Morgunblaðið - 02.03.2002, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 02.03.2002, Qupperneq 31
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MARS 2002 31 NAUÐSYNLEGT er aðtryggja stöðu íslenskraneytenda gagnvart bönk-um, að því er segir í nýrri skýrslu á vegum Norrænu ráðherra- nefndarinnar um kjör í bankaþjón- ustu á Norðurlöndum. Í skýrslunni segir að kostnaður við bankaþjónustu sé næstmestur á Íslandi, innlánsvext- ir næsthæstir og að samningsskil- málar í íslenskum bönkum séu stutt- ir, ófullkomnir eða ekki fyrir hendi. Þá segir að íslenskir bankar hafi einir norrænna banka ótakmarkaðan rétt til einhliða breytinga á viðskiptaskil- málum og að staða ábyrgðarmanna sé formlega mjög veik á Íslandi mið- að við hin Norðurlöndin. Lagt er til að eftirlitsstofnanir fái heimild til þess að yfirfara alla samn- inga banka (til dæmis Fjármálaeft- irlitið) og að sanngirni í samningsskil- málum og grundvallar neytenda- vernd sé tryggð. Einnig er mælt með athugun á því hvort nauðsynlegt sé að setja heildarlöggjöf um fjármála- þjónustu. Þá er talin þörf á að tryggja sam- keppni á bankamarkaði og auka frá því sem nú er, auk þess að komið sé í veg fyrir markaðsbresti, það er þætti sem hamla því að full og óheft sam- keppni ríki. Jafnframt er lagt til að upplýsingastreymi milli neytenda og banka sé bætt, að hreyfanleiki neyt- enda milli banka sé aukinn og að virk lausn í deilumálum sé tryggð. Aukið frjálsræði en neytandinn í lakari stöðu en áður Miklar breytingar hafa orðið á peningamarkaði í norrænu löndunum síðastliðin 10-15 ár. Í stað miðstýr- ingar og magnstýringar á útlánum og opinberrar vaxtaákvörðunar ríkir nú frjálsræði. Eitt skilyrði þess að virk samkeppni ríki er að neytendur hafi fullkomnar upplýsingar um framboð bankaþjónustu og að þær séu bæði sambærilegar og gagnsæjar; það er auðskiljanlegar. Ólafur Klemensson, hagfræðingur og aðalhöfundur skýrslunnar, segir að bæði sé skortur á þessum upplýsingum hjá bönkum hér á landi sem og gagnsæi og því „vanti mikið upp á“ að mögulegt sé fyrir einstaklinga að bera saman kjör bankastofnana, þar sem þeir hafi hvorki tíma né ráðrúm til þess að verða sér úti um nægilega þekkingu á viðskiptaháttum bankanna til þess að geta tekið ákvörðun um hvar hag- kvæmast sé að eiga viðskipti. Helmingi ódýrari í Finnlandi Samanburður á kostnaði við bankaþjónustu sýnir að bankaþjón- usta í Finnlandi kostar um helming þess sem sambærileg þjónusta kost- ar annars staðar á Norðurlöndum. Bankaþjónusta kostar mest í Noregi og næstmest á Íslandi, sem fyrr er getið, og kemur fram að verðbólgu- stig og stýrivextir Seðlabanka skýri ekki þann mun sem er á kostnaði við bankaþjónustu. Skýringin hljóti því að liggja í mismunandi dýru banka- kerfi. Ólafur segir beint samhengi milli kostnaðar við þjónustu íslenskra banka og þess að útibúum banka og sparisjóða og starfsfólki hafi ekki fækkað hér á landi, en samkvæmt skýrslunni fjölgaði útibúum um 4% frá 1990-1999 og fjöldi starfsmanna stóð í stað. Bendir Ólafur á að 102 íbúar séu á hvern bankastarfsmann á Íslandi, 167 íbúar á hvern banka- starfsmann í Noregi, þar sem kostn- aður er hæstur, og 50 í Svíþjóð, svo dæmi séu tekin. Miklar breytingar hafa orðið á nor- rænum bönkum undanfarin ár, svo sem vegna endurskipulagningar til þess að auka hagræði og arðsemi. Samkeppni hefur jafnframt aukist og mikil samþjöppun orðið með samein- ingu og yfirtöku. Fleiri þættir sem leitt hafa til áhrifa á bankamarkaði eru aukin alþjóðavæðing, aukin breidd í fjármálaþjónustu og aukið vægi verðbréfaviðskipta, svo og ný tækni í bankaþjónustu, til dæmis net- bankar og rafrænar upplýsingar. Hagræðing hefur aukist í kjölfar þessara breytinga og frá 1990 til 1999 hefur starfsfólki í bankastofnunum fækkað verulega. Mesta fækkunin hefur orðið í Finnlandi, eða 80%, en hún hefur að meðaltali verið 26% á Norðurlöndum. Útibúum hefur jafnframt fækkað mikið á sama tímabili, eða um 116% í Finnlandi (úr 2.821 í 1.306), og um 31% að jafnaði á Norðurlöndum. Fram kemur að töluverður munur sé á hagræðingu milli landanna og minnst hagræðing hafi orðið á Íslandi og í Noregi. Ófullkomnir skilmálar og einhliða samningar banka Hvað skilmála í bankaþjónustu varðar eru samningsskilmálar að meginefni svipaðir á öllum Norður- löndum. Yfirleitt eru þeir ítarlegir eða allítarlegir nema á Íslandi, þar sem þeir eru stuttir, ná til færri at- riða, mun ófullkomnari eða alls ekki fyrir hendi. Algengt mun vera að slík- ir skilmálar séu ein síða hér á landi en 5-8 síður í Finnlandi, svo dæmi sé tekið. Lagaramminn hefur breyst mikið hvað þetta varðar á Norður- löndum, segir í skýrslunni, nema á Ís- landi, en til grundvallar þeim breyt- ingum liggur tilskipun ESB frá 1993 um óréttmæta viðskiptahætti, sem myndar lágmarkskröfur í þessu sam- bandi. Árið 1996 fékk Konsumverket í Svíþjóð auknar heimildir til eftirlits með skilmálum í fjármálaþjónustu og sama ár voru settar í Finnlandi ít- arlegar reglur um samningsskilmála. Árið 2000 voru síðan sett í Noregi yf- irgripsmikil lög um fjármálasamn- inga. Eru norsku lögin markmiðs- setjandi á sviði neytendaverndar í fjármálaþjónustu og hljóta að vera til fyrirmyndar annars staðar á Norð- urlöndum, segir jafnframt, en laga- setningar í fyrrgreindum löndum miða allar að því að styrkja stöðu neytenda. Helstu einkenni skilmála eru ein- hliða og ótakmarkaður réttur banka til þess að breyta vöxtum, kostnaðar- þáttum og þjónustugjöldum á gild- andi fjármálasamningum, sem víðast hvar hefur verið takmarkaður. Að- eins á Íslandi hafa bankar enn ótak- markaðan og einhliða rétt til þess að breyta viðskiptaskilmálum. Að öllu jöfnu eru ákvæði í skilmál- um þess efnis að viðskiptamaður geti sagt upp viðskiptasamningum. Mis- munandi er milli landa hvort bankar hafi rétt til að mótreikna og færa af innlánsreikningum vexti eða annan kostnað vegna annarra viðskipta við- komandi við banka, svo sem vegna út- lána eða greiðslukorta. Sá réttur er mjög takmarkaður samkvæmt lögum í Svíþjóð og Noregi, mótreiknings- réttur virðist ekki þekkjast í Dan- mörku og Finnlandi en dæmi eru um slíka skilmála hjá íslenskum bönkum. Skilmálar varðandi ábyrgðarmenn eru mjög mismunandi á Norðurlönd- um. Staða ábyrgðarmanna er form- lega mjög veik á Íslandi þótt sam- komulag Neytendasamtakanna frá 1998 við banka bæti þar úr. Laga- setningar er þörf í þessu sambandi hér og svo er einnig í Danmörku þar sem leitast hefur verið við að leysa málið með siðareglum, auk þess sem margir bankar veita ekki lengur lán gegn sjálfskuldarábyrgðum. Lagt er til að lögfest verði heimild til fjármálaeftirlitsstofnana að setja fram bindandi leiðbeiningar um form og innihald samningsskilmála og jafnframt að ekki megi taka skilmála í notkun fyrr en eftirlitsstofnun hefur yfirfarið þá. Mælt er með að í leið- beiningum um samningsskilmála þurfi að koma fram að samningar verði að vera skriflegir og að einhliða réttur banka til þess að breyta kjör- um og skilmálum verði takmarkaður. Auk þess er lagt til að ekki verði hægt að breyta föstum skuldum á skuldabréfum og að sjálfskuldar- ábyrgðir verði mjög takmarkaðar. Þá er mælt með að tilgreint verði í skil- málum hvaða leiðir til úrlausnar standa til boða í deilum milli við- skiptamanns og banka. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir „skil- málaleysi til vansa fyrir íslenskar bankastofnanir“ og að upplýsinga- banki um vexti og þjónustugjöld yrði til þess að skapa nauðsynlegt aðhald í bankakerfinu. „Bankinn hefur allt í hendi sér með þeim skilmálum sem nú eru settir. Neytandinn getur að vísu mótmælt eða sagt upp samningi, en tilviljanakennt samband milli banka og neytanda er ekki fallið til annars en að skapa óöryggi fyrir þann síðarnefnda.“ Jóhannes segir að kvartanir til úr- skurðarnefndar um viðskipti við fjár- málafyrirtæki hafi verið fimm árið 2000 og 40 árið 2001 og að ein ástæða þess geti verið breytt neyslumynstur, þar sem kaup heimilanna á fjármála- þjónustu hafi aukist. Þróunin í þá átt hafi verið „mjög ákveðin“ og verði það væntanlega áfram. Fram kemur í skýrslunni að lítill minnihluti neytenda, eða um 5%, skipti um banka þrátt fyrir óánægju með þjónustuna og er ein ástæða þess talin trygglyndi viðskiptavina við „bankann sinn“ auk þess sem bent hefur verið á skort á tækifærum fyrir neytendur til þess að bera sam- an kjör á þjónustu bankanna. Annað sjónarmið sem vert er að nefna er ólíkt neyslumynstur íslenskra við- skiptavina bankanna og viðskipta- vina norrænna banka, svo sem fjöldi yfirdráttarreikninga og mikil greiðslukortanotkun. Það er mat Landsbankans sam- kvæmt skýrslunni að um 1% við- skiptavina segi upp viðskiptum vegna óánægju með þjónustuna. Í upplýs- ingum frá SPRON segir að hlutfallið sé 1-2% samkvæmt þeirra eigin rann- sókn. Fram kemur að íslenskir bankar hafi leitast við að ýta undir trygg- lyndi viðskiptavina með því að bjóða upp á „pakkasamninga“ sem feli í sér tiltekna þjónustu og kjör, í einu tilviki tryggingar, en þar segir jafnframt að helmingur viðskiptavina stærsta banka landsins, Landsbankans, hafi gert slíka samninga við bankann. Bankar hér koma ekki vel út í skýrslu um kjör í bankaviðskiptum á Norðurlöndum Dýr þjónusta og einhliða skilmálar Morgunblaðið/Árni Sæberg Ólafur Klemensson hagfræðingur og Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, kynntu nýja skýrslu um bankaþjónustu. Íslenskir bankar hafa einir norrænna banka ótakmarkaðan rétt til einhliða breytinga á við- skiptaskilmálum. Helga Kristín Einarsdóttir fjallar um nýja skýrslu þar sem borin eru sam- an kjör þjónustu í nor- rænum bönkum. hke@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.