Morgunblaðið - 15.01.2002, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2002 53
Verkalýðsfélagið Hlíf
Allsherjaratkvæðagreiðsla
Tillögur uppstillingarnefndar og stjórnar Verka-
lýðsfélagsins Hlífar um stjórn, skoðunarmenn
reikninga og stjórn sjúkrasjóðs félagsins fyrir
árið 2002 liggja frammi á skrifstofu Hlífar frá
og með þriðjudeginum 15. janúar 2002.
Kosið er samkvæmt A-lið 22. gr. laga Hlífar
í eftirtaldar stöður:
1. Formann, ritara og tvo meðstjórnendur til
tveggja ára.
2. Tvo varamenn í stjórn til tveggja ára.
3. Tvo félagslega skoðunarmenn reikninga og
einn til vara til eins árs.
4. Stjórn sjúkrasjóðs, formann, varaformann
og ritara til eins árs og jafn marga til vara.
Öðrum tillögum ber að skila á skrifstofu Hlífar,
Reykjavíkurvegi 64, Hafnarfirði, fyrir kl. 16.00,
föstudaginn 25. janúar 2002 og er þá framboðs-
frestur útrunninn.
Til þess að bera fram lista eða tillögu þarf skrif-
leg meðmæli eða stuðning 1/10 hluta fullgildra
félagsmanna, þó ekki fleiri en 100.
Kjörstjórn Verkalýðsfélagsins Hlífar.
Fulltrúaráð
sjálfstæðisfélaganna
í Hafnarfirði
Auglýst er eftir framboðum til prófkjörs
í Hafnarfirði
Ákveðið hefur verið að prófkjör um val fram-
bjóðenda Sjálfstæðisflokksins við næstu bæjar-
stjórnarkosningar fari fram 16. febrúar 2002.
Hér með er auglýst eftir framboðum til próf-
kjörs. Framboðið skal vera bundið við flokks-
bundinn einstakling, enda liggi fyrir skriflegt
samþykki hans um að hann gefi kost á sér til
prófkjörs. Frambjóðendur skulu vera kjörgengir
í næstu bæjarstjórnarkosningum. 10 flokks-
bundnir sjálfstæðismenn, búsettir í Hafnarfirði,
skulu standa að hverju framboði og enginn
flokksmaður getur staðið að fleiri framboðum
en hann má fæsta kjósa í prófkjörinu, það er
að segja 6. Kjörnefnd er heimilt að tilnefna
prófkjörsframbjóðendur til viðbótar, eftir að
framboðsfresti lýkur.
Framboðum ber að skila, ásamt mynd af við-
komandi og stuttu æviágripi, til kjörnefndar
Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, Strandgötu
29, mánudaginn 21. janúar 2002, kl. 18—22.
Um prófkjörið vísast til reglna um prófkjör
Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, sem hægt
er að nálgast á heimsíðu flokksins á slóðinni
www.xdhafnarfjordur.is .
Stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðis-
félaganna í Hafnarfirði.
TILBOÐ / ÚTBOÐ
Forval
Utanríkisráðuneytið, f.h. varnarliðsins á Kefla-
víkurflugvelli, auglýsir hér með eftir aðilum
til að taka þátt í forvali vegna útboðs á eftirfar-
andi rekstri innan varnarsvæðisins á Keflavík-
urflugvelli:
Hárgreiðslu- og snyrtistofa.
Samningurinn er til eins árs með möguleika
á framlengingu fjórum sinnum, til eins árs í
senn.
Gjafa- og minjagripaverslun.
Samningurinn er til tveggja ára með möguleika
á framlengingu þrisvar sinnum, til eins árs í
senn.
Tilkynning þessi tekur einungis til íslenskra
lögaðila.
Forvalsgögn fást hjá Umsýslustofnun varnar-
mála, Grensásvegi 9, Reykjavík, og á varnar-
málaskrifstofu, ráðningardeild, Brekkustíg 39,
Reykjanesbæ. Þau ber að fylla út af umsækj-
endum og áskilur forvalsnefnd utanríkisráðu-
neytisins sér rétt til að hafna forvalsgögnum
sem ekki eru fullnægjandi. Ekki verður tekið
við upplýsingum frá þátttakendum eftir að for-
valsfrestur rennur út.
Umsóknum skal skilað til Umsýslustofnunar
varnarmála, Grensásvegi 9, Reykjavík, eða
varnarmálaskrifstofu, ráðningardeildar,
Brekkustíg 39, Njarðvík, fyrir kl. 16.00, föstu-
daginn 25. janúar nk.
Utanríkisráðuneytið.
TILKYNNINGAR
Snjóflóðavarnir á
Seyðisfirði — Bjólfssvæði
Mat á umhverfisáhrifum
Kynning á drögum tillögu að matsáætlun
Drög tillögu matsáætlunar eru til kynningar
á heimasíðunni www.honnun.is, einnig liggja
frammi eintök til skoðunar á bæjarskrifstofu
Seyðisfjarðar, Hafnargötu 44, Seyðisfirði.
Hægt er að koma athugasemdum á framfæri
bréfleiðis til Hönnunar hf., Austurvegi 20, 730
Reyðarfjörður eða með tölvupósti til
ari@honnun.is .
Frestur til að skila inn athugasemdum er til
30. janúar nk.
Auglýsing um afgreiðslu bæjarráðs og
bæjarstjórnar Kópavogs á auglýstum
tillögum að deiliskipulagi
Í samræmi við 1. mgr. 25. gr. skipulags- og
byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breyting-
um, eru hér með auglýstar afgreiðslur bæjar-
ráðs og bæjarstjórnar Kópavogs á eftirtöldum
deiliskipulagstillögum:
Digranesvegur 51. Lóð Menntaskólans
í Kópavogi.
Í samræmi við skipulags- og byggingarlög nr.
73/1997, með síðari breytingum, hefur bæjar-
ráð Kópavogs þann 25. október 2001 samþykkt
tillögu að deiliskipulagi lóðar Menntaskólans
í Kópavogi við Digranesveg. Í deiliskipulaginu
felst að norðurálma skólans verður rifin og í
hennar stað byggð tveggja hæða viðbygging.
Bílastæðum á lóð er fjölgað. Tillagan var aug-
lýst frá 31. ágúst til 28. september 2001 með
athugasemdafresti til 12. október 2001. Engar
athugasemdir eða ábendingar bárust. Skipu-
lagsstofnun hefur yfirfarið málsgögnin og
gerði ekki athugasemd við að birt yrði auglýs-
ing um samþykkt deiliskipulagsins sbr. ofan-
greind lög. Auglýsing um gildistöku deiliskipu-
lagsins mun birtast í B-deild Stjórnartíðinda
15. janúar 2002.
Smiðjuvegur 3. Breyting á deiliskipulagi.
Í samræmi við skipulags- og byggingarlög nr.
73/1997, með síðari breytingum, hefur bæjar-
ráð Kópavogs þann 17. júlí 2001 samþykkt til-
lögu að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr.
3 við Smiðjuveg. Í breytingunni felst að byggt
er við núverandi húsnæði bæði til vesturs og
norðurs. Bílastæðum á lóð er fjölgað og fyrir-
komulag þeirra breytist. Tillagan var auglýst
frá 2. maí til 30. maí 2001 með athugasemda-
fresti til 13. júní 2001. Athugasemdir bárust.
Tillagan var samþykkt óbreytt. Skipulagsstofn-
un hefur yfirfarið málsgögnin og gerði ekki at-
hugasemd við að birt yrði auglýsing um
samþykkt deiliskipulagsins sbr. ofangreind lög.
Auglýsing um gildistöku deiliskipulagsins mun
birtast í B-deild Stjórnartíðinda 15. janúar
2002.
Rjúpnasalir 10, 12 og 14.
Breytt deiliskipulag.
Í samræmi við skipulags- og byggingarlög nr.
73/1997, með síðari breytingum, hefur bæjar-
stjórn Kópavogs þann 30. október 2001
samþykkt tillögu að breyttu deiliskipulagi við
Rjúpnasali 10, 12 og 14. Í breytingunni felst
að hvert framangreindra húsa hækkar um tvær
hæðir auk rishæðar og íbúðum fjölgar um 9
í hverju húsi. Jafnframt er bílastæðum fjölgað
og fyrirkomulag þeirra breytist. Tillagan var
auglýst frá 31. ágúst til 28. september 2001
með athugasemdafresti til 12. október 2001.
Athugasemdir bárust. Tillagan var samþykkt
óbreytt. Skipulagsstofnun hefur yfirfarið
málsgögnin og gerði ekki athugasemd við að
birt yrði auglýsing um samþykkt deiliskipulags-
ins sbr. ofangreind lög. Auglýsing um gildis-
töku deiliskipulagsins mun birtast í B-deild
Stjórnartíðinda 15. janúar 2002.
Vatnsendahvarf. Deiliskipulag.
Í samræmi við skipulags- og byggingarlög nr.
73/1997, með síðari breytingum, hefur bæjar-
stjórn Kópavogs þann 25. september 2001
samþykkt tillögu að deiliskipulagi athafna-
svæðis við Vatnsendahvarf. Í tillögunni er gert
ráð fyrir að hverfi fyrir verslun, þjónustu og
iðnaðarstarfsemi rísi í norðanverðu Vatnsenda-
hvarfi að stofni til á tveimur svæðum samtals
um 16 ha. Áætlað byggingarmagn á svæðun-
um er milli 60 og 70 þúsund fermetrar. Í tillög-
unni kemur m.a. fram gatnakerfi, aðkoma,
lóðir, byggingarreitir, byggingarmagn, hæð
bygginga og skipulagsskilmálar. Tillagan var
auglýst frá 20. júlí til 17. ágúst 2001 með at-
hugasemdafresti til 3. september 2001. At-
hugasemdir bárust. Á ofangreindum fundi bæj-
arstjórnin voru jafnframt samþykktar eftirfar-
andi leiðréttingar á tillögunni: miðlína Breið-
holtsbrautar sett inn, göngustígar, lóðamörk
og settjarnir aðlagaðar helgunarsvæði Breið-
holtsbrautar. Byggingarreitur og austasta lóðin
á svæði 2 og aðkoma að henni aðlöguð legu
stofnræsis að ósk tæknideildar. Aukin kvöð
um tré- og gróðurbelti og mörk skipulagssvæð-
is færð vestur fyrir Vatnsendaveg. Greinargerð
leiðrétt. Lóðir einkenndar með rauðri línu og
bindandi byggingarlína skýrð með blárri línu.
Afmörkun bílastæða á lóðum sýnd nánar. Jafn-
fram hafa verið gerðar að ósk Skipulagsstofn-
unar eftirfarandi breytingar: Húsagötur sýndar
nánar. Ýtarlegri grein gerð fyrir ákvæðum um
stoðveggi á lóðarmörkum og byggingarreitir
kjallara og 1. hæðar aðgreindir. Greinargerð
varðandi tilmæli leiðrétt og kaflinn um frávik,
uppdrætti og kostnað færður á skýringarupp-
drátt. Skipulagsstofnun hefur yfirfarið máls-
gögnin og gerði ekki athugasemd við að birt
yrði auglýsing um samþykkt deiliskipulagsins
sbr. ofangreind lög. Auglýsing um gildistöku
deiliskipulagsins mun birtast í B-deild Stjórnar-
tíðinda 15. janúar 2002.
Nánari upplýsingar eða gögn um ofangreindar
deiliskipulagsáætlanir og afgreiðslu þeirra er
hægt að nálgast á Bæjarskipulagi Kópavogs,
Fannborg 6, 200 Kópavogi, milli kl. 8:30 og
16:00.
Skipulagsstjóri Kópavogs.
FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR
Hafnfirðingar — Borgara-
fundur — Norðurbakki
Almennur borgarafundur um skipulagsmál
Norðurbakka í Hafnarfirði, þriðjudagskvöldið
15. janúar kl. 20 í Álfafelli, Íþróttahúsinu við
Strandgötu.
Samfylkingin í Hafnarfirði.
ÝMISLEGT
Eftirlýstur vegna
vörslusviptingar
Lýst er eftir bifreiðinni TP-043, Grand Chero-
kee, árg. 2001, svartur. Bifreiðin er samskonar
og á ofangreindri mynd en tekið skal fram að
myndin er ekki af eftirlýstu bifreiðinni.
Þeir, sem geta veitt upplýsingar um hvar bif-
reiðin gæti verið niður komin eða í hverra
höndum hún er, vinsamlegast hafi samband
við Vörslusviptingaþjónustuna, Ármúla 15.
s. 588 0540.