Morgunblaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 15. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ saman fyrir ráðherrafundi séu und- anþegin upplýsingarétti. Undan- þágureglan ætti því ekki lengur við minnisblaðið þar sem stjörnvöld hefðu í verki fengið því annað hlut- verk og þannig í raun veitt að því ríkari aðgang en upphaflega var ætlunin. Bæri því að beita meg- inreglu 3. greinar laganna um rétt almennings að gögnum í opinberri stjórnsýslu og veita Öryrkjabanda- laginu aðgang að minnisblaðinu, sbr. 73. grein stjórnarskrár Íslands og 10. greinar mannréttindasátt- mála Evrópu en það ákvæði hefur m.a. verið skýrt svo að aðgangur al- mennings að upplýsingum verði að- eins takmarkaður á þann hátt sem nauðsynlegt teljist lýðræðisþjóð- félagi til verndar löglegum al- manna- og einkahagsmunum. Eftir að Öryrkjabandalagið fékk afrit af skipunarbréfi starfshópsins í desember 2000 krafðist lögmaður bandalagsins, Ragnar Aðalsteins- son, hrl., þess að fá afhent umrætt minnisblað en því var synjað af for- sætisráðuneytinu með vísan til fyrr- nefndrar undanþágureglu. Synjunin var kærð til úrskurðarnefndar upp- lýsingamála sem staðfesti hana í byrjun árs 2001 og í október í fyrra féll dómur Héraðsdóms Reykjavík- ur þar sem synjunin var enn stað- FORSÆTISRÁÐUNEYTINU ber að veita Öryrkjabandalagi Íslands aðgang að minnisblaði sem fylgdi skipunarbréfi starfshóps sem var skipaður í kjölfar öryrkjadómsins svokallaða. Þetta er niðurstaða Hæstaréttardóms sem féll í gær. Með þessu var felld úr gildi nið- urstaða úrskurðarnefndar upplýs- ingamála og dómi Héraðsdóms Reykjavíkur var snúið við. Einn af fimm dómurum skilaði sératkvæði. Starfshópurinn var skipaður í lok árs 2000 eftir að Hæstiréttur felldi dóm sem kvað á um að tiltekin skerðing tekjutryggingar hefði ver- ið óheimil allt frá árinu 1994. Olli dómurinn miklum deilum jafnt á Alþingi sem utan þess. Var starfs- hópnum ætlað að kanna hvaða leiðir væru færar til að bregðast við dómnum. Að hluta til erindis- bréf starfshópsins Hið umrædda minnisblað hafði verið tekið saman fyrir ríkisstjórn- arfund, fylgdi með skipunarbréf starfshópsins og var í skipunarbréf- inu vísað til minnisblaðsins. Taldi Hæstiréttur að með þessu hefði minnisblaðið verið gert að hluta er- indisbréf til starfshópsins og þannig myndað grundvöllinn að starfi hans. Þá hefði forsætisráðuneytið engan fyrirvara gert um meðferð minn- isblaðsins þegar það var sent til að- ila utan stjórnarráðsins. Að svo búnu hefði forsætisráðuneytið ekki lengur getað vænst þess að minn- isblaðið nyti verndar gagnvart upp- lýsingarétti almennings en í 1. tölu- lið, 4. greinar upplýsingalaga er kveðið á um að skjöl sem tekin eru fest. Öryrkjabandalagið áfrýjaði þá til Hæstaréttar og hafði fullnaðar- sigur. Var ríkið ennfremur dæmt til að greiða Öryrkjabandalaginu 600.000 krónur í málskostnað í hér- aði og fyrir Hæstarétti. Garðar Gíslason hæstaréttardóm- ari skilaði sératkvæði og taldi ekki að réttur almennings næði til að- gangs að minnisblaðinu. Þá benti ekkert til þess að undanþágureglan félli niður við það eitt að öðrum ut- an stjórnarráðsins hafi verið sýnt eða sent slíkt skjal. Varla stungið bréfinu undan af tómum strákskap Garðar Sverrisson, formaður Ör- yrkjabandalags Íslands, sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki gera ráð fyrir öðru en að fá afrit af minnisblaðinu afhent í dag. Að- spurður hvort hann teldi að í bréf- inu væru mikilvægar upplýsingar sagðist Garðar „ekki að óreyndu ætla forsætisráðherra þá ónáttúru að hafa af tómum strákskap reynt að stinga bréfinu undan og þar með tekið þá áhættu að láta dæma sig fyrir enn eitt lögbrotið,“ og vísaði til þess að ráðamenn landins hefðu áður verið dæmdir fyrir að brjóta rétt á öryrkjum. Eitthvað hlyti að vera í minnisblaðinu sem forsætis- ráðherra hefði talið þýðingarmikið að leynd hvíldi yfir. Öryrkjabandalagið hefur höfðað mál á hendur ríkinu vegna þeirra aðgerða sem ríkisstjórnin greip til á grundvelli tillagna fyrrnefnds vinnuhóps. Garðar segir að ef ástæða þyki til sé enn tími til að leggja það fram sem dómskjal í málinu. Veita skal aðgang að minnisblaði Formaður Ör- yrkjabandalags- ins býst við að fá blaðið í hend- urnar í dag TILBOÐSDAGAR hófust í gær í verslunarmiðstöðvunum Kringl- unni í Reykjavík og Smáralind í Kópavogi. Standa þessir dagar fram á sunnudag og heita Kringlu- kast í Kringlunni en Kauphlaup í Smáralind. Fyrir utan tilboð, upp- boð og happdrætti er boðið upp á margs konar dægradvöl. Þannig þáði Katrín Mist Jóns- dóttir andlitsmálun hjá Hrönn Ósk- arsdóttur í Smáralind en Birna Helga Jóhannesdóttir og Sara Lind Ingvarsdóttir fylgdust með. Í Kringlunni var fólk einnig á ferð og flugi og velti fyrir sér hverju mætti stinga í tóma innkaupakerruna. Morgunblaðið/Kristinn Hrönn Óskarsdóttir málar Katr- ínu Mist Jónsdóttur, Birna Helga Jóhannesdóttir og Sara Lind Ingvarsdóttir fylgjast með. Kauphlaup og Kringlu- kast LÆKNAR, hjúkrunarfræðingar og annað starfsfólk á slysa- og bráða- móttöku Landspítala – háskóla- sjúkrahúss í Fossvogi höfðu í nógu að snúast í gærmorgun og fram eftir degi við að hlúa að þeim sem dottið höfðu í hálku á höfuðborg- arsvæðinu. Beinbrot, snúnir ökklar og skrámur hér og þar vegna hálkuslysa voru algeng sjón, svo algeng að talað var um slysahrinu á deildinni. Er blaðamann og ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði laust eftir hádegið var farið að hægjast um og Jón Baldursson yfirlæknir, sem hafði verið kallaður út vegna ástandsins um morguninn, gaf sér tíma til að ræða málin. Verið var að setja gifs á handlegg eldri konu sem dottið hafði í hálkunni og við hlið hennar sat ung kona með gifs á framhandlegg sem Jón sagði vera beinbrot vegna „heiðarlegra íþróttameiðsla“. Hann sagði að fyrr um daginn megi gera ráð fyrir að um 60 manns hafi komið á slysadeildina vegna hálkumeiðsla. Flest hálkuslys á haustin „Ég veit nú ekki alveg af hverju þetta gerist núna, yfirleitt eru flest svona slys á haustin þegar fyrsta hálkan kemur,“ sagði Jón. „En í gær var bleyta og slabb og svo fraus í gærkvöldi. Það er eins og fólk hafi alls ekki varað sig á því að það eru glærur hér og þar.“ Jón segir að senda hafi þurft marga sjúklinga í röntgen- myndatöku þar sem grunur eða greinilegt var að um beinbrot væri að ræða. Því hafi álagið á röntgen- deildinni einnig verið mikið. Hann segir þó álagið hafa verið vel við- ráðanlegt, en hann hafi t.d. sjálfur verið kallaður út vegna ástandsins. „Það er eins og við séum hætt að vara okkur, við sem búum á 64. breiddargráðu,“ sagði Jón. „Þetta er með því verra sem verið hefur í vetur,“ sagði hann og átti þar við þann fjölda sem kom á slysadeild- ina vegna hálkumeiðsla. Vegfarendur verða að gæta að sér Hann sagði slasaða vera á öllum aldri, en minna sé þó um börn en aðra. Brotin segir hann alla vega, fólk hafi brotið úlnliði og mjaðma- grindur og allt þar á milli í hálk- unni í gærmorgun. Þá var fólk einnig að merja sig og togna. „Ég held að helstu skilaboðin sem senda megi vegfarendum sé að gæta að sér,“ sagði Jón. Hálkan hafi komið frekar skyndilega seint í fyrrakvöld og því hafi fólk ekki gert sér grein fyrir ástandinu er það fór af stað í gærmorgun. Þegar fyrsta hálkan gerir vart við sig á haustin segir Jón að bú- ast megi við því að fólk sé að renna til, detta og slasa sig allan þann dag. Þegar einstakir hálku- dagar koma svo yfir veturinn segir hann að vonast sé til að ástandið vari aðeins í nokkrar klukkustund- ir og það virðist hafa gengið eftir í gær. Mikið álag á slysadeild í gærdag vegna hálkumeiðsla Slysahætta er mikil þegar frýs skyndilega Morgunblaðið/Golli Jón Baldursson yfirlæknir skoðar myndir af beinbrotum dagsins. EIN Boeing 757-200 flugvéla Flugleiða er nú í eftirlitsskoðun í Tæknistöð Flugleiða á Keflavík- urflugvelli. Skoðunin er hluti af yfirstandandi athugunum vegna atviksins þegar hætt var við lend- ingu á Gardermoen-flugvelli við Ósló 22. janúar síðastliðinn. Sam- kvæmt upplýsingum frá Rann- sóknarnefnd flugslysa á Íslandi er málið rannsakað sem alvarlegt flugatvik, sem felur í sér „atvik sem inniheldur kringumstæður sem benda til þess að legið hafi við flugslysi“. Fram kemur í frétt frá Flug- leiðum sem barst Morgunblaðinu í gær að flugfélagið hafi tilkynnt at- vikið til yfirvalda og stýrir Rann- sóknarstofnun flugslysa í Noregi rannsókn málsins, með aðstoð Rannsóknarnefndar flugslysa á Íslandi. „Við rannsókn málsins komu fram upplýsingar sem gáfu til kynna að atvikið hefði verið al- varlegra en í fyrstu var talið og því var talið eðlilegt af hálfu Flug- leiða að viðkomandi flugmenn myndu ekki fljúga á vegum félags- ins þar til rannsókn lýkur og máls- atvik verða að fullu upplýst,“ segir í fréttinni. Eftir lendingu vélarinnar í Ósló að morgni 22. janúar voru flug- virkjar kallaðir til og farið yfir stjórntæki hennar, en þau reynd- ust í lagi. Þá var flogið samkvæmt áætlun áfram til Stokkhólms og þaðan til Keflavíkur síðdegis sama dag. Dagana 23.–24. janúar var vélinni flogið án farþega í reynsluflugi og 25. janúar fór hún í reglubundna C-skoðun, sem er ítarlegasta skoðun sem fram- kvæmd er á þessari gerð flugvéla, en hún er gerð árlega. Í fréttinni segir ennfremur að í C-skoðuninni hafi sérstaklega verið tekið tillit til atviksins og framkvæmdar sér- athuganir samkvæmt leiðbeining- um frá Boeing-verksmiðjunum. „Ekkert kom fram sem benti til þess að eitthvað hefði komið fyrir vélina við atvikið. Þann 8. febrúar lauk skoðuninni og hefur henni verið flogið í áætlunarflugi síðan án athugasemda.“ Í skoðun hjá Boeing Þá segir að gögn um atvikið úr flugrita vélarinnar hafi jafnframt verið send til frekari úrvinnslu hjá Boeing-verksmiðjunum og eftir athugun þar var Flugleiðum í fyrradag ráðlagt að framkvæma nánari skoðun á ákveðnum þátt- um í varúðar- og öryggisskyni. „Við þessum tilmælum var strax brugðist. Skoðunin gæti tekið nokkra daga, en ekki er búist við því að hún hafi áhrif á áætlun Flugleiða.“ Flugleiðavél í eftirlitsskoðun vegna atviks á Gardermoen-flugvelli Skoðað sem alvarlegt flugatvik
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.