Morgunblaðið - 02.03.2002, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 02.03.2002, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MARS 2002 59 DAGBÓK NÝTT • VOR • SUMAR 2002 Rauðagerði 26, sími 588 1259 Verið velkomin VISA - EURO Opið í dag - laugardag frá kl. 10-18 í Rauðagerði 26 Dömufatnaður í stærðum 36-48 Eldri vörur seldar með góðum afslætti buxur, bolir, pils frá kr. 1.800 Guðrún Arnalds, símar 896 2396 og 551 8439 Líföndun Guðrún Arnalds verður með helgarnámskeið í líföndun helgina 16. og 17. mars. Djúp öndun hreinsar líkama og sál, eykur bjartsýni og lífsorku og blæs burtu kvíða og kvillum. Gefur þú þér tíma til að lifa? „Tíminn er líf og lífið býr í hjartanu“ EINKATÍMAR: HÓMÓPATÍA - NUDD - LÍFÖNDUN ASHTANGA YOGA Frír kynningartími á þriðjudag! Kraftmikið og áhrifaríkt yoga sem notið hefur mikilla vinsælda á vesturlöndum (Power yoga). Eykur styrk, léttir á spennu og nærir andann. Hentar jafnt byrjendum og reyndum. Þri. og fim. kl. 17:20 á Háaleitisbraut. Einar B. Ísleifsson, yogakennari. Sími 896 6005 Guðrún Arnalds, símar 896 2396 og 551 8439 gud.run@mmedia.is Andartak í erli dagsins Tími til að vera, hlaða batteríin, styrkja líkamann, auka sveigjanleikann og úthaldið og létta á hjartanu. Mánudaga og miðvikudaga kl. 17.30-18.40 á Háaleitisbraut 11. Morguntímar þri. og fös. kl. 9.30-10.30, hádegistímar mán. og fim. kl. 12.00-13.00 í Sundlaug Seltjarnarness. Jóga - hreyfing - líföndun - hugleiðsla Árnað heilla Í ÚRSLITALEIK Englands og Kanada um NEC-bikar- inn í Japan varð norður sagn- hafi í fjórum hjörtum á báð- um borðum og fór einn niður eftir spaðaútspil: Vestur gefur; enginn á hættu. Norður ♠ ÁG96 ♥ 108642 ♦ K ♣KD7 Vestur Austur ♠ D8754 ♠ 10 ♥ K7 ♥ Á5 ♦ ÁD2 ♦ G1076543 ♣953 ♣1082 Suður ♠ K32 ♥ DG93 ♦ 98 ♣ÁG64 Vörnin er tiltölulega ein- föld: Austur spilar út spaða- tíu, sem norður tekur og trompar út. Austur hoppar upp með ásinn, spilar makk- er inn á tígulás og fær stungu í spaða. Höfundar mótsblaðs- ins sáu ekkert athugavert við þessa þróun í fyrstu umfjöll- un, en daginn eftir var fjallað um spilið eins og það hafði spilast í leiknum um bronsið milli e-bridge og Hackett- fjölskyldunnar. Á öðru borð- inu varð Pólverjinn Jassem sagnhafi í fjórum hjörtum í suður gegn tvíburunum Jas- on og Justin: Vestur Norður Austur Suður Justin Gawrys Jason Jassem 1 spaði Pass 1 grand Pass Pass Dobl * 2 tíglar 2 hjörtu Pass 3 hjörtu Pass 4 hjörtu Pass Pass Dobl Allir pass Justin kom út með spaða frá fimmlitnum og Jassem sá fyrir sér stunguna. En hann gafst ekki upp og frekar en að fara beint í trompið spilaði hann laufi fjórum sinnum og henti tígulkóng úr borði í það fjórða! Þetta óvenjulega skærabragð tekur allan brodd úr vörninni. Í reynd trompaði vestur með hundi og fékk að eiga slaginn. Hann spilaði spaða, sem austur stakk, en síðan féllu ás og kóngur í trompi saman þegar Jassem komst inn til að trompa út. Glæsilegt. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 95 ÁRA afmæli. Nk.þriðjudag, 5. mars, verður 95 ára Guðrún Krist- ín Ingvarsdóttir. Hún og fjölskylda hennar taka á móti ættingjum og vinum sunnudaginn 3. mars kl. 15 í sal Meistarafélaga iðnaðar- manna í Skipholti 70, 2. hæð. 100 ÁRA afmæli. Ídag, laugardag- inn 2. mars, er 100 ára Guð- mundur Jónsson, fv. skóla- stjóri á Hvanneyri, nú til heimilis á Hrafnistu í Hafn- arfirði. Í tilefni dagsins sendir Guðmundur innilegar kveðjur til vina og vanda- manna, nemenda sinna og samstarfsmanna, og þakkar samverustundir liðinna ára. Guðmundur dvelur í dag á Hrafnistu með fjölskyldu sinni. Sjá bls. 50. LJÓÐABROT STÖKUR Dregur úr víði drungaský, dröfn á fjöru yrðir; verzlun hríðar eru í ærnar vörubirgðir. Guðmundur Friðjónsson Löðrið dikar land upp á lýra kvikar stofan, aldan þykir heldur há, hún rís mikið skerjum á. Hreggviður Eiríksson FRÉTTIR 80 ÁRA afmæli. Ámorgun, sunnudag- inn 3. mars, er áttræður Gísli Þór Sigurðsson, Hraunbæ 103, Reykjavík. Hann tekur á móti gestum á afmælisdaginn kl. 16–19 í Félagsmiðstöð aldraðra, Hraunbæ 105. GULLBRÚÐKAUP. Í dag, laugardaginn 2. mars eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Guðrún Björg Emilsdóttir og Sig- urjón Friðriksson, Ytri-Hlíð, Vopnafirði. Ég kýs að þér lítið á þetta sem vinargreiða gegn gjaldi, en ekki ósiðlegt tilboð. Með morgunkaffinu 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be2 e6 7. a4 Rc6 8. O-O Be7 9. Be3 O-O 10. f4 Dc7 11. Kh1 He8 12. Bf3 Bf8 13. Dd2 Ra5 14. b3 d5 15. e5 Rd7 16. Rce2 f6 Staðan kom upp í lokuðu móti sem lauk fyrir skömmu í Molso í Danmörku. Annar sigurvegari mótsins, 15 ára undrabarnið David Navara (2.531) frá Tékklandi hafði hvítt gegn Stef- fen Pedersen (2.440). 17. Rxe6! Hxe6 18. Bxd5 Rc5 19. f5 Dxe5 20. Bxc5 Bxc5 21. fxe6 Rc6 22. e7+ Be6 23. Bxc6! og svartur gafst upp enda fátt til varnar eftir 23...bxc6 24. Dd8+. 6. umferð Ís- landsmóts skákfélaga hefst kl. 10.00 í dag, 2. mars, og 7. og síðasta umferð kl. 17.00. Teflt er í Brimborgarhúsinu á Bíldshöfða. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. GRÆNLENSKIR dagar verða í Vestnorræna menningarhúsinu við Fjörukrána í Hafnarfirði frá 28. febrúar til og með 10. mars. Þar verður sýning með grænlenskum frímerkjum þar sem sum þeirra eru gefin út í tengslum við landafundi árið 2000. Sýningin verður opin daglega frá 13 til 20 alla daga. Einnig verður sýning af grænlenskum pelsum frá Esk- imo Pels i Narsaq í Grænlandi. Söngkonan Ida Heinrich mun syngja grænlenska söngva fyrir matargesti í Vestnorræna veitingastaðnum Fjörunni fimmtudaga til sunnudaga. Hljómsveitin Sarsuasut, 4 ungmenni frá Grænlandi, kem- ur og spilar fyrir matargesti. Grímudansarinn Arnajaraq Olsen mun einnig dansa fyrir matargesti í Fjörunni. Grænlenskur matseðill verð- ur á boðstólum og þar skal sér- staklega nefna steikur af sauð- nauti, samkvæmt því sem fram kemur í fréttatilkynningu. Grænlenskir dagar í Hafnarfirði STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake FISKAR Afmælisbörn dagsins: Þú ert traustur vinur og líf- legt ímyndarafl þitt stuðlar að því að þú nærð árangri. Árið býður upp á ýmsa möguleika, til dæmis eru margir sem leita á ný mið. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú getur uppgötvað spenn- andi leyndarmál með aðstoð vinar þíns. Vitanlega vilt þú komast til botns í þessu leyndarmáli. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú munt ræða málefni sem snerta fjárhagslega afkomu þína. Þú munt einnig fá hrós fyrir frammistöðu þína í starfi. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú átt ánægjulega stund með vini í dag. Það kemur þér á óvart hve mikla þörf þú hefur fyrir að sannleik- urinn komi fram í dagsljós- ið. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti á vinnustaðn- um. Láttu í þér heyra svo hægt sé að koma þessari hugmynd á framfæri. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú átt eftir að sjá að þú átt sitthvað eftir ólært í róm- antískum málefnum. Þú skalt undirbúa þig fyrir ný viðhorf. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Starfið gengur vel í dag. Nýttu tímann til þess að leita eftir glötuðum hlutum eða leysa vandamál, sem hafa valdið mörgum erfið- leikum. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Flestir búa yfir einhverjum leyndarmálum. Samræður við skyldmenni eiga eftir að verða vandræðalegar. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú telur að einhver í fjöl- skyldunni leyni þig hlutum sem snúa að fjárhagsmálum. Spurðu krefjandi spurninga svo hægt sé að varpa ljósi á málið. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það kemur í ljós að þú hafð- ir á réttu að standa gagn- vart einhverjum. Það verður ekki hægt að breyta skoðun þinni þegar nýjar upplýsing- ar koma fram í dagsljósið. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Dagurinn er tilvalinn til þess að kaupa hluti sem eru faldir fyrir flestum, eins og til dæmis nærfatnað. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Ástríða þín fyrir leyndar- málum verður þess valdandi að þú munt ekki ræða um dularfull mál við vini þína. Eitthvað áhugavert og óvenjulegt vekur áhuga þinn. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Upplýsingar frá stjórnvöld- um eða stórri stofnun geta haft áhrif á feril þinn eða breytt lífssýn þinni. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.