Morgunblaðið - 15.01.2002, Side 51

Morgunblaðið - 15.01.2002, Side 51
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2002 51 Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar KYNNINGARFUNDUR um Alfa- námskeið í Vídalínskirkju verður haldið miðvikudaginn 16. janúar kl. 20.00 í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli við Kirkjulund. Allir í Garðaprestakalli sem áhuga hafa eru hvattir til að mæta, en nám- skeiðið sjálft hefst í vikunni þar á eftir. Alfanámskeiðin fjalla um ýmis af grundvallaratriðum kristinnar trúar og byggjast á efni sem upp- runnið er í kristnum söfnuði í London. Þar er fjallað um efnið með fyrirlestrum og samræðum, en sameiginlegt borðhald og helgihald skipa þar einnig veg- legan sess. Námskeiðin hafa alls staðar vakið ánægju og eftirtekt. Námskeiðið sjálft stendur yfir í 10 vikur. Ekki er krafist neinnar heimavinnu, en hver af hinum 10 samverum hefst með borðhaldi kl. 19, en samverunni lýkur ekki síðar en kl. 22. Vegna undirbúnings er nauð- synlegt að skráningu á nám- skeiðið ljúki ekki síðar en 21. jan- úar. Ertu forvitinn? Langar þig að vita meira? Komið á kynningarkvöldið og takið vinina og makann með, því Alfa er einnig vinarfundur. Alfanámskeið í KFUM og KFUK ALFANÁMSKEIÐ I og II hefjast þriðjudaginn 15. janúar kl. 18:45 í húsi KFUM og KFUK við Holta- veg. Þau eru á vegum Biblíuskól- ans við Holtaveg sem er í eigu KFUM og KFUK, Kristniboðs- sambandsins og Kristilegrar skólahreyfingar. Alfa-námskeiðið hefur farið sigurför um heiminn. Það er haldið í 128 löndum og yfir þrjár milljónir manna hafa sótt það á síðustu sjö árum. Námskeið er haldið á æ fleiri stöðum á Íslandi, en það var fyrst kennt í Biblíuskólanum við Holtaveg. Fjallað er um lykilatriði kristinnar trúar. Góður tími er fyrir umræður og reynt er að svara spurningum þátttakenda. Áhersla er lögð á að skapa gott samfélag meðal annars með sam- eiginlegum málsverði í upphafi hverrar samveru. Á miðju nám- skeiði verður svo kölluð Alfa- helgi, sólarhringsdvöl í sum- arbúðum KFUM og KFUK í Öl- veri, þar sem hluti af nám- skeiðinu fer fram. Hægt er að kynna sér námskeiðið fyrsta kvöldið án skuldbindinga. Það mun verða haldið á þriðjudags- kvöldum kl. 18:45–21:45, 15. jan- úar til 19. mars. Á sama tíma og Alfanámskeiðið er kennt er einnig boðið upp á Alfanámskeið II sem er einkum hugsað fyrir þá sem hafa lokið Alfa-námskeiði I. Efni þess er Fil- ippíbréfið. Þetta námskeið er jafnlangt og Alfa-námskeið I. Væntanlegir þátttakendur skrái sig á skrifstofu Biblíuskólans í síma 588 8899. Kennarar verða Ragnar Gunnarsson kristniboði og Kjartan Jónsson, fram- kvæmdastjóri KFUM og KFUK í Reykjavík. Alfanámskeið í Vídalínskirkju Morgunblaðið/Þorkell Áskirkja: Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 10-14 í neðri safnaðarsal. Skemmtiganga um Laugardalinn eða upplestur kl. 10:30. Umsjón Þóranna Þórarinsdóttir. Bæna- og fyrirbænastund kl. 12 í kirkjunni. Umsjón Guðrún K. Þórsdóttir. Léttur hádegisverður að stundinni lokinni. Samvera foreldra ungra barna kl. 14-16 í neðri safnaðarsal. 12 spora starf kl. 19:00 í kirkjunni. Bústaðakirkja: TTT-starf (starf fyrir 10-12 ára) kl. 17.00. Grensáskirkja: Kyrrðarstund í hádegi kl. 12:10. Orgelleikur, ritningarlestur, altaris- ganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður í safnaðarheimili eftir stundina. Hallgrímskirkja: Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10:30. Beðið fyrir sjúkum. Háteigskirkja: Ævintýraklúbburinn kl. 17:00. Fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir börn úr 1.-3. bekk í umsjón Guðrúnar Helgu, Sigrúnar, Völu og Jóhönnu. Öll börn velkomin og alltaf hægt að bætast í hóp- inn. Unglingaklúbburinn MeMe kl. 19:30. Kröftugt starf fyrir unglinga í umsjón Gunn- fríðar og Jóhönnu. Laugarneskirkja: Morgunbænir hefjast nú að nýju kl. 6:45-7:05 og standa alla virka daga fram til vors. TTT-fundur kl. 16:00 fyr- ir krakka í 5.-7. bekk. Fullorðinsfræðsla kl. 20:00 Yfirskrift námskeiðsins er „Líf og dauði, sorg og gleði.“ Í kvöld fræðir sr. Bjarni Karlsson um sorg og sorgarvið- brögð. Aðgangur ókeypis og öllum heimill. Gengið inn um merktar dyr á austurgafli kirkjunnar. Þriðjudagur með Þorvaldi kl. 21:00. Lofgjörðarstund, þar sem Þorvald- ur Halldórsson leiðir sönginn og sóknar- prestur flytur Guðs orð og bæn. Fyrirbæna- þjónusta kl. 21:30 í umsjá bænahóps kirkjunnar undir stjórn Margrétar Scheving og hennar samstarfsfólks. (Sjá síðu 650 í Textavarpi). Neskirkja: „Litli kórinn“ kór eldri borgara kl. 16:30. Stjórnandi Inga J. Backman. Ný- ir félagar velkomnir. Foreldramorgunn mið- vikudag kl. 10-12. Kaffi og spjall. Umsjón Elínborg Lárusdóttir. Seltjarnarneskirkja: Foreldramorgunn kl. 10-12. Starf fyrir 7-9 ára kl. 16 og fyrir 10- 12 ára kl. 17:30. Fríkirkjan í Reykjavík. Kyrrðar- og bæna- stund í dag þriðjudag kl. 12 í kapellu safn- aðarins á 2. hæð í safnaðarheimili kirkj- unnar, Laufásvegi 13. Allir velkomnir til þátttöku. Árbæjarkirkja: Foreldramorgnar kl. 10-12. Hittum, kynnumst, fræðumst. TTT-klúbbur- inn í Ártúnsskóla kl. 14.20-15.20. Barna- kóraæfing kl. 17-18. Breiðholtskirkja: Bænaguðsþjónusta með altarisgöngu kl.18.30. Bænaefnum má koma til sóknarprests í viðtalstímum hans. „Bach í Breiðholtskirkju“ kl. 20:30. kl. 20:30. Þetta eru 20. tónleikarnir í tón- leikaröðinni. Þýski organistinn Jörg E. Sondermann leikur orgelverk eftir J.S. Bach. Aðgangseyrir rennur til Hjálparstarfs kirkjunnar. Digraneskirkja: Kirkjustarf aldraðra. Leik- fimi ÍAK kl. 11:15. Léttur hádegisverður, helgistund. Starf fyrir 10-12 ára börn á vegum KFU&K og Digraneskirkju kl. 16:30- 18:15. Félagsfundur í Safnaðarfélagi Digraneskirkju kl. 20:30 í safnaðarsal. Fé- lagsvist, helgistund. Fjölmennum og tök- um með okkur gesti. Fella- og Hólakirkja: Kyrrðar- og bæna- stund kl. 12:00. Þorvaldur Halldórsson verður með lofgjörð og sér um tónlistina. Bænaefnum má koma til djákna í s. 557n 3280 og í sama síma er hægt að panta keyrslu til og frá kirkju. Léttur hádegisverð- ur í safnaðarheimilinu eftir stundina og húsið opið áfram til kl. 15:00. Starf fyrir 11-12 ára drengi kl. 17.00. Grafarvogskirkja: „Opið hús“ fyrir eldri borgara kl. 13:30. Helgistund, handa- vinna, spil og spjall. Kaffiveitingar og alltaf eitthvað gott með kaffinu. TTT (10-12 ára) í Engjaskóla kl. 18:30-19:30. Kirkjukrakk- ar í Engjaskóla fyrir börn 7 - 9 ára, kl. 17:30-18:30. Æskulýðsfélag í Grafarvogs- kirkju, eldri deild, kl. 20:00-22:00. Hjallakirkja: Bæna- og kyrrðarstund kl.18 á neðri hæð kirkjunnar. Kópavogskirkja: Foreldramorgunn í dag, í safnaðarheimilinu Borgum kl. 10-12. Seljakirkja: Mömmumorgunn. Opið hús milli kl. 10 og 12. Kaffi og spjall. Vídalínskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13.30-16 í Kirkjuhvoli. Spilað og spjall- að. Helgistund í kirkjunni kl. 16. Fjölbreytt kristilegt starf fyrir 9-12 ára stúlkur í Kirkju- hvoli kl. 17.30 í umsjón KFUK. Bessastaðasókn. TTT-kristilegt æskulýðs- starf fyrir 10-12 ára í Álftanesskóla, stofu 104, kl. 17.30. Rúta ekur börnunum heim. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús kl. 17- 18.30 fyrir 7-9 ára. Kl. 20-22 æskulýðs- félag yngri félaga. Víðistaðakirkja. Barnastarf fyrir 8-9 ára börn í dag kl 17:00. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund með Taizé-söngvum í dag kl. 18:00. Hægt er að koma fyrirbænaefnum til sókn- arprests eða kirkjuvarðar. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10-12 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn frá kl. 17-18.30. Landakirkja í Vestmannaeyjum Fíladelfía. Kl. 16:00. Kirkjuprakkarar. Samvera 7-9 ára krakka með Hjördísi Kristinsdóttur, sem er nýr leiðtogi í kirkju- starfinu. Kl. 17:30. TTT - starfið fyrir 10-12 ára krakka. Hjördís Kristinsdóttir. Grindavíkurkirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12. Borgarneskirkja. TTT tíu - tólf ára starf alla þriðjudaga kl. 17- 18. Helgistund í kirkj- unni sömu daga kl. 18.15- 19. Þorlákskirkja. Fermingarfræðsla í dag kl. 13.40. Hvammstangakirkja. Æskulýðsfundur í Hrakhólum í kvöld kl. 20. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir. Alfanámskeið í Vídalínskirkju. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía: Samvera eldri borgara kl. 15:00. Allir hjartanlega velkomnir. Kefas. Bænastund kl. 20.30. Allir vel- komnir. Safnaðarstarf Elsku amma Sumar- rós, ég sakna þín svo sárt og vildi að þú hefð- ir aldrei farið, að minnsta kosti ekki strax. En þú varst orðin 97 ára og áttir frekar erfitt með að ganga og þess vegna trúi ég því að þú sért á miklu betri stað núna og ég held að þessi bæn lýsi því nákvæmlega hvernig þér líður núna. Nú er ég klæddur og kominn á ról, Kristur Jesús veri mitt skjól, í guðsóttanum gefðu mér, að ganga í dag, svo líki þér. (Höf. ók.) Svo trúi ég því líka að þú gangir um á ljósbleiku skýi og haldir í hend- urnar á Steinbergi afa og Ríkarði og sért mjög ánægð og eigir í engum vandræðum með að ganga og alveg án verkja. Þakka þér alveg rosalega vel fyrir allar þær frábæru stundir sem við áttum saman: kanarnir, góði ómót- stæðilegi maturinn, lautaferðirnar hvort sem þær voru í Vaglaskóg, Kjarnaskóg eða bara út í garðinn þinn fallega. Ég mun aldrei gleyma þér og minningin um þig mun lifa með mér alla mína ævi. Takk fyrir allt. Sigurlín Rós langömmubarn. Ef ég ætlaði að skrifa allar ljúfu minningar mínar um Sumarrós ent- ist Morgunblaðið ekki til þess. Ef ég tek bara þetta sérstaka nafn, þar er svo margt sem kemur í hugann sem lýsir manneskjunni. Á sinn heillandi hátt var hún eins og út- sprungin rós, full tilhlökkunar yfir nýjum degi, bjartsýn, kát og hlý. Orðin „grænir fingur“ öðluðust nýja merkingu eftir að fylgjast með Sumarrós innan um plöntur, en það var ekki bara að allar plöntur virtust una návist hennar, það gilti líka um allt hennar fólk. Alveg eins og hún skildi sérkenni og sérþarfir hverrar plöntu og passaði að öllu væri sinnt SUMARRÓS SNORRADÓTTIR ✝ SumarrósSnorradóttir fæddist á Steðja í Þelamörk í Hörgár- dal 10. maí 1905. Hún andaðist á Ak- ureyri 6. janúar síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Ak- ureyrarkirkju 14. janúar. skv. kúnstarinnar reglum, þannig var hún líka við okkur og hafði sérstakt lag á að láta hverju og einu finnast við svo ljómandi ágæt og meira að segja svoldið spes. Sumarrós var sann- kölluð sumarmann- eskja og gerði ýmislegt til að lengja það á allan mögulegan máta. Varla var snjórinn farinn að vori að ekki væri freist- andi að drekka kaffið úti eða grilla. Það sama gillti á haustin, laufin fallin og hin al- menna íslenska grillhetja ekki sýni- leg lengur nema einstaka laugardag, það var nokkuð víst að ef litið var í Hríseyjargötuna þá var Didda við grillið, Sumarrós í sósum og salati o.fl. nammi – og kveikt á hitalamp- anum úti. Þetta í raun sýnir að hún gerði alltaf það besta úr öllu ásamt því að gera hvern dag eftirminnilegan, ekki bara með grillveislu heldur óteljandi bíltúrum, lautarferðum, berjamó eða skoða eitthvað nýtt, einhverja breyt- ingu, einhvers staðar. Sumarrós fylgdist vel með öllu og var klárari í kollinum og minnugri en við öll samanlagt. Vissi meira um at- burði sögunnar, staði, fólk og tíma en við var að búast af nokkurri mann- eskju og hafði skoðanir á öllu. Ef hún hafði lítið álit á málefni þá dugði venjulega eitt gott hnuss, svo kom ,,ja“ á undan stuttri setningu og meiru þurfti ekki að eyða í það. Svo var hennar ógleymanlegi húmor og smitandi hlátur þegar hún svo oft kom auga á skondnu hliðarnar á til- verunni. Þá hló hún svo innilega að tárin flæddu og fyrir bragðið varði hláturinn enn lengur hjá öllum við- stöddum. Elsku Sumarrós, þakka þér allar stundirnar, minningarnar, kennsl- una og fyrir að hafa gefið okkur ómælanlegan styrk og kærleik öll þessi ár. Hversu miklu miklu ríkari erum við ekki fyrir bragðið. Ég veit að þegar þú ert tilbúin og vaknar hinum megin með Steinberg og Ríkarð þér við hlið þá heldur þú áfram að senda okkur öllum kærleik og hlýju. Svo hittumst við öll einhverntím- an, grillum og höfum gaman. Guð geymi þig allar stundir. Takk fyrir að vera þú. Ásta. Við viljum með þess- um orðum minnast Jökuls Más Bjarkason- ar sem átti stutta dvöl í þessum heimi og votta foreldrum hans og fjölskyldum þeirra dýpstu samúð okkar. Þín undursamleg alvalds Drottins gjöf, þess eins sem skapar líf allt, lönd og höf. Á hausti þegar heims fór stríð um hjarn, þið hlutuð fegurst hnossið, lítið barn. JÖKULL MÁR BJARKASON ✝ Jökull MárBjarkason fædd- ist á Landspítalanum við Hringbraut 17. september 2001. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Aust- urlands 3. janúar síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Egils- staðakirkju 12. jan- úar. Með alúð vilduð annast ykkar son, í ungum brjóstum eygðuð ávallt von. Umvafinn var ungur sveinn með ást, en óumflúið, líf og heilsa brást. Í heimi þessum hafði stutta dvöl, því herrann vildi forða þér frá kvöl. Í efsta ríki englavængi færð, þú anginn litli syngur þar og hlærð. Í minningunni móður og föður blítt, þitt milda hjal og brosið ljúft og hlýtt. Ó, drottinn Guð, við drenginn kveðjum klökk, en dýrð þú honum veitir, hafðu þökk. Gunnlaugur, Rúnar, Ægir og fjölskyldur. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. KIRKJUSTARF

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.