðveist hafa í hugarheimi okkar.
Kertaljósið er í senn sterkt og veikt,
það þarf aðeins ofurlítinn andblæ til
þess að það slokkni.
Ég kom til hennar á aðfangadag
með lítið jólakerti og fór síðan í
kirkjugarðinn með ljós á leiðið hans
Hermanns Ragnars. Þar logaði lítið
ljós. Í nokkur ár höfðu þau hjónin
haft þann sið á aðfangadag að fara
að leiði hans en ekki hvarflaði það að
mér að ljósið í myrkrinu sem bærð-
ist í golunni væri frá þeim. Svona
voru Dídí og Ingvar.
Árið 1974 bað hún mig að aðstoða
sig við að gerast meðlimur í
Oddfellow-reglunni og var mér það
bæði ljúft og skylt því ég vissi að þar
ætti hún heima eins og síðar kom á
daginn. Hún var sannur Oddfellowi
en því miður gat hún ekki stundað
fundi stúkunnar hin síðustu ár
vegna veikinda en ótrúlegt en satt
þá mætti hún á síðasta fund á árinu –
jólafund – þar sem við systurnar
tendruðum ljós frá altarinu og
sungum „Í Betlehem er barn oss
fætt“.
Á nýársdag fögnuðum við nýju ári
með þeim hjónum og góðum vinum á
heimili systur hennar Bjargar og
Benedikts.
Fjölskylda mín vottar þér, Ingvar
minn, og fjölskyldu þinni innilega
samúð vegna fráfalls elskulegrar
vinkonu okkar.
Ég kveð þig, Dídí mín, í vináttu,
kærleika og sannleika.
Unnur Arngrímsdóttir.