Morgunblaðið - 15.01.2002, Side 49

Morgunblaðið - 15.01.2002, Side 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2002 49 vann ég í Byggingariðjunni hf. við strengjasteypugerð, en Óli var með- al stofnenda þess fyrirtækis. Ég minnist þess að Óli var framsýnn og opinn fyrir nýjungum í húsagerð og fyrir áhöldum er létt gætu störfin. Það var góður skóli að vinna hjá Óla. Hann þoldi ekkert slufs, lét oft hressileg orð falla, en var samt ljúf- ur og skilningsríkur ef þess þurfti með. Hann leiðbeindi og sýndi réttu handbrögðin en lét mönnum annars eftir sjálfstæði. Hann treysti mér unglingspiltinum til margvíslegrar verkstjórnar og ábyrgðarstarfa. Frítíma sínum varði Óli að mestu í hestamennsku. Ég var mikið með honum og föður mínum í hestastússi á sjöunda áratugnum. Við hirtum hesta okkar sjálfir. Fyrst í skúr við Háleitisbraut og síðar í útihúsum við Mörk í Blesugróf. Að vetrum var riðið út hvernig sem viðraði. Páll faðir minn og Óli keyptu jarðirnar Hof og Jörfa á Kjalarnesi fyrst og fremst í þeim tilgangi að hafa þar sumarbeit fyrir hrossin. Ég minnist margra yndislegra snemmsumar- kvölda í útreiðartúrum á Kjalarnesi og í Mosfellssveit. Í því sambandi er mér þó eitt sérstaklega minnisstætt með Óla. Hann var morgunmaður. Hann gekk snemma til náða og fór snemma á fætur. Þegar hallaði að kveldi fór Óli að hallast. Við ferða- félagarnir urðum að gæta þess sér- staklega er áð var, að Óli næði ekki að leggjast útaf á grasbala. Tækist honum það var ekki heiglum hent að vekja hann og koma honum á bak aftur. Tímaklukka hans lét ekki leika á sig. Þessi tímaklukka reynd- ist honum þó vel í starfi og má í því sambandi minnast spakmæla úr Hávamálum:. Ár skal rísa/sá er á yrkjendur fáa/og ganga síns verka á vit./Margt um dvelur/þann er um morgun sefur./Hálfur er auður und hvötum. Óli sóttist þó ekki eftir auði. Hann efnaðist á stundum, en tapaði líka. Markmiðið var ekki auðsöfnun heldur fyrst og fremst að byggja og það úr steypu. Segja má að Óli hafi marga steypuna háð. Steypti veggi og steypti plötur. Hann steypti fram í andlátið og nú bíða hans síðustu plötur þess að aðrir reisi á þeim hús. Ég sé Óla fyrir mér í minningunni rauðbirkinn, burstaklipptan og þétt- an á velli. Hann var maður fram- kvæmda og válynd veður stöðvuðu hann ekki. Sjaldnast ástæða til að hneppa upp í háls heldur bitið á jaxl- inn og mélin brudd, ef svo bar undir. Óli var hraustmenni og þrátt fyrir að illkynja innanmein hafi hrjáð hann fyrir allmörgum árum er varla hægt að segja að við sem umgeng- umst hann ekki daglega höfum orðið þess vör. Hann var alltaf í sínu stússi, einhversstaðar að byggja og steypa. Óli var fæddur í Sauðanesi á Ás- um í Austur-Húnavatnssýslu. Hann var þriðji yngstur af tólf systkinum. Faðir hans féll frá er Óli var sex ára, en móðir hans hélt áfram búskap þar til hún féll frá er Óli var sextán ára. Víst er að uppvaxtarárin hafa verið erfið, en Óli hélt alltaf tryggð við átthagana enda frændrækinn og lét fá tækifæri ónotuð til norður- ferða. Um miðjan sjöunda áratuginn eignaðist Óli jörðina Hamrakot á Ásum, sem er næsta jörð fyrir sunn- an Sauðanes og liggur að Laxár- vatni. Hann byggði sumarhús á jörðinni – og það úr steypu – og var þar með hross. Með jörðinni aust- anverðri rennur Fremri-Laxá sem er gjöful silungsveiðiá með laxavon. Óla var umhugað um að efla laxa- rækt í ánni og minnist ég þess að vorið 1965 fórum við tveir á sunn- anvert Snæfellsnes og sóttum þang- að laxaseiði. Þetta voru kviðpoka- seiði úr hrognum frá Laxá á Ásum og fluttum við þau í mjólkurbrúsum í bifreið Óla, sem var í senn atvinnu- tæki og fjölskyldubifreið. Hresst var uppá vatnið í brúsunum með súrefn- isgjöf í gegnum plastslöngur og er mér enn minnistæð músikin er við ókum yfir heiðarnar og brúsarnir skröltu í óeinangruðum dísiljeppan- um. Þessir flutningar eru eitt lítið dæmi um framkvæmdasemi Óla. Seiðin þurftu norður og þau skyldu norður. Best að framkvæma það sjálfur, og það strax. Seiðunum var síðan sleppt í Fremri-Laxá og jókst laxveiðin verulega í ánni nokkrum árum síðar. Þótt Óli væri að mestu hættur laxveiðum beitti hann sér alla tíð fyrir sleppingum í ána þótt afrakstur væri misjafn. Með Ólafi er genginn einn af þess- um dæmigerðu framkvæmdamönn- um síðustu aldar er ólust upp á efna- litlum sveitaheimilum en byggðu upp með ósérhlífni það þjóðfélags- umhverfi er við nú þekkjum. Það er hollt að minnast verka slíkra manna og minningin um Óla er góð. Ég sendi börnum hans og eiginkonu innilegar samúðarkveðjur. Stefán Pálsson. Óli frændi minn er lagður af stað í það ferðalag sem bíður okkar allra. Við hefðum viljað hafa hann svolítið lengur hjá okkur en þegar svona reisa stendur fyrir dyrum er enginn spurður álits. Á kveðjustund sem þessari reikar hugurinn aftur til liðinnar tíðar og minningar hrannast upp. Þegar ég var lítil stelpa fór ég oft í heimsókn til Óla og Völlu í Bogahlíðina því að þar var gaman að vera, notalegt heimili og ljúft viðmót. Ekki sagði Óli margt en í návist lítillar frænku leyfði hann sér að vera blíður og um- hyggjusamur og oft strauk hrjúf og vinnulúin hönd um ljósan koll. Það var gaman að spjalla við Óla. Hann var spar á gamanyrðin en þeg- ar hann lét þau fjúka hittu þau æv- inlega í mark. Hann var ekkert sér- staklega hrifinn af því að vera í veislum, sparifötin stíf og stóllinn óþægilegur. Heima kunni hann best við sig, heimilið og fjölskyldan var hans akkeri í lífinu. Einnig var sveit- in honum hugleikin og hafði fjöl- skyldan komið sér upp notalegu at- hvarfi í skjóli fjalla norður í landi. Ég kveð frænda minn með sökn- uði. Ég og fjölskylda mín vottum Völlu, Lilju, Sigrúnu, Flosa, Verði, Hörpu og öllum öðrum aðstandend- um okkar dýpstu samúð. Megi blessun Guðs fylgja þeim. Hvíli frændi minn í friði. Brynja Baldursdóttir. Sæl frænka! Svona heilsaði afi mér alltaf þegar ég kom í heimsókn. Mér fannst þetta einkennilegt, hvernig gat hann bæði verið afi minn og frændi, þessu velti ég mikið fyrir mér án þess að komast að nið- urstöðu. Afi hafði alltaf mikinn áhuga á okkur barnabörnunum. Hann gat setið tímunum saman og spilað við okkur. Þegar við vorum yngri kom hann á hverjum laugar- og sunnu- dagsmorgni og fór með okkur í bíl- túr upp í hesthús. Þetta fannst mér mjög skemmtilegt, sérstaklega vegna þess að ferðin endaði venju- lega í sjoppu þar sem við fengum bland í poka. Það var í einni slíkri ferð sem ævintýrið gerðist. Ferðin var á enda, afi búinn að skila hinum barnabörnunum og ég var ein eftir í bílnum. Áður en heim til mín var haldið þurfti afi að koma við á bens- ínstöð og sagði mér að bíða í bílnum á meðan. Ég hlýddi þessu og beið í fyrstu þolinmóð, en eftir nokkuð langan tíma var mér farið að leiðast, enda var afi ekkert að flýta sér, las ef til vill dagblaðið og keypti sér pilsner. Ég ákvað að fara inn á bens- ínstöð og sækja gamla manninn. Ég fór til hans en lét hann ekki beinlínis vita að ég væri komin heldur gerði ráð fyrir að hann sæi mig. Eitthvað var það sem náði athygli minni því ég leit eitthvað undan og allt í einu sá ég afa ekki lengur. Ég leitaði og kallaði, en án árangurs. Svo varð mér litið út um glugga bensínstöðv- arinnar og sá þá afa keyra í burtu og var alein eftir. Þetta var ekkert vandamál, ég hringdi bara heim og mamma kom og sótti mig, en aðra sögu er að segja af afa. Hann stóð í þeirri trú að ég sæti enn í aftursæt- inu og talaði við mig alla leiðina, honum fannst ég að vísu vera nokk- uð þögul og brá heldur betur í brún þegar hann var kominn á Háaleit- isbraut og engin stelpa í aftursæt- inu. Hann brunaði eins og óður mað- ur aftur á bensínstöðina en þá var ég nýfarin. Ég mun ávallt minnast þín með söknuði, afi minn, en fyrst þinn tími var kominn held ég að þetta hafi ver- ið sá endir sem þú hefðir helst óskað eftir, að deyja með virðingu í starf- inu sem þú unnir. Þó svo að þú hefð- ir getað átt nokkur ár í viðbót með því að fara betur með þig var það þín helsta martröð að hætta að vinna og setjast í helgan stein. Bless frændi. Við sjáumst síðar. Dröfn. Látin er kær vin- kona, Sigrún Sigur- jónsdóttir, 68 ára að aldri. Okkur langar að minnast hennar með nokkrum orðum. Sam- band okkar hófst á unglingsárum þegar hópar ungmenna hittust að staðaldri og blönduðu geði í gleði og dansi. Úr því varð ævilöng vinátta okkar og Sigrúnar sem aldrei bar skugga á. Við kynntumst góðu æskuheimili hennar í Skipasundi 71 og sómafólkinu foreldrum hennar, þeim Björgu og Sigurjóni. Þar vor- um við ávallt velkomnar. Á lagg- irnar var settur saumaklúbburinn Iðja sem starfar enn í dag þó að langt sé orðið síðan nál hafi verið stungið í púða á þeim vettvangi en hann hefur verið okkur gleðigjafi í áranna rás. Síðar tóku við hjóna- bönd og barneignir. Sigrún giftist rúmlega tvítug Halldóri Ágústssyni vélstjóra en þau slitu síðar sam- vistir. Þau eignuðust þrjú börn, Sigurjón, Kristínu og Lindu, sem voru hennar líf og yndi og eru öll mannkostafólk. Gleði hennar náði hámarki þegar dótturdóttirin Diljá bættist í hópinn. Sigrún var góður vinur, heiðarleg SIGRÚN SIGURJÓNSDÓTTIR ✝ Sigrún Sigur-jónsdóttir fædd- ist í Reykjavík 7. október 1933. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 25. des- ember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Áskirkju 7. janúar. og traust. Hún var glaðsinna og hlátur- mild og jákvæð í hvers manns garð og alltaf var hægt að reiða sig á hana þegar með þurfti. Hún var barnelsk og oft minntist hún barnanna sem hún gætti í Laufásborg á árum áður með hlýjum hug. Hún stundaði handknattleik af kappi á unga aldri og sat í stjórn Leiknis, íþróttafélags Breið- hyltinga. Sigrún höndlaði gæfuna á ný þegar hún kynntist samstarfsmanni sínum í versluninni Geysi, Sigurði T. Magnússyni, og áttu þau saman mörg hamingjurík ár. Elskuríkara samband er tæpast hægt að hugsa sér. Þau ferðuðust víða, léku golf, voru saman í hjónaklúbbi, virkir fé- lagar í Kiwanis og Sinawik og áttu saman hlýlegt heimili. Örlögin fara misjöfnum höndum um menn og þar kom að heilsu Sig- rúnar tók að hraka um sextugt. Barátta hennar var óvægin en þá naut hún frábærs stuðnings og umönnunar Sigurðar og barna sinna og stjúpbarna. Hún andaðist á jóladag. Við þökkum henni sam- fylgdina og sendum Sigurði og börnum hennar, stjúpbörnum og barnabörnum innilegar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Sig- rúnar. Guðrún Marinósdóttir, Guðrún Þórðardóttir, Ragnheiður Þórðardóttir. Elsku Elvar, ég trúi ekki að þú sért farinn og komir aldrei aftur. Þegar Helga frænka hringdi snemma laug- ardagsmorguninn 29. desember vissi pabbi að eitthvað hefði gerst. Hún sagði mömmu fréttirnar og mamma fór að gráta og ég líka. Ég man það svo vel þegar við fórum með mömmu, ömmu og Önnu í burknaland síð- astliðið sumar og þú barst mig yfir ána, skórnir þínir urðu rennandi ELVAR RAGNARSSON ✝ Elvar Ragnars-son fæddist í Súðavík 16. janúar 1957. Hann lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Ísafirði 29. des- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Súðavíkur- kirkju 5. janúar. blautir en þér var al- veg sama. Ég man líka þegar við kubbuð- um saman á eldhús- gólfinu í fína húsinu ykkar Önnu í Súðavík og þegar við vorum að skola stóra steininn í garðinum og litli fugl- inn kom og baðaði sig í vatninu kringum steininn. Þú varst allt- af svo góður við mig. Bless kæri vinur, nú veit ég að þér líður vel því mamma og pabbi voru búin að segja mér að þú værir mjög veikur. Elsku Anna, Guðrún Astrid og Ragnar Berg, ég ætla að biðja Guð að passa ykkur. Elvar var vinur minn, en nú er hann farinn, ég sé hann ekki um sinn, og enginn kemur í staðinn. Eleonora.             .)*/<)/ .34 44. "/ 0 $' " '  0 6!# % 0 5!           $          / #  "   &   0    $$- 1      &    &    #        1  *"       8 "!!  %! 9 '##$   5!  #$  $'1 0 9(  #$   $  #$   # '  6 0(                 # (1#( )()2, &'0=>          / *"   2"          3   % #     4       5     $$- 1        &    &    #          8$ #8% '##$  8% '# $!%! 0' 6 8$ 0 #$  ) 0 5!$!#$  /?&1!!   %! ) !! 8$ $!%!  5!" $!#$  /6 !" %!  ! 6 !%  !  !  !( 6   &         '   #'#                    )*+2+)2 44* $'&1 1> ( 7    &   8    #  #   7 8  8   %   9   )  ) 7       / #  .! 8$ ) !! 6 !%! ! !!'#$  !!.! #$   !$   "!%! ) !! 6 !8$ .! %! $!95 )'#$  ?&%'(@ &? A%!    %  !  ! 6 !( Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.