Morgunblaðið - 02.03.2002, Page 45

Morgunblaðið - 02.03.2002, Page 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MARS 2002 45 Það vill löngum sannast að saga leik- listarinnar gleymist fljótt, ef henni er ekki haldið nógu vel til haga. Í síðustu viku var kvödd í Reykjavík mæt kona, komin fast að áttræðu, sem á unga aldri lét að sér kveða á leiksvið- inu með þeim hætti að flestir töldu víst að hún myndi eiga þar góða framtíð fyrir höndum. Svo fór þó ekki. Erna Sigurleifsdóttir var ekki eina dæmið um konu af hennar kyn- slóð sem hafði fulla burði til að leggja leiklistina fyrir sig, en varð að fórna henni í þágu bús og barna. Ég kynntist Ernu dálítið síðustu árin sem hún lifði, en ekki svo að ég teldi mig rétta manninn til að minnast hennar hér í blaðinu, enda var það ágætlega gert af fólki sem þekkti hana nánar en ég. Því get ég þó ekki neitað að mér fannst leikferli hennar gerð fremur lítil skil af þessu tilefni, þó að minnst væri lauslega á hann í æviágripi og kveðjuræðu við útför. Þetta er skiljanlegt; Erna mun lítið hafa fært hann í tal á síðari árum og varla bryddað á honum að fyrra bragði við nokkurn. Engu að síður verður hver að eiga það sem hann á. Þó að leikhúsár hennar yrðu ekki mörg á sögulegan mælikvarða, þá er nafn hennar skráð eftirminnilega í annála leiklistarsögunnar á merki- legu skeiði, árunum eftir 1950. Þó ekki sé nema þess vegna er ástæða til að rifja stuttlega upp með hvaða hætti hún kom inn í leikhúsið, því að hún var vissulega töluverð „stjarna“ þá stund sem hún stóð þar við. Erna var fædd á Bíldudal árið 1922 og voru foreldrar hennar komnir af vestfirskum ættum. Hún ólst upp til fermingaraldurs fyrir vestan ásamt þremur systkinum, en fluttist þá suður með fjölskyldunni. Hún stund- aði nám fyrst í Flensborg og síðan Kvennaskólanum, en ég þykist vita að leikhúsið hafi heillað hana snemma. Um þetta leyti var að vakna hér ofurlítil skilningsglæta á því að leikarar þyrftu að mennta sig eins og aðrir listamenn. Skólahald á því sviði var þó á miklu frumstigi; Haraldur Björnsson og Soffía Guð- laugsdóttir gerðu reyndar nokkuð að því að veita ungu fólki tilsögn, en það var varla fyrr en Lárus Pálsson kom til sögunnar eftir 1940 að umtals- verður vísir að íslenskum leiklistar- skóla skapaðist. Erna mun hafa sótt tíma hjá Haraldi, en nemandi Lár- usar var hún ekki eftir því sem ég kemst næst. Samkvæmt leikaratali Lárusar Sigurbjörnssonar var fyrsta hlutverk hennar á sviði vinnu- kona í sýningu Fjalakattarins á Manni og konu veturinn 1944-45. Fjalakötturinn var leikfyrirtæki þeirra Indriða Waage, Haralds Á. Sigurðssonar, Emils Thoroddsen og síðar Tómasar Guðmundssonar og setti mest upp revíur en stöku sinn- um alvarlegri verk. Indriði var fræg- ur fyrir það hversu næmur hann var á hæfileika ungra leikara og má rétt til staðfestingar nefna að í Manni og konu léku auk Ernu bæði Róbert Arnfinnsson og Herdís Þorvalds- dóttir, en Indriði átti drjúgan þátt í að ýta Herdísi út í leiklistina. Næstu ár tók Erna þátt í mörgum revíum Fjalakattarins og síðar Bláu stjörn- unnar, auk þess sem hún lék þó nokkuð í útvarp og a.m.k. einu sinni í kvikmynd, Síðasta bænum í dalnum eftir Óskar Gíslason. Í revíunum var hún gjarnan unga ástfangna stúlkan á móti Róberti, sem var sjálfkjörinn í elskhugana, og segir í dómi í Þjóð- viljanum árið 1947 að þau kunni „að leika ástfangið fólk létt og fjörlega, án þeirrar þvingunar, sem þjáir suma hinna yngri leikara okkar und- ERNA SIGURLEIFSDÓTTIR ✝ Erna Sigurleifs-dóttir fæddist á Bíldudal 26. des. 1922. Hún lést á Landakotsspítala 7. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogs- kirkju 21. febrúar. ir slíkum kringum- stæðum“. Annars sýn- ist mér hún þá ekki hafa vakið mikla eftir- tekt blaðadómara, enda voru slík ungpíu- hlutverk sjaldnast þannig vaxin að þau reyndu á hæfileikana. En Indriði Waage hef- ur greinilega fundið að hér var feitt á stykki, enda kom það brátt á daginn. Árið 1950 rann upp örlagaríkur tími fyrir íslenska leiklist. Þjóðleikhúsið tók til starfa þá um vorið og flestir töldu einsætt að Leikfélag Reykjavíkur hefði lokið hlutverki sínu og myndi verða lagt niður. Á hinu nýja og vel búna sviði virtust allar aðstæður kjörnar til að sameina bestu krafta þjóðarinnar í öflugum hópi reyndra og menntaðra atvinnuleikara. Til allrar hamingju hélt leikfélagið þó áfram starfi og það sem meira var: veitti Þjóðleikhúsinu strax frá upp- hafi þá samkeppni sem listgreinin þurfti á að halda. Á fyrsta starfsvetri hins endurreista félags, 1950-51, sýndi það ekki færri en fjórar nýjar sýningar. Fyrstur var nýlegur bandarískur gamanleikur, Elsku Rut, sem varð feikivinsæll, og um jólin kom rómuð sýning á Marmara Kambans sem hafði þá aldrei verið fluttur áður hér á landi og raunar hvergi nema í Þýskalandi. Báðar voru sýningarnar undir stjórn Dan- ans Gunnars R. Hansen, sem var að- alleikstjóri L.R. næstu ár og vann þar ómetanlegt gagn, þó að hann reyndist að vísu mistækur. Erna Sigurleifsdóttir varð ein aðalleik- kona L.R. á þessum tíma. Hún var hin unga kynbomba sem heillaði menn upp úr skónum með seiðandi yndisþokka og lífi. Erna var ákaf- lega fríð kona, svo sem myndir sýna glöggt, en hún var engin postulíns- brúða, leikur hennar bjó yfir safa og þrótti. Einn heimildarmaður minn lýsir rödd hennar svo fyrir mér að það hafi verið „svolítið loft á henni“ og hún jafnvel virkað eilítið hás eða nefmælt, þó að hún væri það ekki. Þessi rödd hafði þau áhrif á sumar ungar leikkonur að þær þráðu fátt heitar en koma sér upp slíku galdra- tæki og hefur ein þeirra sagt mér að hún hafi stælt hana svo að talkennari sinn hafi síðar átt í mesta basli við að fá sig til að tala á þann hátt sem henni sjálfri var eðlilegt. Erna tók þátt bæði í Elsku Rut og Marmara, lék titilhlutverkið í fyrri leiknum og lítið hlutverk í Marmara. Hún fékk vinsamlega dóma fyrir hvort tveggja, en verulega athygli vakti hún tæpast fyrr en í Pi-pa-ki, kín- verska leiknum sem varð einn mesti leikstjórnarsigur Gunnars R. Han- sen og Reykvíkingar þyrptust á vet- urinn 1951-52. Þar lék hún unga eig- inkonu úr alþýðustétt sem verður fyrir því að maður hennar er neydd- ur til að kvænast prinsessu einni til að komast til vegs og virðinga hjá Kínakeisara. Má hún berjast harðri baráttu og þola miklar hörmungar fyrir ást sína. Fyrir leik sinn í Pi-pa- ki fékk Erna ágæta dóma. Sigurður Grímsson talar um leiksigur í Morg- unblaðinu og Agnari Bogasyni í Mánudagsblaðinu þykir sæta furðu hversu öruggum tökum hún taki hlutverkið. Dómari Þjóðviljans, Ás- geir Hjartarson, er heldur varfærn- ari og skrifar: „Fullkomið öryggi skortir hana ennþá og framsögnin mætti verða skýrari á sumum stöð- um, en hún er falleg og angurmild og lýsir fórnfýsi og ást hinnar harm- þrungnu eiginkonu af innileik, smekkvísi og hjartahlýju; Erna verður framvegis talin í fremstu röð hinna ungu leikkvenna.“ Það er helst að gagnrýnendum þyki hún fullsæl- leg eftir að hafa gengið í gegnum mikla hungursneyð, þó að Agnar segi leikstjóranum varla láandi að vilja ekki skemma fegurð leikkon- unnar. Það var enginn hægðarleikur fyrir L.R. að halda uppi reglu- bundnu og metnaðarfullu starfi eins og högum þess var þá komið. Félagið gat vitaskuld ekki greitt leikendum laun í líkingu við Þjóðleikhúsið og hafði aðeins tvo reynda og almennt viðurkennda leikendur að treysta á, Þorstein Ö. Stephensen og Brynjólf Jóhannesson. Flestir aðrir voru miklu minna sjóaðir, margir hreinir viðvaningar og ekki nema eðlilegt að hinir efnilegustu leituðu upp í Þjóð- leikhús um leið og tækifæri bauðst, ef menn ætluðu á annað borð að gera listina að lífsstarfi. Erna fékk einnig sitt stóra tækifæri þar, aðalkven- hlutverkið í franska gamanleiknum Topaz eftir Marcel Pagnol undir stjórn Indriða Waage. Þetta varð mjög vinsæl sýning og átti Erna sinn þátt í því, ef marka má leikdóma sem voru allir mjög lofsamlegir. Sigurður Grímsson er t.d. riddaralegur og segir eftir að hann hefur lýst leik Ernu: „Frú Erna hefur tekið undra- verðum framförum í list sinni á stuttum tíma, enda hefur henni und- anfarið verið falið hvert hlutverkið öðru meira. Er þess að vænta að hún bætist brátt í hinn glæsilega hóp ungra kvenna, sem fastráðnar eru við Þjóðleikhúsið.“ En sú ósk rættist ekki. Þetta varð eina för Ernu á svið Þjóðleikhússins og Iðnó aðalstarfs- vettvangur hennar. Það var því að sjálfsögðu mikill missir fyrir leikhús- ið þegar hún hvarf þaðan árið 1954. Eiginmaður hennar, Árni Ársælsson læknir, sem hún giftist árið 1949, hafði þá fengið starf í Færeyjum og fluttist fjölskyldan þangað til tveggja ára dvalar. Eftir það lék Erna aðeins einu sinni með L.R., Steinunni í Galdra-Lofti árið 1956, en síðan hélt fjölskyldan aftur utan og í þetta sinn varð útivistin lengri, því að þau sneru ekki aftur til Ís- lands fyrr en árið 1970. Þá var orðið of seint að taka þráðinn upp að nýju. Í Færeyjum starfaði Erna raunar nokkuð við leikhúsið og setti a.m.k. upp eina sýningu, Mýs og menn John Steinbecks, sem hún hafði leik- ið áður í hér heima undir stjórn Lár- usar Pálssonar. Mun það hafa verið í fyrsta skipti sem íslenskur leikhús- maður vann með þarlendum og er mér sagt að samstarfið hafi orðið ýmsum minnisstætt. Erna lék á ár- unum 1950-54 alls átta hlutverk hjá L.R., flest allstór og sum burðarhlut- verk eins og Lúkretía hin hviklynda í gamanleik Holbergs, Hviklynda konan, sem var sýndur í tilefni af 200. ártíð skáldsins vorið 1954. Þó að hún hefði byrjað feril sinn í revíum var kómedían tæpast nein sérgrein hennar og hlutverk Lúkretíu, sem er sífellt að skipta skapi leikinn á enda, eldraun fyrir leikarann. Ásgeir Hjartarson kemur hrifningarskorti sínum til skila á kurteislegan hátt, eins og hans var oftast háttur, og kveður Ernu komast vel úr þessum vanda, „þó að hlutverkið gæti að sjálfsögðu orðið tilkomumeira í höndum reyndari og þroskaðri leik- konu“. Hann segir Ernu eiga til góð- an sálrænan skilning, mikinn skap- hita og einbeitni, „en svo mörg og stór eru geðbrigði hennar að ekki er að furða þótt maður kannist við sumt úr fyrri hlutverkum“. Rétt er að taka eftir því sem Ásgeir segir um „sál- rænan skilning“ Ernu sem hann tel- ur einn af kostum hennar sem lista- manns. Erna var sem sé annað og meira en kyntákn; hún var tvímæla- laust efni í gáfaðan skapgerðarleik- ara, hefði hún fengið að þroskast í þá átt. Í því hlutverki hennar sem varð mönnum einna minnisstæðast, konu Charleys í Músum og mönnum, fékk hún tækifæri til að gera hvort tveggja: nýta kvenlega töfra sína og lýsa umkomulausri og einmana manneskju sem lifir í ástlausu hjóna- bandi og fær að lokum að gjalda fyr- ir eirðarleysi sitt og ófullnægju dýru verði. Erna hlaut prýðisdóma fyrir þessa túlkun, þó að kannski væri enginn jafn hrifinn og Agnar Boga- son sem skrifar: „Það sætir furðu hversu „seiðandi hreyfingum“ frúin nær í hlutverki sínu og þá sérlega í byrjun og í hlöðuatriðinu. Þessar hreyfingar, sem riðið hafa flestum yngri og eldri leikkonum okkar að fullu, verða frú Ernu eðlilegar í túlk- un.“ Dómarinn bætir við að „plastic“ sé versti óvinur íslenskra leik- kvenna, líkami og handleggir virðist aldrei hafa hlotið þá sviðsæfingu sem þeim sé alveg nauðsynleg: „Gott er að vita til þess, að frúin breytti um málróm í seinna atriði 1. þáttar, en málrómur hennar hefur háð henni. Í hlöðuatriðinu bar leikur hennar af, svo að jafnvel Þorsteinn varð að grípa til hjálparmeðala til þess að hafa í fullu tré við hana.“ Ég býst við að fáir leikarar, ef nokkrir, sem neyðast til að kveðja sviðið eftir jafn glæsta byrjun og Erna átti, verði nokkurn tímann innst inni alveg sáttir við örlög sín. Ekki fann ég þó annað en hún liti beiskjulaust aftur til þessa tíma í lífi sínu, enda átti hún margar ánægjulegar minningar frá honum. Hún fór góðum orðum um samstarfsmenn sína, þá sem hún á annað borð vildi tala um; lét sér í hæsta lagi nægja kankvíslega glettni ef eitthvað annað bjó undir. Einn maður var henni þó auðheyrilega öðrum kærari; það var Gunnar R. Hansen, sem leikstýrði henni oftar en flestir aðrir, og duldist ekki að með þeim hafði myndast djúp vin- átta sem ýmis merkileg bréf frá hon- um til hennar eru enn til vitnis um. Hún var hlý í viðmóti og átti ugg- laust enn þó nokkuð eftir af þeim eldi skapsmunanna sem hafði á árum áður kynt undir list hennar. Það var gaman að koma á heimili hennar sem var mjög smekklega búið og sýndi næmt auga listamannsins fyrir því sem er í senn fagurt og sérkennilegt. Leikkonan Erna Sigurleifsdóttir var fyrirheit sem rættist ekki nema að nokkru leyti. En hún var fagurt fyr- irheit og þau eru einnig þáttur af þeirri sögu leiklistarinnar sem við eigum að varðveita og halda á lofti. Jón Viðar Jónsson. Þorsteinn Ö. Stephensen (Lenni) og Erna Sigurleifsdóttir (kona Charleys) í Músum og mönnum eftir John Steinbeck árið 1953. .     (       /%    /   %       (      %      ;5.:)6   3      . !!/   13*. !!/  . !!/ . !!/     4" ( = . !!/  . !! (  9 !9 !  .!  . !!/  .1 -3*. !!/  A!"/ *. !!   (      . !!/    - .!   .       /%    0   %           %     89  ; 0 1 /+ %4 4 !#         ( ! !  0 /  3   8"    8"   D   !,  1  1* 1  1  1* 

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.